Alþýðublaðið - 06.10.1990, Síða 2

Alþýðublaðið - 06.10.1990, Síða 2
2 FRÉTTASKÝRINC Laugardagur 6. okt. 1990 5f/órv hjá Framsókn Egill Heidar Gíslason hefur ver- ið ráðinn framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins í stað Sig- urdar Geirdal sem er orðinn bæjarstjóri í Kópavogi sem kunnugt er. Egill Heiðar er fædd- ur í Súðavík, lauk prófi frá Sam- vinnuskólanum 1978 og stund- aði síðan nám við Lýðháskólann í Gautaborg. Hann hefur verið starfsmaður Framsóknarflokks- ins frá árinu 1987. Eiginkona Eg- ils er Magnea Gísladóttir. Þrír i Heiðursráð Þeir Davíö Ólafsson^ Ottó A. Michelsen og Tómas Arni Jónas- son hafa verið valdir í Heiðurs- ráð Krabbameinsfélags lslands, en það er æðsta viðurkenning sem félagið veitir. 1 ráðinu eru heiðursfélagar sem til þess eru valdir fyrir frábært starf í þágu félagsins. Þremenningunum voru afhent skrautrituð heiðurs- skjöl í móttöku í kjölfar for- mannafundar Krabbameinsfé- lagsins sem haldinn var í Hafnar- firði á dögunum. Aður hafa fjórir verið valdir i Heiðursráðið. Það eru Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands i og verndari félagsins var kjörin fyrst allra í ráðið árið 1986. Hinir þrír eru Hjörtur Hjartarson, fyrr- verandi forstjóri, Ólafur Bjarna- son, fyrrverandi prófessor, og Gunnlaugur Snœdal prófessor. Vonlausa tríóið Þrir vaskir sveinar úr Keflavík, Þröstur Jóhannesson, Magnús Sigurdsson og Suerrir Asmunds- son skipa hljómsveit er nefnist Vonlausa tríóið. Hljómsveitin hefur nú sent frá sér plötu með fjórum nýjum söngvum og segir sagan að plötunni verði dreift á næstunni á einn eða annan hátt. PÖUTÍSKIR HUÐARVINDAR ,,Viltu biða aðeins, það er áriðandi að svarið við þessari spurningu sé með nákvæmlega og rétt orð- að." Ulf Bohlin, fulltrúi Granges AB, kaus að ráð- færa sig við Robert Miller, fulltrúa Alumax, áður en hann svaraði spurningu Alþýðublaðsins um endur- skoðunarákvæði i væntanlegum raforkusamningi vegna álversins á Keilisnesi. Hann kom aftur með enska orðalagið „equilibrium dause," sem sam- kvæmt orðabók Arnar og Örlygs mætti útleggja sem , , jaf nvægisákvæði JÓN DANÍELSSON SKRIFAR Það er mikil vinna að baki samningum um álver á Keilisnesi. Menn ráða ráðum sínum á lokuð- um fundum innan samninga- nefnda, leggja fram tilboð á fund- um með samninganefnd gagnað- ila og bak við tjöldin er svo tekist á um ýmis atriði. í samskiptum samningsaðilanna skiptir miklu að ganga ekki lengra á hverjum fundi en svo að nokkurt svigrúm sé eftir til frekari tilslakana. Samn- inganefndarmenn verða líka að gæta sín vandlega í samtölum við fjölmiðla. Þar má heldur ekki segja neitt sem gagnaðilinn getur gripið á lofti og notfært sér á næsta fundi. Raforkusamningurinn er tví- mælalaust sá af þeim ófrágengnu endum í álmálinu sem skiptir báða samningsaðila mestu máli og var- kárni sænska samningamannsins verður fullkomlega skiljanleg í ljósi þess. Viðbrögð hans sýna líka að einmitt endurskoðunarákvæð- ið í væntanlegum raforkusamn- ingi er ennþá mjög eldfimt efni. Af íslenskri hálfu hefur verið talað um að inn í raforkusamninginn þurfi að koma endurskoðunar- ákvæði til að tryggja að lágt heimsmarkaðsverð á áli velti ekki allt of þungum bagga yfir á inn- lenda orkukaupendur. Að því er helst var að skilja á máli Ulfs Bohlin ber að túlka orða- lagið um jafnvægisákvæði á þann veg að samningsaðilum sé tryggð- ur réttur til að taka upp að nýju samninga um orkuverð ef álverð fer til langs tíma svo langt frá þeim áætlunum, sem lagðar eru til grundvallar samningnum, að samningurinn verði augljóslega ónothæfur. Það er svo auðvitað túlkunaratriði hvenær þetta gerist og óneitanlega virðist sem tals- menn Atlantsálshópsins hafi ekk- ert á móti því þótt ákvæðið verði nokkuð loðið. Svo er reyndar að sjá sem aftur- kippur hafi komið í viðræður um raforkusamninginn. Jóhannes Nordal, stjórnarformaður Lands- virkjunar, var umboðslaus frá stjórninni þegar hann skrifaði undir bókunina í fyrradag og setti því nafn sitt undir hana sem for- maður samninganefndarinnar. Þrátt fyrir yfirlýsingar Jóhannesar um það að hann hefði ekki farið fram á umboð stjórnarinnar, enda ekki ástæða til, er raunar engum blöðum um það að fletta að þessi afstaða Jóhannesar var kúvend- ing frá því sem til stóð nokkrum dögum fyrr. Ymsar ástæður má tilgreina fyr- ir þessum afturkipp. Að hluta til er sennilegt að skýringuna sé að finna í vaxandi þunga bak við kröfuna um endurskoðunar- ákvæði. Viðbrögð sænska samn- ingamannsins sem skýrt var frá í upphafi, sýna mjög greinilega að um þetta atriði eiga samninga- mennirnir eftir að semja. Þetta er þó alls ekki eina skýringin. Pólitík- in er nefnilega líka með í spilinu. Stjórn Landsvirkjunar er að sjálf- sögðu samsett eftir pólitískum leiðum og á fundi stjórnarinnar í fyrradag létu alþýðubandalags- mennirnir Finnbogi Jónsson og Sigurjón Pétursson og framsókn- armaðurinn Páll Pétursson bóka að þeir teldu nauðsynlegt að gólf yrði sett í samning um orkuverð og aiþýðubandalagsmennirnir bættu við að þeir teldu gróflega Útlitsmynd af Deschambault-álverinu sem nú er verið að byggja í Kanada. Álverið á Keilisnesi á að verða svipað þessu í útliti. gengið fram hjá stjórn Landsvirkj- unar í málinu. Sjálfstæðismenn- irnir Davíð Oddsson og Árni Grét- ar Finnsson virðast einnig í veru- legum vafa um ágæti þeirra draga sem fyrir liggja um orkuverð og tengingu þess við álverð. Vafalítið vilja sjálfstæðismenn nota tæki- færið til að gera Sjálfstæðisflokk- inn áberandi í lokaáfanga álmáls- ins. Því er raunar ekki haldið fram af neinum málsaðila að fullsamið sé um orkuverð. Það er líka alveg fullljóst að fjölmargir hafa efa- semdir varðandi þau drög að orkusamningi sem fyrir liggja og vilja a.m.k. skoða þau alveg ofan í kjölinn áður en þeir leggja blessun sína yfir þau. Með tilliti til þess taugatijrings sem ríkt hefur innan ríkisstjórnar- innar í kringum undirritunina í fyrradag virðist þó einnig mega líta á umboðsleysi Jóhannesar Nordal við undirritunina sem tákn um það að bæði í herbúðum Al- þýðubandalagsins og Framsókn- arflokksins hafi menn fremur vilj- að draga úr mikilvægi undirritun- arinnar en hitt. Fulltrúar álfyrirtækjanna þriggja, sem hér voru staddir til að undirrita samningsáfangann, viku sér mjög fimlega undan að svara nokkrum spurningum sem kynnu að blanda þeim á einhvern hátt inn í hinar pólitísku flækjur sem sveipa málið reykjarmekki á inn- anlandsvettvangi. Við spurning- um af þessu tagi veittust blaða- mönnum stöðluð svör. „Við treyst- um því fyllilega að iðnaðarráð- herra hafi það umboð sem hann þarf." Tímaáætlun iðnaðarráðherra gerir ráð fyrir að lagasetning heimili ríkisstjórninni fyrir áramót að ganga frá samningum og að ál- aðilarnir séu í viðskiptum en ekki stjórnmálum, en stjórnir álfélag- anna hafi síðan tíma út mars til vega samninginn og meta. Endan- leg ákvörðun og undirritun samn- ings á svo að koma í byrjun apríl. Fram til þessa hefur tímaáætlunin staðist í meginatriðum. Það er hins vegar nú fyrst sem fer að reyna á tímaáætlunina fyrir al- vöru. ..■ ■ ■ RADDIR Viltþú lœkka neysluskatta og hœkka beina skatta ístaöinn? Sverrir Kristinsson, 28 ára. „Þetta er erfið spurning, en ég held að ég væri fylgjandi því ef hægt yrði að sjá til þess að þeir borguðu skattana sem hafa góða menntun og eru í vel launuðum störfum, læknar, lögmenn og flug- menn t.d. Alþýðu manna yrði þá gert auðveldara fyrir. Gallinn er bara sá að hátekjumennirnir koma sér alltaf undan." Ólöf Benediktsdóttir, fyrrv. menntaskólakennari, 70 ára. „Virðisaukaskatturinn er allt of hár. Ég er hins vegar á móti því að hækka eignskattinn. Við erum bú- in að borga skatt af eignum okkar. Það gerðum við þegar við unnum fyrir þeim. Yfirleitt finnst mér skattarnir vera alveg nógu háir. Fólk á í nægum vandræðum." Dóra Líndal, nemi í tónlistarskól- anum, 37 ára. „Mér finnst hart að vera með alla þessa óbeinu skatta. Það er gífurlega mikið sem maður borgar í gegnum þá. Ef þeir lækkuðu myndi það kannski gera það ódýr- ara fyrir okkur að komast í gegn- um daginn. Aftur á móti þyrfti maður kannski að borga þeim mun meira af mánaðarlaununum þannig að e.t.v. kæmi þetta alveg eins út." Friðjón Sigurðsson, fyrrv. skrif- stofustjóri Alþingis, 75 ára. „Þeir myndu varla bæta sig mikið á því að hækka beinu skatt- ana. Framtölin eru nú ekki alltaf í lagi. Óbeinu skattarnir eru reyndar misjafnir, en ég sé ekki ástæðu til að gera neinar tillögur í skattamál- um. Ég held að launafólk fari alltaf illa út þessu." Garðar Valdimarsson, rikisskatt- stjóri, 45 ára. „Það eru náttúrlega margar hliðar á þessu máli. Persónulega er ég þó þeirrar skoðunar að far- sælast sé að breyta þessu ekki mikið. Við höfum langa hefð fyrir því að óbeinir skattar séu háir en beinir skattar lágir. Ég held líka að óbeinu skattarnir séu öruggari leið að því leyti að þeir innheimtist betur."

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.