Alþýðublaðið - 27.10.1990, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.10.1990, Blaðsíða 1
MÞYBUBLMIIfl Aktu ekki út i óvissuna aktuó j=»-irr4 Ingvar Helgason hf. Sævarho»öa2 Simi 91-67 4000 163. TÖLUBLAÐ 71. ÁRGANGUR LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1990 ALEXANDER GEGN TEKJUTRYGGINGU: Alexander Stefánsson, þingmaður Framsóknar- flokksins og fyrrverandi fé- lagsmálaráðherra, segist mótfallinn tekjutryggingu ellilífeyris eins og núver- andi tryggingamálaráð- herra leggur til. Þetta kom fram við umræðu um fjár- lagafrumvarpið á Alþingi í fyrradag. Alexander sagðist vera andvígur væntanlegu frumvarpi eins og það var kynnt. Hann leggst gegn fyrir- huguðu hafnargjaldi og telur að fjárveitinganefnd eigi að fá að kanna málið betur áður en þetta verður ákveðið. ARNÞÓR GARÐARSON FORMAÐUR NÁTT- ÚRUVERNDARRÁÐS: Við upphaf þings Náttúru- verndarráðs í gær flutti Júlíus Sólnes umhverfisráðherra ávarp og tilkynnti að Arnþór Garðarson prófessor hefði verið skipaður formaður Náttúruverndaráðs og Birna G. Bjarnleifsdóttir leiðsögumaður varaformaður. Eyþór Ein- arson, sem hefur verið formaður ráðsins undanfarin 12 ár, baðst undan því að halda áfram formennskunni. Eitt helsta umræðuefni þingsins nú er ferðamál og umgengi ferða- manna við náttúru landsins. ÍSLENSKUR TÓNLISTARDAGUR: í dag, fyrsta vetr- ardag, er íslenskur tónlistardagur haldinn hátíðlegur í fjórða skipti og mun tónlistarfólk víða láta heyra í sér. RA- RIK-kórinn syngur í Kringlunni kl. 12.30 og í forsal Borgar- leikhússins verða blústónleikar milli kl. 15 og 17. Tónlistar- skóli FÍH verður með opið hús að Rauðagerði 27 milli kl. 14 og 18. Þar verða tónleikar og kynning á starfsemi skól- ans. Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar verður með opið hús milli kl. 13 og 15 að Hraunbergi 2 fyrir forskólanem- endur og foreldra þeirra. Þar verður hljóðfærakynning, tónleikar og fundur með foreldrum. fslenskar hljómplötur fást með sérstökum afslætti í dag. JC-DAGURINN:ídager JC-dagurinn og í tilefni af því hafa JC-félagar víðs vegar um land afhent sex ára börnum litabók. Hún er gefin út undir kjörorðinu „Ungt fólk fyrir heimsfriði" en þetta er alþjóðlegt kjör- orð JC-félaga um allan heim. FLYTJA BHMR-MENN ÚR LANDI?: Formaður Nor- rænu ráðherranefndarinnar, Thor Pedersen, innanríkis- ráðherra Danmerkur, og sendiherrar Norðurlanda í Kaup- mannahöfn undirrituðu í gær samning um norrænan vinnumarkað fyrir háskólamenn og aðra með minnst þriggja ára nám á háskólastigi. Samningurinn er eins kon- ar viðbót við núgildandi samninga um samnorrænan vinnumarkað flestra stétta innan heilbrigðisþjónustunnar og kennara í grunnskólum og framhaldsskólum. Búist er við að samningurinn taki gildi næsta sumar þegar nauð- synlegar lagabreytingar hafa verið gerðar. Þá ættu til dæmis íslenskir lögfræðingar að geta starfað í sínu fagi í Noregi eða Svíþjóð. LEIÐARINNIDAG í fyrri leiðara dagsins fjallar Alþýðublaðið um svart- sýni bændaforystunnar varðandi frumtillögur ís- lendinga í G ATT viðræðunum. Blaðið telur þessi við- brögð mjög ógrunduð. I síðari leiðara blaðsins eru orð Roberts G. Millers varaforstjóra Alumax í viðtali við Alþýðublaðið í gær til umræðu. Blaðið segir að Miller hafi sent skýr skilaboð til íslendinga hvað varðar nauðsyn pólitískrar samstöðu ef samningar um nýtt álver eiga að garíga upp. SJÁ LEIÐARA A BLS. 4: ÁSTÆÐULAUS SVART- SÝNI BÆNDAFORYSTUNNAR og HÆTTULEGUR SKOLLALEIKUR í PÓLITÍK. Prófkjör Sjálf- stæðisflokksins Ástandið í Rúmeníu í kvöld lýkur prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík fyr- ir næstu þingkosningar. Tryggvi Harðarson hefur hler- að hug ýmissa sjálfstæðis- manna til frambjóðenda próf- kjörsins og spáir í spilin. Fréttirfrá Rúmeníu hafa ekki veriö í brennidepli að undan- förnu en þar á sér stað mikil gerjun í þjóðlífinu. Adda Steina Björnsdóttir blaðamaður var þar á ferð fyrir skömmu og lýsir því sem fyrir augu og eyru bar. Vantar fólk í fisk og hjúkrun IÁ sama tíma og 1300 manns voru skráðir atvinnulausir í síð- asta mánuði vantar liðlega 500 manns til starfa við fiskvinnslu og við rekstur sjúkrahúsa. Þetta kemur fram í niðurstöð- um könnunar á atvinnu- ástandi. Miðstjórn Alþýðubandalagsins leitar að samnefnara í pólitík SERFRAMBOD BIRTINGAR? Miðstjórn Alþýðubanda- lagsins kemur saman til fundar á Akureyri um helgina. Alþýðubanda- lagsmenn hafa ekki samið sameiginlega stjórnmála- yfirlýsingu síðan 1987 og segja gárungar að fundar- tíminn á Akureyri muni að mestu fara í að leita að minnsta samnefnara bandalagsins. Fáir gera ráð fyrir að hann finnist. Jafnvel gæti farið svo að Birting segði skilið við móðurskipið og byði fram sér í vor. Steingrímur Sigfússon, landbúnðarráðherra og vara- formaður flokksins, er á heimaslóð fyrir norðan. Þetta er hans kjördæmi. Svanfríður Jónasdóttir, fyrr- verandi varaformaður og að- stoðarmaður Ólafs Ragnars, hefur sagt að hún vilji bara annað sætið fyrir norðan. Lít- ið hefur heyrst frá henni upp á síðkastið, en aðrar tungur segja að hún gæti allt eins far- ið í slaginn með öðrum flokki. Kannski er þá það vandamál úr sögunni fyrir Steingrím að Svanfríður vegi að honum, en hann á víðar í vök að verjast. í vikunni lagði Steingrímur nefnilega fram drög að stjórnmálayfirlýsingu sem hann ætlaði að yrði sam- þykkt fyrir norðan á fundi miðstjórnarinnar. Drögin munu hafa lent inni í þing- flokki Alþýðubandalagsins og Steingrímur hafa átt erfitt uppdráttar. Fremur er litið á ritsmíð hans sem lofræðu um tvo ráðherra en efni í stjórn- málayfirlýsingu. Fjármála- ráðherrann, formaður Al- þýðubandalagsins mun af- greiddur í tveimur línum, en afrek landbúnaðarráðherra og menntamálaráðherra tí- unduð í bak og fyrir. Óbreytt- um liðsmönnum þykir nóg um og því verður ritgerð Steingríms líklegast ekki undirstaða í því sem kemur sameiginlega frá miðstjórn- arfundinum á Akureyri. Ef þaðan kemur þá nokkuð nema í pörtum. Sjá nánar á þingsíðu bls. 8 RITSTJORN r 681866 — 83320 • FAX 82019 • ÁSKRIFT OG AUGLYSINGAR 681866

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.