Alþýðublaðið - 16.11.1990, Page 5
Föstudagur 16. nóvember 1990
5
ntTTASKÝMNG
HÆTTU
I
Talið or að 500 ungmenni milli tektar og tvitugs
eigi við bráðan vimuefnavanda að glima. Þetta eru
unglingar sem neyta vimuefna af einhverju tagi
tvisvar eða oftar i viku. Landlseknir og fersvars-
menn ýmissa stofnana vilja stórefla forvamir. Að
mati þeirra liggur vandinn fyrst og fremst hjá heim-
ilum og skólum.
Unglingarnir sem leiðast út í
vímuefnin hefja langflestir písiar-
gönguna í áfengi. Þeir sem lenda
að lokum á algjörum glapstigum
hafa áður flosnað upp úr skóla,
orðið atvinnulausir og stela til
þess að komast yfir peninga til
vímuefnakaupa. Þá er leiðin á
Litla-Hraun orðin stutt.
Hvaðan koma þeir?
Hvert halda þeir?____________
Starfsmenn Fangelsismálastofn-
unar ríkisins hafa kannað aðstæð-
ur þeirra ungiinga á suðvestur-
horninu, sem hafa ,,lent“ í afbrot-
um en komist hjá refsingu vegna
þess að ákæru hefur verið frestað.
Annar hver unglingur hefur ekki
lokið 9. bekk, 36% eru í skóla,
48% í vinnu, sjötti hver er atvinnu-
laus eða veikur og tíundi hver er í
fíkniefnaneyslu. Miðað við reynslu
er líklegt að 20% af þeim lendi um
síðir í fangelsi vegna þess að þeir
rjúfa skilorðið.
í dag eru 233 unglingar með
ákærufrestun og miðað við þann
fjölda „má ætla að 50 unglingar af
suðvesturhorni landsins stefni
sem stendur í fangelsisklefann,"
segir Haraldur Johannessen, for-
stöðumaður Fangelsismálastofn-
unar ríkisins.
Svipaðar sögur eru frá öðrum
aðilum sem sinna sérstaklega
þeim unglingum sem lenda á glap;
stigum (eða eru á leið þangað). í
fyrra leituðu 63 unglingar til at-
hvarfs Rauðakrossins við Tjarnar-
götu. Af þeim voru 41, eða 65%,
atvinnulausir og 22 neyttu hass
næstum daglega. 25 höfðu flosnað
upp úr skóla en 35% voru enn í
vinnu eða í skóla. Fíkniefnadeild
lögreglunnar hafði í fyrra afskipti
af 206 ungmennum. Af þeim hópi
voru 30% atvinnuleusir. Fjórði
hver sjúklingur á SÁÁ yngri en 30
ára hefur ekki lokið skyldunámi
og 40% er atvinnulaus.
Magnús Gunnarsson hjá Kross-
inum segir að til þeirra leiti fjöl-
margir og það sé reynslan að þeir
yngstu séu forfallnastir í neysl-
unni.
Hversu stér er hópurinn?
Af tölum Hagstofunnar sem Al-
þýðublaðið greindi frá í vikunni,
má ráða að hundruð ungiinga séu
gleymd í kerfinu. Þeir hafa fallið í
skóla, flosnað upp úr kerfinu og
eru gleymdir. Nokkur hópur
þeirra er líklegast á skrá lögreglu
og meðferðarstofnana. í könnun-
um í skólum hefur komið í ljós að
rúmlega einn af hverjum hundrað
unglingum í hverjum árgangi á við
vímuefnavanda að glíma. Margt
styður það að hópurinn sé mun
fjölmennari. Þeir sem eru illa
staddir eru í flestum tilvikum þeg-
ar falinir úr skóla og í þvílíku öng-
stræti að til þeirra næst alls ekki til
að byggja einhverjar upplýsingar
á. Einar Gylfi Jónsson, forstöðu-
maður Unglingaheimilis ríkisins,
segir að líklegt sé að hópur ung-
linga sem á í verulegum vanda sé
um 500.
Þetta eru ungmenni sem neyta
vímuefna tvisvar eða oftar í viku.
Enginn hefur þó tölu yfir hópinn
sem slíkan. Hann gæti þess vegna
verið enn stærri.
Hvad er Hl róða?_____________
Vandinn er mikill og hann er
bráður. Eru fimm hundruð ung-
lingar á ystu nöf? Sem betur fer
skila sér flestir unglingar í rétta
höfn um síðir — ekki síst vegna
góðra verka margra starfsmanna
á ýmsum stofnunum í þjóðfélag-
inu, þar sem reynt er að hjálpa. En
meira þarf til ef skila á þeim ár-
angri sem sérfræðingar telja að
hægt væri að ná.
Á blaðamannafundi sem for-
svarsmenn ýmissa stofnana héldu
í gær til að kynna aðstæður ung-
linganna, kom fram sú eindregna
skoðun að efla bæri forvarnir. Ól-
afur Ólafsson landlæknir, sem hef-
ur verið í eins konar forsvari fyrir
hópnum, kynnti tillögur til úrbóta.
taldi hann þetta helst til ráða:
1) Efla aðstoð við heimili og fjöl-
skyldur. 2) Styðja skólann í hví-
vetna, m.a. með því að auðvelda
nemendum að hljóta starfsréttindi
í skóla. 3) Stórefia rannsóknir um
uppeldi og skóla. 4) Taka upp
kennslu í uppeldisfræðum. 5)
Vímuvarnarráð leysi Áfengisvarn-
arráð af hólmi. 6) Með sérstökum
forvarnarsjóði verði starfssemi
ýmissa aðila styrkt. 7) Undirrita
samning Sameinuðu þjóðanna
gegn verslun með fíkniefni. 8)
Styðja við bakið á þeim sem
stunda forvarnir og reka meðferð-
arheimili eins og það sem nú rís á
Tindum á Kjalarnesi.
Er of dýrt að______________
bjargq mann»IHum?
Landlæknir og fleiri telja pen-
ingum vel varið ef hægt er að
forða unglingi frá því að verða
vímuefnum að bráð. Á hverju ári
brjóta unglingarnir af sér með
ómældum afleiðingum. Vistun
þeirra á meðferðarheimilum er
dýr. Hver fangi kostar 2,5—3 millj-
ónir króna á ári. Það sem aldrei
verður metið til fjár eru afleiðing-
arnar sem einstaklingurinn ber,
þjóðfélagið kostar og heimili við-
komandi greiðir í gráti yfir glötuð-
um syni.
Áhugahópurinn fer fram á 20
milljónir í forvarnarsjóð. Það væri
auðvelt að reikna himinháa
„ávöxtun" slíks sjóðs. Hver sem
bjargast er í raun óreiknanlegur á
nokkrum mælikvarða.
Það liggur á. „Stór hópur ung-
linga í þjóðfélaginu á verulega erf-
itt,“ sagði landlæknir í gær.