Alþýðublaðið - 22.12.1990, Síða 3

Alþýðublaðið - 22.12.1990, Síða 3
Laugardagur 22. desember 1990 3 INNLENDAR FRETTIR FRÉTTIR Í HNOTSKURN ARAMOTADANSLEIKIR: M sjálfsögðu eru flestir farnir að huga að áramótadansleikjum. Slíkar samkomur eru nú mjög í tísku. Alþýðublaðinu er kunnugt um ára- mótadansleik á Borginni, þar leikur Síðan skein sól á gamlárskvöld og fram eftir morgni fyrsta dags nýja ársins. Hótel Island verður með dansieik á nýársnótt þar sem þrjár hljómsveitir ieika, — og á nýárskvöld er mikill fagn- aður að vanda, skemmtiatriði þar sem Spaugstofan mun væntanlega fara á kostum, og Stjórnin leika undir dansi. Á Hótel Sögu er allt lagt upp úr glæsilegu kvöldi nýársdags í Súlnasal. Þar verður Davíð Oddsson aðalræðumaður kvöldsins, en ýmsir kunnir gleðigjafar leggja sitt af mörk- um, að ekki sé talað um matreiðslumeistarana, sem samið hafa og prófað hátíðamatseðilinn undir stjórn Hafsteins Egilssonar veitingastjóra. Einsdæmi leikur þar fyrir dansi. MYNDIN: Gleðigjafar nýárskvölds á Sögu. AÐSTOÐ í FOSSVOGSKIRKJUGARÐI: aö venju munu fjölmargir huga að leiðum ástvina sinna í kirkju- görðunum nú fyrir jólin. Starfsmenn Kirkjugarðanna í Reykjavík munu verða til aðstoðar á Þorláksmessu og að- fangadag. Talstöðvabílar verða dreifðir um Fossvogs- kirkjugarð og verður þar hægt að fá leiðbeiningar í sam- vinnu við skrifstofu. í kirkjugörðunum við Suðurgötu og í Gufunesi verða einnig starfsmenn til aðstoðar. Hægt er að fá uppgefin leiðisnúmer fyrir fram í síma 18166. Hjálpar- stofnun kirkjunnar selur kerti í kirkjugörðunum báða dag- ana. ANNATÍMAR Á UMFERÐARMIÐSTÖÐ: Ætia má að 2500 til 3000 farþegar eigi leið um Umferðarmiðstöðina í Reykjavík á degi hverjum síðustu daga fyrir jól og áramót. Þar koma og fara 50 stórir sérleyfisbílar á degi hverjum, 55 þúsund jólapakkar fara um afgreiðsjuna fyrir jólin. Síðustu ferðir til Akureyrar eru á Þorláksmessu kl. 8 og 17, til Hornafjarðar kl. 8.30, á Snæfellsnes kl. 17 og 19 og til Hólmavíkur kl. 10. Á aðfangadag er ekið kl. 13 til Borgar- ness, Laugarvatns, Þorlákshafnar og í Hreppana, kl. 13.30 á Hellu og Hvolsvöll, kl. 15 til Hveragerðis og Selfoss og kl. 15.30 til Keflavíkur. „FJÁRHÚS" VIÐ NESKIRKJU: Klukkan hálffimm á Þorláksmessu syngur kvartett Óperusmiðjunnar jólalög við ,,fjárhús“ sem komið hefur verið fyrir framan Nes- kirkju. Þar leikur líka Lúðrasveit Melaskólans undir stjórn Páls Pampichlers Pálssonar. Fólki er gefinn kostur á að komast að jötunni með börn sín og leyfa þeim að gefa til Hjálparstofnunar kirkjunnar. Fleira verður á dagskránni, Barnakór Melaskólans syngur, Birna Hjaltadóttir segir frá jólum í Austurlöndum og Sigríður Ella Magnúsdóttir og Simon Vaughn syngja einsöng og tvísöng. Þá verður almennur söngur og séra Frank M. Halldórsson flytur lokaorð og bæn. TÓNLEIKAR í HAFNARBORG: Ármann Helgason klarinettuleikari og David Knowles píanóleikari halda tónleika í Hafnarborg í Hafnarfirði sunnudaginn 30. des- ember og hefjast þeir kl. 20.30. Ármann er við nám í Lond- on auk þess sem hann er klarinettuleikari kammerhljóm- sveitarinnar Salomon Ensemble. Á efnisskránni eru verk eftir Sehumann, Poulenc, Saint-Saens, Messianen, Lut- oslawski og Carl Nielsen. STRÆT0 UM J0L: Á Þorláksmessu verður ekið skv. áætlun helgidaga hjá SVR. Á aðfangadag og gamlársdag eins og á virkum dögum til kl. 17. Á jóladag hefst akstur kl. 14 og er þá fylgt tímaáætlun helgidaga. Á annan í jólum gildir helgidagaáætlun. Ókeypis er í vagnana 22. og 24. til 26. desember að báðum dögum meðtöldum. JÓLASÖNGVAR í LANGHOLTSKIRKJU: í kvöld kl. 23 hefjast Jólasöngvar Langholtskirkju, athöfn sem án efa verður áhrifarík og falleg eins og undanfarin ár. Á efnisskrá tónleikanna eru innlend og erlend jólalög og jólasálmar auk þess sem tónleikagestir frá tækifæri til að láta í sér heyra. Kórar Langholtskirkju og barnakór Árbæj- arskóla koma fram, einsöngvarar Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir og Ragnar Davíðsson. Kirkjan verður upplýst með kertaljósum og í hléi verður boðið upp á heitt kakó. Stjórnandi er Jón Stefánsson. Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans: Fáránleg umræða um vaxtamálin Það er bara einn flokkur manna vitlausari en hagfræðingar og það eru pólitíkusar, segir Sverrir Hermannsson. „Það eru ástæður til að breyta vöxtum eins og allir vita sem fylgjast með verð- lagi í þjóðfélaginu. Lands- bankinn ákvað hins vegar að fresta ákvörðun um þetta til 28. desember. En umræðan í þessu vesal- ings þjóðfélagi um vexti er fáránleg. Hér er það eitt landa í veröldinni þar sem háir vextir eiga að vera verðbólguaukandi en alls staðar í veröldinni er hækkun vaxta notuð til að draga úr verðbólgu,“ sagði Sverrir Hermannsson bankastjóri í Landsbank- anum í samtali við Alþýðu- blaðið. Nafnvextir sparisjóðanna og Búnaðarbankans voru hækkaðir í gær. Vextir skuldabréfa hjá Búnaðar- banka hækkuðu um 1,25% og um hálft prósent hjá spari- sjóðum. Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra hefur gagnrýnt þessa vaxta- hækkun harkalega, sem og Guðmundur J. Guðmundsson sem segir hagnað Búnaðar- banka í byrjun desember vera 900 milljónir og millj- arður í Landsbanka. Sverrir var spurður hvort rétt væri farið með hagnað Lands- bankans. „Þetta er fjarri öllu lagi og ég hef aldrei heyrt aðrar eins ýkjusögur. Það hefur ekki verið tekin afstaða til af- skrifta sem vegna aðstæðna í þjóðfélaginu geta verið mjög miklar. Þegar vextir eru ann- ars vegar kemur margt til álita, til dæmis að hér hefur Vöruskiptajöfnurinn í ár er hagstæður um 3,6 millj- arða króna. Innflutningur til landsins hefur þó aukist verulega í ár, þegar miðað er við síðasta ár. Munar þar mest um stóraukin flugvélakaup Flugleiða hf. á þessu ári. Fyrstu eliefu mánuði ársins voru fluttar inn vörur og þjónusta að verðmæti 80,5 milljarðar en út fyrir 84,1 milljarð. Hagstofan greindi frá því í gær að verðmæti útflutnings- ins væri 5% meira á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Sjávarafurðir voru um 76% alls útflutningsins, og voru 12% meiri en á sama tíma í fyrra. Útflutningur á áli og kísiljárni dróst verulega sam- an. Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu 11 mánuði þessa árs var 10% meiri en á sama tíma í fyrra. Munar þar verulega um flugvélakaupin eins og fyrr greinir, þau voru tvöfalt meiri en í fyrra. Þá var inn- flutningur til stóriðju rúm- lega fjórðungi meiri en í fyrra. Ef nóvembermánuður er skoðaður einn út af fyrir sig er vöruskiptajöfnuðurinn orðið misgengi á verðtryggð- um kjörum og nafnvöxtum og svo framvegis. Það er ekk- ert sem liggur fyrir um það, að þótt bankar hækki vexti þá gefi það eina krónu í ábata fyrir okkur. Innlánsvextir verða að hækka líka. Þetta er undir kjörunum komið út og inn,“ sagði Sverrir. Hann var spurður hvort hækkun vaxta samrýmdist þjóðarsátt og hvort bankarnir hefðu ekki haft forgöngu um vaxtahækkanir. „Sá sem hefur haldið uppi háum vöxtum í íslensku þjóð- félagi allt síðasta ár einhendis heitir Ólafur Ragnar Gríms- son og er fjármálaráðherra. Eða öllu heldur hefur hann gert þetta í umboði ríkis- stjórnarinnar með yfirboðum á spariskírteinum og ríkis- víxlum þar sem þeir hafa ver- ið að smala inn peningum í botnlausa ríkissjóðshít. Sjá menn þetta ekki heldur? Eru blaðamenn og fjölmiðlar svo af baki dottnir að þeir hafa bara episodíur í fjölmiðlum Húsnæðismálastofnun ríkisins segir að Bygg- þann mánuð óhagstæður um 800 milljónir, flutt var út fyrir nær 7 milljarða en inn fyrir 7,8 milljarða. með Gvendi Joð Guðmunds- syni þar sem hann bölsótast út í vexti. Skyldi hann Guð- mundur fara með lífeyrissjóð- speningana sína og biðja um lægri vexti á þeim í bönkum." — En Sverrir, hagfræðing- ar hafa . .. „Það er bara einn flokkur manna vitlausari en hagfræð- ingasjóður ríkisins kaupi íbúðir á nauðungarupp- boðum til þess eins að verja útlán sín til þeirra. Við sölu og meðferð upp- boðsíbúða fari sjóðurinn eftir reglum, sem ríkis- endurskoðun hafi stað- fest. Byggingarsjóðurinn reyni að selja þær aftur á eðlilegu markaðsverði eða sér að skaðlausu. Þrátt fyrir það séu flestar þess- ara íbúða seldar með nei- kvæðum mismun. Samkvæmt útreikningi á þeim 47 kaupsamningum um uppboðsíbúðir, sem nú eru í gangi, skila einungis 3 já- kvæðum mismun, samtals ingar. Það eru pólitíkusar. Popúlisminn hjá pólitíkusum er orðinn slíkur að ég hef aldrei kynnst öðru eins og er þó ýmsu vanur frá minni tíð. Þá kom það þó fyrir að menn kæmu til dyranna eins og þeir voru klæddir," sagði Sverrir Hermannsson. um einni milljón króna en 44 eru með neikvæðum mun, samtals nálægt 39 milljónum króna. Er þá miðað við, að kaupsamningar séu færðir til núvirðis og kostnaðarverð framreiknað. „Gróðasjónarmið gilda ekki við kaup Byggingarsjóðs ríkisins á uppboðum. Hins vegar telur sjóðurinn sér al- gjörlega óheimilt að gefa frá sér verðmæti í þeim örfáu til- vikum, sem jákvæður munur kann að vera á kostnaðar- og söluverði. Vöruskiptajöfnudur fyrstu 11 mánudina: Hagstæður um 3,6 milliarða Kaup Byggingarsjóðs á uppboðsíbúðum: „Gróðasíónarmið gilda ekki"

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.