Alþýðublaðið - 27.10.1990, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.10.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 27. október 1990 5 Álverið á Keilisnesi veröur eins og Mount Holly álverið í Charleston, S-Karólínu í Bandaríkjunum (mynd). Svæðið undir framleiðsluhúsin er 110 hektarar en umhverfissvæð- ið allt sem m.a. býr yfir miklum gróðri og dýraríki er hins vegar um 2400 hektarar. Álverksmiðjan á Keilisnesi mun framleiða um 200 þúsund smálestir af áli á ári og talað hefur verið um að auka framleiðslugetuna siðar upp i 400 þúsund smálestir af áli á ári. Landsvæðið undir framleiðslu- húsin mun verða 100 hektarar eða 250 ekrur. Höfn- in verður með 12 metra djúpristu til að geta tekið á máti stárum skipum. Kostnaður við smiði verksmiðjunnar mun verða um einn milljarður Bandarikjadellara.jUm 55 millj- arðar isl. krána.) Mengunarbúnaðurinn mun kesta um 50 milljónir Bandarikjadollara. INGÓLFUR MARGEIRSSON SKRIFAR Alþýðublaðinu gafst tækifæri fyrr í vikunni ásamt öðrum ís- lenskum fjölmiðlum að skoða ál- verksmiðju Alumax í jaðri borgar- innar Charleston í S-Karólínu í Bandaríkjunum. Álverið Mount Holly var byggt fyrir áratug og mun fyrirhugað álver á Keilisnesi verða mjög áþekkt ef ekki nánast alveg eins og álverið í Charleston. Alumax er þriðji stærsti fram- leiðandi áls í Bandaríkjunum og stór framleiðandi álefna og álvara á alþjóðavísu. Af 105 fyrirtækjum í Norður-Ameríku og Vestur-Evr- ópu sinna öll nema fjögur álefna- og álvöruframleiðslu. Ahersla á mengunar- búnað og umhverfi . Alumax framleiðir um 500 þús- und smájestir af áli á ári í fjórum verum. Álverið í Charleston fram- leiðir 185 þúsund lestir á ári, eða líkt og fyrirhugað er að álverið á Keilisnesi muni gera. Stærð framleiðsluhúsanna í Charleston-verinu, eða Mount Holly-verinu, er um 275 ekrur eða 110 hektarar sem er næstum sama stærð og verður á Keilisnesi (100 hektarar). Það sem strax vekur athygli þeg- ar gengið er um framleiðslusvæð- ið, er hve hreint loftið er og snyrti- legt umhorfs. Hvergi eru mengun- arský að sjá yfir verksmiðjunni og ekki er unnt að greina neinn óþef af framleiðslunni. Sömu sögu er að segja þegar inn í verksmiðjuna er komið. Aðeins á einum eða tveimur minni stöðum var hægt að tala um rykagnir í lofti. Hins vegar var talsvert um hávaða í afsteypuskálanum og vakti það athygli fréttamanna að verkamenn báru ekki heyrnarhlíf- ar. Á fundi með fréttamönnum eft- ir skoðun verksmiðjunnar sögðu forráðamenn verksmiðjunnar að þeir væru að vinna að hávaða- vörnum fyrir starfsfólk. Alumax leggur mikla áhersiu á megnunarvarnir. Starfsdeild 16 manna sér um stöðugar rannsókn- ir á umhverfi verksmiðjunnar, tek- ur sýni og fylgist með jarðvegi og gróðri. Þurrhreinsibúnaður (um 16 þúsund hreinsipokar) nær um 100% af öllu flúori úr kerum. Ryk- söfnunarbúnaði hefur verið kom- ið fyrir og frárennslivatn er hreins- að. Um 10% af byggingarkostnaði verksmiðjunnar, eða 40 milljónum dollara, var varið á sínum tíma til að reisa hreinsibúnað. Um 1,5 milljónum dollara er varið árlega til mengunarhreinsana og stórum fjárhæðum varið þar að auki til umhverfisrannsókna. ##Vil vinnq hér alla »vi" Það var einkar fróðlegt að skoða Mount Holly álverksmiðjuna Sjá næstu síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.