Alþýðublaðið - 22.12.1990, Qupperneq 8
8
Laugardagur 22. desember 1990
Á slysavarðstofunni er William Carton að undirita skýrslu vegna manns sem skotinn hafði verið í fótinn þetta aðfangadagskvöld.
Eiginkona sem barin var af manni sínum vegna meints framhjáhak
heimiliserja.
GLÆPIR, eiturlyf, morð, likamsárúsir, bílþjófnað-
ir og margt annað. Þetta var hið daglega brauð lög-
reglumannanna, sem ég fékk að eyða aðfanga-
dagskvöldi og fyrri hluta jólanætur með fyrir 12 ár-
um siðan. Suður-Bronx var þá, og er kannski enn,
hverfi andlegrar og veraldlegrar fátæktar, svo sárr-
ar að erfitt var á að horfa og fylgjast með. Þó stóð
þessi vakt blaðamannsins i Hverfisstöð númer 42 i
aðeins 8 klukkutima. Á þeim tima hafði ég hins veg-
ar fengið mig fullsaddan á hinum fjölbreytilegu
veikleikum mannkynsins.
Það er aðfangadagur á miðri
Manhattan, fólk er á hraðri heim-
ferð, klukkan að verða fjögur, sá
tími sem íslendingar bíða með
óþreyju eftir jólahaldinu með
hefðbundnum kirkjuferðum,
hlöðnum borðum af girnilegum
krásum, jólapökkum og sannköll-
uðu letilífi. Við blasti allt annars
konar aðfangadagskvöld að þessu
sinni.
Leigubill i Bronx____________
Erfitt reyndist að ná í lausan
leigubíl, og loks þegar það tókst,
kom óttasvipur á andlit leigubíl-
stjórans, þegar hann heyrði
ákvörðunarstaðinn: „Fortysecond
Precinct, South Bronx."
Töluverðar úrtölur þurfti, —
seinna kom í ljós að ótti mannsins
var hreint ékki óeðlilegur. Bílferð-
in gekk þó greitt, ekkert óvænt
kom upp á, fátt fólk á ferli, en yfir
stórborginni grúfði rigningin.
Á löggustöð 42 — mest spenn-
andi lögreglustöð heimsálfunnar
Ameríku — að sagt var — var vel
tekið á móti íslendingunum, sem
komnir voru í heimsókn. Tveir ír-
skættaðir lögreglumenn áttu að
sýna blaðamönnum hvernig að-
fangadagskvöld í þessu ógurlega
hverfi líður, William Carton vakt-
stjóri og Ray Calagher, óbreyttur
lögreglumaður. Þeir reyndust hin-
ir prýðilegustu, eins og títt er um
Ira, bráðhressir menn, auk þess
sem þeir voru greinilega vanir
menn í þessari atvinnugrein.
Hverfiö hroinlegq i rúst
í fyrsta bíltúrnum um Suð-
ur-Bronx með þeim félögum sýna
þeir okkur ástand hverfisins, sem
Bandaríkjaforseti var þá nýbúinn
að skoða, sér til mikillar skelfing-
ar. Víða eru húsin nánast rústir
einar. Ágæt hús standa með tómar
gluggatóttir sem gapa gegn svart-
bólgnum desemberhimninum.
Hvað hefur gerst? Jú, íbúarnir
hafa sjálfir eyðilagt íverustaði
sína.
Sjálfseyðingarhvöt eiturlyfja-
fólksins er algjör. Húsin voru upp-
haflega rúin hurðum, hreinlætis-
tækjum og öðru þar til aðeins
pípulögnin var eftir, hún hvarf
líka. Allt var selt til að eignast
„skammt" fyrir daginn.
Þeir félagarnir reyndust báðir
fyrrverandi íbúar í Bronx, þegar
hverfið var virt athafnahverfi með
góð fyrirtæki, m.a. bílaverksmiðj-
ur Chryslers. En fyrirtækin hurfu,
og fólkið með. Nýtt fólk flutti inn.
Oftar en ekki var það fátækt
barnafólk frá fjarlægum slóðum,
ekki hvað síst frá Puerto Rico.
Eina fyrirtækið sem enn var við
lýði var hafnaboltafélagið Yanke-
es, frægt um öll Bandaríkin. Völl-
urinn er í útjaðri hverfisins næst
brúnni yfir á Manhattan. Þangað
sækja áhorfendur leiki, þeir sem
fífldjarfastir eru.
Snögg viðbrögd þegar
félagi var talinn i vanda
Fyrsta klukkutímann gerist fátt
eitt. Og þó. Lítill, aflóga sendi-
ferðabíll með suður-evrópsku
firmanafni skröltir á undan okkur.
Lögreglumennirnir segja að hann
geti allt eins verið stolinn, þeir
stöðva þó ekki ökuþórinn, segja
það ekki skipta máli, kraftarnir
muni fara í aðra og stærri hluti
þetta kvöld.
Skyndilega kemur kvaðning um
talstöðina, sem virðist staðfesta
þetta — hljómþýð kvenrödd til-
kynnir: Liðsmenn í vanda! Sírena
og blikkljós eru sett á og bláa og
hvíta Dodge-inum snarsnúið á göt-
unni. Ekið er á ofsahraða um göt-
urnar sem nú eru orðnar blautar
af rigningu. Eftir fimm mínútna
akstur komum við inn á lítið torg
og þar er snarhemlað og félagar
okkar þeysa að húsi handan torgs-
ins. í sama mund koma lögregiu-
bílar úr öllum áttum. Aðgerðir eru
samræmdar, og lið manna fer inn
í húsið með skammbyssur á lofti.
Fljótlega kemur í ljós að hér er um
gabb að ræða, enginn lögreglu-
maður í vanda hér. En þarna mátti
þó kynnast hröðum viðbrögðum
og því hvernig brugðist er við, ef
ráðist er á lögreglumann.
Óvenjulegt aðfangadags-
kvöld og upphaf jólanœtur í
mesta glæpahverfi Ameríku
— Suður-Bronx — Óvenjuró-
leg jólavakt var meira en ís-
lenskur blaðamaður gat
ímyndað sér
Paudaslys i umferðinni
Ekki líður löng stund þar til eftir-
litsbíllinn okkar er beðinn að fara
á slysstað í grenndinni. Þar er ljótt
um að litast, blóðið rennur út úr
öðru bílflakinu og blandast regn-
vatninu á götunni. Hér varð
dauðaslys og nokkrir illa slasaðir.
Á staðnum ríkir angist og fólk
grætur. Viðdvölin á slysstaðnum
er stutt. Aðrir lögreglumenn tóku
til við rannsókn fljótlega.
Inni á lögreglustöðinni aftur.
Kaffibolli og kleinuhringur —
jóla,,steik“ blaðamanna og lög-
reglumanna þetta kvöld. Þeir vin-
irnir, William og Ray, sýna okkur
ýmislegt á veggjum stöðvarinnar.
Minningarskildi um félaga, sem
látið hafa lífið í starfi sínu í S-
Bronx, myndir og nákvæmar lýs-
ingar á ótal eftirlýstum, vafasöm-
um mönnum, myndir úr friðsam-
legu tómstundastarfi og silfurbik-
arar, laun fyrir unnin afrek í íþrótt-
um.
Géðkunningjar______________
lögreglunnar_______________
Við afgreiðsluborðið hangir létt-
rugluð kvensa, dökk á brún og
brá, eins og títt er um íbúa hverfis-
ins. Hún tautar alls konar vitleysu,
talar mest við sjálfa sig og er
greinilega ekki í neinu sambandi
við jólin. Hún er ein af þessum
góðkunningjum lögreglumann-
anna, nágranni sem gerir engum
mein. Komið er með lítið barn,
sem fundist hefur á viðsjárverðum
götum þessa borgarhverfis. Barn-
ið getur ekki talað ensku, leitað er
Ekkert að óttast, segja þeir Bill Carton og Ray Calagher, þegar þeir koma
niður stigann. Tilkynnt hafði verið um árás á lögreglumann.