Alþýðublaðið - 28.11.1990, Blaðsíða 2
2
Miðvikudagur 28. nóvember 1990
I fangelsinu aö Litla-Hrauni dvelja 24 fangar í klefum sem ekki uppfylla kröfur reglugeröar um iágmarksstærö.
Löggjafinn brýtur
lög á lögbrjótum
Ákvœði heilbrigðisreglugerðar um lógmarks-
slærð mannabústaða eru þverbrotin i fangeisinu að
Litla-Hrauni. Þar eru 24 fangar vistaðir i klefum
sem eru undir þeirri lógmarksstærð ibúðarherberg-
is sem reglugerðin segir fyrir um. Af samtölum við
yfirmenn heilbrigðis- og dómsmála er Ijóst að engar
úrbætur eru i s jónmáli og má þvi segja að lögg jafinn
ætli að halda áfram að brjóta lög á lögbrjótum.
SÆMUNDUR GUÐVINSSON SKRIFAR
WITH 7VFOOD Ri PORTER
'BURTWOm*
Sjónvarpskokkur
auglýsir ísland
Frægur sjónvarpskokkur í Am-
eríku, Burton Wolf, kom hingað
til lands í sumar er leið og vann
að gerð auglýsinga fyrir ýmis
fyrirtæki hér, m.a. Iceland Se-
afood, SÍF, Flugleiðir, Icy-Vodka
og Ferðamálanefnd Reykjavík-
ur. Auglýsingarnar birtast á CNN
— Cable News Network, en sú
stöð nær til 60 milljóna manna.
Hér er um að ræða dýra en mjög
árangursríka auglýsingu, segir í
fréttabréfi Útflutningsráðs ís-
lands.
Ugla sat á kvisti. . .
Skemmtileg sögubók á léttu
máli er komin út hjá Náms-
gagnastofnun, — Ugla sat á
kvisti, heitir hún. Er þetta eins-
konar pakki með fjórum litlum
bókum. Annað heftið heitir
„Átti börn og missti..* og svo
framvegis. Bókin(eða bækurnar)
er léttlestrarbók svokölluð, eink-
um ætluð börnum og unglingum
11—14 ára sem eiga erfitt með að
lesa langan og samfelldan texta.
Vimufíkn og
„allsgáð vima"
Dr. Harvey Milkman, prófessor í
sálarfræði við Denver-háskóla í
Bandaríkjunum heldur fyrirlest-
ur á Holiday Inn á föstudaginn
kl. 14. Dr. Milkman hefur verið
ráðgjafi varðandi þjálfun starfs-
fólks og mótun meðferðarstefnu
á meðferðarheimilinu að Tind-
um á Kjalarnesi, sem ætlað er
13-18 ára unglingum í vímuefna-
vanda. Rekstur heimilisins hefst
núna um mánaðamótin. Dr.
Milkman mun ræða um fíkn
mannsins í vímu og það sem
kalla mætti „allsgáða vímu” eða
„vímulausa vellíðan”. Með því er
átt við það algleymisástand sem
fólk getur náð við mikla líkam-
lega áreynslu og reyndar við
fleiri aðstæður. Ókeypis aðgang-
ur meðan húsrúm leyfir.
Hundeigcndur
„hundskist" til að
sinna dýrunum
í blaðinu Nordurslód er haft eftir
Armanni í Laugasteini að
hundaeign hafi farið mjög vax-
andi nyrðra. Segir hann tíma til
þess kominn að eigendur dýr-
anna „hundskist” til að sinna
þessum málleysingjum eins og
þeim ber. Á hann þar við að
menn nýti sér hlýðninámskeið
sem Súsanna Poulsen heldur, en
hún rekur jafnfram hundahótel
að Nolli í Grýtubakkahreppi.
Fyrir nokkrum vikum spurðist
Ingi Björn Albertsson alþingis-
maður fyrir um aðbúnað fanga á
Litla-Hrauni. Einn liður þeirrar
fyrirspurnar var hvort stærð
fangaklefa þar uppfyiltu ákvæði
heilbrigðisreglugerðar. Dóms-
málaráðherra, Oli Þ. Guðbjarts-
son, svaraði fyrirspurn þing-
mannsins. Þar kom fram að 24
fangaklefar á Hrauninu eru minni
en sjö fermetrar, en það telst lág-
marksstærð íbúðarherbergis sam-
kvæmt ákvæðum heilbrigðis-
reglugerðar. Þá vaknar óhjá-
kvæmilega sú spurning hvers
vegna ríkisvaldið er að setja lög og
reglugerðir sem hið sama vald
þverbrýtur. Eða gilda aðrar reglur
um fangaklefa en annað íbúðar-
húsnæði? Þessari spurningu var
beint til Ingimars Sigurðssonar,
lögfræðings í heilbrigðisráðuneyt-
inu.
fangaklefar__________________
eru ibúðorherbergi___________
„Ákvæði heilbrigðisreglugerð-
arinnar taka til allra mannabú-
staða og þar eru fangageymslur
meðtaldar. í reglugerð sem gefin
var út sem heild árið 1972 er með-
al annars skírskotun til kafla um
íbúðarhúsnæði. Þær kröfur sem
þar koma fram eiga einnig við um
fangaklefa og samkvæmt þeim er
lágmarksstærð íbúðarhúsnæðis
sjö fermetrar miðað við einn íbúa.
Þessar kröfur eru því ótvíræðar,”
sagði Ingimar Sigurðsson.
En ef þessum kröfum reglugerð-
arinnar er ekki fullnægt? Hverjir
eiga þá að grípa í taumana? Ingi-
mar var spurður þessara spurn-
inga.
„Eftirlit með þessum þætti er í
höndum heilbrigðiseftirlits sveit-
arfélaganna. Um valdsvið og af-
skiptarétt þeirra gilda mjög ná-
kvæm ákvæði sem er að finna í
lögum númer 81 frá árinu 1988.
Heilbrigðisnefndirnar geta meðal
annars veitt áminningu og til-
hlýðilegan frest til úrbóta. Þau
geta líka lokað viðkomandi starfs-
semi. Þessar nefndir hafa því tölu-
vert vald til að grípa inn í ef þær
telja ástæðu til. Hvað Litla-Hraun
varðar þá er það í höndum heil-
brigðiseftirlits Suðurlands.
Þessi ákvæði heilbrigðisreglu-
gerðarinnar eru þannig að við-
komandi heilbrigðiseftirlit getur
veitt undanþágur að höfðu sam-
ráði við Hollustuvernd og viðkom-
andi sveitarstjórn. Þá er ætlast til
þess að sú undanþága sé til ákveð-
ins tíma meðan verið er að vinna
að úrbótum. Þetta hefur verið gert
á ýmsum stöðum, til dæmis á
Kópavogshælinu. Þessi stefna er
því rekin af hálfu heilbrigðisyfir-
valda,” sagði Ingimar Sigurðsson.
Hótaði lokun___________________
Litla-Hrauns __________________
I framhaldi af samtalinu við Ingi-
mar Sigurðsson var leitað til Matt-
híasar Garðarsonar á Selfossi, sem
er forsvarsmaður heilbrigðiseftir-
lits Suðurlands. Af hverju er ólög-
legum fangaklefum ekki lokað,
Matthias?
„Ég kom hingað fyrir sjö árum
og síðan hafa farið fram miklar úr-
bætur á Litla-Hrauni. Þegar ég
kom voru svokallaðar sellur á
Hrauninu sem voru meðal annars
notaðar af lögreglunni hér í Ár-
nessýslu til að vista menn í
skamman tíma. Ástandið á Litla-
Hrauni var þá vægast sagt slæmt,
hvað varðaði allan aðbúnað. Ég
bannaði notkun á sellunum og
miklar endurbætur voru gerðar
varðandi mötuneyti, matvæla-
geymslur og annað slíkt. En hvað
varðar stærð fangaklefa þá er
varla hægt að loka þessari stofnun
vegna þessa,” sagði Matthías.
Hefur þú gefið út formlega und-
anþágu svo þessir klefar megi
vera í notkun?
„Það er ekki fyrir hendi nein
formleg skrifleg undanþága þess
efnis að það megi nota hluta Litla-
Hrauns. Því miður er ástand þess-
ara fangelsismála í megnasta
ólestri. Það eina sem hægt er að
gera raunhæft til úrbóta er að
byggja nýtt fangelsi því þetta er
ekki mannsæmandi í dag."
Er það ekki skylda þín að grípa
í taumana og banna notkun á
ólöglegum fangaklefum?
„Ja, það virðist mjög auðvelt að
setja lög og reglugerðir og sumar
hverjar til þess eins að brjóta þær,
liggur við. En þessir fangaklefar
svífa í lausu lofti með þegjandi að-
gerðarleysi, ef svo má að orði
komast. Þetta verður auðvitað
ekki leyst nema með því að loka
Hrauninu og byggja nýtt fangelsi.
Þetta er orðin úrelt bygging og
vanhæf til þeirrar notkunar sem til
er ætlast. Við höfum víðtækt vald
og það gekk ekki þrautarlaust að
fá fram þær úrbætur sem ég krafð-
ist á Litla-Hrauni. Ég þurfti að fara
margar ferðir í dómsmálaráðu-
neytið með bréf og hótanir um
lokun. Svo var komið að ég dag-
setti lokun fangelsins ef úrbætur
yrðu ekki framkvæmdar. Sama
dag og ég ætlaði að loka Litla-
Hrauni komu iðnaðarmenn hing-
að austur og settu allt í gang. En ég
held að það mundi engu breyta nú
þótt ég gæfi út einhverja skriflega
undanþágu sem heimilaði notkun
þessara klefa sem ekki uppfylla
ákvæði heilbrigðisreglugerðar,”
sagði Matthías Garðarson.
Nauðsyn brýtur Ittg
Ekki tókst að ná sambandi við
dómsmálaráðherra til að fá upp-
lýsingar um hvort ráðuneytið
hefði einhverjar úrbætur á prjón-
unum. Þorsteinn Geirsson ráðu-
neytisstjóri vildi lítið um málið
segja. Sagði þó að hér ætti ef til vill
við hið fornkveðna að nauðsyn
bryti lög. Úrbætur í fangelsismál-
um væru eitt brýnasta úrlausnar-
efni dómsmálaráðuneytisins og
ætti það ekki síður við um fangels-
ið við Skólavörðustíg en Litla-
Hraun. Ráðherra hefði sýnt mik-
inn áhuga á að bæta ástandið og
víða verið leitað að hentugu hús-
næði fyrir fangelsi án árangurs.
Áætlun um byggingu nýs fangelsis
væri hins vegar ekki á borðinu.
Að lokum má geta þess, að fyrir
15—20 árum greip um sig fram-
kvæmdagleði hjá stjórnvöldum
hvað varðar byggingu nýs fangels-
is. Áhuginn náði það langt, að
grunnur var lagður að byggingu
fangelsis á Ártúnshöfða og gólf-
plata steypt. Af einhverjum orsök-
um hafa frekari framkvæmdir
ekki séð dagsins ljós enn sem
komið er. Það verður þó að ætla,
að Alþingi hafi á sínum tíma sam-
þykkt að ráðast í byggingu nýs
fangelsis.
Ná heilbrigðisreglur ekki til
Litla-Hrauns?