Alþýðublaðið - 27.08.1985, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 27.08.1985, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 27. ágúst 1985 7 Island—Tékkó: Nýr viðskipta- samningur Hinn 22. þ. m. undirrituðu Matt- hías Á. Mathicscn viðskiptaráð- herra og Jaroslav Jakubec, varaut- anríkisráðherra Tékkóslóvakíu, nýjan viðskiptasamning milli ís- lands og Tékkóslóvakíu sem gilda á til ársloka 1990. Samningurinn er í öllum meginatriðum samhljóða gildandi viðskiptasamningi land- anna frá 1977 en viðskiptasamning- ar þeirra hafa á liðnum áratugum verið endurnýjaðir með vissu milli- bili til nokkurra ára í senn. Viðskiptasamningurinn er rammasamningur en samningar um sölu einstakra vara eru gerðir milli íslenskra og tékkneskra fyrirtækja. í samningnum segir m. a. að stjórn- völd í báðum löndum skuli leitast við að auka viðskiptin milli land- anna en þau hafa minnkað talsvert ef litið er til lengri tíma. Þannig voru viðskiptin um 2—3% á sjötta áratugnum en á tíma samningsins frá 1977 var útflutningur íslands til Tékkóslóvakíu 0,3—1,0% af heild- arútflutningnum en innflutningur- inn 0,3—0,7% af heildarinnflutn- ingnum. Dagana 20.—21. ágúst fóru fram almennar viðræður milli stjórn- valda og voru skrifstofustjórar við- skiptaráðuneyta landanna, Sveinn Björnsson og Josef Keller, formenn viðræðunefndanna. í sameiginlegri fundargerð, sem formennirnir und- irrituðu í lok viðræðnanna, kemur m. a. fram að viðskipti landanna jukust til muna á árinu 1984 miðað við árið 1983. Báðir aðilar lýstu yfir áhuga sínum á áframhaldandi við- skiptum með hefðbundnar vörur en auk þess viðskiptum með nýjar vör- ur. Mælt er með því að söluaðilar treystu tengsl sín á milli og gerðu átak í sölumálum til að nýta mark- aðsmöguleika í báðum löndunum. Af íslands hálfu var lögð áhersla á að Tékkar keyptu hefðbundnar vörur, t. d. heilfrystan fisk og fisk- flök, síld og síldarflök, fiskimjöl, lagmeti og ost en einnig nýjar vörur, svo sem þorskalýsi, gærur, lamba- kjöt, saltsíld og grásleppuhrogn. Tékkar lýstu sem fyrr áhuga sínum á að selja vélar og tæki vegna bygg- ingar orkuvera og annarra verkefna á íslandi auk hefðbundinna vara, m. a. dráttarvéla, fólksbíla, prent- véla og prjónavéla. Á árinu 1984 voru fluttar inn vör- ur frá Tékkóslóvakíu að andvirði 104 millj. kr. eða 0,4% af heildar- innflutningnum. Út voru fluttar vörurfyrir 118 millj. kr. eða0,5% af heildarútflutningnum. Mikilvæg- asta einstaka útflutningsvaran var loðnumjöl að verðmæti 49 millj. kr. en verðmæti útflutts freðfisks var jafnhátt, þar af var flutt út fryst síld fyrir 23 millj. kr. (1.300 tonn), fryst fiskflök fyrir 21 millj. kr. (700 tonn) en sú vara hefur ekki verið seld til Tékkóslóvakíu um árabil og loks heilfrystur fiskur að verðmæti um 5 millj. kr. (um 150 tonn). Flutt var út 71 tonn af smurosti að verðmæti um 5 millj. kr. Flutt voru út um 2.200 tonn af kísilgúr að verðmæti 12 millj. kr. en lítið sem ekkert kvað að sölu annarra iðnaðarvara til Tékkóslóvakíu. T. d. komst lagmeti ekki á blað á því ári. Á árinu 1984 voru mikilvægustu innflutnings- vörurnar frá Tékkóslóvakíu vélar og tæki, járn- og stálvörur, dráttar- vélar, bifreiðar og vefnaðarvörur. Nefna má að á liðnum árum hafa Tékkar lagt til búnað í nokkur raf- orkuver og á árunum 1971—1984 voru fluttar inn frá Tékkóslóvakíu yfir 2.000 dráttarvélar eða um 36% af heildarinnflutningnum. Hæst hefur árshlutfallið farið í 53%. Auk þess hafa fólksbílar frá Tékkósló- vakiu selst vel á íslandi og jafnvel komist í fyrsta sæti miðað við fjölda innfluttra bíla eitt árið. Lánskjara- vísitalan Hækkun lánskjaravísitölunnar síðasta mánuðinn jafngildir rúm- lega 40% ársverðbólgu. Seðlabank- inn hefur nú reiknað lánskjaravísi- tölu fyrir september og reyndist hækkunin á einum mánuði vera 2,9% sem samsvarar 41% árshækk- un. Undanfarið hafa verið reiknaðar hækkanir á helstu vísitölum sem notaðar eru í þjóðfélaginu og hafa þær allar sýnt um eða yfir 40% hækkun á ársgrundvelli. Verðbólg- an virðist Jdví aftur vera að auka hraðann. Á síðustu tólf mánuðum hækkaði lánskjaravísitalan um tæplega 35%. Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftirtilboðum í styrkingu Djúpvegar í Álftafirði. (Lengd 5,1 km, magn 10.000 m3). Verki skal lokið 20. október 1985. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á ísafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 26. ágúst nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 9. september 1985. Vegamálastjóri. ^RARIK HHfe. N RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa laus til umsókn- ar eftirtalin störf: 1. Skrifstofumaður á bókasafn (skjalavarsla, vél- ritun o. fI.). Laun eru samkvæmt kjarasamningi BSRB og ríkisins. 2. Skrifstofumaður. Starfið felst að mestu leyti I sendiferðum auk almennra skrifstofustarfa. Þarf að hafa bílpróf. Laun eru samkvæmt kjara- samningi BSRB og ríkisins. 3. Bókasafnsfræðing I Vá starf. Upplýsingar um menntun, aldur og fyrri störf sendist deildarstjóra starfsmannahalds fyrir 30. ágúst nk. Rafmagnsveitur ríkisins, Laugavegi 118_, 105 REYKJAVIK. ST JÖSEFSSPÍTALI Landakoti Lausar stööur Barnaheimili Starfsmaður óskast á skóladagheimilið (börn 5—9 ára) frá 1. september. Upplýsingarveitirforstöðumaðurí síma 19600-260 milli kl. 9—16. Einnig óskast starfsmaöur á dagheimili fyrir börn á aldrinum 3ja—6 ára. Upplýsingar i síma 19600-250 milli kl. 9—16. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar óskastá lyflækningadeildir l-Aog ll-A, handlækningadeildir l-B og ll-B og barnadeild. Fastar næturvaktir koma til greina. Boöið upp á aðlög- unarkennslu fyrstu vikgrnar. Hjúkrunarfræðingaróskast áaukavaktir á lyflækninga- og handlækningadeildir. Einnig vantar skurðstofu-hjúkrunarfræðing. Námsstaða er fyrir hendi fyrir hjúkrunarfræðing sem vill öðlast starfsreynslu á skurðstofu. Sjúkraliðar Sjúkraliðar óskast til starfa á allar vaktir við eftirtaldar deildir: — Lyflækningadeild ll-A. — Handlækningadeildir ll-B og lll-B. — Bamadeild. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist hjúkrunarforstjórasem veitirnánari upplýsing- ar í síma 19600 frá kl. 11—12 og 13—14 alla virka daga. Röntgen-hjúkrunarfræðingur eða röntgentæknir Vantar nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar gefur deildarstjóri röntgendeildar í síma 19600-330. Starfsfólk Starfsfólk (ræstingar vantar við allar deildir spítalans. Upplýsingar veitir ræstingastjóri i síma 19600-259. Starfsmaður Óskum að ráða starfsmann til starfa í þvottahúsi okkar að Síðumúla 12. Upplýsingar gefur forstöðukona þvottahússins í sima 31460. Reykjavik, 27. ágúst 1985. Kennaranámskeíö í skyndihjálp á Akureyri og í Reykjavík Rauði kross íslands heldur kennaranám- skeið í skyndihjálp á Akureyri dagana 6.- —16. september næstkomandi. Innritun og nánari upplýsingar í síma 96-24402 virka daga frá kl. 14—17 eða 91-26722 á venjulegum skrifstofutíma. Rauði kross íslands heldur kennaranám- skeið í skyndihjálp i kennslusal RKÍ, Nóa- túni 21, Reykjavík, dagana 23. september til 4. október næstkomandi. Innritun og nánari upplýsingar í síma 91-26722 á skrifstofutíma. Rauði kross íslands. I Munió Hjálparstarfió Giró 90000 Rauói Kross lslands

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.