Alþýðublaðið - 27.08.1985, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.08.1985, Blaðsíða 1
alþýðu blaðíð Dagvistir Reykjavíkur; Fóstrur sækja ekki um iii í Þriöjudagur 27. ágúst 1985 161. tbl. 66. árg. Á dagvistarstofnanir Reykjavík- urborgar vantar nú yfir 50 fóstrur og um þessi störf berast engar um- sóknir frá faglærðu fólki. Að sögn Bergs Felixsonar, framkvæmda- stjóra dagvistar barna í Reykjavík, er farið að ráða ófaglært fólk í stöð- ur sem ætlaðar eru fóstrum. Bílsímakerfið úrelt — áður en það er að fullu komið í gagnið. Tugir milljóna til ónýt- is. Bílsímakerfið á íslandi er orðið úrelt áður en það er að fullu komið í gagnið. Nú hefur verið ákveðið að skipta um allar hinar svokölluðu móðurstöðvar bílsímans út um allt land og setja upp nýjar sem gera kleift að velja númer beint eins og í venjulegum sjálfvirkum síma. Þeir bílsímaeigendur sem vilja taka upp þetta nýja kerfi þurfa þó að skipta um símtæki í bílum sínum og þar fara 300.000 krónur fyrir lít- ið í mörgum tilvikum, en það var á sínum tíma verð þeirra tækja sem nú eru í bílunum. Á þeim þremur árum sem liðin eru frá því að fyrstu bílsímarnir voru teknir í notkun, hefur þó verð- ið farið mjög lækkandi og mun nú vera komið niður í um 70.000 krón- ur og munu nýju sjálfvirku tækin verða á svipuðu verði. Kostnaðurinn við að skipta um móðurstöðvarnar mun nema tug- milljónum króna og er þá ekki tal- inn með sá kostnaður sem nú virðist nánast hafa verið kastað á glæ, við uppsetningu „gömlu“ stöðvanna, en þær munu í aðalatriðum hafa verið allt að því handsmíðaðar hér- lendis á vegum Pósts og síma. Að sögn forráðamanna Pósts og síma var fyrir þremur árum ekki Húsateikningar fyrir hálfvirði — sem auk þess taka meira tillit til óska húsbyggjandans ' v Með tilkomu tölvutækninnar hefur kostnaður við vinnu arki- tekta lækkað um helming, auk þess sem unnt er að fullnægja óskum húsbyggjenda á allt annan og fljót- virkari hátt en áður. Þrátt fyrir þetta hefur aðeins einn íslenskur Útvarpsráð: „Alltaf leiðinlegt að láta hafa sig að fífir Sjá bls. 6 arkitekt tekið hina nýju tækni í þjónustu sína. Aðrir arkitektar teikna húsin enn með gamla laginu og taka gjald fyr- ir samkvæmt sérstökum taxta Arki- tektafélags íslands. Ingimar Hauk- ur Ingimarsson vinnur allar teikn- ingar á tölvu og hefur gengið úr Arkitektafélaginu til að þurfa ekki að fylgja taxta þess. Hann selur teikningar sínar á 50% af taxta Arkitektafélagsins, þrátt fyrir að hann þurfi að standa straum af kostnaðinum við tölvubúnaðinn sem kostaði 8 milljónir í innkaupi. Ingimar Haukur sýnir viðskipta- vininum húsið frá öllum hugsanleg- um sjónarhornum á tölvuskjánum og að breyta útlitsatriðum eða her- bergjaskipan í samræmi við óskir viðskiptavinarins er augnabliks- verk. Áuk þess er svo tölvuteiknun- in mun nákvæmari en gamla að- ferðin. Um allt þetta og miklu fleira er fjallað í opnuviðtali við Ingimar Hauk Ingimarsson arkitekt í opnu Alþýðublaðsins i dag. hægt að sjá fyrir hina öru þróun sem orðið hefur í sjálfvirkni bíl- símakerfa með hinni svonefndu digitaltækni. Þeir sem ekki vilja Ieggja í þann kostnað að skipta um tæki í bílum sinum munu geta notað gömlu sím- ana áfram, en þurfa þá eftir sem áð- ur að sætta sig við að hringja í gegn- um stöð. Nánar er fjallað um þetta mál á bls. 3 í blaðinu í dag. Keppandi númer 1, hlaupadrottningin Lesley Willams, stóð undir númerinu sinu og kom fyrst í mark i kvennaflokki i Reykjavikurmara- þoninu annað árið í röð. Margur karlmaðurinn varð að láta sér lynda að virða fyrir sér baksvipinn á henni í hlaupinu. (Ijósmynd: Jim Smart) Að því er fóstrurnar varðar virð- ist ástandið á dagvistarstofnunum borgarinnar síst fara batnandi en um stöður ófaglærðs starfsfólks hafa borist um 60 umsóknir á síð- ustu tveimur vikum, að því er Berg- ur Felixson, tjáði Alþýðublaðinu í gær. Engar umsóknir hafa borist frá fóstrum, en Bergur sagði að nokkr- ar fóstrur hefðu þó verið ráðnar að undanförnu, beint á dagheimilin. Bergur kvað ástandið það slænrt að nokkurn veginn væri augljóst að einhverjar truflanir yrðu á starf- semi stofnananna á næstunni en vonir stæðu hins vegar til að það stæði ekki lengi og borgin gæti inn- an skamms aftur staðið við allar skuldbindingar sínar í sambandi við barnagæslu. Bergur sagði stofnunina sem slíka ekki geta gert mikið til að bæta kjör starfsfólksins, en fólki hefði þó verið boðin pláss fyrir börn sín og hefðu umsóknir nokkuð glæðst við það. Bergur kvaðst ekki geta gefið upp nákvæmar tölur um það hversu margar stöður væru nú lausar og sagði að mannabreytingar væru yf- irleitt rnjög örar hjá dagvistarstofn- unum i borginni. Það væri i sjálfu sér ekki heldur neitt nýtt að ekki tækist að ráða fóstrur í öll þau störf 1 sem þeim væru ætluð, fóstruskort- ur hefði oft verið verulegur og hefði þá ófaglært fólk verið ráðið í þær stöður^ Þótt allmargar umsóknir hafi borist frá ófaglærðu fólki, vantar þó enn fólk í þær stöður. Rætt um útvarp Fulltrúar ASÍ, BSRB ug Sam- bands íslenskra samvinnufélaga komu saman til fundar í gær til að ræða hugsanlegt samstarf þessara aðila um fjölmiðlun og þá einkum rekstur útvarps eftir að slík starf- semi verður á öllum heimil um ára- mótin. Sem kunnugt er var ákveðið á að- alfundi Sambandsins í vor að at- huga möguleika á rekstri útvarps- stöðva og var þá einnig afráðið að bjóða ASÍ og BSRB til viðræðna um hugsanlegt samstarf á þessu sviði. Ekkert mun hafa verið afráðið á fundinum í gær annað en það að halda áfram könnunarviðræðum um málið og verður annar fundur haldinn í næstu viku. Ritskoðun í blaðaheiminum: Dálkahöfundur rekinn Ungur fatlaður maður, sem verið hefur fastur dálkahöfundur í NT, var rekinn frá blaðinu eftir að hafa skrifað grein í helgarblað NT, sem fór í taugarnar á forstjóra Olíufé- lagsins hf. Ástæðan er sú að NT tel- ur sig ekki hafa efni á að missa þann tekjustofn sem Olíufélagið hefur verið blaðinu. Sá maður sem hér um ræðir, er Jóhann Pétur Sveinsson, lögfræð- ingur að mennt, sem skrifað hefur fasta dálka í helgarblað NT allt frá að blaðið hóf göngu sína í apríl í fyrra. Um miðjan júlí hófst nýr þáttur í helgarblaði NT. Þar skrif- aði Jóhann Pétur um sérkennileg ís- lensk dómsmál. Fyrsti þátturinn fjallaði um hina frægu hryssu, Löngumýrar-Skjónu og var lesend- um þá lofað að þessi grein væri sú fyrsta af „mörgum“ sem Jóhann Pétur myndi-skrifa um ýmis mál af þessu tagi. Greinar Jóhanns Péturs urðu þó aðeins þrjár" taisins, því í næsta helgarblaði sem út kom laugardag- inn 27. júlí, skrifaði hann grein um olíumálið, sem svo var kallað á sín- um tíma, og var eitt sérstæðasta fjársvikamál sem upp hefur komið á íslandi og tengdust því ýmsir þjóðkunnir menn, m.a. Vilhjálmur Þór, en sök hans í málinu var talin fyrnd í dómi hæstaréttar. í kjölfar þess að grein Jóhanns Péturs birtist í helgarblaðinu, skrif- aði Vilhjálmur Jónsson, forstjóri Olíufélagsins bréf til NT. í bréfinu kemur fram að Vilhjálmur virðist líta á birtingu greinarinnar sem róg um Olíufélagið og talar um hana sem lið í nýjum aðferðum sem farn- ar séu að ryðja sér til rúms í íslensku viðskiptalífi. Þá er í bréfinú rætt nokkuð um samskipti þessara tveggja aðila, sem verið hafi mjög góð í gegnum árin og því loks lýst yfir að af hálfu Olíufélagsins sé litið svo á, að með birtingu greinar Jóhanns Péturs, sé þessum samskiptum Olíufélagsins og NT lokið. Samkvæmt heimildum sem Al- þýðublaðið telur mjög áreiðanleg- ar, voru þau samskipti sem hér er átt við fólgin í peningastreymi frá Olíufélaginu til blaðsins. Það mun hafa viðgengist árum saman að Olíufélagið hljóp undir bagga með blaðinu, þegar blaðið skorti lausafé mjög tilfinnanlega. í slíkum tilvik- um keypti Olíufélagið vixla af blað- inu fyrir háar fjárhæðir. Víxlarnir voru svo iðulega greiddir að meira eða minna leyti með auglýsinga- reikningum og þá jafnvel reikning- um fyrir auglýsingar sem aldrei höfðu birst. Vissar líkur benda til þess að sú ákvörðun að segja Jóhanni Pétri upp, hafi verið tekin af stjórn Nú- tímans hf. og Helgi Pétursson hafi þannig verið að framfyigja skipun- um yfirmanna sinna, en fyrir því hefur ekki tekist að afla óyggjandi heimilda. Svo mikið er þó víst að Helgi kom að máli við Jóhann Pétur og • tjáði honum að ekki yrðu keyptar af honum fleiri greinar. Þegar Alþýðublaðið innti Jó- hann Pétur eftir þessu sagði hann að þær ástæður sem Helgi hefði lát- ið uppi væru, að verið væri að end- urskipuleggja heigarblaðið, auk þess sem sparnaðarástæður lægju að baki. Jóhann Pétur bætti því síð- an við að ef uppsögn sín hefði bæt- andi áhrif á rekstrarafkomu blaðs- ins, þá væri hann hjartanlega ánægður því sér líkaði ágætlega við NT. Þvi má bæta við, að það var ekki aðeins innan Olíufélagsins hf. sem mönnum sárnaði við NT, þegar grein Jóhanns Péturs birtist. Al- þýðublaðið hefur það eftir áreiðan- legum heimildum að mikillar reiði hafi einnig gætt meðal ýmissa hátt- settra manna innan Samvinnu- hreyfingarinnar. Fyrir að skrifa grein sem kom við kaunin á fyrirtœki sem um árabil hefur greitt blaðinu stórfé fyrir auglýsingar sem aldrei birtust

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.