Alþýðublaðið - 05.12.1990, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.12.1990, Blaðsíða 1
MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1990 Björn Valur Gíslason: Búið að velta þessu yfir á launafólk. Andvíaur bráða- birgðalögunum „Ég er andvígur leiðinni sem er farin,“ sagði Björn Valur Gíslason, 3. varaþingmaður Alþýðubandalags- ins í Norðurlandskjördæmi eystra, sem í gær tók sæti landbúnaðarráðherra á Alþingi. Björn sagði í viðtali við Alþýðublaðið að hann teldi það skárri kost fyrir launafólk að bráðabirgðalögunum yrði fleytt í gegn en að losa um allt í þjóðfélaginu, en það mundi gerast falli þau úr gildi. Björn segir að til sín hafi verið leit- að með 12 klukkustunda fyrirvara og hann hafi rétt náð að ræða við sitt fólk fyrir norðan. Hann segist munu tryggja lögunum framgang með hálf- um huga. „Ég er andvígur leiðinni sem er farin. Það er bú- ið að velta þessu yfir á launafólk, en ég er ekki þeirrar skoðunar að verðbólga í landinu sé vegna of hárra launa." Björn er þriðji varamaður Steingríms Sigfússon, sem sit- ur GATT-fundi á næstunni. Svanfríður Jónasdóttir, fyrsti varamaður landbúnaðarráðherra, gat ekki setið þing sök- um anna. Ekki heldur Sigríður Stefánsdóttir, forseti bæjar- stjórnar á Akureyri. Sigríður er annar varamaður Stein- gríms. Hefði hún tekið sæti hans féllu lögin, eins og fram kemur í viðtali við hana á forsíðu. 19 dagfur til jóla HVERS ÓSKAR ÞÚ ÞÉR Í JOLAGJÖF? Hjördís Gissurardóttir, gullsmiður og kaup- maður í Benetton: Ég óska áframhaldandi uppbyggingar í þjóðfélag- inu og jákvæðra viðhorfa hjá landanum. LEIDARINN Í DAG Leiðarar Alþýðublaðsins í dag fjalla báðir um bráða- birgðalögin og brotlendingu þingflokks Sjálfstæðis- flokksins í því máli. Blaðið segir að þjóðin hafi sagt skoðun sína á bráðabirgðalögunum og samþykkt þingflokks Sjálfstæðisflokksins um að greiða at- kvæði gegn þeim. Skoðanakönnun DV í gær er stað- festing á þeim þjóðarvilja að bráðabirgðalögin verði samþykkt og að samþykkt þingflokks Sjálfstæðis- flokksins hafi verið mikið glappaskot. SJÁ LEIÐARA Á BLS. 4: ÞJÓÐIN VILL BRÁÐA- BIRGÐALÖG og ÞINGFLOKKUR ÍHALDSINS í UPP- MÁMI Prestur í pólitík Séra Gunnlaugur Stefáns- Ison í Heydölum er aftur kom- inn í pólitíkina, — hann hefur áður setið á þingi. Alþýðublað- ið ræddi við séra Gunnlaug í gærdag. Eldgildran Stöð 2 IEIdvarnareftirlitið segir að starfsmönnum Stöðvar 2 sé mikil hætta búin á vinnustað sínum, komi þar upp eldur. Endurteknum aðvörunum og áminningum er ekki sinnt. . v 250 þúsund trjáa ..—skógur að gjöf IForseta íslands hafa borist margar góðar gjafir tengdar skógrækt, m.a. efni í talsverðan skóg frá Finnlandsforseta og 74 myndarleg tré frá Frakk- landsforseta. Lœgsta tilbodi í Herjólf EKKI TEKIÐ Krafist skýringa á niðurgreidslum Norðmanna Aðilinn sem átti lægsta tilboð í smíði Herjólfs hef- ur krafist skýringa á því að tilboð þeirra skuli nú vera orðið fjórða lægst eft- ir umreikninga útboðs- stjórnandans. Skipasmíða- stöð á Taiwan var með lægsta tilboð. Umboðsaðil- anum á íslandi þykir þetta undarleg staða og vænir útboðsstjórnandann, Skipatækni, um að hafa leyft Norðmönnum að greiða niður sín verð þannig að nú raði þrjár norskar skipasmíðastöðv- ar sér í þrjú lægstu sætin. Forráðamönnum fyrirtæk- isins íslux í Reykjavík þykir undarlegt að tilboð það sem þeir lögðu fram fyrir hönd skipasmíðafyrirtækisins í Tai- wan, skuli vera orðið fjórða lægsta tilboðið. Miðað við gengi gjaldmiðla í lok nóv- ember bauðst Shing Fu Ship- building í Taiwan til að smíða ferjuna fyrir einn milljarð og 60 milljónir króna. Tilboð norsku stöðvanna, sem nú eru metin lægra, voru 1.204 milljónir kr., 1.277 milljónir kr. og 1,273 milljónir kr., eða 144—217 milljón kr. hærri en tilboð Taiwan-manna. For- ráðamenn íslux telja að norsku aðilunum hafi verið leyft að niðurgreiða verðið eftir að útboð voru opnuð. ,,Ég hef komist að raun um að Noregur er að koma með niðurgreiðslur eftir að búið er að birta öll verð og þær eru á bilinu 6—12%. Þó að reiknað sé með 12% niðurgreiðslum erum við samt lægstir," segir Gústaf H. Hermannsson hjá íslux. „Ég tel að ef þessar ásakan- ir eru réttar sé fuli ástæða til að skoða þetta mál allt. Hér eru gífurlegir fjármunir í húfi og auðvitað fyrir öllu að Vest- mannaeyingar fái bestu ferju fyrir upphæðina, en að ekki sé verið að gera einhver mis- tök. Ég mun gera nauðsyn- legar ráðstafanir," segir Árni Gunnarsson alþingismaður, sem hefur kynnt sér mála- vöxtu og hefur sjálfur setið í stjórn skipasmíðastöðvar. Svo virðist sem ferjan Her- jólfur, sem á að vera í förum milli lands og Vestmanna eyja, sé að verða einhvei konar framhaldssaga. Á ár- unum 1988—1989 var leitað að notaðri ferju í stað þess skips sem enn siglir — en ár- angurslaust. f júlí 1989 var boðin út smíði 79 metra skips en hætt við það skip og í júní í ár var ákveðið að bjóða út smíði ferju sem á að vera 70,5 metrar á lengd. 20. júlí sl. voru útboð opnuð en 11 dög- um síðar var ákveðið að breikka skipið um 1 metra. Gústaf H. Hermannsson segir að skipasmíðastöðin í Taiwan hafi fengið að sjá tilboðin um leið og þau voru opnuð, 20 júlí sl. „Þeir sjá þá að þeir eru í góðu máli með lægsta til- boðið. Síðan fá þeir telefax 7. nóvember frá Skipatækni um að samningaviðræður séu byrjaðar við norsku stöðv- arnar. Ég sendi þeim bréf þar sem ég sagði að þetta gæti ekki verið og bað þá í guð- anna bænum að koma, en þeir hafa ekki áhuga á því eins og málum er komið.“ Gústaf segir að Skipatækni, sem hefur umsjón með út- boðinu, hafi neitað að gera grein fyrir útreikningum og vísi stöðugt á byggingar- nefndina. í gærmorgun sendi Gústaf Hermannsson fyrir hönd Isl- ux símskeyti til Ragnars Ósk- arssonar, bæjarfulltrúa í Vest- mannaeyjum, sem á sæti í byggingarnefnd Herjólfs og óskaði staðfestingar að um- reikningum Skipatækni, og því hvort það væri rétt að skipasmíðastöðin í Taiwan væri nú með fjórða lægsta til- boð. Það telja Isluxmenn með öllu óskiljanlega niðurstöðu. Brádabirgðalögin Næstum fall- in að nýju Þridji varamadur Steingríms Sigfússonar uar gjaldgengur og mun bjarga málinu fyrir horn Það munaði hársbreidd að meirihluti neðri deildar felldi bráðabirgðalögin, þrátt fyrir yfirlýsingar Hjörleifs um hjásetu við lögin. Um svipað leyti og Hjörleifur sté í pontu í fyrradag var verið að leita að varamanni til að taka sæti Steingríms Sigfússon- ar. Með tólf klukkustunda fyrirvara tókst að ná í þriðja varamann hans í kjördæminu. Sökum anna varð að leita til þriðja vara- manns, en hefði Sigríður Stefánsdóttir, bæjarfull- trúi á Akureyri, sem er annar varamaður Stein- gríms, tekið sæti hefðu lögin fallið. Hún hefði greitt atkvæði gegn þeim. Sigríður Stefánsdóttir stað- festi í samtali við Alþýðublað- ið að hún hefði greitt atkvæði gegn bráðabirgðalögunum, ef hún hefði tekið sæti Stein- gríms. „Eg hafði engan tíma til að meta þetta og gaf því málið frá mér,“ sagði Sigríður í gær. ,,Ég var félagi í Hinu ís- lenska kennarafélagi, þegar bráðabirgðalögin voru sett og tel mig vera þolanda. Ég hef lýst yfir sterkri andstöðu við lögin og hefði ekki viljað fara inn á þing til að brjóta gegn sannfæringu minni, ef til þess hefði verið ætlast af mér.“ Sökum anna í bæjarstjórn á Akureyri, þar sem Sigríður gegnir forsetastörfum, gat hún alls ekki komið því við að sitja í hálfan mánuð á Alþingi íslendinga í Reykjavík. Sig- ríður segist hafa fengið boð síðdegis í fyrradag um að taka sæti Steingríms. „Ég hefði auðvitað ekki getað far- ið inn á þing sem varamaður Steingríms og verið ósam- mála honum.“ RITSTJORN 0 681866 — 83320 • FAX 82019 • ÁSKRIFT OG AUGLÝSINGAR 0 681866

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.