Alþýðublaðið - 16.11.1990, Side 7
7
Föstudagur 16. nóvember 1990
ERLEND FRÉTTASKÝRING
Fellir hann járnfrúna?
Michael Heseltine byöur sig fram
gegn Thatcher meöan óveöurs-
skýin hrannast upp í kringum
járnfrúna
Slæmu fróttirnar halda áfram að hellast yfir Marg-
aret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands. í gær veru
birtar nýjar tölur um atvinnuleysi; þær verstu milli
mánaða frá 1986. 32 þúsund manns hafa bæst i þess-
um mánuði i raðir atvinnulausra i Bretlandi, sem nú
eru alls rúmlega 1,7 milljónir, eða 6% vinnandi
manna.
Þessar fregnir kema i kjölfar frótta um ákvörðun Mi-
chaels Heseltines að bjóða sig fram gegn Thatcher til
formanns Íhaldsflokksins (og til forsætisráðherra i
raun), tiðinda um skoðanakannanir sem sýndu minnk-
andi fylgi járnfrúarinnar og vaxandi gagnrýni á vinnu-
brögð hennar og stjórnmálastefnu.
Það eru fyrst og fremst erfiðleikar
í efnahagslífi sem hafa skekið for-
sætisráðherrastól Thatchers. Óskir
hennar um að fara breskar sérleiðir
í Evrópumálunum, svo sem að
breska pundið haldist óbreytt við
mynteininguna, hafa ennfremur
skapað henni óvinsældir samráð-
herranna í ríkisstjórn hennar og
leitt til afsagnar sterkra manna, eins
og Sir Geoffreys Howe, fyrrum vara-
forsætisráðherra og Michaels He-
seltines, fyrrum varnarmálaráð-
herra.
Meðallaun hækkað um
rúm 1Q% á árinu________________
Dregið hefur smám saman úr at-
vinnuleysi á undanförnum fjórum
árum en nú hefur dæmið snúist við
og fjöldi atvinnulausra eykst frá
degi til dags. Atvinnumálaráðherra
Bretiands, Michael Howard, segir,
að atvinnuleysi muni aukast fram
yfir jól. Enn er þó atvinnuleysi
minna en í mörgum Evrópulöndum,
eins og Spáni, Irlandi, Ítalíu, Frakk-
landi, Danmörku, Belgíu, Grikk-
landi og Hollandi.
Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar-
innar, sérstaklega hækkun vaxta
(nú um 14% á ári), hafa haft geysileg
áhrif á breskt þjóðfélag og m.a. haft
lamandi áhrif á atvinnulífið í land-
inu.
Hækkandi vextir þýða vaxandi
verðbólgu sem aftur þýðir hækk-
andi vöruverð og auknar kaupkröf-
ur. Þetta er atburðarás sem okkur ís-
lendingum er vel kunn en meira
framandi í augum Breta. Meðallaun
hafa hækkað um 10,25% í Bretlandi
frá janúar til september á þessu ári
meðan vöruframleiðsla hefur dreg-
ist saman á sama tíma. Undanfarna
þrjá mánuði hefur framleiðslan
dregist saman um 1,8 af hundraði,
sem er mesti samdráttur í breskri
framleiðslu á einum ársfjórðungi frá
1981. Verðbólgutölur yfir október
sem birtar verða í dag eru taldar
sýna um 11%.
Howard atvinnumálaráðherra
sagði við fréttamenn í gær: „Störf
munu ekki verða fyrir hendi nema
launasamningar taki mið af afkomu
fyrirtækjanna og samkeppnishæfni
þeirra."
Kinnoclc vinsælli_____________
en Thatcher___________________
Það er því nóg af svörtum fréttum
fyrir Thatcher. Mesta áfallið kom þó
í fyrradag þegar Michael Heseltine,
fyrrum ráðherra í stjórn járnfrúar-
innar, tilkynnti framboð sitt til for-
manns íhaldsflokksins. Fyrsta lota
kosninganna er á nk. þriðjudag.
Ekki voru það betri fréttir fyrir
járnfrúna þegar breska dagblaðið
The Independent birti í gær skoð-
anakönnun sem sýnir að íhalds-
flokkurinn á mun meiri möguleika
að vinna næstu þingkosningar 1992
með Heseltine sem leiðtoga flokks-
ins en Thatcher.
Skoðanakönnun blaðsins sýndi
reyndar sigur Verkamannaflokksins
í báðum tilvikum. En sigur Verka-
mannaflokksins yrði mun meiri ef
Thatcher væri leiðtogi ihalds-
manna, eða 14%. Væri Heseltine
formaður íhaldsflokksins, sýndu
niðurstöður skoðanakönnunarinn-
ar, að Verkamannaflokkurinn fengi
aðeins 5% meirihluta atkvæða.
Skoðanakannanir undanfarna 18
mánuði hafa sýnt, að Verkamanna-
flokkurinn nýtur meira fylgis en
íhaldsflokkurinn og myndi þar af
leiðandi mynda næstu ríkisstjórn á
Bretlandi. Skoðanakannanir í Bret-
landi sýna, að vinsældir Thatchers
meðal breskra kjósenda eru nú
minni en vinsældir Neils Kinnocks,
leiðtoga Verkamannafiokksins, og
vinsældir járnfrúarinnar meðal
flokksmanna íhaldsflokksins eru nú
orðnar minni en vinsældir hins nýja
leiðtogaefnis íhaldsmanna, Heselti-
nes.
Howe gerir grin aö____________
járnirúwni____________________
Heseltine sagði sl. miðvikudag
Hinn 57 ára gamli Heseltine: Nýtir sór veika stöðu Thatchers í von um að hrifsa frá henni formannsstólinn; óeining í
rikisstjórn og flokki, skoðanakannanir sýna vaxandi óvinsældir járnfrúarinnar og nýjar tölur sýna sífellt meira atvinnu-
leysi, alls 1,7 milljónir atvinnulausra.
um þessar niðurstöður, að „þær
sýndu ekki afstöðu til hins mikla ár-
angurs sem frú Thatcher hefði sýnt
á liðnum áratug, heldur vilja hægri
manna um hvernig stjórna ætti á tí-
unda áratugnum.“
Heseltine sagði ennfremur, að
Thatcher væri úr sambandi við
stærsta hóp flokksmanna og að rík-
isstjórn hennar logaði í deilum um
Evrópumálin.
Margir ráðherrar í ríkisstjórn járn-
frúarinnar hafa þó tekið upp hansk-
ann fyrir Thatcher.
Aðrir gera nú góðlátlegt grín að
járnfrúnni, eins og Sir Geoffrey Ho-
we, sem nýstaðinn er upp af stóli
varaforsætisráðherra vegna deilna
um Evrópustefnu Thatchers. Hann
líkti hræðslu Thatchers, um að Bret-
land missi lýðræði sitt við Evrópu-
sameininguna, við martröð. Howe
hefur einnig hvatt flokksmenn
íhaldsflokksins til að rísa upp gegn
Thatcher.
HesolHno þarf 159______________
qtkvæöi i ffyrstu lotu
Heseltine þarf 159 atkvæði af 372
mögulegum frá þingmönnum
íhaldsflokksins í fyrstu lotu kosning-
anna til að halda áfram í aðra lotu.
Breska fréttastofan Press Associ-
ation birti í gær niðurstöður skoð-
anakönnunar meðal þingmanna
íhaldsflokksins. Þær sýna, að af 215
þingmönnum íhaldsflokksins
myndu 115 kjósa Thatcher en 41 He-
seltine. 59 neituðu að gefa upp af-
stöðu sína.
En hvað sem öllum skoðanakönn-
unum líður, þá verða formanns-
kosningarnar breska íhaldsflokks-
ins afar spennandi. Öllum ber þó
saman um, að járnfrúin Thatcher
hafi sjaldan eða aldrei séð það svart-
ara á sínum pólitíska ferli.
IngóUur Margeirsson
skrifar
DAGSKRÁIN
Sjónvarpiö
17.50 Litli víkingurinn 1&20 Hrað-
boðar 18.50 Táknmálsfréttir 18.55
Aftur í aldir (4) 19.25 Leyniskjöl Pigl-
ets 19.50 Dick Tracy 20.00 Fréttir og
veður 20.35 Salif Keita á Listahátíð
21.20 Bergerac 22.10 Undif fölsku
flaggi (Foreign Body) 00.00 Útvarps-
fréttir og dagskrárlok.
StU 2
16.45 Nágrannar 17.30 Túni og Tella
17.35 Skófólkið 17.40 Hetjur himin-
geimsins 18.05 ítalski boltinn 18.30
Bylmingur 19.19 19.19 20.10 Kæri
Jón 20.40 Ferðast um tímann 21.30
Adam: Sagan heldur áfram 23.00 í
Ijósaskiptunum 23.25 Ólíkir feðgar
00.55 Gimsteinaránið (The Sicilian
Clan) 02.50 Dagskrárlok.
Rás 1
06.45 Veðurfregnir. Bæn 07.00 Fréttir
07.03 Morgunþáttur Rásar 1 07.32
Segðu mér sögu 07.45 Listróf 08.00
Fréttir 0&30 Fréttayfirlit og daglegt
mál 09.00 Fréttir 09.03 Laufskálinn
09.45 Laufskálasagan 10.00 Fréttir
10.03 Við leik og störf 11.00 Fréttir
11.03 Árdegistónar 11.53 Dagbókin
12.00 Fréttayfirlit á hádegi 12.01
Endurtekinn Morgunauki 12.20 Há-
degisfréttir 12.45 Veðurfregnir 12.48
Auðlindin 12.55 Dánarfregnir 13.05 í
dagsins önn 13.30 Hornsófinn 14.00
Fréttir 14.03 Útvarpssagan: Undir
gervitungli 14.30 Miðdegistóniist
15.00 Fréttir 15.03 Meðal annarra
orða 16.00 Fréttir 16.05 Völuskrín
16.15 Veðurfregnir 16.20 Á förnum
vegi 16.40 Hvundagsrispa 17.00
Fréttir 17.03 Vita skaltu 17.30 Tónlist
á síðdegi 18.00 Fréttir 18.03 Þingmál
1&18 Að utan 18.30 Auglýsingar
1&45 Veðurfregnir 19.00 Kvöldfréttir
19.35 Kviksjá 20.00 í tónleikasal
21.30 Söngvaþing 22.00 Fréttir 22.07
Að utan 22.15 Veðurfregnir 22.20
Orð kvöldsins 22.30 Úr Hornsófan-
um í vikunni 23.00 Kvöldgestir 24.00
Fréttir 00.10 Sveiflur 01.00 Veður-
fregnir 01.10 Næturútvarp á báðum
rásum til morguns.
Rás 2
07.03 Morgunútvarpið 0&00 Morg-
unfréttir 09.03 Níu fjögur11.30 Þarfa-
þing 12.00 Fréttayfirlit og veður
12.20 Hádegisfréttir 12.45 Níu fjögur
16.03 Dagskrá 1&03 Þjóðarsálin
19.00 Kvöldfréttir 19.32 Nýjasta nýtt
20.30 Gullskífan frá 8. áratugnum:
Nina Hagen Band 21.00 Á djasstón-
leikum 22.07 Nætursól 01.00 Nætur-
útvarp á báðum rásum til morguns.
Bylgjan
07.00 Eiríkur Jónsson 09.00 Fréttir
09.10 Páll Þorsteinsson 11.00 Valdís
Gunnarsdóttir 14.00 Snorri Sturlu-
son 17.00 ísland í dag 1&30 Kvöld-
stemmning á Bylgjunni 22.00 Har-
aldur Gíslason 03.00 Heimir Jónas-
son.
Sljarnan
07.00 Dýragarðurinn 09.00 Bjarni
Haukur Þórsson 11.00 Geðdeildin —
Stofa 102 12.00 Sigurður Helgi Hlöð-
versson 14.00 Sigurður Ragnarsson
— Stjörnumaður 17.00 Björn Sig-
urðsson 20.00 íslenski listinn 22.00
Ólöf Marín Úlfarsdóttir 03.00 Nætur-
brölt Stjörnunnar.
Aftalsttfðin
07.00 Á besta aldri. Morgunandakt
07.10 Orð dagsins 07.15 Veðrið 07.30
Hvað er í fréttum 07.45 Fyrra morg-
unviðtal 0&10 Heiðar, heilsan og
hamingjan 0&20 Hvað er að gerast
hjá öldruðum? 08.30 Hvað gerð-
ist...? 0&45 Málefnið 09.00 Morg-
unverk Margrétar 09.30 Húsmæðra-
hornið 10.00 Hvað gerðir þú við pen-
ingana sem frúin í Hamborg gaf þér?
10.30 Mitt útlit — þitt útlit 11.00
Spakmæli dagsins 11.30 Slétt og
brugðið 12.00 Hádegisspjall 13.00
Strætin úti að aka 13.30 Gluggaö í
síðdegisblaðið 14.00 Brugðið á leik í
dagsins önn 14.30 Saga dagsins
15.00 Topparnir takast á 15.30 Efst á
baugi vestanhafs 16.15 Heiðar, heils-
an og hamingjan 16.30 Mitt hjartans
mál 18.30 Smásögur 19.00 Ljúfirtón-
ar í anda Aðalstöðvarinnar 22.00
Draumaprinsinn 02.00 Næturtónar
Aðalstöðvarinnar.