Alþýðublaðið - 28.11.1990, Blaðsíða 5
5
Miðvikudagur 28. nóvember 1990
■■■■ FRtTTASKÝRING
Evrópubandalagið krefst þess að fá að veiða i
fiskveiðilögsögu íslendinga. Ekki er talið að gengið
verði að kröfu Spánverja um 70—80 þús. tonna afla
i lögsögu EFTA-rikja. íslendingar ætla ekki að
hleypa EB inn i fiskveiðilögsöguna, en eru frændur
okkar, Norðmenn og Sviar, tilbúnir að greiða kostn-
qð okkar af aðild að samningi EFTA-rikjanna og EB?
ÞORLÁKUR HELGASON SKRIFAR
Boðar utanríkisráðherra að Is-
lendingar muni halla sé meir í
vesturátt að Bandaríkjunum, ef
einhver snurða hleypur á þráðinn
í samningum okkar um Evrópu-
mál? Eru samningar Fríverslunar-
samtaka Evrópu og Evrópubanda-
lagsins að sigla í strand? Verður
ekkert af þessu Evrópska efna-
hagssvæði af því að nokkur ríki
EFTA eru á góðri leið með að
sækja beint um aðild að EB? Þetta
eru spurningar sem eru mjög í
deiglunni.
Hvað sagði Jón Baldvin
við Reutermanninn?
Reuter fréttastofan hermdi fyrir
stuttu að utanríkisráðherra Is-
lands hefði sagt að íslendingar
myndu halla sér að Bandaríkja-
mönnum, ef þeir fengju ekki sitt
fram í viðræðunum við Evrópu-
bandalagið — og ef EFTA-ríkin
viðurkenndu ekki heilshugar sér-
stöðu okkar í sjávarútvegsmálun-
um. Jón Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra segir það orðum
aukið sem fréttamaður Reuters
hefði haft eftir sér. „Þessi fréttarit-
ari Reuters, sem hér var í almennri
fréttaöflun fyrir hálfum mánuði,
spurði hver okkar viðbrögð yrðu,
ef við yrðum útilokuð með sjávar-
Svíar myndu þegar á næsta ári
sækja um beina aðild að Evrópu-
bandalaginu, og í gær bætti And-
ersson, utanríkisráðherra Sviþjóð-
ar, um betur og sagðist sannfærð-
ur um að Norðmenn og Finnar
fylgdu Svíum eftir inn í Evrópu-
bandalagið.
Svisslendingar hafa verið hvað
harðastir í fyrirvörum um samn-
inga en eru ásamt íslendingum og
Finnum minnst á biðilsbuxum i
Brussel. Þeir óttast eins og fleiri
straum af vinnufólki — ekki síst
eftir opnunina í austurátt — hafa
fyrirvara í samgöngumálum og
hafa uppi almennar efasemdir.
Svisslendingar hafa verið sjálfum
sér nógir á alþjóðasviði, farið sínu
fram sem millistöð peninga o.s.frv.
Svisslendingar hafa Iika miklar
efasemdir um stjórnunarþáttinn á
hinu evrópska efnahagssviði. EB
hefur ævinlega neitað EFTA-ríkj-
unum um að eiga beina aðild að
ákvörðunum sem snerta innri mál
EB.
Við hugsanlegar umsóknir fleiri
ríkja en Austurríkis er hætt við að
EB-ráðamenn kæri sig kollótta um
þó að stjórnunarþátturinn í samn-
ingunum sé EFTA ekki alls kostar
að skapi. EFTA-ríki séu hvort er eð
á leið inn í EB. Er því talið að verði
stjórnunarþátturinn ekki Sviss-
Greiða aðrir
T/s /f -\jt:
1 wl Á
iiraM
Spánverjar krefjast 70—80 þúsund tonna veiða í lögsögu EFTA-ríkja, en líklegast er að fallist veröi á 10—20 þús-
und tonna veiði Evrópubandalagsins.
REIKNINGINN?
afurðirnar af mörkuðum EB,“ seg-
ir utanríkisráðherra.
,,Ég svaraði honum að ef við úti-
lokuðumst frá allri aðild að Evr-
ópska efnahagssvæðinu, hverra
kosta ættum við þá völ? Auðvitað
kæmi þá upp gamla spurningin
um samninga við Bandaríkin. Ég
útskýrði fyrir honum að hvað
varðaði sjávarafurðirnar ættum
við þar mjög greiðan aðgang.
Meðaltollprósentan með íslensk-
an fisk væri 1,2% í Bandaríkjun-
um. Fríverslunarsamningur við
Bandaríkin hlyti því að þýða að af-
létt yrði tollum af öðrum vöruteg-
undum. Og af okkar hálfu að fella
tolla af innflutningi frá Bandaríkj-
unum og reyna með slíkri við-
skiptapólitík að beina meirihluta
út- og innflutningsverslunar okkar
í vesturátt. En þetta var svar við
tilgátu sem Reutersfréttamaður-
inn gaf sér sjálfur," segir Jón Bald-
vin Hannibalsson utanríkisráð-
herra. ,,Ég bætti því reyndar við
að ég teldi engar líkur á að Evrópa
myndi ioka svo gersamlega dyrun-
um á okkur að við ættum ekki
annarra kosta völ en þessa."
Viðræður á mjög_____________
viðkvæmu sHgi_______________
Utanríkisráðherra er harla bjart-
sýnn á að samningar takist á næst-
unni um Evrópska efnahagssvæð-
ið (EES). Fréttaskýrendur eru þó
sammála um að hliðarspor ýmissa
EFTA-ríkja að undanförnu hafi
veikt mjög samningsstöðu EFTA
gagnvart EB. Það miði hægar í
samningunum fyrir bragðið, þar
sem sumar EFTA-þjóðirnar séu
með hálfan hugann við samninga-
borðið. Sumir ráðamenn í EFTA
séu farnir að mæna beint til höfuð-
stöðva EB, og líti á samninga
EFTA-ríkjanna og EB um sameig-
inlegt efnahagssvæði (EES) aðeins
sem millilendingu. Austurríki hef-
ur þegar sótt um aðild að EBL
Norðmenn nálgast æ meir EB. í
fyrradag gaf Ingvar Carlsson, for-
sætisráðherra Sviþjóðar, í skyn að
lendingum að skapi muni þeir ein-
faldlega ekki hafa í höndunum
nógu seljanlega vöru heima og þá
slitni einfaldlega upp úr viðræð-
um, og geti jafnvel farið svo að
EFTA leysist upp. Eins gæti farið ef
íslendingar fengju ekki sitt fram
með sjávarafurðirnar.
Fiskur i sameiginlegum
EFTA-pakka__________________
Aðalhagsmunamál íslendinga í
viðræðunum er fiskurinn. Að við
fáum fellda niður tolla af sjávaraf-
urðum inn í EB. Fiskur fellur undir
svokallaða sjávarútvegsstefnu EB.
Hún á lítt skylt við frelsi í viðskipt-
um. Þar blandast inn í beinir styrk-
ir og óbeinir, út frá byggðasjónar-
miðum.
Aðalsamningarnir fjalla aftur á
móti að mestu um iðnvarning.
Ríkjum EFTA er mjög í mun að
komast hindrunarlaust inn á
markaði Evrópubandalagsins
með iðnaðarvörur og að opna fyr-
ir fjármagn og fjárfestingar.
EFTA-ríkin semja í einum pakka.
Það eiga sér ekki stað tvíhliða við-
ræður. Fiskurinn okkar er ekki
eitthvert sérstakt afmarkað svið.
EFTA-ríkin tóku hann upp á sína
arma sem sameiginlegt mál EFTA.
íslenskur fiskur mun verða á borð-
um EFTA og EB þegar nær dregur
samningalokum. Þá (eins og alltaf)
mun EB benda á Rómarsáttmála
og krefjast fiskveiða í fiskveiðilög-
sögu íslendinga í skiptum fyrir
tollfrjálsan aðgang með sjávaraf-
urðir íslendinga.
Verðum við þá tilbúin að selja
EB-ríkjum aðgang að fiskimiðun-
um? Getum við komist hjá því að
greiða kostnaðinn sem hlýst af því
að fá tollfrjálsan aðgang fyrir
þann fisk sem ekki er þegar í sér-
samningi okkar við EB?
Munu Norömenn og
Sviar greiða okkar__________
„fórnarkostnað'* upp á
10—20 þúsund tonn?
Utanríkisráðherra hefur sagt að
Veröa Norö-
menn og Svíar
aö greiöa
aöildar-
reikning
íslendinga aö
samningum
EFTA-ríkja og
EB meö því aö
hleypa Evrópu-
bandalaginu
inni í fiskveiöi-
lögsögu sína?
það sé ekki íslendinga að greiða
„fórnarkostnaðinn" af því að veita
íslendingum tollfrjálsan aðgang
að mörkuðum Evrópubandalags-
ins. Þegar Jón Baldvin lagði fram
skýrslu sína um samningaviðræð-
ur EFTA-ríkja og EB fyrir Alþingi
sagði hann m.a. um kosti þess að
vera ekki einir og sér í samningum
heldur í samfloti EFTA-ríkjanna:
,,... meðan þessar kröfur sem Evr-
ópubandalagið gerir eru bornar
fram við EFTA í heild, er það þetta
sameignarfélag sem mun deila
fórnarkostnaðinum. Ef við værum
eingöngu í tvíhliða viðræðum
væru kröfurnar samkvæmt for-
sendum hinna sameiginlegu fisk-
veiðistefnu bornar fram gegn okk-
ur einum og við yrðum að greiða
þann fórnarkostnað."
Hvernig ætla EFTA-ríkin að
bera þennan fórnarkostnað? Ætla
önnur EFTA-lönd en ísland að
greiða fyrir að EB-löndin fái að
fara inn í fiskveiðilögsögu íslend-
inga eða inn í lögsögu Norðmanna
og Svía. Þar sem EFTA-ríkin hafa
ákveðið að slá af fyrirvörum og
engir fyrirvarar verða teknir til
greina nema þeir höfði verulega
til þjóðarhagsmuna, geta íslend-
ingar fram í lengstu lög beitt fisk-
inum fyrir sig. Það snertir þjóðar-
hagsmuni okkar að erlendir aðilar
veiði ekki í fiskveiðilögsögunni.
Aðrar EFTA-þjóðir verði því að
bera fórnarkostnaðinn af því að
EB krefst veiða í fiskveiðilögsögu
EFTA-ríkjanna.
EB hefur enn ekki borið form-
lega fram kröfuna um veiðar í ís-
lenskri lögsögu. Það er vegna þess
að þjóðarhagsmunir okkar eru að
veði, og þá fyrirvara viðurkennir
EB. EB getur hins vegar ekki ýtt
kröfunni út af borðinu, þar sem
Rómarsáttmálinn er þeirra biblía.
Hugsanlega verður niðurstaðan
því að krafan um veiðiheimildir
lendi á grönnum okkar, Norð-
mönnum og Svíum. Þá er ósvarað
spurningunni, hversu hár fórnar-
kostnaður okkar skandinavísku
bræðra getur orðið. Mun EB krefj-
ast 10 þús. eða 20 þús. tonna veiði
í lögsögu frænda okkar? Heimildir
Alþýðublaðsins í Brussel herma
að krafa Spánverja um 70—80 þús-
und tonna veiði í fiskveiðilögsögu
EFTA-ríkja hafi ekki verið tekin til
greina.
Pragist vidræður________
á langinn, slitnar______
endanlega upp úr________
Takmarkaðar líkur eru taldar á
því að veruleg þáttaskil verði í
samningaviðræðunum fyrir árs-
lok. EB krefst þess að EFTA-ríkin
hviki frá flestum fyrirvörum.
Sendiherra Norðmanna hjá EB
sagði í blaðaviðtali um síðustu
helgi að EFTA-ríkin væru því að-
eins tilbúin að slá af kröfunni um
að víkja frá reglum EB, að gengið
yrði að skilyrðum EFTA. Enn sýni
EB ekki nægilega burði í þessa átt.
Aðalkröfur EFTA gangi í þá átt að
hægt verði að grípa tafarlaust í
taumana, ef t.d. verulegur flótti
fólks verði til EFTA-landa eða fjár-
magnsflótti frá EFTA-löndunum.
Þá krefjist EFTA beinnar þátttöku
í ákvarðanaferlinu en ekki bara að
vera með þegar ákvarðanir séu
teknar. Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra býst við að ein-
hvern tíma í desember verði reynt
að fella saman kröfur aðilanna
annars vegar um fyrirvarana og
hins vegar um stjórnunarþáttinn.
„En þá munum við líka segja
það að fiskurinn verði að vera inni
í dæminu," segir utanríkisráð-
herra. Talið er að þegar fiskurinn
verður loks á borðum samninga-
manna muni koma afturkippur í
viðræðurnar. Enda ekki undar-
legt, þar sem sjávarútvegsmálin
hafa fram að þessu ekki verið
beint inni í viðræðunum. Og þá á
eftir að takast á um landbúnaðar-
mál.
Sem sagt fiskur og kjöt á samn-
ingaborðum á næstunni. Samn-
ingar eru ekki í höfn. Að bestu
manna yfirsýn fljótlega á næsta
ári, en þá verður væntanlega stutt
í að fleiri EFTA-ríki verði búin að
sækja um beina aðild að Evrópu-
bandalaginu.
Ef viðræður dragast hins vegar
á langinn, þá eru allar líkur á að
slitni endanlega upp úr viðræð-
um. Pólitískur kraftur sé senn á
þrotum. Alois Mock, utanríkisráð-
herra Austurríkis sagði í gær að nú
væri að duga eða drepast. „Ef ekki
greiðist úr flækjunni innan hálfs
mánaðar geta viðræðurnar farið
út um þúfur," sagði Mock.