Alþýðublaðið - 18.12.1990, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 18.12.1990, Qupperneq 6
6 Þriðjudagur 18. desember 1990 Tíu bækur frá Bókmenntafélaginu Sverrir Kristinsson, framkvæmdastjóri Bókmenntafélagsins, lengst til vinstri og Sigurður Líndal, forseti félagsins, við hlið hans, greina frá nýjum bókum fé- lagsins. A-mynd: E.ÓI. Það eru svo sannarlega engin elli- mörk á Hinu íslenska bókmenntafé- lagi, sem var stofnað árið 1816. Nú voru að koma á markað 10 bækur frá félaginu og hefur útgáfan vart verið meiri í annan tíma í sögu fé- lagsins. Auk þess komu út tvö Lær- dómsrit á árinu og má því segja að útgáfa félagsins standi með miklum blóma. Þá má geta þess að nú er að koma út 164. árgangur Skírnis, sem er elsta tímarit á Norðurlöndum. Hér á eftir verður greint nokkuð frá bókunum tíu. Fimmtn bindi sögu Íslnnds I þessu bindi er sagan rakin frá því um 1400 til 1542 þegar einokunin hefst — kirkjusagan þó frá miðri 14. öld. Meginkafli bókarinnar nefnist enska öldin og er eftir Björn Þor- steinsson og Guðrúnu Ásu Gríms- dóttur. Ritstjóri bókarinnar, Sigurð- ur Líndal, hefur samið nokkra við- auka. í síðustu köflum bókarinnar er fjallað um það, hvernig landa- fundirnir miklu á síðari hluta 15. aldar koma við sögu íslendinga: Grænland týndist og grænlenska þjóðin leið undir lok, ísland ein- angraðist meira en áður og hag landsmanna hnignaði. Þrátt fyrir þetta voru íslendingar ekki með öllu áhrifalausir um gang mála og má minna á för Kristófers Kólumb- usar til íslands í því sambandi, sem var mjög mikilvægur áfangi í undir- búningi leiðangursins mikla til Am- eríku 1492. Jónas Kristjánsson ritar bók- menntasögu tímabilsins til miðrar 16. aldar og myndlistarsaga er eftir Björn Th. Björnsson. Fjöldi mynda er í bókinni og nokkrir uppdrættir. Sigurður Líndal sagði á fundi með fréttamönnum að hann ætti von á að Saga íslands yrði 10 bindi í heild. Skálholt II — Kirkjur --5-----------------------5-- I þessari bók fjallar Hörður Ag- ústsson um allar kirkjur er staðið hafa í Skálholti frá öndverðu og fram að sóknarkirkjunni sem rifin var 1956. Hver kirkja fær sína sér- stöku umfjöllun, en þær eru alls níu talsins. Má nefna að leitast er við í máli og myndum að endurgera við- komandi kirkjur í teikniformi. End- urgervingu er þó ekki hægt að gera nema af fjórum yngstu kirkjunum. Ein þeirra er miðaldakirkja sú sem stærst var timburkirkna á Norður- löndum. Bókin er ríkulega mynd- skreytt með 300 myndum og teikn- ingum sem einstæðar þykja. Þessi bók hefur verið tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Upplýsingin ó islandi, Tiu ritgerðir________________ Upplýsingin, hin alþjóðlega hug- myndastefna, hafði mikil áhrif í Evr- ópu og víðar á 18. öld og fram á 19. öld. Upplýsingin á íslandi er fyrsta bókin um áhrif stefnunnar á íslenskt samfélag. Fremst í bókinni er yfir- litsritgerð eftir ritstjórann, Inga Sig- urðsson dósent. Þar er fjallað um upplýsingunasem alþjóðlega stefnu og dregin upp heildarmynd af sögu hennar á íslandi með skírskotun til annarra ritgerða í bókinni. Aðrir höfundar eru Harald Gustafsson sagnfræðingur, Davíð Þór Björg- vinsson dósent, Lýður Björnsson sagnfræðingur, Loftur Guttormsson dósent, Hjalti Hugason dósent, Helgi Magnússon sagnfræðingur, Helga K. Gunnarsdóttir bókavörður og Haraldur Sigurðsson fyrrverandi bókavörður. ' Stoypu lögð og_______________ steinsmið ris________________ Hér er um að ræða 5. bindi af Safni til iðnsögu íslendinga undir ritstjórn Jóns Böðvarssonar, en þessi bók er skrifuð af Lýð Björns- syni sagnfræðingi. Samfelld stein- steypusaga hefur ekki áður verið rit- uð hér á landi þar sem greint er frá hinum miklu umskiptum frá því torf, grjót og timbur voru einu bygg- ingarefnin hérlendis. Fyrsta bókin í þessum flokki kom út árið 1985. Islonsk bóktræði_____________ Hér er um að ræða þriðju útgáfu helstu heimilda um íslenskar bækur og handrit, aukin og endursamin af Einari G. Péturssyni og Ólafi F. Hjart- ar. í bókinni er fyrst gerð grein fyrir bókaskrám almennt. Meginpartur bókarinnar er skrá, oftast með um- sögnum, um íslenskar bókaskrár og seinast er nákvæm greinargerð fyr- ir handritaskrám íslenskum. Aftast er lykill að flokkun og registur. Undir oki siðmenningur Bókin er eitt af síðustu ritum Sig- mundar Freuds. Hún er samin síðla árs 1929, réttum áratug fyrir andlát hans. Sigurjón Björnsson þýddi bók- ina og skrifar inngang. Hér er um að ræða þriðju bókina í flokki Sálfræði- rita Bókmenntafélagsins. Almunnuhugur______________ Þessi bók er eftir Þorvald Gylfa- son prófessor og geymir safn sjötíu og fimm ritgerða um hagfræði og efnahagsmál. Höfuðtilgangur útgáf- unnar er að bregða birtu á þrálátan efnahagsvanda íslensku þjóðarinn- ar og vekja lesendur til umhugsunar um það, með hvaða ráðum sé hægt að vinna bug á vandanum til fram- búðar. Munngorðir og_____________ Lof hoimskunnur___________ Fyrri bókin er eftir Þeófrastos sem var uppi 372—287 fyrir Krist og er í íslenskri þýðingu Gottskálks Þórs Jenssonar, sem einnig ritar inn- gang. Þeófrastos var grískur heim- spekingur sem stundaði nám í Aka- demíu Platóns og var handgengin Aristótelesi. Lof heimskunnar eftir Erasmus frá Rotterdam birtist hér í íslenskri þýðingu þeirra Þrastar Ásmunds- sonar og Arthúrs Björgvins Bolla- sonar sem einnig ritar inngang. Er- asmus frá Rotterdam (1469—1536) var einn merkasti fræðimaður á sinni tíð. Sugu timuns___________________ Þessi bók er eftir hinn fjölfatlaða Breta, Stephen W. Hawking og hef- ur vakið heimsathygli. Guðmundur Arnlaugsson þýddi bókina en inn- gang ritar Lárus Thorlacius. Saga tímans er skrifuð fyrir almenning fremur en sérfræðinga og hefur hvarvetna hlotið fádæma góðar við- tökur. Afslátiur fll félugsmunnu Allir sem vilja geta gerst meðlimir Bókmenntafélagsins og fá þá bækur félagsins á sérstöku afsláttarverði. Forseti félagsins er Sigurður Líndal prófessor, en framkvæmdastjóri er Sverrir Kristinsson fasteignasali. RAÐAUGLYSINGAR um styrki til leiklistarstarfsemi í fjárlögum fyrir árið 1991 er gert ráð fyrir sérstakri fjárveitingu, sem ætluð ertil styrktar leiklistarstarf- semi atvinnuleikhópa, er ekki hafa sérgreinda fjár- veitingu í fjárlögum. Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki af þessari fjárveitingu. Umsóknareyðublöð fást í ráðu- neytinu. Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðuneyt- inu fyrir 20. janúar nk. Menntamálaráðuneytið, 17. desember 1990. H) FJÓROUNQSSJÚKWAHÚSIP A AKUREYRI Slysadeild Starfsfólk í heilbrigðisþjónustunni Við þörfnumst ykkar við uppbyggingu nýrrar slysadeildar, sem tekurtil starfa 1. apríl 1991. Auk þess að flytjast í nýtt húsnæði, verður aukning og breyting á starfssviði deildarinnar. Við leitum að áhugasömu og hressu fólki til þess að undirbúa og síðan annast bráðamóttöku allan sólarhringinn á slysadeild FSA. Hjúkrunarfræðingar Lausar eru nokkrar stöður til umsóknar. Boðið verður upp á fræðslu í bráðahjúkrun og einstakl- ingsbundna aðlögun. Deildarstjóralaunaflokkur fyrir 60% næturvaktir. Upplýsingar gefa Svava Aradóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, og Birna Sigurbjörnsdóttir, deildar- stjóri, í síma 96-22100. Aðstoðarlæknar Starf aðstoðarlæknis við bæklunardeild FSA er laust til umsóknarfrá og með 01.04.1991. Starfinu fylgir vinnuskylda við nýja slysadeild FSA á móti öðrum aðstoðarlækni bæklunardeildar og aðstoð- arlæknum handlækningadeildar. Ráðningartími er 6—12 mánuðir, styttri tími kæmi þó til greina. Nanari upplýsingar gefur Júlíus Gestsson, yfir- læknir bæklunardeildar, í síma FSA 96-22100, eða heimasíma 96-21595. Starfsstúlkur Til umsóknar eru stöður í almennum ræstingum og stöður aðstoðarfólks á næturvaktir. Til greina kemur að ráða sérstaklega á 40—60% næturvakt- ir. Starfsfólk fær fræðslu og einstaklingsbundna aðlögun. Upplýsingargefa Svava Aradóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, og Birna Sigurbjörnsdóttir deildar- stjóri, í síma 96-22100. Móttökuritari Til umsóknar eru tvær 50% stöður í móttöku. Æskilegt erað umsækjendur hafi reynslu af tölvu- notkun. Upplýsingar gefur Svava Aradóttir hjúkrunar- framkvæmdastjóri, í síma 96-22100. Umsóknarfrestur um ofantalin stör fer til 15. janú- ar1991. (fZ U 0« ur v Látum fara vel um barnið, og aukum öryggi þess um leið! ||UMFERÐAR Iráð Vinningstöiur laugardaginn 15. des. '90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 0 6.311.884 2. 8 83.335 3. 4af 5 170 6.764 4. 3af5 6.676 401 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 10.805.520 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.