Alþýðublaðið - 29.12.1990, Qupperneq 24

Alþýðublaðið - 29.12.1990, Qupperneq 24
24 Laugardagur 29. desember 1990 Áriö 1990 er senn „liðið í ald- anna skaut'*. Þaö kemur vissu- lega ekki til baka, en hvaða at- burðir ársins munu ekki líða svo glöggt úr minni. Þjóðir berast á banaspjót við Persaflóa, Evr- ópa er á góðri leið með að veröa ein heiid. Hér heima sköruðu einstaklingar fram úr á ýmsum sviðum mannlífs og þjóðin tók sig til og barði á verðbóigunni, En hvað finnst fólki um atburði liðins árs? Hvað situr eftir í minning- unni? Hvað er framundan? Við lögð- um nokkuð óvenjulega þraut fyrir nokkra einstaklinga. Um liðið ár, 1990. 1) Afrek ársins. 2) Vitlausasta ákvörðun á árinu. 3) Menningarviðburður ársins. 4) Besta sjónvarpsefnið. 5) Versta sjónvarpsefnið. 6) Ummæli ársins. 7) Stjarna ársins. 8) Skot ársins á menningarsviði. 9) Skot ársins á viðskiptasviði. 10) Skot ársins á stjórnmálasviði. 11) Maður ársins. 12) Óvæntasti atburður ársins. 13) Árið 1990 í einni setningu. Framtíðin. 14) Brýnustu verkefni á næsta ári, 1991. 15) Mikilvægustu verkefni á næsta áratug. Og hér koma svörin frá þessu mæta fóiki, sem vildi taka þátt í áramóta- þraut Alþýðublaðsins: SVÖR VIÐ SPURNINGUM UM ÁRIÐ 1990 Ólína Þorvaröardóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík 1) Lækkun verðbólgu, aukinn kaupmáttur og bætt staða at- vinnuveganna. 2) Ákvörðun Framsóknarflokks, Kvennalista og Alþýðubanda- lags að skerast úr leik vegna sameiginlegs framboðs í Reykja- vík fyrir síðustu sveitarstjórnar- kosningar. 3) Listahátíð. 4) Spaugstofan. 5) Líf í tuskunum. 6) Davíð Oddsson á öfugmæli árs- ins, er hann sagði fyrir borgar- stjórnarkosningar: „Á þessu hausti munu öll börn í Reykjavík njóta leikskólavistar." 7) Þær eru f jórar og á þær fær ekk- ert skyggt. Það eru börnin mín. 8) Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðluleik- ari. 9) Pharmaco. 10) Nýr vettvangur. 11) Guðmundur Árni Stefánsson. 12) Innrásin í Kúvæt og afsögn Margrétar Thatchers. 3) Viðburðaríkt ár. 4) Á innlendum vettvangi: Áfram- haldandi stöðugleiki í efnahags- lífi og öflugt félagshyggjumál- gagn. Á erlendum vettvangi: Friðsamleg lausn Persaflóadeil- unnar. 15) Sameining félagshyggjuaflanna. María Ingvadóttir, fjármála- stjóri Útflutningsráðs 1) Að forkólfum verslunar á fslandi skuli hafa tekist að fæla stóran hluta jólaverslunar landsmanna úr landi. 2) Bráðabirgðalögin á samninga BHMR, og þegar saksóknari í Hafskipsmálinu ákvað að áfrýja málinu til Hæstaréttar. 3) Á sama tíma og ákveðið er að stækka Þjóðleikhúsið fyrir fleiri hundruð milljónir og ekki látið duga að halda í núverandi mynd, er reynt að bregða fæti fyrir Islensku óperuna. 4) Spaugstofan. 5) Barnaefni á sunnudögum á Stöð 2. 6) Þegar Óli Kr. sagðist í sjónvarp- sviðtali lítið vita um hlutabréfa- eign sína og lítið vit hafa á því- líkum pappírum, verðbréfum og þess háttar gögnum. 7) I mínum huga eru stjörnur árs- ins þeir sem hafa bjargast úr alls kyns mannraunum, oft í baráttu við óvægin náttúruöfl. 8) Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleik- ari. 9) Pharmaco og Delta með Werner Rasmusson. 10) Björn Bjarnason. 11) ÓÍi Kr. Honum tókst að selja bréfin sem hann sagðist ekkert vit hafa á. 12) Sú valdníðsla sem bráðabirgða- lögin voru. 13) Gjöfult ár en mörgum erfitt og léleg og ráðvillt stjórn hefur sáð mikilli óvissu og tortryggni þannig að traust og álit á stjórn- málamönnum er í lágmarki. 14) Að losna við núverandi ríkis- stjórn og hrinda af okkur höft- um ofstjórnar og miðstýringar sem núverandi ríkisstjórn hefur komið á, einkum í heilbrigðis- málum, í menntakerfi og í skattamálum. Koma þarf á ytri skilyrðum þannig að atvinnulíf geti fengið ákjósanlegan farveg, þannig að hér dafni blómlegt mannlíf fyrir alla. 15) Að nota öll tækifæri til að fylgja eftir þeim stórkostlegu breyting- um sem eiga sér stað í Evrópu. Vinna að því yfirvegað og með festu að nýta okkur aðstæður þannig að viðskiptahagsmunir okkar verði tryggðir sem best, þannig að við stöndum vörð um sjálfstæði okkar og menningu. Sigurjón Þorvaldur Árnason, verkfræðinemi og formaöur Stúdentaráðs Háskóla íslands. 1) Sameining Þýskalands. 2) Samþykkt þingfiokks Sjálfstæð- isflokksins gegn bráðabirgða- lögunum, þó að hún væri sið- ferðilega rétt. 3) Menningarvakan á fullveldishá- tíð stúdenta 1. desember. 4) Fréttir ríkissjónvarpsins og 90 af stöðinni. 5) Ástralski spennumyndaflokkur- inn og sápuóperan Grannar á Stöð 2. 6) Ræðan sem Shevardnadze hélt þegar hann sagði af sér sem ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna. 7) Gíslinn Gísli. 8) Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleik- ari. 9) Werner Rasmusson stjórnarfor- maður með meiru (Pharmaco). Hann virðist vera búinn að hreppa titilinn „Stjórnarformað- ur Islands" af Halldóri H. Jóns- syni, þar sem Werner er nú stjórnarformaður í 13 fyrirtækj- um. 10) Sveinn Andri Sveinsson, yngsti borgarfulltrúinn og stjórnarfor- maður SVR. 11) Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra. 12) ísland lenti í 4. sæti í söngva- keppni evrópskra útvarps- stöðva. 13) Þjóðarsátt. 14) Tryggja undirstöður íslensks at- vinnulífs og skapa þann grunn sem til þarf svo að verðbólga haldist niðri og stöðugleiki sé í efnahagsmálum. 15) Gera þær efnahagsráðstafanir sem til þarf svo að hrakspár um að Island dragist aftur úr öðrum þjóðum hvað varðar hagvöxt og velmegun verði ekki að veru- leika. I því felst meðal annars að: * Stokka upp úr sér gengið land- búnaðarkerfi sem kostar okkur milljarða á hverju ári. * Taka upp veiðileyfasölu í ein- hverri mynd svo að hagræðing náist í sjávarútvegi. * Bæta nýtingu sjávarfangs, hugsa um gæði sjávarafurða ekki bara magn. * Tryggja aðgang íslenskra afurða á markaði EB-landa. * Virkja orkulindir landsins, fall- vötn, jarðhita og koma orkunni í verð t.d. með byggingu álvers (álvera). * Tryggja stöðugleika í íslensku þjóðfélagi svo að fyrirtæki geti gert raunhæfar áætlanir. Jafnframt er mikilvægt að hlúa að íslenskri tungu og menningu sem á nú í erfiðri samkeppni við stórar menningarheildir Evrópu og Bandaríkjanna.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.