Alþýðublaðið - 22.12.1990, Síða 21
Laugardagur 22. desember 1990
21
skjáinn og hefur hann flust bú-
ferlum frá New York til Chicago
og rekur þar útvarpsstöð.
Hann fæst þar við harðsvíraða
bófa. Eftir að þeir hafa nauðg-
að og myrt dóttur hans hefst
miskunnarlaus eltingaleikur.
Eyjaskeggjar
útvarpa
Útvarp Jólarásin FM 102 í
Vestmannaeyjum hóf útsend-
ingar um miðjan mánuðinn og
verður með útsendingar til árs-
loka. Þetta er fjórða árið sem
hún er starfrækt. Reksturinn er
á ábyrgð Tómstunda- og
íþróttafulltrúa Vestmanna-
eyjabæjar og fer starfsemin
fram í félagsmiðstöð bæjarins.
Það eru unglingarnir í Eyjum
sem sjá að mestu um rekstur
stöðvarinnar.
Þorláksmessa
Sungið og leikið á Þorláks-
messu: Nemendur í tónlistar-
skólum á höfuðborgarsvæð-
inu eru gestir í útvarpshúsinu
og stytta landsmönnum
stundir með söng og leik.
Rás 1 kl. 14.00
Hver er þessi Þorlákur?
Inger Anna Aikmann. Jólatón-
ar og tal um tilveruna.
Aðalstöðin kl. 16.00
Jólabókaflóðið:
Rósa Guðbjartsdóttir tekur
fyrir nýjar bækur, kynnir höf-
unda þeirra og lesnir verða
kaflar úr bókum.
Bylgjan kl. 17.00
Aðfangadagur
Að bíta í á jólunum:
Umsjón: Ævar Kjartansson
Rás 1 kl. 13.00
Aftansöngur í Dómkirkjunni:
Prestur: Séra Hjalti Guð-
mundsson. Dómkórinn syng-
ur.
Rás 1 kl. 18.00
Jólaávarp:
Séra Halldór S. Gröndal
ALFA kl. 18.00
Jóladagur
Bernskujól mín:
Emma Hansen, fyrrum bóka-
vörður, ræðir við Asdísi Skúla-
dóttur um bernskujól sín á
Sauðárkróki og jólin á prest-
setrinu Hólum í Hjaltadal.
Rás 1 kl. 10.25
Fíflar í augasteina stað:
Samantekt um þýðingar Helga
Hálfdanarsonar á Ijóðum frá
ýmsum löndum og leikritum
Shakespears. Umsjón: Stein-
unn Sigurðardóttir.
Rás 1 kl. 15.15
„Jól barns í Wales": Jólasaga
eftir Dylan Thomas. Árni
Blandon les eigin þýðingu.
Rás 1 kl. 18.00
Þorlákstíðir:
Skyggnst inn í samtíð Þorláks
helga. Sveinbjörn Rafnsson
flytur erindi um Þorlák bisk-
up. ísleifsreglan syngur Þor-
lákstíðir og Kór Menntaskól-
ans við Hamrahlíð, einsöngv-
arar og hljóðfæraleikarar
flytja verk eftir Misti Þorkels-
dóttur og Þorkel Sigurbjörns-
son byggð á stefjum úr Þor-
iákstíðum. Þorgerður Ingólfs-
dóttir stjórnar.
Rás 1 kl: 20.00
Annar dagur jóla
Litlu jólin:
Þessi dagskrárliður er tileink-
aður ungu kynslóðinni. Barna-
sögur og ævintýri. Barnalög
Frá vélstjóra-
félagi íslands
Aðalfundur félagsins verður haldinn laugardaginn
29. desember kl. 13:30 að Borgartúni 18, Reykja-
vík.
Daaskrá samkvæmt félagslögum. Á fundinum
verour borin fram stjórnartiílaga um úrsögn úr Far-
manna- og fiskimannasambandi íslands.
Félagsfundir að Borgartúni 18, 3. hæð
Með farskipavélstjórum fimmtudaginn
berkl. 13:00.
Með fiskiskipavélstjórum föstudaginn
berkl. 13.00.
27. desem-
28. desem-
Stjómin
verða leikin og hver veit nema
jólasveinar líti inn.
Aðalstöðin kl. 8.00
Jólagestir Jónasar Jónasson-
ar:
Gestir hans eru: Árni Pétur
Guðjónsson leikari, Bjarni Þór
Jónatansson píanóleikari,Jó-
hanna Þórhallsdóttir söng-
kona, Margrét Pálmadóttir kór-
stjóri, Valgeir Guðjónsson
söngvari og tónskáld og Ung-
lingakór Flensborgarskóla.
Rás 1 kl. 13.00
Jól með Bítlunum:
Skúli Helgason tekur saman
þátt um jólahald Bítlanna.
Rás 2 kl. 15.00
Jólatréð og brúðkaupið:
Jólasaga eftir Fjodor Do-
stojevskí. Þýðing: Baldur
Pálmason. Róbert Arnfinns-
son les.
Rás 1 kl. 22.20.
SVO ALLIR HAFI NÓ6
RAFMAGN UM JÓLIN
ooooc w 5
Jafnið notkun yfir daginn
Reynið að dreifa eldun yfir daginn eftir því sem kostur er,
einkum á aðfangadag og gamlársdag. Notið ekki mörg
straumfrek tæki samtímis að óþörfu, t.d. rafmagnsofn,
hraðsuðuketil, þvottavél, þurrkara og uppþvottavél.
Forðist brunahættu
Farið varlega með öll raftæki til að forðast hættu á bruna og
raflosti. Gamlar, slitnar leiðslur og lélegar
jólaljósasamstæður geta verið hættulegar.
Eigið alla vartappa
í flestum nýrri húsum eru útsláttarrofar, en í eldri húsum eru
vartappar (öryggi) og rétt er að eiga birgðir af þeim. Helstu
stærðir eru 10 amper (Ijós), 20-25 amper (eldavélar o.fl.) og
35 amper (aðalvör fyrir íbúð).
Ráðstafanir í straumleysi
Ef straumlaust verður skal gera eftirfarandi ráðstafanir:
Taka straumfrek raftæki úr sambandi, skipta um viðkomandi
vartappa ef straumleysi nær til hluta íbúðar, skipta um
aðalvar ef straumleysi nær til allrar íbúðar.
Lekastraumsrofi
Hafi lekastraumsrofi leyst út er rétt að taka öll raftæki úr
sambandi og reyna síðan að setja rofann inn. Síðan
má setja tækin í samband aftur, eitt af öðru, þar til bilaða
tækið finnst.
Bilanatilkynningar
Tekið er á móti tilkynningum um bilanir í síma 686230 hjá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur allan sólarhringinn. Á
aðfangadag og gamlársdag er einnig tekið á móti
bilanatilkynningum til kl. 19 í síma 604600.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár!
RAFMAGNSVEITA
REYKJAVÍKUR
SUÐURLANDSBRAUT34
108 REYKJAVÍK SÍMI 60 46 00
•T
RESTAURANT BAR
leknr ftór opmnn örnuiin
Rauöi sófinn, Laugavegi 126, s: 16566