Alþýðublaðið - 22.12.1990, Page 1

Alþýðublaðið - 22.12.1990, Page 1
LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1990 TÓNLEIKAR ELSU WAAGE: Einsöngstón- leikar Elsu Waage verða í Víðistaðakirkju í Hafnarfiði fimmtudaginn 27. desem- ber kl. 20. Elsa syngur gamlar ítalskar aríur, sí- gaunalög Dvorak, lög úr söngleikjum eftir Kurt Weil og fleira. Elsa mun snemma á næsta ári syngja hlutverk Maddalenu í Rigo- letto hjá Salisbury-óperunni í Massachusetts í Bandaríkj- unum, en áður heldur hún þrenna einsöngstónleika í Fær- eyjum. DREGIÐ ÚR VERÐTRYGGINGU: Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra tilkynnti á Alþingi í gær að ríkisstjórn og Seðlabanki hefðu gert samkomulag um að minnka í áföngum á næstu tveimur árum vægi verðtryggingar á fjárskuldbindingum og um opnun lánamarkaðarins. Væri það liður í að samræma lánamarkað á lslandi þeim lána- markaði sem íslendingar tengdust stöðugt nánar. Formað- ur stjórnar Búnaðarbanka upplýsti að 60% af útlánum bankans væru á verðtryggðum kjörum. FJÁRLÖG AFGREIDD: Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1991 varð að lögum í gærmorgun. Fyrir þriðju umræðu lágu fyrir fjöldi tillagna um hækkanir, en einnig er nú gert ráð fyrir meiri tekjum ríkissjóðs en ætlað var. Tekjur eru áætlaðar 101,7 milljarðar króna og útgjöld um 4 milljörð- um hærri. Fara fjárlög nú í fyrsta sinni yfir 100 milljarða. Útgjöld ríkisins verða að jafnaði um 300 milljónir á dag. Lánsfjárlög fyrir árið 1990 voru afgreidd í gær og sömu- leiðis viðamikið frumvarp um tryggingargjöld, þar sem fimm gjöldum atvinnurekenda er steypt í eitt. Auk þessara frumvarpa urðu fjölmörg önnur að lögum í fyrrinótt og í gær, og höfðu þingforsetar vart undan að setja fundi, slíta fundum og setja aðra að nýju til þess að koma málum í gegn. MEIRA í BYGGINGARSJÓÐINN: Framlög í Bygg- ingarsjóð verkamanna hækkuðu um 200 milljónir við þriðju umræðu fjárlaga í gær. 2 dagar tiljóla HVERS ÓSKAR ÞÚ ÞÉR Í JOLAGJÖF? Ólafur Sigtryggsson jólabarn:: „Ég er bara 6 daga gamall og hlakka mikið til að koma heim og halda upp á fyrstu jólin mín með pabba og mömmu. (Það er líka mynd af mér inni í blaðinu.)" LEIÐARINNIDAG Boðskapur jólanna nefnist jólaleiðari Alþýðublaðs- ins. Leiðarahöfundur bendir m.a. á, að kjarni kristinn- ar trúar, kærleikurinn og fyrirgefningin, er ekki að- eins siðfræðilegur boðskapur heldur einnig boðun friðar á jörðu. Fæðing frelsarans er meira en helgi- saga; hún er tímamótaviðburður í siðferðilegri og trúarlegri sögu mannkyns og minnir okkur á um- burðarlyndi og friðsamlega lausn á vanda og deilu- efnum jarðarbúa. SJÁ LEIÐARA Á BLS. 2: BOÐSKAPUR JÓLANNA. érkennileg jól Tryggi Harðarson blaðamað- ur segir frá fernum jólum í Kína og Jón Birgir Pétursson frétta- stjóri segir frá aðfangadags- kvöldi með lögreglunni í Suð- ur-Bronx. Jólakrossgátan IJólakrossgátan er að sjálf- sögðu í jólablaðinu okkar, flett- ið upp á gátunni og hefjist handa (með blýanti), krossgát- an er hæfilega létt viðfangs. Góða skemmtun! Tölvujól IBörnin sem léku glöð með legg og skel gefa í dag leikföng í jólagjafir sem eru nokkuð annars eðlis, — tölvuleikföng, sem nú eru mjög í tísku. GRÆNN SKÓGUR GÓÐRA TÍÐINDA — segir vidskiptarádherra um mat Sedlabanka á efnahagsmálum, en forsœtisráöherra segir nauðsynlegt aö vinna sig át úr ,,hávaxtastefnu“. Snörp umræða varð á Al- þingi síðdegis á gær eftir að eiginlegum deildar- fundum var lokið. Stein- grímur Hermannsson for- sætisráðherra kallaði stefnu ríkisstjórnarinnar hávaxtastefnu og iðraðist þess að hafa sjálfur tekið þátt í að hækka vexti í rík- isstjórnum með Sjálfstæð- isflokknum. Þorsteinn Pálsson kvaddi sér hljóðs utan dagskrár klukkan þrjú, þegar þing- menn hugðust halda heim til að halda upp á jólin. Vildi hann fá að vita hvað ríkis- stjórnin hygðist gera í kjölfar ummæla forsætisráðherra um að nafnavaxtahækkun Búnaðarbanka væri aðför að þjóðarsátt og að ekki bæri að endurkjósa bankaráðsmenn. Bauð Þorsteinn forsætisráð- herra að breyta lögum um Búnaðarbanka og kjósa í ráð- ið að nýju, ef það mætti verða til þess að í ljós kæmi hverj- um forsætisráðherra treysti til að sitja í stjórninni. Guðni Ágústsson, formaður banka- ráðs Búnaðarbankans og flokksfélagi forsætisráð- herra, varði gjörðir banka- stjórnar í umræðunni og taldi gróða Búnaðarbanka verða um 100 milljónum minni í ár en í fyrra. Steingrímur Hermannsson sagði að hann hefði undir höndum stöðuyfirlit Lands- banka eftir fyrstu 9 mánuði ársins. Eftir að hundruð millj- óna hefðu verið lögð í vara- sjóði væru vænar fúlgur eftir. Sagði forsætisráðherra að það myndi „hrikta í“ ef af- koma ríkisbankanna yrði í samræmi við horfurnar í Landsbankanum. Forsætis- ráðherra sagði að takast myndi að vinna sig út úr þeim vanda sem stafaði af allt of háum vöxtum á tímabilinu 1984—1988. Stefnu ríkis- stjórnar kallaði forsætisráð- herra þó „hávaxtastefnu." Jón Sigurðsson viðskipta- ráðherra taldi ríkisstjórnina vera á réttri leið. Tók hann undir með formanni Sjálf- stæðisflokksins, sem sagði skilyrði hafa skapast fyrir efnahagsjöfnuði. Um það væru sérfræðingar sammála, t.d. mætti lesa um það í síð- ustu skýrslu Seðlabankans. Kallaði Jón skýrsluna „græn- an skóg góðra tíðinda." RITSTJÖRN (f 681866 — 83320 • FAX 82019 • ÁSKRIFT OG AUGLÝSINGAR r 681866

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.