Alþýðublaðið - 05.12.1990, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.12.1990, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 5. desember 1990 Sævar Karl býður til tónleika Fín föt eru sérgrein Sœvars Karls, klæðskera í Bankastræt- inu. En hann sér viðskiptavinum sínum líka fyrir andlegu þörfun- um, listinni. í verslun hans eru oftast nær málverkasýningar, — og nú gerir Sævar Karl enn betur og býður viðskiptavinum sínum til jólatónleika í Islensku óper- unni á laugardaginn kl. 14. Þar munu átta hljóðfæraleikarar flytja verk eftir Rossini, Hummel og Mozart. Hverju spá þeir fyrir næsta ár? Spástefna Stjórnunarfélagsins var haldin í fyrradag og var þar mættur Svíinn Curt Nicolin, stjórnarformaður Asea Brown og SAS. Enn voru 30 kunnir at- hafnamenn beðnir að spá um verðbólguþróunina. Meðaltals- spá þeirra er 10,6% — en 15 í hópnum voru með spá um 5—10% verðbólgu sem er í sam- ræmi við þjóðhagsáætlun sem gerir ráð fyrir 7% verðbógu á ár- inu. Glöggur verðbólgu- spámaður Sigurður B. Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfamark- aðar Islandsbanka var einn þeirra sem spáði um verðbólgu- þróun ársins í ár á spástefnu Stjórnunarfélags Islands fyrir réttu ári síðan. Hann reyndist getspakastur í stórum hópi at- hafnamanna, en meðaltalsspá hópsins var 19,5%. Samkvæmt þjóðhagsáætlun og fjárlaga- frumvarpi verður hækkun fram- færsluvísitölu milli áranna 15%. Sá bjartsýnasti í fyrra var Hall- dór Ásgrímsson, sjávarútvegs- ráðherra, spáði 5% verðbólgu ef sátt skapaðist um óbreytt ástand á vinnumarkaði. Aðrir voru svartsýnni: Sigfús Jónsson, þá bæjarstjóri á Akur- eyri(20—25%), Þröstur Ólafsson þá framkvæmdastjóri Mikla- garðs(20—25%), Vilhjálmur Eg- ilsson, framkvæmdastjóri Versl- unarráðs (25—30%) og Þoruald- ur Gylfason, prófessor (30% á leið í 5-8% 1992). Gunnlaugur Stefánsson efsti maöur A-listans á Austfjöröum: Hér snúast málin um Suo gæti fariö ad Gunnlaugur Stef- ánsson, prestur í Heydölum, lenti ödru sinni á Alþingi med bróður sér uið hlið. Hann skipar efsta sœti A-listans á Austfjörðum uið komandi alþingiskosningar. Hann sat tœp tuö ár á þingi sem þingmaður Reykja- neskjördœmis eftir stórsigur Alþýðu- flokksins í kosningunum 1978 en þá sat bróðir hans, Finnur Torfi Stefáns- son tónlistarmaður, einnig á þingi fyrir Alþýðuflokkinn í Norðurlands- kjördœmi uestra. Nú er möguleiki á að Gunnlaugur lendi á þingi öðru sinni með öðrum bróður sínum, Guðmundi Árna Stefánssyni, bœjar- stjóra í Hafnarfirði, en Guðmundur Arni skipar baráttusœti A-listans á Reykjanesi. Stefán Gunnlaugsson, faðir þeirra þriggja, sat á þingi fyrir Alþýðuflokkinn í Reykjanesi árin 1971 til 1974. Alþýðublaðið átt stutt uiðtal uið Gunnlaug. Gunnlaugur Stefánsson, prestur i Heydölum og fyrrverandi þingmaður, skipar fyrsta sæti lista Al- þýðuflokksins á Austf jörðum við komandi alþingis- kosningar. Listi flokksins var samþykktur af kjör- dæmisráði um helgina. Gunnlaugur er engin ný- græðingur i pólitik þvi hann settist á þing eftir kosn- ingarnar 1978. Gunnlaugur var spurður hvernig honum likaði að vera kominn i slaginn aftur. ,,Ég er ánægður með að vera kominn aftur í pólitík, ef ég megna að verða að gagni. Ég lít á stjórn- málabaráttuna sem þjónustu. Hins vegar geri ég greinarmun á pólitík og pólitík. Ég tel mig vera að bjóða krafta mína til verja lífsbjörg fólks hér á Austfjörðum. Ég hef stund- um sagt að pólitíkin fyrir sunnan sé eins og loftfimleikar eða knatt- spyrnuleikur meðan víða út á landsbyggðinni eru menn að berj- ast fyrir tilveru sinni, búsetu og af- komu. Ástæðan fyrir því að ég fer í framboð núna er að mér finnst svo mikil þörf á þvi að taka til hendi hér í kjördæminu varðandi þau at- riði sem ég var að nefna." Nú var genglð frá A-listanum í kjördæminu um helgina. Hvernig líst þér á listann? „Listinn er virkilega góður. Á honum er að finna fólk víða að úr kjördæminu sem hefur lifað hér og fengist við hin margvíslegustu störf. Eg hlakka til að vinna með því fólki að þeim verkefnum og þeim hugsjónum sem við jafnað- armenn stöndum fyrir." Hvaða mál eru á oddinum hjá ykkur á Austfjörðum? „Það sem málið snýst um hérna er að verja búsetuna á Austfjörð- um og atvinnulífið. Það er mál númer eitt, tvö og þrjú. Eitt af því snýst um að verja fiskveiðiréttind- in hér í kjördæminu. Við erum al- gjörlega andvígir núverandi kvótakerfi. Við höfnum því að markaðslögmál frjálshyggjunnar verði látin ráða skipan byggða- og atvinnumála. Við berjumst fyrir því að byggðir hér fái notið fisk- veiðiréttinda en þau fari ekki á uppboðsmarkað sem endi með því að þau safnist á fáar hendur. Það er ekki síður mikilvægt að standa vörð um landbúnaðarfram- leiðslu hér í kjördæminu. Land- búnaður hér á í vök að verjast og er á mjög viðkvæmu stigi. Það á jafnt við um sauðfjárrækt sem kúabúskap. Ég fæ ekki séð neina nauðsyn þess að fara að flytja inn landbúnaðarvöru enda er nóg framboð af íslenskum landbúnað- arvörum og þjóðarbúinu síst til bóta að fara að flytja inn landbún- aðarvöru á þessu stigi málsins. Það væri nær að spara gjaldeyrinn til annarra hluta." Hvað er til úrbóta til að styrkja byggð á landsbyggð- inni? „Þar skiptir ákaflega miklu máli aukið sjálfræði og sjálfstæði sveit- arfélaganna. Það sama á við um fyrirtækin í sjávarútvegi. Það gengur ekki að þurfa að sækja undir aðila og stofnanir í Reykja- vík með alla skapaða hluti. Mið- stýringin frá Reykjavík er vísasti vegurinn til að drepa atvinnulifið og þar með allt mannlífið hér í dróma. Það þarf að koma á þjóð- arsátt milli dreifbýlis og þéttbýlis. í því sambandi má benda á hversu nauðsynlegt er að ýmsar stofnarnir og stjórnsýsla flytjist í stórauknum mæli út á lands- byggðina. Það er ein af forsendum þess að þjóðin öll geti búið sátt í okkar landi.“ Hvernig kannt þú við þig sem prestur á Austfjörðum? „Vel. Ég er búinn að vera hér prestur í fjögur ár. Ég gegni tveim- ur sóknum, Stöðvarfirði og Breið- dalsvík, og bý á Heydölum. í starfi mínu hef ég kynnst lífi og starfi fólksins mjög náið og veit hvar skórinn kreppir að. Samhliða preststarfinu höfum við verið með búskap á Heydölum, kona mín, séra Sjöfn Jóhannesdóttir, sóknar- prestur á Djúpavogi og sonur okk- ar, Stefán Már, sem stundar nú nám á Eiðum.“ Hefur þú haft mikil bein af- skipti af pólitík hin síðari ár? „Eg hef ekki haft mikil afskipti af flokkapólitík og reyndar mjög lítil. Ég hef hins vegar lagt allt mitt af mörkum hér til þess að aðstoða fólk sem þarf að leita réttar síns eða þarf á aðstoð að halda í lífsbar- áttunni. Það er líka pólitík." Nú liggja fyrir framboð flestra flokka á Austurlandi. Hvernig metur þú möguleika þína og Alþýðuf lokksins í kom- andi kosningum? „Það hafa margir bent á að nú sé komið að þeirri stundu að Aust- firðingar verði að eiga þingmann innan raða allra „fjórflokkanna". Það hefur veikt mjög stöðu Aust- urlands á Alþingi og i ríkisstjórn að þingmanns frá Alþýðuflokki hefur ekki notið við.“ Hvað segir þú um þær svipt- ingar sem hafa átt sér stað nú síðustu daga? „Áður en það kom í ljós að það væri meirihluti fyrir bráðabirgða- lögunum, þá var eðlilegt að for- sætisráðherrann hygði á að boða til kosninga enda sýnt að þá væri stjórnin fallin. En nú hefur þing- maður Alþýðubandalagsins á Austurlandi bjargað Sjálfstæðis- flokknum um stund, frá því að standa andspænis þjóðinni stefnu- laus. En það er engu að síður stutt til uppgjörsdaga. Við hér fyrir austan styðjum þjóðarsáttina heilshugar enda hef- ur hún tryggt hjöðnun verðbólgu, vinnufrið og komið á jafnvægi í efnahagsmálum landsins. Við vör- um hins vegar eindregið við því að það verði bara launafólk og búalið sem beri byrðar þjóðarsáttarinnar, heldur verða atvinnurekendur, fjármagnseigendur og stofnanir einnig að leggja sitt af mörkum, þar með taldar opinberar stofnan- ir,“ sagði Gunnlaugur Stefánsson prestur í Heydölum að lokum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.