Alþýðublaðið - 05.12.1990, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 05.12.1990, Blaðsíða 7
7 Miðvikudagur 5. desember 1990 ERLEND FRÉTTASKÝRING Fyrsta vika Majors sem forsætisráðherra og formanns íhaldsflokksins hefur verið viðburðarík: Enn hefur hann ekki fundið konu í ráðherra- stól, flokksmenn í Chelten- ham eru æfir yfir þingmanns- efni sem er þeldökkur lög- fræðingur og mikið verkefni bíður hins nýja formanns að sætta flokksmenn eftir for- mannsátökin sem felldu Thatcher. * Ihaldsflokkurinn logar í deilum eftir fall Thatchers: neinar tilbúnar hindranir trúar- bragða, kynja eða uppruna, sagði Major. Og hann bætti við: ,,í hinu harða samkeppnisþjóðfélagi á að vera ást- úð og umhyggja. Umhyggjan er nauðsynleg vegna þess að sumt fólk þarfnast sérstakrar aðstoðar til að lifa í valfrelsi og sjálfstæði.' VeHerdqrþjóðfélMgið molað niður____________________ Meginkjarni stefnu Thatchers var einstaklingshyggja; ábyrgðin átti að vera einstaklingsins og hvatningin var sala ríkisfyrirtækja og einka- væðing í stórum stíl. Skattar voru lækkaðir og verslunarfrelsi hamp- að. Verkamannaflokkurinn sem setið hefur í stjórnarandstöðu í tíð Thatc- hers, gagnrýnir hins vegar hina óhefta frjálshyggju og segir að Thatcher og Ihaldsflokkurinn hafi sprengt í loft upp hið umburðalynda og umhyggjusama velferðarþjóðfé- lag sem Bretar séu heimsþekktir fyrir og hafi aukið gjá fátækra og ríkra. „Verkefnið sem bíður okkar nú er að halda áfram að vera róttækur Major reynir að sætta fíokksmenn Hinn nýi forsætisróðherra Bretlands, John Major, reynir nú allt sem hann getur til að bera klæði á öll vopn innan íhaldsflokksins eftir hallarbyltinguna sem felldi Margréti Thatcher úr formannsstóli flokksins og úr forsætisróðherrastóli. í gær mætti Major sínum fyrsta mótvindi innan flokksins vegna deilna um kynþáttamál; nánar til- tekið ágreinings um framboð þel- dökks manns fyrir íhaldsflokkinn. Major vill breyta______________ imynd Ihaldsflokksins Enda þótt Major fylgi fast stefnu þeirri sem Thatcher lagði grunninn að og hafi verið í mestum metum hjá járnfrúnni af frambjóðendun- um, sem erfa vildu krúnu hennar sem forsætisráðherra og formanns, vill hinn nýi forsætisráðherra breyta ýmsu í Thatcher-stefnunni. Til að mynda hefur Major lagt á það mikla áherslu að íhaldsflokkur- inn fái betri ímynd sem umburðar- lyndur, umhyggjusamur mannvina- flokkur. ímynd flokksins undir 11 ára stjórn Thatchers er vægast sagt orðin kuldaleg og fjandsamleg mannfólki. Hin harðastefna járnirú- arinnar gegn félagslegum umbótum og velferð, hefur aflað henni mikilla óvinsælda hjá almenningi. Ýmsir heimsfrægir Bretar eru farnir að mótmæla mannvonsku og umhyggjuleysi ríkisstjórnar íhalds- flokksins. Þannig hefur nýtt mynd- band með fyrrverandi Bítli, Paul McCartney, vakið miklar umræður um heim allan. Þar syngur Paul gamla negraslagarann og vögguvís- una „All my Troubles" sem gagn- rýni á hið kuldalega samfélag íhaldsmanna. Fyrsta þeldökka_____________ þingmannsofni_______________ ihaldsmanna_________________ fær kaldar móttökur En óvænt mál á Suður-Englandi virðist hafa gert Major erfiðara fyrir hvað varðar andlitslyftingu á ímynd flokksins. Þeldökkur lögfræðingur og ráð- gjafi hjá íhaldsflokknum að nafni John Taylor (38) hefur áhuga á því að verða fyrsti þeldökki þingmaður íhaldsflokksins. Hann bauð sig fram í prófkjöri í Cheltenham og komst í öruggt sæti meö 111 atkvæðum gegn 83. Úrslit prófkjörsins hafa vakið mikla gremju ýmissa íhaldsmanna í kjördæminu. Sumir hafa ráðist gegn Taylor opinberlega eftir að úrslitin lágu fyrir og sagt að þeir vilji ekki að negri sé þeirra fulltrúi. Einn flokksmanna Ihaldsflokksins í Cheltenham, Bill Galbraith, sagði við fréttamann Press Association, að ekki ætti að sleppa „andskotans negrum" inn í bæinn. Þessi ummæli hafa vakið þjóðarathygli og orðið íhaldsflokknum til lítils sóma. Galbraith segist ekki hafa sagt þessi orð til þess að þau birtust opin- berlega, heldur hafi sagt þau í einkaviðtali við fréttamanninn. Flokkurinn logar i ótökum eftir Thatcher___________________ En fleiri raunir gera Major erfitt fyrir í upphafi formansstíðar sinnar. Eftir fyrstu vikuna sem forsætisráð- herra hefur honum enn ekki tekist að fá konu í ráðherrastól. Hann hef- ur að auki rekið ungan ráðherra frá Wales með þeim orðum að hann ætlaði að fá annan ungan mann í staðinn en enn bólar ekkert á nýj- um, ungum ráðherra. Major er 47 ára og yngsti forsætis- ráðherra Breta í hartnær eina öld. Hann er því að mörgu leyti reynslu- lítill í forsætisráðherraembættið. Nýr vandi sem nú blasir við honum, er að lægja öldurnar hjá áhangend- um Thatchers sem ekki eru búnir að fyrirgefa þeim mönnum sem voru valdir að hallarbyltingunni og börð- ust um sæti hennar. A hinn bóginn þarf Major einnig að eiga við hreyf- ingu innan flokksins sem berst fyrir því að koma þingmönnum frá sem greiddu atkvæði gegn Thatcher í nýafstöðnu formannskjöri og setja nýja í þeirra stað. Major boðar umhyggju ihaldsmanna_____________________ Major leggur nú alla áherslu á það innan flokksins, að menn leggi nið- ur öll vopn og hætti tafarlaust öllum deilum: „Við verðum að hætta allri misklíð. Of mikið er í húfi. Við þurf- um að vinna næstu þingkosningar," segir Major. Halda verður þingkosningar í Bretlandi í síðasta lagi um mitt ár 1992. Major hefur svarað óbeint en ljós- lega gagnrýni sem upp hefur komið vegna framboðs hins þeldökka þingmanns og konuleysis í ráð- herraröðum. Hann lofaði opnu þjóðfélagi þar sem allir karlar og konur gætu náð eins lagt og hæfni þeirra, þekking, metnaður og geta myndi geta fleytt þeim. „Það eiga ekki að vera til flokkur," sagði Major í gær. „Við verðum að dreifa forréttindunum sem áður tilheyrðu litlum hópi og gera fleirum kleift að komast áfram í þjóðfélaginu." Sjálfur er Major af al- þýðufólki kominn, sonur fjölleika- húsmanns og hætti skóla 16 ára, fór að vinna í banka og komst til áhrifa og metorða á skömmum tíma í við- skiptalífi og innan Ihaldsflokksins. Ingólfur Margeirsson skrífar DAGSKRÁIN Sjónvarpið 17.40 Jóladagatal 17.50 Töfraglugg- inn 18.45 Táknmálsfréttir 18.55 Moz- art-áætlunin 19.20 Staupasteinn 19.50 Jóladagadal 20.00 Fréttir og veður 20.35 Ur handraðanum 21.25 Á langferðaleiðum 22.25 Sápuþjóf- urinn (Ladri di Saponette) 23.00 Ell- efufréttir 23.10 Sápuþjófurinn — Frh. 00.00 Dagskrárlok. Stöð 2 16.45 Nágrannar 17.30 Saga jóla- sveinsins 18.00 Meðsól íhjarta 19.19 19.19 20.15 Framtíðarsýn 21.15 Hitchcock 21.50 Spilaborgin 22.45 Tíska 23.15 ítalski boltinn 23.40 Ákvörðunarstaður: Gobi (Destina- tion Gobi) 01.10 Dagskrárlok. Rós 1 06.45 Veðurfregnir. Bæn 07.00 Fréttir 07.03 Morgunþáttur Rásar 1 07.32 Segðu mér sögu 07.45 Listróf 08.00 Fréttir 08.30 Fréttayfirlit og Daglegt mál 09.00 Fréttir 09.03 Laufskálinn 09.45 Laufskálasagan 10.00 Fréttir 10.03 Við leik og störf 11.00 Fréttir 11.03 Árdegistónar 11.53 Dagbókin 12.00 Fréttayfirlit á hádegi 12.01 Endurtekinn Morgunauki 12.20 Há- degisfréttir 12.45 Veðurfregnir 12.48 Auðlindin 12.55 Dánarfregnir 13.05 í dagsins önn 13.30 Hornsófinn 14.00 Fréttir 14.03 Útvarpssagan: Undir fönn 14.30 Miðdegistónlist 15.00 Fréttir 15.03 í fáum dráttum 16.00 Fréttir 16.05 Völuskrín 16.15 Veður- fregnir 16.20 Á förnum vegi 16.40 Hvundagsrispa 17.00 Fréttir 17.03 Vita skaltu 17.30 Tónlist á síðdegi 18.00 Fréttir 18.03 Hér og nú 18.18 Að utan 18.30 Auglýsingar 18.45 Veður- fregnir 19.00 Kvöldfréttir 19.35 Kvik- sjá 20.00 í tónleikasal 21.30 Nokkrir nikkutónar 22.00 Fréttir 22.07 Að ut- an 22.15 Veðurfregnir 22.20 Orð kvöldsins 22.30 Úr Hornsófanum í vikunni 23.10 Sjónaukinn 24.00 Fréttir 00.10 Miðnæturtónar 01.00 Veðurfregnir 01.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Rós 2 07.03 Morgunútvarpið 08.00 Morg- unf réttir 09.03 Níu fjögur 11.30 Þarfa- þing 12.00 Fréttayfirlit og veður 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Níu fjögur 14.10 Gettu betur! 16.03 Dagskrá 18.03 Þjóðarsálin 19.00 Kvöldfréttir 19.32 Gullskifan úr safni Joni Michell 20.00 Lausa rásin 21.00 Úrsmiðjunni 22.07 Landið og miðin 00.10 í háttinn 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Bylgjan 07.00 Eiríkur Jónsson 09.00 Fréttir 09.10 Páll Þorsteinsson 11.00 Valdís Gunnarsdóttir 14.00 Snorri Sturlu- son 17.00 ísland í dag 18.30 Þor- steinn Ásgeirsson 22.00 Hafþór Freyr Sigmundsson 23.00 Kvöldsög- ur 24.00 Hafþór Freyr 02.00 Þráinn Brjánsson. Stjarnan 07.00 Dýragarðurinn 09.00 Bjarni Haukur Þórsson 11.00 Geðdeild Stjörnunnar 12.00 Sigurður Helgi Hlöðversson 14.00 Sigurður Ragn- arsson 17.00 Björn Sigurðsson og sveppavinir 20.00 Jóhannes B. Skúlason 22.00 Arnar Albertsson 02.00 Næturbrölt Stjörnunnar. Aðalstöðin 07.00 Á besta aldri. Morgunandakt 09.00 Morgunverk Margrétar 09.15 Heiðar, heilsan og hamingjan 09.30 Húsmæðrahornið 10.00 Hvað gerðir þú við peningana sem frúin í Ham- borg gaf þér? 10.30 Mitt útlit — þitt útlit 11.00 Spakmæli dagsins 11.30 Slétt og brugðið 12.00 Hádegisspjall 13.00 Strætin úti að aka 13.30 Glugg- að í síðdegisblaðið 14.00 Brugðið á leik í dagsins önn 14.30 Saga dags- ins 15.00 Topparnir takast á 15.30 Efst á baugi vestanhafs 16.30 Mitt hjartans mál 18.30 Smásögur 19.00 Kvöldtónar 22.00 Sálartetrið 24.00 Næturtónar Aðalstöðvarinnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.