Alþýðublaðið - 27.10.1990, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 27.10.1990, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 27. október 1990 Svona verður... Framhald af bls. 5. vegna þess að hún er fyrirmynd komandi verksmiðju á Keilisnesi. Verksmiðjan er öll miklu nútíma- legri og hreinlegri en álverk- smiðja ísals í Straumsvík og undir- strikuðu forráðamenn Alumax að þarna væri gjörsamlega um nýja kynslóð álframleiðslu að ræða sem væri gjörólík fyrri álfram- leiðsluleiðum. Þeir starfsmenn sem fréttamenn ræddu við í verksmiðjunni voru afar ánægðir með vinnustað sinn. Laun þeirra eru vel yfir meðallagi í ríkinu og vinnuveitandinn hugs- ar vel um þá. Alumax hefur hvatt starfsfólk sitt til að taka þátt í fé- lagslífi utan vinnustaðar og greiðir öll gjöld af slíku starfi, t.d. þátttöku í íþróttastarfi, áhugamannaklúbb- um o.s.frv. „Ég kom hingað rúm- lega tvítugur," segir einn starfs- maðurinn, ,,nú er ég rúmlega þrí- tugur og ég vona að ég eigi eftir að vinna hér alla ævi.“ 8% staHsmannfl eru kónur______________________ Suðurríkin eru fátæk og það er skiljanlegt að menn séu ánægðir með fasta vinnu. Verksmiðjur á stærð við Mount Holly eru geysi- leg lyftistöng fyrir svæðið. En ánægja verksmiðiufólksins liggur Bræðslukanna full af bræddu áli. í baksýn 400 metra lokuð keraröð. Loftið var hreint og skálinn þrifalegur. (A-mynd/im) Með aldrinum öðlumst við þekkingu, látum börnin njóta hennar MUNDU EFTIR 05T1NUM Hann eykur orku og styrkir beinin ekki aðeins í þvi að hafa fasta vinnu. Það er greinilega vel um það hugsað og fyrirtækið rekur þá stefnu að allir séu jafningjar. Yfir- menn voru kumpánlegir við und- irmenn, sögðu brandara og allir virtust afslappaðir og vinalegir. Fjöldi starfsmanna Mount Holly-versins er um 600 manns. Þar vinna bæði hvítir og svartir, karlar og konur. Konur eru um 8% vinnuaflsins og vinna öll störf að jöfnu við karlmenn. Verkalýðsfélag er ekki starfandi í Mount Holly-verksmiðjunni en í fjölmörgum öðrum verksmiðjum Alumax eru starfandi verkalýðsfé- iög. „Við viljum að okkar fólki líði svo vel og kjör þess séu svo góð að verkalýðsfélag sé óþarft,“ segir Kerry Framer framleiðslustjóri verksmiðjunnar. Og Fynn DeHay deildarstjóri tölvudeildar bætir við: „Vinnutíminn er ekki ákveð- inn af stjórnendum fyrirtækisins heldur af vinnuhópunum sjálfum. Sú aðferð hefur gefist vel þótt oft sé erfitt að skipuleggja heildar- starfið með því kerfi. En okkur helst vel á fólki. Af þeim tíu árum sem verksmiðjan hefur verið starf- andi er meðalstarfsaldur átta ár.“ Verðmroti órasölunnar um 18 milljqrðar króna Kerskálarnir, þar sem álúrfell- ingin fer fram, eru alls fjórir, hver um 800 metrar að lengd. í hverj- um kerskála eru 90 ker eða alls 360 ker i skálunum fjórum. Svo- nefndar keraraðir (potline) eru tvær, eða 180 samtengd ker. Sér- hvert ker framleiðir um 1360 kíló af bræddu áli á dag. Dagsfram- leiðsla álversins er því um 490 tonn. Verðmæti árssölu áls frá Mo- unt Holly verksmiðjunni er um 250 milljónir dollara eða um 16 milljarðar ísl. króna. Mjög flókið og þróað tölvukerfi stýrir framleiðslunni í kerskálun- um. Allar upplýsingar frá aðal- tölvu eru sendar í varatölvu á 36 sekúndna fresti til öryggis. Vara- tölvan getur tekið við af aðaltölvu innan tveggja mínútna. Mount Hoíly verksmiðjan greið- ir um 90 milljónir dollara á ári fyr- ir orkuna. (Um 5 milljarða ísl. króna.) Orkuþörfin er um 304 megavött. Verksmiðjan á Keilis- nesi mun þurfa um 350 megavött. Kerry Farmer framleiðslustjóri segir, að verksmiðjan greiði hátt verð fyrir orkuna, eitt hæsta orku- verð í Bandaríkjunum. Orkuverð- ið er, líkt og fyrirhugað er í orku- söludrögum Landsvirkjunar, bundið heimsmarkaðsverði á áli. Upphaflega greiddi Alumax um 23 mill B.dollar/kwst. Með hækk- andi álverði er orkuverðið hins vegar komið upp í 34—35 mill B.dollar/kwst. á tíu árum. Með sömu þróun á álverði á heims- markaði geta því Islendingar reiknað út hvað orkuverðið verð- ur eftir áratug. Ekki slæmur bis- ness en auðvitað ekki áhættulaus frekar en önnur viðskipti. Heildaráhrifin af heimsókninni í Mount Holly verksmiðjuna voru jákvæð. Það er greinilegt að vel er hlúð að umhverfismálum, starfs- fólkið virðist afar ánægt með vinnustað sinn og verksmiðjan er mikil lyftistöng fyrir svæðið og ríkið í heild.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.