Alþýðublaðið - 18.12.1990, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 18.12.1990, Qupperneq 4
4 Þriðjudagur 18. desember 1990 UHinUBD Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Oddi hf. Áskrifarsími er 681866 Áskriftargjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakið TVÖFELDNI - TEKJUR 00 ÚTGJÖLD Rétt einu sinni stendur fyrir dyrum að samþykkja fjárlög íslenska ríkisins. Eins og fyrri daginn virðist erf- itt að ná endum saman. Ríkið, líkt og einstaklingarnir, hefurtilhneigingu til að eyða meiru en aflað er. Það er svo ótal margt sem þarf að gera, er nauðsynlegt og þolir enga bið. Skattahækkanir eru hins vegar aldrei vinsælar og eðlilega vilja allir fá sem mest fyrir sem minnst. Illa hefur þó reynst að stokka upp sjálfvirka útgjaldaliði og reyndin hefur sýnt að erfiðlega gengur að ná fram sparnaði með hagræðingu og aðhaldi, Sparnaður ríkissjóðs hefur helst falist í niðurskurði sem leiðir af sér minni og lakari þjónustu. Talsverðrar tvöfeldni gætir meðal almennings og stjórnmálaflokka þegar rætt er um tekjur og útgjöld ríkisins. Það á sérstaklega við um stjórnarandstöðu- flokka hverju sinni sem gjarnan boða minni skattlagn- ingu samfara bættri þjónustu, meiri uppbyggingu og meiri umsvifum. Sjálfstæðisflokkurinn er talandi dæmi um þessa tvöfeldni; hefur ætíð boðað lægri skatta þegar hann hefur verið í stjórnarandstöðu- en gert hið gagnstæða þegar hann hefur verið í ríkis- stjórn. Hann hefur, líkt og margir aðrir flokkar, ekki verið tilbúinn að skera niður til að mæta minni tekjum ríkissjóðs. Þeirra lausnarorð hefur oft á tíðum verið aukin einkavæðing sem hefur hins vegar verið rekin á kostnað ríkisins, leitt til aukinna ríkisútgjalda. Dæmi um slíkt er að finna innan heilbrigðiskerfisins og menntakerfisins. Einkavæðingin í heilbrigðisgeiran- um hefurtil dæmis helst leitttil hærri þjónustugjalda fyrir viðskipavininn og ríkinu er síðan sendur reikn- ingur fyrir hverju viðviki. Stærstu útgjaldaliðiríslenska ríkisins eru á sviði heil- brigðisog menntamála. Þegar á reynir eru þeir fáir sem eru tilbúnir að rýra þjónustuna, minnka magn eða slá af gæðum, í þessum málaflokkum. Eflaust má þarþó finna sparnaðarleiðiren það hefurveriðákveð- in tilhneiging hjá ríkinu til að reyna slíkt með aukinni miðstýringu. Dæmi um það er að finna í heilbrigðis- kerfinu. Hins vegar er hætt við því að þegart.d. sjúkra- stofnanir heyra beint undir ráðuneytin minnki vilji stjórnenda þeirra til að hagræða og spara. Það verði keppikefli þeirra að kría út sem mest fjármagn frá rík- inu og sýna til þess fram á sem mestan tilkostnað. Hugarfar íslendinga er þannig að þeim finnst ríkið ekki of gott til að greiða fyrir jafnnauðsynlega þjón- ustu og heilbrigðiskerfið veitir. Hvatinn hjá stjórnend- um sjúkrastofnana til að spara er ekki til staðar þegar viðkomandi stofnun nýtur ekki góðs af því. Ólíklegt er að metnaður þeirra standi til að minnka útgjöld ís- lenska ríkisins um einhverjar milljónir sem engin sér eða verður var við í stórum tölum fjárlagafrumvarps- ins. Vænlegra til að ná fram sparnaði og/eða betri þjónustu er að auka sjálfsforræði slíkra stofnana og færa yfirstjórn þeirra til viðkomandi héraða eða sveit- arstjórna. Oðru máli gegnirt.d. með með útgjöld eins og niður- greiðslur. Þar eru skattgreiðendur að greiða niður vöru ofan í sjálfa sig. Ber þar hæst landbúnaðarvörur. í því felst ákveðin neyslustýring því það er sama hversu mikið ríkið greiðir niður landbúnaðarvörur, það hefur ekki áhrif á framleiðslukostnaðinn og skatt- greiðendur borga brúsann. Menn borga ekki fyrir nema hluta vörunnar úti í búð en hinn hlutann í gegn- um ríkiskassann. Kolrangur verðlagsgrundvöllur á landbúnaðarvörum er hins vegar ekki bundinn við ís- land eitt og sér heldur er hér um alþjóðlegt vandamál að ræða sem erfitt hefur reynst að eiga við á alþjóð- legum vettvangi. Þetta vandamál á sér rætur í því að hinar ríkari þjóðir þola ekki frjálsa verslun sem yrði til hagsbóta fyrir hin fátækari ríki veraldar. Þær hafa sett eigin hagsmuni ofar hugsjónum um viðskiptafrelsi. IVIenn hafa deilt og munu deila um hvert eigi að vera hlutverk ríkisins og hversu víðtæk afskipti það eigi að hafa í hinum ýmsu málaflokkum. Eins deila menn um hvað sé eðlilegt að ríkið fari með af opinberri þjónustu og hvað sé betur sett í höndum sveitarstjórna. En öll opinber þjónusta kostar sitt hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Ef menn vilja minnka umsvif ríkisins verða menn að vera reiðubúnir að skera niður og þá er raunhæft að tala um minni skattheimtu. Hins vegar er það alveg Ijóst að ekkert er fengið með því að færa opinbera þjónustu í hendur einstaklinga meðan þeir geta sent reikninginn sjálfvirkt á ríkissjóð. í því felst engin sparnaður. ÖNNUR SJÓNARMIÐ að er vont að vera fátækur, það væri gott að fá hærra kaup og borga minni skatta. Þetta eru nokkuð algild sannindi sem flestir geta verið sammála um. Hins vegar ber að taka niðurstöðum úr skoðana- könnunum um þessi efni með fyr- irvara. Það er einfeldningslegt að slá því fram einu og sér að flestir vilji lægri skatt, minni skatt- heimtu, líkt og Hannes Hólm- steinn Gissurarson gerir í DV í gær. Hann segir: Fyrir skömmu birti Félagsvís- indastofnun könnun á viðhorfi ís- lendinga til skattheimtu. Taldi mikill meirihluti aöspurðra, rúm 65% þeirra, skattbyrðina allt of þunga. Þetta gengur þvert á yfirlýs- ingar Ólafs Grímssonar fjármála- ráðherra og Steingríms Hermanns- sonar forsætisráðherra um það, að skattar mættu að ósekju hækka hér á landi, enda séu þeir talsvert lægri en með grannþjóðunum. Nú er þaö alkunna, aö meiri hlut- inn hefur ekki alltaf rétt fyrir sér, og Ibsen segir raunar í Þjóðníð- ingnum, að hann hafi alltaf rangt fyrir sér. En ég hygg, að í þetta skipti aö minnsta kosti hafi meiri- hlutinn rétt fyrir sér og þeir Ólafur og Steingrímur ekki. Skal ég hér rökstyðja þaö nokkuð og nota þá meðal annars útreikninga hag- fræðinganna Yngva Harðarsonar, Ásgeirs Daníelssonar og Þorvaldar Gylfasonar. KjáUarinn Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson * lektor í stjórnmálafræði Félagsvísindastofnun hefur áð- ur gert könnun um viðhorf íslend- inga til tekjuöflunar og útgjalda ríkisins. Þar hefur komið í ljós að þrátt fyrir að menn vilji lægri skatta þá eru þeir síður en svo til- búnir að skera niður að sama skapi. Þorri þjóðarinnar er ekki til- búinn að skera niður fjármagn til heilbrigðismála. Þorri þjóðarinn- ar er ekki tilbúinn að skera niður fjármagn til menntamála. Ætli Ib- sen hafi bara ekki haft rétt fyrir sér. DAGFINNUR Af jólasveinum Það er dýrt að vera jólasveinn í dag. Kröfurnar eru orðnar svo miklar. Ólafur Ragnar og hinir jólasveinarnir hafa fengið að finna fyrir því. Þá er nú betra að vera platjólasveinn eins Steini og félag- ar. Það er nefnilega eitt að lofa jólagjöfum og annað að kaupa þær. ✓ Eg er jólasveinninn á mínu heim- ili. Konan er búin að lofa hinu og þessu í jólagjöf en ég verð að borga brúsann. Svo vill hún sjálf nýjan bíl í jólagjöf. Ég hef nú ekki hingað til talið mig of góðan til að veita fjölskyldu minni allt það sem ég get. En nú keyrir úr hófi fram. Fjölskyldan tekur ekkert mark á þjóðarsáttinni frekar en Steini og félagar. Já, það er sannarlega dýrt að vera jólasveinn nú á þessum síðustu og verstu tímum. * Eg hef nú ekki verið einn af þeim sem sífellt eru nöldrandi út af hinu og þessu. Ég hef látið kommúnist- ana um það. Nú eru þeir ekki tii lengur — því miður, segi ég því illt er að eiga engan almennilegan andstæðing. En sem sagt, ég hef ekki verið að kvarta yfir því að jól- in séu orðin hátíð I ípmannanna og þar fram eftir götunum. Ég tel mig hins vegar sannkristinn og þjóðrækinn Islending. Við erum nú einu sinn bókaþjóð, vel mennt- uð, vel lesin og gáfur okkar langt um fram það sem þekkist meðal annarra þjóða. Því má maður þá ekki geia bækur í jólagjöf. Nú heimta allir í fjölskyldunni græjur, tól og tæki upp á hundruð þús- unda ef ekki milljónir. Nú lítur engin við bók í jólagjöf nema ef væri bankabók með stórri inni- stæðu. Maður er farinn að sakna kreppuáranna þegar maður fékk kerti og spil í jólagjöf. A sama tíma og maður þarf að taka á sig óhemjuútgjöld vegna jólanna er svo fyrirtækið lamað í hálfan mánuð. Fyrst kemur helgi, síðan jólin, þá heigi aftur og loks áramót. Maður þarf að taka á sig sem samsvarar hálfu sumarfríi vegna jólanna. Svo halda menn að það öfundsvert að standa í at- vinnurekstri nú á dögum. Aðeins eru unnir örfáir daga í mánuðin- um en samt þarf að greiða jóla- bónusinn ofan á allt of há laun. Maður fer að hætta þessu og stunda gráa markaðinn. Það gefur betur af sér. Annars held ég að það væri rétt að skoða hvort ekki sé rétt að láta jólin alltaf bera upp á helgi eða að unnið verði þá helgi- daga sem næstir standa jólum. Þjóðfélagið, atvinnulífið og ein- staklingarnir fá ekki lengur staðið undir öllum þeim kostnaði sem jólunum fylgir. Já, það er dýrt að vera jólasveinn á þessum síðustu og verstu tímum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.