Alþýðublaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 16. nóvember 1990 MPYÐUBUÐIÐ Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Oddi hf. Áskrifarsími er 681866 Áskriftargjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakið VILLANDI UMRÆÐA UM HÚSBRÉF Er húsbréfakerfið aðfalli komið? Sú stofnun sem átti að „vaka yfir" húsbréfunum neitaði skyndilega að kaupa bréfin. Almenningur hefur ekki minnstu hug- mynd um hvað það þýðir. Enda ekki von. Fjölmiðlar hafa fyrst og fremst beint spjótum sínum að einum anga bréfanna. Þeim sem snýr að því að selja bréfin. Upphaflega eru húsbréfin greiðsla fyrir fasteign. Seljandi fær húsbréf í hendur sem hluta greiðslu. En húsbréfin gegna í sjálfu sér þríþættum tilgangi: 1) Seljandi getur notað þau til frekari fasteignakaupa, ef hann er að skipta um húsnæði (selja eitt og kaupa annað). Þá greiðir hann hluta fasteignar með bréfinu (eins og hann fékk bréf við eigin sölu). Við slík skipti eru engin afföll á bréfunum. Bréf sem hljóðar upp á eina milljón kr. er jafnmikils virði í kaupunum. 2) Ein- staklingurgeturgeymt bréfin sem hann hefurfengið í hendur við sölu. Þá fær hann vexti af bréfunum eins og um hverja aðra innistæðu væri að ræða. Þá eru engin afföll. Viðkomandi er með prýðisgott skulda- bréf í höndunum sem er í raun ríkistryggt og fast- eignatryggt. Betri tryggingu er tæplega að fá. 3) í þriðja tilvikinu er um að ræða að einstaklingur sem hefur bréf í höndunum þarf að selja bréfið. Hann þarf af einhverjum ástæðum á peningum að halda. Það er þá sem hann heldur í Landsbankann (Landsbréf) og selur með afföllum. Þetta gildir um öll verðbréf. Afföll húsbréfa í dag eru hins vegar minni en afföll af al- mennum skuldabréfum, enda tryggari ávöxtun í ríkis- tryggðum bréfum. Vandinn í dag erað mikið kemurfram af bréfum og þá verða afföll meiri. Fjölmiðlar og stjórnmálamenn hafa lagst á eitt og mæna á afföll bréfanna, en gleyma því gjörsamlega að húsbréfin gegna öðrum hlutverk- um og í hvorugu þeirra tilvika er um afföll að ræða. Það gleymist sem sé að benda á að húsbréf eru eitt- hvert albesta sparnaðarform sem um getur. Lausnin á þeim vanda sem Landsbankinn hefur sett á svið nú er pólitísk fyrst og fremst. Aðilar geta auðveldlega leyst hnútinn, ef vilji er fyrir hendi. Verkalýðshreyfingin ætti til dæmis að íhuga það al- varlega að krefjast þess að lífey rissjóðirnir komi miklu betur inn í húsbréfadæmið en nú er. Húsbréf eru al- besta kerfi sem tekið hefur verið upp í húsnæðismál- um, sagði formaður Félags fasteignasala í gær. Tillaga félagsmálaráðherra um að húsbréf skuli leysa vanda þeirra sem eru í greiðsluerfiðleikum bjargarfjölmörg- um félögum í launþegahreyfingunni frá því að missa íbúðir sínar. Það er hagur launþega að húsbréfakerfið standi — og blómgist. FLEIRIVIÐVARANIR ÍÁLMÁUNU Ummæli Pers Olofs Aronsons, forstjóra sænska fyr- irtækisins GRÁNGES í viðtali við sænska útvarpið hafa vakið mikla athygli hér á landi. GRÁNGES er einn þeirra þriggja erlendu aðila Atlantsáls-hópsins sem hyggur á byggingu álsvers á Keilisnesi. Ummæli for- stjórans voru endurleikin í hádegisfréttum Ríkisút- varpsins í gær og við þá hlustun rann mörgum íslend- inginum kalt vatn milli skinns og hörunds. Inntak orða sænska forstjórans var, að vegna sundurlyndis og erja pólitískrar flokka á íslandi, gæti svo farið, að GRÁNGES drægi sig út úr Atlantsáls-hópnum. Nokk- uð hefur verið rætt um, að orð forstjórans kunni að hanga saman við þá staðreynd að sænska stórfyrir- tækið Elekrolux sem á GRÁNGES, standi mjög höll- um fæti í dag. Það breytirekki hinni staðreyndinni, að séríslenskar erjur milli stjórnmálaflokka, hafa stefnt framtíð álversins í mikla óvissu. 3ér í lagi hefur upphlaup hinna flokkapólitísku stjórnar Landsvirkjunar sett álmálið í erfiðan farveg. Skipun undirnefndarinnar sem í raun er orðin hin eig- inlega samninganefnd um orkuverð, hefur komið hin- um erlendu viðsemjendum í opna skjöldu og í raun gert allar fyrri umræður ómerkar. Það er reyndar makalaust að stjórn Landsvirkjunar haldi því fram að hún hafi ekki verið upplýst um málið eftir 24 stjórnar- fundi um orkuþátt álmálsins. Menn eiga erfitt með að trúa slíkum fullyrðingum. Hinar sundurlyndu frásagn- ir Davíðs Oddssonar og Páls Péturssonar frá fundi samninganefndar Landsvirkjunar og fulltrúa Atlants- áls-hópsins í London fyrir nokkru gera málið ekki betra. Þvert á móti hafa hinar misvísandi frásagnir gefið til kynna, að pólitískur daunn væri af málinu. Viðskiptavild og samningstraust eru lykilatriði í jafn- víðfeðmum og dýrmætum samningum fyrir land og þjóð eins og álmálið er. Það er ofur skiljanlegt, að hinir erlendu viðsemjendurokkarfari að horfa annað, þeg- ar samningaviðræðurnar falla úr þeirri rás sem þær hafa verið settar í og tímasetningar fara að riðlast vegna pólitísks dægursþrass sem koma hinum eigin- legu álviðræðum ekkert við. Slíkir viðsemjendur eru að sjálfsögðu ekki trúverðugir. Á þá er varla eyðandi dýrmætum tíma. Þetta verða menn að gera sér grein fyrir, ekki síst þeir sem nú halda á fjöreggi álviðræðn- anna. Ummæli Robert Millers, forstjóra Alumax fyrir stuttu og nú síðast orð Aronsons, hins sænska for- stjóra GRÁNGES, eru nægjanleg staðfesting á því að við höldum ekki nógu vel á álmálinu í svipinn. Ábyrgð þeirra manna er mikil sem klúðra álsamningunum vegna pólitískra dægurmála heima fyrir. FÖSTUDAGSSPJALL Sögur frá Chicago Það vantar ekkert nema Guðmundur G. Þórarins- son standi með ffseturnar i steinsteypuhlunk og Finn- ur só með hlaupsagaða haglabyssu. Ástandið i Framsókn er orðið eins og i Chicago þegar brenni- vínið var bannað. Að liffa aff__________________ Framsóknarmörmum hefur gengið heldur illa að halda próf- kjör í Reykjavík gegnum árin. Það kemur alltaf í ljós að í efsta sæti lendir einhver annar en sá sem átti að fá það. Yfirlýsingar kandidatanna í gegnum árin, t.d. þeirra Haraldar tafssonar og Guðmundar G. Þór- arinssonar, bera þess reyndar aug- Ijós merki að framsóknarmenn hafa algjörlega misskilið í hverju prófkjör felast. Þeir halda að þau snúist um lýðræði en það er al- rangt. Prófkjör eru spurning um útsjónarsemi. Indíánar í Norður-Ameríku höfðu í gamla daga sérstakar að- ferðir til þess að herða ungu mennina sína áður en þeir fóru út í lífið. Þeim var þá gert að sigrast á einhverjum ógnarverkefnum svo sem eins og skjóta skógar- birni, drekka kassa af vodka og ræna stúlkum frá næstu ættbálk- um. Þessar aðferðir voru taldar aðgreina hina sterku sem erindi áttu út í lífið og þá veiku sem held- ur skyldu sitja heima. Hemaðariistin______________ Stundum verða prófkjör á sama hátt aðferð stjórnmálaflokkanna til þess að velja úr einhverja og leyfa þeim að lifa í pólitík. Látum okkur aðeins sjá hvað þarf til að ná árangri í prófkjöri. Ef dæma má af slagnum síðustu vikur er hægt að setja saman svo- lítinn lista. 1. Gefa út gífurlegt magn af bækl- ingum. 2. Skrifa ótölulegan fjölda greina í blöðin. 3. Kaupa feikilegt magn dagblaða- auglýsinga. 4. Gera drengskaparheit við and- stæðinga sem enginn virðir. 5. Skrá félög og ættmenni í flokk- inn. 6. Hafa aðgang að miklum pen- ingum. Sá frambjóðandi sem getur gert þetta allt á nokkuð góða mögu- leika á að komast inn á Alþingi. Það er hins vegar augljóst að þetta hefur miklu minna með lýðræði að gera heldur en einfaldlega gamla góða íslenska útsjónarsemi og einhverja ófyrirleitni í bland. Ekki sakar að vera hraustur til sál- ar og líkama, geta sofið reglulega og fara sem minnst á taugum. Þegar einhver frambjóðandi hefur klárað sig af öllu þessu er loks hægt að fara að ræða við hann um stjórnmál, samkvæmt próf kjörsaðferðinn i. Það verður t.d. ekki séð að Reyknesingar hafi haft áhuga á stjórnmálaskoðunum Árna Matt- hiesen áður en þeir settu hann í þriðja sætið hjá íhaldinu um dag- inn. ólfsson eiga ágætt erindi í stjórn- mál. Guðmundur G. Þórarinsson hefur skrifað með honum frábært meðmælabréf til fulltrúaráðs flokksins í Reykjavík þar sem hann sýnir fram á að Finnur hafi beitt öllum þeim brögðum sem, prýða mega góðan stjórnmálam- ann. En það er eins og mig minni að Haraldur Ólafsson hafi gefið Guð- mundi G. Þórarinssyni svipuð meðmæli fyrir fjórum árum. Aðalatriðið hlýtur að vera að læra bardagaaðferðir fruipskóga- hernaðarins. Þar skilur á milli þess útskrifaða og útskúfaða. „Finnur Ingólfsson virðist eiga ágsett erindi í stjórnmál. Guömundur G. Þórarinsson hefur skrifaö með honum frá- bært meðmælendabréf til fulltrúaráðs flokksins í Reykjavík þar sem hann sýnir fram á, að Finnur hafi beitt öllum þeim brögðum sem prýða mega góðan stjórnmálamann," segir Guðmundur Einarsson m.a. í Föstudagsspjalli sínu. Finnur er ffuilnuma___________ Samkvæmt skilgreiningunni hér að framan virðist Finnur Ing- Guðmundur Einarsson skriiar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.