Alþýðublaðið - 28.11.1990, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.11.1990, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 28. nóvember 1990 7 Evrópskir bœndur gegn frwerslunarhugmyndum Bandaríkjanna: Ráðherrafundur GATT-viðræðnanna hefst i Brus- sel næstkomandi mánudag. Þar á að undirrita sam- komulagsdreg hins svonefna Úrúgvæ-vinnuhóps um friverslun milli landa. En GATT-samkomulagið stendur á brauðfótum. Enn hefur ekki náðst samstaða um f jölmarga þœtti samkomulagsins. Það eru aðallega landbúnaðar- málin sem eru erfið: Bandarikin i forystu margra landa vilja afnema að mestu leyti alla rikisaðstoð við landbúnaðarframleiðslu, rifa tollamúrana eg afnema innflutningshöft. En bændur Evrópu hafa mikil áhrif eg gera EB-rikjunum erfitt fyrir að sam- þykkja slikar hugmyndir. GATT-viðræðurnar eru þvi i kröppum dansi. Formaður GATT viðræðnanna, Arthur Dunkel, sagði í gær, að eft- ir fjögurra ára samningsviðræður væru viðræðurnar komnar í ógöngur og hann lagði þunga áherslu á, að ráðherrafundurinn í Brussel í næstu viku myndi kom- ast að samkomulagi. Framtið friverslunar Fulltrúar Úrúgvæ-vinnuhópsins söfnuðu saman niðurstöðum sín- um í Genf sl. mánudag og sam- þykktu skjal upp á 391 siðu í til- lögugerð og drögum að ályktun- um og sendu ráðherrunum. Þrátt fyrir niðurstöður vinnu- hópsins er enn töluvert langt í land hvað heildarniðurstöður þjóðanna 107 varðar. „Viðræðurn- ar eru í hættu og það þarf að koma þeim á réttan kjöl fyrstu klukku- tímana í Brussel," sagði talsmaður GATT. GATT (General Agreement on Tariffs and Trade — Heildarsam- komulag um tolla og viðskipti) er fjölþjóðaviðræður um fríverslun milli landa. Viðræðurnar snúast um haftaafnám og leiðir til að ein- falda verslun milli þjóða. Viðræð- urnar hafa einkum snúist um minni niðurgreiðslur í landbúnaði og aukin innflutningsleyfi fyrir landbúnaðarvörur milli landa. Þá vilja þjóðir þriðja heimsins að iðnaðarlönd afnemi öll inn- flutningshöft. Þjónustugreinar hafa einnig átt mikinn sess í við- ræðunum, ekki síst er ætlunin að nýjar stjórnreglur gildi í viðskipta- þjónustu banka, fjarskipta, ferða o.s.frv. Verndun hugvitsréttinda, endurskoðun reglna við tolla- álagningu á vörum á óeðlilega lágu verði (undirboð) og endur- skoðun á lögum og reglum sem koma í veg fyrir erlendar fjárfest- ingar er einnig ofarlega á blaði. Þá er síðast en ekki síst rætt um 30% almenna tollalækkun. Mörg svið viðræðnanna i algjörum hnút_______________ Ráðherrafundur GATT í Brussel hefst nk. mánudag og stendur til 7. desember. Dunkel, formaður GATT, segir, að þrjú svið viðræðn- anna séu algjörlega í hnút og reyndar liggi engin drög að sam- komulagi fyrir. Þau eru: landbún- aðarmál, undirboð og fjárfesting- ar erlendra aðilja í verslunar- rekstri. En ósamkomulag ríkir einnig á öðrum sviðum. ,,Ef ráðherrar landanna eru ekki reiðubúnir að mæta til fundarins með það hugarfar að semja, held- ur aðeins að sitja ósveigjanlegir á sínum kröfum, verður GATT-fund- urinn glatað tækifæri," segir Art- hur Dunkel. ,,En ef ríkisstjórnir landanna hafa hugsjón að leiðarljósi og sjá hvað er í pottinum, þá mun fund- urinn verða mikill sigur." Viðskiptaráðherrar landanna komu á vinnufundinum í Úrúgvæ 1986 í þeim tilgangi að gera við- skipti milli landa einfaldari. Mark- miðið var að skapa fleiri atvinnu- tækifæri um heim allan þótt skammtímakostnaðurinn yrði sá, að störfum fækkaði í einhverjum löndum. RéW merki til______________ heimsbyggðarinnar nauðsynlegt________________ Dunkel sagði við fréttamenn í gær, að það væri mikilvægt að ár- angur næðist á GATT-fundinum í Brussel, ekki síst vegna þess að efnahagslíf víða um heim væri bágborið, Persaflóadeilan hefði skapað óstöðugleika, þrýstingur væri á þjóðir Austur-Evrópu að taka þátt í efnahagsmynstri Vest- ur-Evrópu og viðskiptafrelsi og ennfremur væri mikil nauðsyn á því að hvetja til efnhagsumbóta í þróunarlöndunum. „Vegna allra þessara þátta er nauðsynlegt að heimsbyggðin fái rétt merki frá stóru viðskiptalönd- unum — merki fyrirhyggju og ör- yggis," sagði Dunkel á frétta- mannafundi í gær. „Ef þessi hugsýn bregst munu allir tapa,“ bætti hann við. Evrépskir bændur___________ áhrHamiklir________________ Kjarni ósamkomulagsins milli landa GATT-viðræðnanna er land- búnaðarmálin. Bandaríkin, ásamt 14 landbúnaðarútflutningslönd- um að viðbættum Ástralíu og Arg- entínu, þrýsta á um 75 % minnkun á niðurgreiðslum og nefna sömu tölu varðandi afnám innflutnings- hafta á landbúnaðarafurðum. Sömu þjóðir vilja 90% minnkun á útflutningshöftum. Clayton Yeutter, landbúnaðar- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í fyrri viku að það væru aðeins 25% líkur á að samkomulag næðist um landbúnaðarmálin. í gær sagði Yeutter: „Það er mikil hætta á því á þessari stundu að viðræðurnar hrynji saman." Aðildaríki Evrópubandalagsins hafa staðið hörð á þeirri kröfu að niðurskurður á niðurgreiðslum innlendra landbúnaðarvara væri aðeins 30%. Þar með er talið að landbúnaðarmálin strandi á öðr- um þáttum nema afstöðubreyting komi til. Arthur Dunkel hefur ekki til- kynnt hvaða tillögur verða lagðar fram sem málamiðlun í landbún- aðargeira GATT-viðræðnanna. Hins vegar hefur hann stungið upp á einni grundvallarviðmiðun: Að apríl 1989, mánuðurinn sem Úragvæ-hópurinn lauk endur- skoðun á miðtímabili vinnunnar, verði notaður sem sá upphafstími sem niðurskurður í landbúnaðar- framlögum miðist við. Ríkisstyrkir til landbúnaðar- mála voru minni á þeim tíma en 1986, sem er árið sem EB-löndin stinga upp á sem grunntíma. Þar af leiðandi verða ríkisstyrkirnir enn minni ef tillaga Dunkels nær fram að ganga. Hvað sem öðru líður þá hafa bændur í aðildarríkjum GATT-við- ræðnanna mikil áhrif á gang við- ræðnanna, ekki síst bændur í Evr- ópu. Evrópskir bændur gætu ein- mitt haft áhrif á afstöðu EB-ríkja. Og það er engin tilviljun að þús- undir bænda hafa boðað mót- mælagöngu í Brussel á mánudag- inn kemur. Ingól/ur Margeirsson skrifor Ráðherrafundur GATT hefst í Brussel eftir helgi. Hann mun annaðhvort staöfesta eina mestu byltingu í fríverslun milli þjóða í sögu heimsins, eða falla saman eins og sprungin blaðra. Það fer mikið eftir afstöðu og áhrifum evr- ópskra bænda. DAGSKRÁIN Sjónvarpið 17.50 Töfraglugginn 18.50 Tákn- málsfréttir 18.55 Mozart-áætlunin 19.20 Staupasteinn 19.50 Hökki hundur 20.00 Fréttir og veður 20.35 Á tali hjá Hemma Gunn 21.40 Gullið varðar veginn 22.30 Studs Lonigan 23.00 Ellefufréttir 23.10 Fljótið — Frh. 00.00 Dagskrárlok. Stöð 2 16.45 Nágrannar 17.30 Glóarnir 17.40 Tao Tao 18.05 Draugabanar 18.30 Vaxtarverkir 18.55 Létt og Ijúf- fengt 19.19 19.19 20.10 Framtíðarsýn 21.05 Lystaukinn 21.40 Spilaborgin 22.35 ítalski boltinn 22.55 Sköpun 23.50 Glæpaheimar 01.30 Dagskrár- lok. Rós 1 06.45 Veðurfregnir. Bæn 07.00 Fréttir 07.03 Morgunþáttur Rásar 1 07.32 Segðu mér sögu 07.45 Listróf 08.00 Fréttir 08.30 Fréttayfirlit og daglegt mál 09.00 Fréttir 09.03 Laufskálinn 09.45 Laufskálasagan 10.00 Fréttir 10.03 Við leik og störf 11.00 Fréttir 11.03 Árdegistónar 11.53 Dagbókin 12.00 Fréttayfirlit á hádegi 12.01 Endurtekinn Morgunauki 12.20 Há- degisfréttir 12.45 Veðurfregnir 12.48 Auðlindin 12.55 Dánarfregnir 13.05 í dagsins önn 13.30 Hornsófinn 14.00 Fréttir 14.03 Útvarpssagan: Undir fönn 14.30 Miðdegistónlist 15.00 Fréttir 15.03 í fáum dráttum 16.00 Fréttir 16.05 Völuskrín 16.15 Veður- fregnir 16.20 Á förnum vegi 16.40 Hvundagsrispa 17.00 Fréttir 17.03 Vita skaltu 17.30 Tónlist á síðdegi 18.00 Fréttir 18.03 Hérog nú 18.18 Að utan 18.30 Auglýsingar 18.45 Veður- fregnir 19.00 Kvöldfréttir 19.35 Kvik- sjá 20.00 í tónleikasal 21.30 Nokkrir nikkutónar 22.00 Fréttir 22.07 Að ut- an 22.15 Veðurfregnir 22.20 Orð kvöldsins 22.30 Úr Hornsófanum í vikunni 23.10 Sjónaukinn 24.00 Fréttir 00.10 Miðnæturtónar 01.00 Veðurfregnir 01.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Rós 2 07.03 Morgunútvarpið 08.00 Morg- unfréttir 09.03 Níu fjögur 11.30 Þarfa- þing 12.00 Fréttayfirlit og veður 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Níu fjögur 14.10 Gettu þetur! 16.03 Dagskrá 18.03 Þjóðarsálin 19.00 Kvöldfréttir 19.32 Gullskífan úr safni Joni Michell 20.00 Lausa rásin 21.00 Úr smiðjunni 22.07 Landið og miðin 00.10 í háttinn 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Bylgjan 07.00 Eiríkur Jónsson 09.00 Fréttir 09.10 Páll Þorsteinsson 11.00 Valdís Gunnarsdóttir 14.00 Snorri Sturlu- son 17.00 ísland í dag 18.30 Þor- steinn Ásgeirsson 22.00 Hafþór FreyrSigmundsson 23.00 Kvöldsög- ur 24.00 Hafþór Freyr 02.00 Þráinn Brjánsson. Stjarnan 07.00 Dýragarðurinn 09.00 Bjarni Haukur Þórsson 11.00 Geðdeild Stjörnunnar 12.00 Sigurður Helgi Hlöðversson 14.00 Sigurður Ragn- arsson 17.00 Björn Sigurðsson og sveppavinir 20.00 Jóhannes B. Skúlason 22.00 Arnar Albertsson 02.00 Næturbrölt Stjörnunnar. Aðalstöðin 07.00 Á besta aldri. Morgunandakt 09.00 Morgunverk Margrétar 09.15 Heiðar, heilsan og hamingjan 09.30 Húsmæðrahornið 10.00 Hvað gerðir þú við peningana sem frúin í Ham- borg gaf þér? 10.30 Mitt útlit — þitt útlit 11.00 Spakmæli dagsins 11.30 Slétt og þrugðið 12.00 Hádegisspjall 13.00 Strætin úti að aka 13.30 Glugg- að i síðdegisblaðið 14.00 Brugðið á leik í dagsins önn 14.30 Saga dags- ins 15.00 Topparnir takast á 15.30 Efst á baugi vestanhafs 16.30 Mitt hjartans mál 18.30 Smásögur 19.00 Kvöldtónar 22.00 Sálartetrið 24.00 Næturtónar Aðalstöðvarinnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.