Alþýðublaðið - 05.12.1990, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.12.1990, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 5. desember 1990 MÐUBLMD Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Oddi hf. Áskrifarsími er 681866 Áskriftargjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakið ÞJÓDIN VILL BRÁÐABIRGÐALÖG Spennan á Alþingi undanfarna daga hefur snúist um bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar á BHMR og afleiðing- arnar ef þau lög væru felld á þingi. Samþykkt þingflokks Sjálfstæðisflokksins um að greiða atkvæði gegn bráða- birgðalögunum setti þingið í uppnám, þar sem óljóst var, hvort meirihluti stjórnarflokkanna væri fyrir lögunum. Sambinding þingmanna Sjálfstæðisflokksins var þess vegna yfirlýsing þess efnis, að allir þingmenn Sjálfstæð- isflokksins myndu greiða atkvæði gegn bráðabirgðalög- unum. Falli bráðabirgðalögin, er þjóðarsáttin sprungin og íslenskt þjóðfélag alelda að nýju. í raun var því staðan slík, að vel kom til greina fyrir forsætisráðherra að rjúfa þing og láta hreinlega kjósa um þjóðarsáttina. Samningar ríkisvaldsins við BHMR voru klúður. Ríkis- stjórnin hefur setið undir ámæli stjórnarandstöðunnar fyrir að sýna siðleysi að standa ekki við samningana en setja bráðabirgðalög á eigin samninga. En siðleysið í þessum samningum er víðtækara. Það er einnig siðleysi af forystu BHMR að undirrita samninga vitandi að þeir samningar eru betri en launþegasamtakanna og sprengja ramma þjóðarsáttar. Það er siðleysi að fylgja óréttlátum samningum gagnvart öðrum launþegum eft- ir með þeirri hörku og einstrengingshætti sem forysta BHMR hefur gert og leggja íslenskt atvinnu- og efna- hagslíf undir. Hjóðin hefur nú sagt álit sitt á siðferði BHMR-samnings- ins og á siðferði bráðabirgðalaganna. DV birtir skoðana- könnun í gær, þar sem fram kemur að rúm 65% af þeim sem tóku afstöðu til bráðabirgðalaganna, styðja þau. Aðeins 34,8% þeirra sem tóku afstöðu eru andvígir lög- unum. Yfirgnæfandi meirihluti íslensku þjóðarinnar, tel- ur sem sagt svo mikla þjóðarhagsmuni í húfi, að samn- ingur ríkisins við BHMR megi ekki taka gildi. Hér má segja, að nauðsyn brjóti lög. Niðurstaða þjóðarinnar er ennfremur siðferðislegur áfellisdómur gagnvart BHMR, og ljóst er að samningurinn nýtur ekki mikillar lýðhylli. ÞINGFLOKKUR ÍHALDSINS í UPPNÁMI Formaður og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lýstu því yfir á fréttamannafundi síðastliðinn mánudag, að þingmenn Sjálfstæðisflokksins stæðu sameinaðir að baki samþykkt þingflokksins að greiða atkvæði gegn bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar. í ljós hefur komið, að þar var ekki sagt satt frá. Óljóst var um afstöðu nokk- urra þingmanna er samþykktin var gerð. Nokkrum þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins virðist því hafa verið gerð upp afstaða í þessu máli. Mlþýðublaðið skýrði frá því í forsíðufrétt síðastliðinn laugardag, að Davið Oddsson, borgarstjóri og varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, hefði setið umræddan þing- flokksfund Sjálfstæðisflokksins og barið í gegn hina um- deildu samþykkt. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, staðfestir frétt Alþýðublaðsins í viðtali við DV í gær, þar sem hann segir þá Davíð báða bera ábyrgð á samþykktinni. IVIorgunblaðið greinir frá því í fréttagrein í miðopnu í gær að mikil óánægja ríki meðal „ákveðinna þing- manna Sjálfstæðisflokksins hvernig staðið hefur verið að þessu máli.“ Blaðið segir að hörð gagnrýni á flokks- forystu Sjálfstæðisflokksins hafi komið frá þingmönnun- um Salóme Þorkelsdóttur, Eggerti Haukdal, Eyjólfi Kon- ráð Jónssyni, Matthíasi Bjarnasyni, Inga Birni Alberts- syni og Kristni Péturssyni. Á þeirri stundu sem þetta er skrifað hefur þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins verið margfrestað og fundartími enn ekki ákveðinn. Davíð Oddsson sparaði ekki „ákveðnum þingmönnum" skammirnar í útvarpsviðtali í gær og sagði þá skorta þor að standa við samþykktina. Innganga borgarstjórans í landsmálin er því bæði orðin hávaðasöm og umdeild svo ekki sé meira sagt. Hjóðin hefur aftur á móti sagt álit sitt á samþykkt þing- ‘flokksins. Samkvæmt skoðanakönnun DV eru 72% kjós- enda andvíg samþykkt þingflokksins en aðeins 28% styðja ákvörðunina. Það segir alla söguna. Menn standa hins vegar þrumu lostnir og undrast sambandsleysi þingflokksins við flokksmenn sína og þjóðina í landinu. Það er því ekki nema von að ekki sé fundarfært hjá þing- liði Sjálfstæðismanna í augnablikinu. ÖNNUR SJÓNARMIt Mönnum er mjög tíðrætt um mistök þingflokks Sjálfstæðisflokksins um þessar mundir, ekki síst eftir skoð- an’akönnun DV sem sýnir að 72% þjóðarinnar voru á móti samþykkt Sjálfstæðisflokksins um að greiða atkvæði gegn bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar á BHMR. Alþýðublaðið skýrði frá því á laugardaginn, að höfundur sam- þykktar þingflokks Sjálfstæðis- flokksins hafi verið Davíð Odds- son. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins, staðfestir þessa fregn Alþýðublaðsins í DV í gær, og bætir við að hann hafi einnig verið meðhöfundur Davíðs að samþykktinni. Þorsteinn segir: „Það var alger samstaða hjá okkur Davíð í þeim efnum sem og í þingflokknum. Við Davíð eigum jafnstóran þátt í því að fá þessa samþykkt í gegn hjá þingflokknum.“ Þá er það á hreinu hverjir hinir pólitísku hugsuðir eru að baki einu stórkostlegasta glappaskoti Sjálfstæðisflokksins. FRÉTTASKÝRENDUM allra fjöl- miðla ber saman u m, að Sjálfstæð- ismenn hafi „skotið sig í fótinn", með samþykkt sinni gegn bráða- birgðalögunum. Grípum niður í leiðara DV í gær, sem skrifaður er af Hauki Helga- syni aðstoðarritstjóra: Greindur stjórnarsinni orð- ar það svo að Sjálfstæðisflokk- urinn skjóti sig alltaf í fótinn í byrjun kosningabaráttu. Þann- ig vinna menn ekki sigra í hlaupum. Rétt er, að forysta Sjálfstæðisflokksins hefur skemmt eigin kosningabaráttu oft á tíðum. Landsmenn minn- ast aðfararinnar gegn Albert Guðmundssyni, sem klauf flokkinn og skildi eftir í sárum. Menn muna leiftursóknina svo- nefndu, þar sem Sjálfstæðis- flokkurinn glutraði niður yfir- burðafylgi á skömmum tíma. Þetta virtist vera að gerast nú. Þinglið Sjálfstæðisflokksins virtist vera að fella bráða- birgðalögin. Vissulega orkuðu þau bráðabirgðalög tvímæiis. Það var til dæmis óvíst, að meirihiuti í báðum þingdeild- um stæði að baki laganna, þótt forsætisráðherra hefði lofað því og lýst yfir við setningu lag- anna. Nú í dag er orðinn meiri- hluti fyrir þessum lögum í báð- um deildum. Lögin eru því ekki ólög að því Ieyti. Dómstóll mun væntanlega skera úr um, hvort bráðabirgðalögin standist ekki, af því að þau séu sett til að kollvarpa öðrum dómi, sem hafði úrskurðað, að háskóla- menn skyldu fá sína samnings- bundnu hækkun, hvað sem þjóðarsátt liði. Að framan- sögðu gefnu, skiptir mestu, að þjóðarsáttin eyðilegðist, ef bráðabirgðalögin yrðu felld á Alþingi. Sjálfstæðifslokkurinn var því að vaða beint í fenið.“ Nú er hver höndin upp á móti annarri í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins. Erjurnar eru slíkar að það hefur ekki verið fundarhæft í sólarhring. Það er því ljóst að þingmenn Sjálfstæðisflokksins lumbra á hver öðrum meðan þeir troða marvaðann í feninu. DAGFINNUR Hrekkialómafélagið mætir ofjarli sinum Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur nú hlotið heitið Hrekkja- lómafélag Sjálfstæðisflokksins eða bara Hrekkjalómafélagið. Nafngiftin stafar af einkar vel- heppnuðum hrekkjabrögðum þingflokksins á þessu kjörtímabili. Menn deila nokkuð um hvaða hrekkjabrögð hafa verið vinsælust og þjóðþekktust. Margir telja að mesta hrekkja- bragðið hafi verið þegar félagið rak einn þekktasta hrekkjalóm- inn, Albert, úr félaginu þannig að hann varð að stofna sitt eigið hrekkjalómafélag: Hrekkjalóma- félag borgara. Aðrir eru þeirrar skoðunar að hápunkturinn hafi verið þegar Hrekkjalómafélagið rak sjálft sig úr ríkisstjórn fyrir rúmum tveimur árum og skildi þjóðina og atvinnu- lífið eftir í rjúkandi rústum. Það segja margir að hafi verið grikkur aldarinnar. Sumir eru þó þeirrar skoðunar að einstakir hrekkir sem beinst hafa að einstökum þingmönnum hafi verið sniðugastir. Þannig benda menn á framgöngu ein- stakra hrekkjusvína gegn félags- málaráðherra í því skyni að hafa húsbréfakerfið af almenningi. Einnig er bent að einstaka hrekki gagnvart fjármálaráðherra. Langflestir eru þó þeirrar skoð- unar að heildarhrekkirnir hafi tek- ist einkar vel. Dæmi um þetta er vantauststillaga Hrekkjalómafé- lagsins sem kostaði beina sjón- varpsútsendingu heilt kvöld. Þar með hafði Hrekkjalómafélagið bæði Derrick og Dallas af lands- mönnum en gaf þeim í staðinn flengjandi ræður ráðherra ríkis- stjórnarinnar sem skömmuðu Hrekkjalómafélagið í hástert með- an hrekkjalómarnir glottu framan í þjóðina. En nú er talið að Hrekkjalómafé- lagið hafi slegið alla fyrri grikki út. Með því að ráðast gegn bráða- birgðalögum ríkisstjórnarinnar og freista þess að sprengja þjóðarsátt- ina í loft upp, hefur Hrekkjalóma- félagið gert víðtækasta grikk sinn til þessa; hrekkur sem steypa átti þjóðinni út í botnlausar Skuldir, verðbólgu og upplausn. Hrekkjalómafélagið hafði geng- ið svo vel frá hnútunum að annað- hvort hefði komið til kosninga eða þjóðarsáttin hefði sprungið. Grikk- ur aldarinnar lá í loftinu. Hrekkja- lómarnir héngu í þingsætunum, fullir eftirvæntingar, glottandi og flissandi. En þá kom Hjörleifur austfirski upp í pontu og sagðist styðja ríkis- stjórnina. Þar með urðu glott hrekkjalómanna að skeifu. Þeir höfðu gleymt því, að af öll- um hrekkjalómum þingsins, er Hjörleifur mesti hrekkjalómurinn þegar öllu er á botninn hvolft. Hrekkjalómafélagið hafði hitt ofjarl sinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.