Alþýðublaðið - 28.11.1990, Blaðsíða 8
GEVALJA
I Þaft er kaflið 687510
•••• •••• • •••••••••• ••••
• • • • • • • ••
•••• •••• • • • •••• ••••
• • •••• ••• • •••• • •
SOVÉTRÍKIN HÓTA ÍRÖKUM: Til að sýna samstöðu
stórveldanna, lýsa Sovétríkin því yfir að þau munu styðja
samþykkt Sameinuðu þjóðanna með því að fallast á vald-
beitingu gegn írökum ef þeir verði ekki við settum tíma-
mörkum um að hverfa frá Kúvæt.
JEMEN GEGN VALDBEITINGU Á ÍRAK: Utanríkis-
ráðherra Jemens sagði að þjóð sín styddi ekki samþykkt-
ina um að fara með vopnum á hendur írökum. Bandarík-
um munu á laugardaginn afhenda forsætið í 15 meðlima
Öryggisráðinu til Jemens, sem er eina arabaþjóðin sem á
þar sæti.
KÚVÆTÚTLAGAR YFIRHEYRÐIR UM ÓDÆÐI:
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna yfirheyrði útlaga frá Kú-
væt um morð, nauðganir, pyndingar og rán sem þeir segja
að hafi átt sér stað af hermönnum íraks.
FÆREYINGAR FÁ BISKUP Á NÝ: Færeyingar sem
hafa verið biskupslausir í meira en fjórar aldir fengu eigin
biskup á ný sl. sunnudag þegar Hans Jacob Joensen var
vígður biskup í dómkirkjunni í Þórshöfn. Danski kirkju-
málaráðherrann, Torben Rechendorff, og kirkjuhöfðingjar
frá öllum Norðurlöndunum voru viðstaddir athöfnina. Síð-
asti biskup Færeyja hélt þaðan fyrir 433 árum.
NEYÐARÁSTAND í BANGLADESH: Neyðarástandi
var lýst yfir í Bangladesh í kjölfar pólitískra óeirða í Dhaka
sem miða að því að fella forseta landsins, Hossain Moham-
med Ershad, úr stóli.
PALESTÍNUMENN VEGA ÍSRAELSHERMENN:
Palestínskir skæruliðar felldu fimm ísraelska hermenn í
Suður-Líbanon. Þetta er þyngsta högg sem ísraelskir her-
menn hafa orðið fyrir að undanförnu í námunda við landa-
mærin.
SOVÉTRÍKIN FLYTJA HERGÖGN HEIM: Sovétrik-
in hafa flutt um 60.000 skriðdreka, fallbyssur og hertrukka
burt frá Evrópu að sögn háttsetts hershöfðingja hjá NATO.
Hertól sem þeir flytja alla leið austur fyrir Uralfjöll þurfa
þeir ekki að eyðileggja samkvæmt því samkomulagi sem
náðist í París á dögunum.
HVATT TIL GATT-SAMKOMULAGS: Yfirmaður
GATT-viðræðnanna segir að tími sé til kominn eftir fjög-
urra ára erfitt þref væru viðræðurnar um heimsverslun að
komast í þrot og hvatti hann ráðherra til að fallast á mála-
miðlanir. Síðar lét Bush Bandaríkjaforseti i ljós von um að
samkomulagi mætti ná.
ÓVISSA í PÓLLANDI: Óvissa hefur skapast um rót-
tækar efnahagsaðgerðir í Póllandi eftir óvænta útkomu
fyrstu umferðar í forsetakosningunum sem leiddi til af-
sagnar forsætisráðherrans Mazowieckis.
NÆRBUXUR GEGN AIDS: Frönsk uppfinningakona
greindi frá því í París í gær að anti-AlDS nærbuxur sem hún
hefur hannað og þróað fyrir karla og konur geti orðið
áhrifaríkari vörn en smokkar gegn útbreiðslu á alnæmi.
Lulette Bechet sagði að bæði kynin gætu klæðst þessari
níðþröngu flík, sem þekur stærra svæði sem kann að vera
í hættu gagnvart sjúkdómnum en smokkur. Kosturinn
væri að þessi vörn væri ekki eins vandræðaleg og smokk-
urinn. Klæðast mætti búningnum tímanlega fyrir sam-
ræði. Buxur þessar eru gagnsæjar og mótaðar eftir lend-
unum. Karlmannsgerðin er með innbyggðum smokk, í
kvengerðinni poki úr mjúku plasti.
ERLENDAR FRÉTTKR
Major forsætis-
ráðherra Breta
John Major, fjármála-
ráðherra Bretlands, mun í
dag taka við umboði Breta-
drottningar til að mynda
nýja ríkisstjórn. Hann
mun því taka við af Mar-
gréti Thatcher sem forsæt-
isráðherra Bretlands.
I gær fór fram á þingi
breska íhaldsflokksins önnur
atkvæðagreiðsla um leiðtog-
stöðuna í flokknum og lauk
henni þannig að Major fékk
185 atkvæði og vantaði að-
eins tvö atkvæði upp á að ná
bindandi kosningu. Heseltine
fékk 131 atkvæði og Hurd 56.
Þeir lýstu hins vegar yfir
stuðningi við Major þegar úr-
slit lágu fyrir og kemur því
ekki til þriðju umferðar leið-
togakosningar hjá flokknum.
Major sem er 47 ára verður
yngsti forsætisráðherra Breta
á þessari öld. Hann hefur
hlotið óvenju skjótan frama á
hægri væng breskra stjórn-
mála. Hann þykir eiga
óvenjulegan bakgrunn af
íhaldsleiðtoga að vera. Faðir
hans var loftfimleikamaður í
sirkus. Hann þykir standa
skoðunum Thatchers nærri
enda lýsti hún ánægju yfir að
hann skyldi verða eftirmaður
hennar. Ekki voru þó allir
ánægðir með þá yfirlýsingu
hennar um að hennar hlut-
verk yrði nú að vera aftursæt-
isbílstjóri hjá Major. Sérstak-
lega þótti stuðningsmönnum
Majors að hún gæfi með
þessu í skyn að Major yrði
strengjabrúða í hendi hennar.
Eftir að Heseltine bauð sig
fram gegn Thatcher og kom
þar með í veg fyrir endurkjör
hennar þóttu Major og Hurd
líklegastir til að verða eftir-
menn hennar en þeir voru
báðir fyrir í stjórn hennar.
Flestir reiknuðu með að það
þyrfti þriðju umferð til að
skera úr um hver tæki við af
henni sem leiðtogi íhalds-
flokksins. En þegar úrslit lágu
fyrir í gær lýsti Heseltine því
yfir að hann drægi framboð
sitt til baka og styddi Major.
Það sama gerði Hurd nokkru
síðar.
Thatcher mun því ganga á
fund Bretadrottningar og
skila umboði sínu sem forsæt-
isráðherra og verður umboð-
ið væntanlega falið í hendur
Major frá og með þessum
morgni.
JOHN MAJOR — veifar
til áhangenda sinna, — í
morgun mætti hann til
starfa sem forsætis-
ráðherra.
Bláa lónid í heimspressunni: Persaflóadeilan kann aö efla gengi
þessarar vinsœlu heilsulindar, segir í Reuters-frétt
Jcapanskir og franskir
vilja f járfesta i Lóninu
„Ástandið við Persa-
flóa kann að efla gengi
Bláa lónsins," segir í ít-
arlegri frétt sem Reut-
ers-fréttastofan sendi
frá sér í fyrrinótt og hef-
ur áreiðanlega fengið
inni í fjölmiðlum víða um
heim. „Það er vaxandi
eftirspurn eftir heilsu-
lindum í heiminum, sér-
staklega vegna óróleik-
ans í Mið-Austurlöndum.
Fólk sem áður leitaði til
Dauðahafsins til að fá
meðferð siíkra stofnana,
fer nú annað,“ er haft eft-
ir markaðsráðgjafa Bláa
lónsins, Olafi Stephen-
sen.
Ólafur er sagður ráðgjafi
ríkisstjórnarinnar varðandi
markaðssetningu landsins í
útlöndum. Sagði Ólafur að
japanskir og franskir fjár-
málamenn hefðu áhuga á
að byggja fullkomna heilsu-
ræktarstöð við Lónið, auk
þess sem rætt væri um að
nota botnleðjuna til fram-
leiðslu á snyrtivörum.
Óiafur sagði ennfremur
að á íslandi háttaði víðar
svo til að við gufuvirkjanir
mætti gera lón svipuð Bláa
lóninu og kvaðst hann þess
fullviss að slík lón ættu eftir
að verða helsta aðdráttarafl
landsins í framtíðinni.
í fréttinni er rætt við
Henrik Grétarsson, sem
var að bera veitingar til
sænskra viðskiptamanna í
Lóninu, bjór og kalda síld,
en annars er hann fram-
kvæmdastjóri í Lóninu.
Henrik gefur ýmsar upplýs-
ingar um Lónið, m.a. að 80
þúsund manns hafi komið
þangað það sem af er ár-
inu. Sagt er frá frægu fólki,
sem komið hefur, þotuliði
sem „skrapp" frá London til
að fá sér bað í miðnætursól,
frá heimsókn Björns Borg
og Ingmars Bergman.
Þá er rætt við 24 ára
danska stúlku, sem þarna
var, Stine Brandt-Jensen,
sem þjáist af psoriasis og
baðar sig í Lóninu 4 tíma á
dag í tvær vikur til að reyna
að fá bót.