Alþýðublaðið - 14.11.1990, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.11.1990, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 14. nóvember 1990 INNLENDAR FRÉTTIR FRÉTTIR IHNOTSKURN HÆGT A UMFERÐINNI VIÐ SPRENGISAND: Ökumenn hafa margir hverjir undrast þá framkvæmd gatnamálastjóra að leggja af svokallað aðrein (tæknimál) frá Bústaðavegi inn á Reykjanesbraut sem lá samhliða göt- unni í átti að Breiðholtsbyggðum. Sigurður Skarphéð- insson hjá embætti gatnamálastjóra sagði í gær að þetta væri gert samkvæmt ráði umferðarsérfræðinga sem telja að nauðsyn beri til að hægja þarna á umferð. Talsvert mun hafa verið um aftanákeyrslur á þessum stað. Hins vegar mun Bústaðavegurinn verða erfiðari akstursleið fyrir bragðið, þar lendir nú allt í einni bendu á umferðartímum. Lögreglumenn í umferðardeild sögðu blaðinu í gær að þar skildu menn ekki tilganginn með breytingunum. HALDA AÐALFUND í ALÞINGISHÚSI: híö ís- lenska þjóðvinafélag velur sér fundarsal við hæfi, þegar aðalfundur félagsins er haldinn — fundarsal sameinaðs Al- þingis. Fundurinn var haldinn 5. nóvember síðastliðinn. Guðrún Helgadóttir, hagvön í þessu húsnæði, stýrði fundi félagsins, en Eiður Guðnason alþingismaður var fundarritari. Forseti félagsins er Jóhannes Halldórsson cand. mag. en varaforseti er dr. Jónas Kristjánsson, meðstjórnendur þau dr. Guðrún Kvaran orðabókarrit- stjóri, Hcimir Þorleifsson menntaskólakennari og Ólaf- ur Ásgeirsson þjóðskjalavörður. Endurskoðendur eru Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra og Ólafur Ólafsson, varaskrifstofustjóri Alþingis. RÆTT UM KEFLAVÍKURGÖNGU: Herstöðvarand- stæðingar eru ekki af baki dottnir og halda áfram að berj- ast fyrir baráttumáli sínu, að vísa varnarliðinu burt af land- inu. Samtök hernámsandstæðinga haJda landsráðstefnu á laugardaginn kemur í sal Dagsbrúnar í Reykjavík. Meðal þess sem rætt verður er Keflavíkurganga næsta sumar svo og hvernig andstæðingar herstöðvar geta beitt sér sem best í komandi kosningabaráttu. STYRKUR TIL USTAMANNA: íslenskir Iistamenn geta átt von á styrk frá Hinni norrænu list- og listiðnaðar- nefnd, sem sett var á laggirnar fyrr á árinu. Verkefni nefndarinnar er að styrkja norræna samvinnu á öllum sviðum lista og listiðnaðar og mun veita styrki til verkefna á sviði myndlistar, byggingalistar, iðnhönnunar, listiðnaðai og textíllistar. Umsókn um styrki sendist til Nordisk Konst centrum, c.o. Staffan Carlén, Sveaborg, SF-00190, Helsinki Finland, fyrir 20. nóvember, svo ekki er langur tími ti stefnu. GLÆSILEGT ÍSLANDSMET í KÚLUVARPI: Pétur Guðmundsson kúluvarpari nýtti sér „sumarveðrið" um helgina og gerði atlögu að íslandsmeti Hreins Halldórsson- ar, Strandamannsins sterka. Pétri tókst vel upp og varpaði kúlunni 20.26 metra, eða 17 sentimetrum lengra en gamla metið hans Hreins. Glæsilegur árangur — og óvenjulegt að íslandsmet í utanhússíþrótt sé sett þegar komið er talsvert fram í nóvembermánuð. Áður hafði Pétur náð metinu inn- anhúss af Hreini, þegar hann varpaði 20,66 metra. Til hamingju, Pétur! r r NY UMFERÐARUOS: Á morgun kl. 14 á að kveikja á þrennum nýjum umferðarljósum í Reykjavík. I fyrsta lagi á mótum Sæbrautar og Höfðatúns, rétt við Höfða, í öðru lagi á mótum Lækjargötu og Skólabrúar þar sem Mennta- skólanemar eiga gjarnan leið um til og frá skóla sínum — og loks á mótum Bústaðavegar, Sogavegar og Stjörnugróf- ar. Ýta þarf á hnapp til að fá grænt ljós fyrir gangandi yfir Sæbraut og Bústaðaveg. ÞEIR UNGU EIGA BÁGT I UMFERÐINNI: f ótrú- lega stórum hluta slysa í umferðinni eiga yngstu ökumenn- irnir hlut að máli. A árunum 1983—87 urðu 2643 umferð- arslys — í 1315 þeirra komu 17—20 ára ökumenn við sögu. Eftir 20 ára aldurinn virðist talsvert rofa til hjá hinum ungu ökumönnum, en þó ekki almennilega fyrr en 30 ára aldri er náð. Ökumenn 35 ára til 80 ára áttu aðild að umferðar- slysum á þessu tímabili 353 sinnum — en 17 ára nýliðarnir einir og sér 475 sinnum. Þetta og ýmis annar fróðleikur kemur fram í bæklingi sem Talnakðnnun hf. gerði fyrir Tækninefnd bifreiðatryggingafélaganna. Aöbúnaöur á Litla-Hrauni fyrir neban öll mörk: TELST EKKI FANGELSI — samkvœmt reglugerð Fangaklefar á Litla- Hrauni eru ekki manna- bústaðir. Minnstu klef- arnir ná ekki einu sinni lágmarksstærð salernis í venjulegri íbúð. Þeir eru allt of litlir. 45 af 55 fangaklefum samtals uppfylla ekki skilyrði reglugerðar um fanga- klefa sem íbúðarhús- næði. Af 55 klefum á Litla- Hrauni eru aðeins 10 sem standast kröfur um stærð íbúðarhúsnæðis. Það er 110. grein heilbrigðisreglu- gerðar frá 1990 sem kveður á um herbergjastærð í fang- elsum. Herbergi sem er minna en 7 fermetrar eða mjórra en 2,2 metrar telst ekki íbúðarherbergi. 24 klefanna á Litla-Hrauni ná ekki lágmarksstærð og af hinum er 21 klefi of mjór. Minnstu fangaklefarnir á Litla-Hrauni eru 3,26 fer- metrar. I byggingareglugerð erui ákvæði um lágmarksstærð herbergja. Hverri íbúð á að fylgja salerni (baðherbergi) sem ,,sé ekki minna en 4 fermetrar". Vitað var að „herbergi" á Litla-Hrauni eru ekki mannabústaðir, en sam kvæmt þessu myndu minnstu klefarnir á Litla- Hrauni ekki einu sinni duga til að kallast salerni í venju- legum húsum. Nýjustu upplýsingar um Úitla-Hraun: Teist ekki fangelsi. Sum „herbergin" eru svo lítil að þau gætu ekki sómt sér sem sal- erni í mannabústöðum. Jón Baldvin um Mary Robinson írlandsforseta: Þekktasti og umdeildasti málf lutningsmaður írlands „Fregnin um kosningu þína snart mig djúpt. Eg samfagna írsku þjóðinni. Með því að kjósa þig í emb- ætti de Valera hefur hún sýnt andlegt hugrekki og aðdáunarverða mann- þekkingu. Hvílík gæfa að eiga forseta eins og þig, sem sameinar djúpa og einlæga mannúð, rök- hugsun málflytjandans og andagift skáldsins." Þann- ig hljóðaði skeyti Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra til Mary Robinson, nýkjörins forseta írska lýðveldisins. Kynni Jóns Baldvins af Mary Robinson hófust með þeim hætti að á sl. hausti hafði hún frumkvæði að þriggja daga námsstefnu í Dyflinni um hina lagalegu hlið Evrópska efnahagssvæð- isins, þ.e.a.s. samninganna milli EFTA-ríkjanna og EB. Á þeim tíma var Mary Robin- son forstöðumaður lagastofn- unar Trinity College í Dyfl- inni. Alþýðublaðið innti Jón Baldvin frekar eftir kynnum hans af hinum nýkjörna ír- landsforseta. „Sem formanni ráðherra- ráðs EFTA var mér boðið að flytja inngangserindi á þess- ari ráðstefnu. Þetta var í fyrsta sinn sem ég kom til Dyflinnar því að þrátt fyrir fjögurra ára ^ dvöl í næsta grannlandi íra, Skotlandi, varð aldrei af því að ég efndi loforð við sjálfan mig um að sækja heim írland. Eg notað því tækifærið og hafði með mér í för dóttir mína unga, Snæfríði, sem hafði þá í hyggju að sækja um náms- dvöl í Trinity College. Það vill svo til að Mary er góð vinkona íslenska ræðis- mannsins í Dyflinni sem reyndar er háaldraður dæmi- gerður íri, a.m.k. við fyrstu sýn. Hann heitir herra Hogan og er á níræðisaldri. Þau tvö tóku því á móti okkur og við vorum í þeirra umsjá þessa þrjá daga. Ég verð hreinlega að játa að Mary Robinson er einhver óvenjulegasti stjórnmála- maður sem ég hef kynnst. Heillandi persóna. Hún virð- ist búa yfir óvenjulegri blöndu hæfileika. Hefur til að bera rökhugsun lögfræðings- ins, býr yfir bókmenntalegu innsæi og rómantík íra. Allt eru þetta tilbrigði við hennar meginstef, sem er óvenjulega mannúðleg lífssýn, sem hún var þá þegar þekkt fyrir um allt Irland. Að ganga með henni um götur var einstakt. Hún vakti miklar ástríður fólks í kring. Þess voru dæmi að rosknar konur sneru sér við og signdu sig, aðrir heilsuðu henni nán- ast með tilbeiðslu í augunum eins og þar færi heilög mann- eskja. Þegar ég spurðist fyrir um hvers vegna, var mér sagt að Mary væri þekktasti og umdeildasti málflutnings- maður Ira. Hún hefur hvað eftir annað varið fyrir rétti mál sem koma miklu tilfinn- ingaumróti á írskar sálir. Hún hefur barist fyrir rétti kvenna til fóstureyðinga í ein- staka tilvikum sem hafa orðið fræg. Hún hefur tekið að sér að verja samkynhneigða sem ekki eiga upp á pallborðið í þessu rammkaþólska landi. Hún hefur varið fræg mál sem varða hið kaþólska „ind- ex", samanber bann bóka eins og Ulysses, hins þekkta verks James Joyce, á sínum tíma. ¦<x*g%l Með öðrum orðum, í þessu formlega, siðavanda, kaþ- ólska ríki hefur hún tekist á við rótgrónar kennisetningar, trúarskoðanir, sumir mundu segja hleypidóma, og gert það í réttarsalnum. Það hefur aukið hróður hennar en um leið gert hana mjög um- deilda. Hún sat um tíma á þingi og var þá kosin fyrir eitt af fá- tækrahverfunum í Dyflinni, sem líka þótti nánast pólitískt kraftaverk því að flokkurinn sem hún bauð sig fram fyrir hafði ekki ýkja mikið fylgi. Núna, þegar hún gaf fyrst kost á sér sem forseti, voru möguleikar hennar í írskum veðbönkum taldir 1 á móti 1.000. Kosning hennar er því pól- itískt kraftaverk sem brýtur múra alls raunsæis. Hafandi kynnst manneskjunni kemur mér það hins vegar ekkert á óvart, því að ég get vel ímyndað mér hvernig henni hefur tekist til í málflutningi fyrir mannúðarstefnu sinni, hverjum sem var að mæta.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.