Alþýðublaðið - 16.11.1990, Side 8
Iiftryggíitgíu*
lll
ALÞJÓÐA
LÍ FTRYGGINGARFEIAGIÐ HF.
LÁGMÚLI5 - RFYKJ AVlK
sími 681644
MMBWBMBIB
GEVAUA
1 Það er kaffið 687510 [
• ••• •••• • •••••••••• ••••
••• •••• ••
•••• •••• • • • •••• ••••
• •• •••• ••
• • •••• ••• • •••• • •
SAMIÐ UM FÆKKUN VOPNA: Atlantshafsbanda-
lagið og Varsjárbandalagið hafa náð samkomulagi um
gagnkvæma fækkun hefðbundinna vopna. Búist er við að
skrifað verði undir samkomulagið í París á mánudaginn.
Þrátt fyrir mikla fækkun vopna munu bandalögin eftir sem
áður ekki verða varnarlaus með öllu. Hvort bandalag um
sig mun halda eftir 20.000 skriðdrekum, 30.000 brynvögn-
um, 20.000 fallbyssum, 6.800 orrustuflugvélum og tvö þús-
und herþyrlum. Næsta skref verður svo að hefja samninga
um gagnkvæma fækkun í herafla aðildarríkjanna í Evr-
ópu.
BUSH VILL GATT-SAMNINGA: Georg Bush, forseti
Bandarikjanna, mun eftir helgina snúa sér persónulega til
Ieiðtoga Frakklands og Þýskalands í þeim tilgangi að leita
leiða til að koma GATT-viðræðunum úr þeirri pattstöðu
sem þær eru í.
MÓTMÆU í RÚMENÍU: Yfir eitt hundrað þúsund
Rúmenar fóru í göngu um götur Búkarest í gær til að mót-
mæla ríkisstjórn landsins. í öðrum borgum voru einnig
mótmælagöngur og er þetta mesta andstaða gegn ríkis-
stjórninni sem látin hefur verið í ljós frá því hún tók völdin
eftir byltinguna í deaenber.
ENGIN ARABARÁÐSTEFNA: Nú er fullljóst að ekk-
ert verður af ráðstefnu arabaríkja sem Marakkó lagði til að
yrði haldin sem síðasta hálmstráið til að koma í veg fyrir
stríð við Persaflóa. Flest ríki araba höfnuðu þátttöku en
leiðtogar Egyptalands og Sýrlands kenna forseta íraks um
hvernig fór.
PÓLLAND HLUTLAUST: Pólsk stjórnvöld hafa lýst því
yfir að þau hafi ekki uppi nein áform um að sækja uro »ðild
að NATO. Pólverjar segjast ekki stefna að nánari samvimu
við Sovétríkin. Landið muni verða hlutlaust eftir að Vár-
sjárbandalagið liðaðist í sundur.
RAUÐVÍNIÐ Á MARKAÐ: Árgangur 1990 af Beau-
jolais Nouveau er nú kominn á markað og hefur verið
dreift í verslanir og veitingahús vítt og breitt um heiminn.-
Vínsmakkarar eru nú önnum kafnir við að velta uppi í sér-
sopum af þessu fræga rauðvíni, smjatta og kjamsa og láta
svo ljós sitt skína.
NEITA AÐ HÆKKA: Rússneskir framleiðendur lúxus-
vara hafa neitað að verða við tilmælum Gorbatsjovs um að
hækka verð á framleiðslunni. Er þetta enn eitt dæmið um
þá andstöðu sem mætir tiiraunum leiðtogans tii að lappa
upp á efnhagslífið.
ÁKÆRANDIEICHMANNS ALLUR: Gideon Hausn-
er, sem var í forsvari fyrir ákæruvaldi ísraelsku ríkisstiórn-
arinnar í málaferlunum gegn stríðsglæpamanninum Ádolf
Eichmann, lést í gær. Hausner var fæddur í Póllandi árið
1915 en flutti til Palestínu árið 1927. Hann var aðalsak-
sóknari þegar Eichmann var rænt í Argentínu árið 1961,
fluttur til ísrael og líflátinn að loknum réttarhöldum árið
eftir. Hausner var formaður herdómstólsins áður en hann
varð aðalsaksóknari árið 1960. Hann lét af því starfi 1965
þegar hann var kjörinn á þing. Gideon Hausner var ráð-
herra án ráðuneytis í ríkisstjórn Rabins frá 1974—1977, að
hann hætti á þingi.
ERLENDAR FRETTIR
Eiturlyfjabarónar fœra út kvíarnar:
Kókcrín flæðir
yfir Evrópu
Smygl á kókaini fró Suð-
ur-Ameríku til Evrópu hef-
ur vaxið hröðum skrefum
á þessu ári og sumir sér-
fræðingar álíta að það
muni tvðfaldast frá síðasta
ári. Samkvæmt upplýsing-
um eiturlyfjastofnunar
Bandaríkjanna hefur mik-
il uppskera kókalaufa og
kyrrstaða á bandaríska
markaðnum orðið til að
beina auknu magni til Evr-
ópulanda. Talið er að 90
tonnum af kókaíni hafi
verið smyglað til Evrópu í
fyrra, en því er spáð að í ár
geti orðið um að ræða
160—180 tonn.
Fulltrúi hjá bandaríska eit-
urlyfjaeftirlitinu segir að Evr-
ópubúar séu nú staddir í
sömu sporum og Bandaríkja-
menn fyrir 10 árum. Evrópa
Istandi frammi fyrir kókaín-
faraldri. Krakkið hefur náð sí-
vaxandi útbreiðslu í Banda-
ríkjunum en þar er skammt-
urinn seldur lágu verði eða
allt niður í þrjá dollara. Hins
vegar virðist markaðurinn
þar vera mettaður og sam-
kvæmt opinberum tölum
jókst neysla á krakki aðeins
um 0,1% á síðasta ári. Á sama
tíma hafa kókalaufframleið-
endur stækkað ræktunar-
svæði sín í þremur helstu
framleiðslulöndunum um
meira en 22%. Krakkið hefur
haft í för með sér nýja öldu of-
beldis og glæpa í Bandaríkj-
unum sem varð til þess að
Bush forseti lýsti yfir stríði
gegn eiturlyfjum.
Eiturlyfjahringir í Suð-
ur-Ameríku fóru að flytja
framleiðslu sína í smáum stíl
beint til Evrópu um miðjan
síðasta áratug, en meginhlut-
inn fór til Bandaríkjanna.
Þetta er að breytast. Eitur-
lyfjabarónar í Kólumbíu eins
og Medellin og Cali — þeir
eru nefndir eftir heimaborg-
um sínum — hafa verið að
byggja upp dreifingarkerfi í
Evrópu siðustu ár.
Árið 1986 lögðu yfirvöld í
Vestur-Evrópu hald á 1.400
kíló af kókaíni. Árið eftir var
þetta komið upp í 3.850 kíló
og árið 1988 6.470 kíló. í
fyrra var magnið orðið 7.693
kíió. Bandaríska eiturlyfja-
lögreglan hremmdu tíu sinn-
um meira magn í fyrra og má
nefna sem dæmi að í einni
rassíu í Los Angels tókst að
góma 21 tonn.
Það var í fyrsta sinn í fyrra
sem lögregla í Evrópu lagði
hald á meira af kókaíni held-
ur en heroíni sem var mest
notaða efnið til þessa.
Ofangreindar tölur gefa til-
efni til að ætla, að eftir að
landamæri Evrópuríkja
verða galopnuð árið 1992
verði álfan stærsti eiturlyfja-
markaðurinn þar sem auð-
velt verður að smygla eitur-
lyfjum milli landa. Sérfræð-
ingur bandaríska eiturlyfja-
eftirlitisins segir engan vafa
leika á að eiturlyfjabarónar
Kólumbíu renni hýru auga til
Evrópumarkaðarins eftir
1992. Sömuleiðis klæi þá í lóf-
ana eftir að ausa kókaíni til
landa í Austur-Evrópu. Líkt
og þeir sem stunda löglega
verslun eru eiturlyfjasalar
sannfærðir um að allt sem
skortur var á í Austur-Evrópu
undir stjórn kommúnista
muni seijast grimmt með ný-
fengnu frjálsræði.
Flugslysið við Ziirich:
Skemmdarverk -
eða mislök flugstjóra?
Mistök flugstjóra eða
sprengja um borð ollu að
öllum líkum flugslysinu í
grennd flugvallarins í Zu-
rich í fyrradag er flugvél
að gerðinni DC 9-32 frá
ítalska flugfélaginu Alital-
ia fórst með 46 manns um
borð.
í gærkvöldi greindi lögregl-
an frá því að vitni teldu að
þotan hefði komið logandi
inn til aðflugs að Kloten-flug-
velii. Vera kann að um sé að
ræða hermdarverk.
Talsmaður flugyfirvalda í
Zurich sagði á blaðamanna-
fundi í gær, að flugvélin hafi
verið 300 metrum of lágt í að-
flugi sínu. Vitni heyrðu að
vélinni var gefið mjög inn, og
því er talið að flugstjórinn
hafi áttað sig skyndilega á því
hve lágt hann var kominn og
hafi reynt að fljúga vélinni í
brattri beygju upp á við með
þeim afleiðingum að vélin
skall inn í skógivaxnar norð-
urhlíðar Stadelbergfjalls og
sprakk í loft upp í „eldhnatt-
arsprengingu."
Líkin eru með öllu óþekkj-
anleg eftir brunann. Vélin
skildi eftir sig 250 metra slóð
brunninna trjáa. Það eina
sem var heillegt úr vélinni
var annar hreyfillinn og stél-
ið. 200 björgunarmenn,
slökkviliðsmenn og lögreglu-
menn ásamt 100 svissnesk-
um hermönnum börðust í
grenjandi regni við eldhaf
vélarinnar og í leit að farþeg-
uní með lífsmarki. Sú leit
reyndist með öllu árangurs-
laus. Farþegarnir og áhöfnin
sem fórst voru ítalir, Japanir
og Spánverjar.
FLUGSLYS I ZURICH
40 farþeqar og
i af áhöfn farast
DC-9, flug AZ404 frá
Alitalia á 40 mínútna flugi frá
Linate-flugvelli til Kloten-flugvallar
19:13 Miðvikudag:
Tveimur mínútum frá
lendingu og 300 metrum
of lágt, skellur vélin '
Stadelberg - fjalli
Kloten
REUTER