Alþýðublaðið - 06.10.1990, Síða 5

Alþýðublaðið - 06.10.1990, Síða 5
Laugardagur 6. okt. 1990 > 5 Belgar lekka fjii>#- þjóðafyrirtækin með skallaskjóli Mörg hafa bitiö á krókinn. En innri markaöur EB 1992 getur sett alvarleg strik í reikninginn. Landið sem besl er þekkt sem einskonar „tauga- miðstöð" þjóðanna télf sem mynda Evrópubanda- lagið, hefur nú bæst á lista yfir þagmælsk skatta- skjól fjölþjóðlegra fyrirtækja. Belgia lagði grunninn að þessari starfsemi fyrir 10 órum síðan, nú fyrst er tilraun þeirra farin að bera úvöxt. Og þó eru ýmsar blikur ó lofti. Áætlun Belganna fór af stað fremur rólega í janúar 1980, — en hefur nú dregið til landsins um 250 fjölþjóðleg fyrirtæki af ýmsu tagi, — einkum frá Bandaríkjun- um og Evrópu. Flest fyrirtækj- anna hafa komið síðustu 3 árin, aðalstöðvar ýmissa fyrirtækja sem starfa vítt um heiminn. Þeim leyfist ekki að stunda framleiðslu í Belgíu, né heldur verslun eða að starfa fyrir aðra utan síns hóps. Skattar — samkvæmt lauslegri óætlun_______________ Fyrirtækin eiga aðeins heimilis- festi í Belgíu, — borga þar skatta samkvæmt lauslegri áætlun frem- ur en eftir raunverulegri veltu þeirra. Skattagrunnur þeirra er ákveðinn sem hundraðshlutfall af vissum rekstrargjöldum — oftast um 8% — fjármagns- og launa- kostnaður þá ekki talinn með. Sem dæmi nefnir fjármálaráðu- neyti Belgíu fyrirtæki með 100 milljón franka eða 3 milljón doll- ara kostnað á ári. Það fyrirtæki mundi borga um 10 þúsund doll- ara í skatta á ári, — sem er um það bil 0,33% af heildarrekstrarkostn- aði fyrirtækisins. Skattasérfræðingar benda á, að helsta aðdráttarafl löggjafar þess- arar fyrir fjölþjóðleg fyrirtæki sé á sviði hópfjármögnunar, þar sem fyrirtæki geta miðstýrt fjármálum sínum í Brussel, og veitt þaðan fjármunum til allra heimsins horna. Viljq ekki að________________ gengismunur sé_______________ skattlagdur__________________ „Fyrirtæki geta bæði hagnast og tapað stórum fjármunum vegna gengismunar, en þeim líkar ekki allskostar að þetta sé skatt- lagt eins og venjulegar viðskipta- tekjur”, segir Patrick Kelley, for- maður laga- og skattanefndar í bandaríska verslunarráðinu. Hann lýsir belgísku áætluninni sem eðlilegum kosti fyrir banda- rísk fyrirtæki. Eitt þeirra fyrirtækja sem ný- lega kom og setti á fót höfuðstöðv- ar sínar í Brussel, í maí síðastliðn- um, er British Petroleum Co. Plc (BP). BP hyggst samræma sam- skiptin við Evrópubandalagið, bæði hvað varðar markaðsmál og olíuhreinsun á svæði EB. Höfuðstöðvar EB hafq úhrif ó staðarval___________ Enda þótt Belgar neiti því að ætlun þeirra hafi verið að hagnast beinlínis á þeirri aðstöðu þeirra að hýsa höfuðstöðvar Evrópubanda- lagsins, telja margir viðskiptavina þeirra þá staðreynd ásamt góðri landfræðilegri legu Belgíu gera áætlun þeirra fýsilegri en hún ella hefði verið. Benda menn á að fyr- irtækin hefðu getað notið sömu hlunninda á Isle of Man, eða á ír- landi, eða annars staðar. Staðsetn- ingin á öðrum stöðum væri óhent- ugri, — og þar væri verið að glíma við erfiðleika í samskiptum við starfslið sem mælti á ótal tungu- máium. Óveðursblikur?______________ En þrátt fyrir skyndilegan og skjótan árangur Belga að lokka að fyrirtæki, eru ský farin að hrann- ast upp við sjóndeildarhringinn. Tilkoma sameiginlegs, innri mark- aðar Evrópubandalagsins 1993 getur boðað hættu fyrir þetta framtak Belganna. „Ég trúi því varla að hægt verði að reka skatta- skjól eins og þetta innan hins sam- eiginlega markaðar”, segir Ludo Vandervelden, einn fram- kvæmdastjóra Daimler-Benz AG, sem unnið hefur undanfarna 13 mánuði við að koma upp stöðvum fyrirtækis síns í Brussel. Önnur ógnun við skattaskjól fyrirtækja kemur innanlands frá, vinstri menn og verkalýðsfélög berjast hatrammlega fyrir hærri álögum á fyrirtækin sem sest hafa að í Belgíu og vilja rýra það skatta- skjól sem þeim hefur verið boðið upp á. Belgía er skuldum vafin og fjárlagahallanum mætt með hærri álögum á hinn almenna skatt- greiðanda í landinu. Tillögur í þá átt að ná inn meira fé frá aðkomnu fyrirtækjunum verður til umræðu í belgíska þing- inu í vetur og ákvarðana að vænta fyrir áramót. í júlí sl. kom fram tillaga um að breyta lögum á þann hátt að fyrir- tækjunum verði gert að greiða skatt af vaxtatekjum á banka- reikningum, auk þess sem skorið verði á skattaívilnanir af fjár- magni sem þau flytja til Belgíu til ýmissa fjármögnunarverkefna. Slíkar umræður valda að sjálf- sögðu óróa, bæði meðal þeirra fyrirtækja sem þegar hafa sest að í landinu, og meðal þeirra sem hafa verið að hugsa sinn gang. Spá skattasérfræðingar því að verði lögum breytt í þessa átt, muni slíkt fæla frá og sum fyrirtæki taka til endurskoðunar starfsemi sína í Belgíu. Við vorum lokkaðir . . . BP er eitt þeirra fyrirtækja sem hnykkti við, nýsestir að, þegar Belgar tóku að ýja að meira fé fyr- ir verndina. „Skattar á vaxtatekjur mundu gjörbreyta öllu. Það mundi þýða að við vorum lokkaðir hingað á fölskum forsendum”, segir Rob Ruijter, forstjóri BP í Evrópu. Þrátt fyrir vandamálin eru belg- ískir stjórnarerindrekar brattir og ánægðir mjög. „Þetta hefur gefið mun meiri árangur en nokkur þorði að vona. Það má eiginiega segja að næstum hvert einasta meiriháttar fjölþjóðafyrirtæki hafi annað hvort skoðað það sem við höfum boðið, eða notfært sér boð okkar”, sagði einn deildarstjór- anna í fjármálaráðuneytinu. Meðal fyrirtækja sem tekið hafa boði Belga um skjól gegn sköttum má nefna stórar samsteypur eins og IBM, Siemens AG og Montedi- son SPA á Ítalíu. Einu lagalegu kröfurnar fyrir samræmingarmið- stöðvum fyrirtækjanna eru að þar starfi í það minnsta tíu starfsmenn — vörn gegn fyrirtækjum sem vilja koma sér upp póstkassafyrir- tækjum eingöngu, eins og tíðkast hefur víða um lönd. (Reuter-fréttaskýring / Þýðing: JBP) íbraltar Campionex SKATTA PARADIS sem raskast við innri markað EB 1990 :a iýðveldið Isle of Man Ermasundseyjar Belgía Andorra Lúxemborg P Lichenstein REUTERS

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.