Alþýðublaðið - 27.08.1985, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 27.08.1985, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 27. ágúst 1985 ______Frá grunnskóla ^ Kópavogs Grunnskólarnir í Kópavogi veröa settir með kennara- fundum I skólunum mánudaginn 2. september nk. kl. 9.00 fyrir hádegi. Næstu dagar veröa notaðir til undirbúnings kennslu- starfs. Nemendur mæti sem hér segir: Föstudaginn 6. september9. bekkur, börn fædd 1970, kl. 9.00, föstudaginn 6. september 8. bekkur, börn fædd 1971, kl. 10.00, föstudaginn 6. september 7. bekkur, börn fædd 1972, kl. 11.00, mánudaginn 9. september 6. bekkur, börn fædd 1973, kl. 9.00, mánudaginn 9. september 5. bekkur, börn fædd 1974 kl.1000 mánudaginn 9. september 4. bekkur; börn fædd 1975, k.l. 11.00 mánudaginn 9. september 3. bekkur, börn fædd 1976, kl. 13.00, mánudaginn 9. september 2. bekkur, börn fædd 1977, kl. 13.00, mánudaginn 9. september 1. bekkur, börn fædd 1978 kl. 14.00. Forskólabörn 6 ára(fædd 1979)og foreldrarþeirraverða boóuö í viðtal símleiöis frá 9.—13. september. Skóla- ganga forskólabarna hefst mánudaginn 16. september. Skólafulltrúi. A Útboð Tilboð óskast í gröft, fyllingu og lagningu holræsa í Vogatungu vegna íbúöa aldraöra. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu bæjarverkfræö- ings, Fannborg 2, fráog með þriðjudeginum 27. ágúst ’85, gegn 2000 kr. skilatryggingu. Tilboöum skal skila á sama staö fyrir kl. 11, mánudag- inn 9. september og verða þá opnuö aö viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Bæjarverkfræðingurinn í Kópavogi. Bandalag kennarafélaga og Kennaraháskóla íslands efnatil ráðstefnu um íslenska skólastefnu laugardaginn 31. ágúst kl. 9.00 til 17.00 að Borgar- túni 6, Reykjavík. Erindi flytja: Jónas Pálsson, rektor Kennaraháskóla íslands. Sólrún Jensdóttir, skrifstofustjóri í menntamála- ráðuneytinu. Svanhildur Kaaber, formaður Bandalags kennara- félaga. Dr. Wolfgang Edelstein, prófessor við Max Planck-rannsóknarstofnunina í Vestur-Berlín. Tilkynnið þátttöku á skrifstofu Kennaraháskól- ans í síma 91-686065 fyrir 28. ágúst. Ráðstefnan eröllum opin. ílsal FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Fóstruróskast á barnaheimilið Stekk, sem er meö blönduðum aldurshópi, 2—6 ára börn. Nánari upplýsingar gefur forstöðukona Stekkjar í síma 96-22100 (217). Umsóknum um menntun og fyrri störf sé skilað fyrir 2. september 1985. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Þegar bílar mætast er ekki nóg að annar víki vel út á Vegarbrún og hægi ferð. Sá sem á móti kemur veröur að gera slíkt hið sama en not- færa sér ekki tillitssemi hins og grjótberja hann. Hæfilegur hraði þegar mæst er telst u.þ.b. 50 km. „Það er alltaf leiðinlegt að láta hafa sig að fífli“ — Harðorð bókun Ingibjargar Hafstað, fulltrúa Kvennalistans í útvarpsráði, gegn mannaráðningum útvarpsstjóra Á fundi útvarpsráðs fyrir helgina urðu hvassar umræður um manna- ráðningarnar á sjónvarpinu, þegar útvarpsstjóri réði Hrafn Gunn- laugsson og Ingva Hrafn Jónsson, gegn tilmælum útvarpsráðs, sem mælt hafði með Tage Ammendrup og Helga Helgasyni í stöðurnar. Viðstaddir fulltrúar meirihlutans í þessu máli, Árni Björnsson, Ingi- björg Hafstað og Markús Á. Ein- arsson, létu öll bóka mótmæli gegn mannaráðningum útvarpsstjóra, en auk þess lét formaður útvarpsráðs, Inga Jóna Þórðardóttir, aðstoðar- ráðherra, bóka mótmæli gegn þeim „dylgjum“ sem hún taldi felast í bókun Ingibjargar. Markús A. Einarsson kvaðst í bókun sinni harma hvernig staðið hefði verið að þessum mannaráðn- ingum og Árni Björnsson kvaðst ekki skilja hvers vegna ráðningarn- ar væru bornar undir útvarpsráð, þar eð ekki væri farið eftir vilja ráðsins hvort eð væri. Bókun Ingibjargar Hafstað var lang ítarlegust og fer hún hér á eftir: „I ljósi síðustu mannaráðninga hjá Ríkisútvarpinu, vil ég lýsa því yfir að ég er orðin þreytt á því sýnd- arlýðræði sem viðgengst í þessu landi. Það hefur sýnt sig að ákvarð- anir útvarpsráðs eru einungis virtar þegar þær þjóna flokkspólitískum hagsmunum þeirra nranna, sem sitja í embætti útvarpsstjóra og menntamálaráðherra. Þannig er þægilegt að láta ráðið bera ábrygð á óþægilegum ákvörð- unum, eigi málstaður sjálfstæðis- manna þar meirihluta. Þegar hins vegar meirihluti ráðsins kýs sér ekki það hlutskipti að vera leiksoppur sjálfstæðismanna, eru ákvarðanir þeirra að engu hafðar. Þetta eru leikreglurnar sem farið er eftir hér á landi og menn dirfast að kalla lýð- ræði. Kvennalistinn lagði fram á Al- þingi í vetur frumvarp til útvarps- laga þar sem tilraun var gerð til að skapa starfsmönnum Ríkisútvarps- ins raunverulega lýðræðisleg starfs- skilyrði. í frumvarpinu er hvorki gert ráð fyrir útvarpsstjóra né póli- tískt kjörnu útvarpsráði, heldur bera starfsmenn ábyrgð á starfsemi stofnunarinnar og fá þannig frjáls- ar hendur til að gæta hlutleysis- skyldu sem á stofnuriinni hvílir lög- um samkvæmt og til að vinna að metnaðarfullri dagskrá, en neyt- endur veita þeim það aðhald sem nauðsynlegt er hverju sinni. Starfsmenn og neytendur verða þannig í stakk búnir að hafa áhrif á meiri háttar ákvarðanir í stað nú- verandi ástands, þar sem síaukin miðstýring færir völd á æ færri hendur. Slíkt traust á hinum almenna borgara þykir fráleitt í hinu íslenska þjóðfélagi. Ég mótmæli því sýndarlýðræði sem hér er stundað og krefst þess að farið sé eftir þeim starfsreglum sem í gildi eru, eða þeim sé breytt þannig að útvarpsráð geti farið að sinna einhverju alvöruhlutverki. Það er nefnilega alltaf niður- lægjandi að láta hafa sig að fíflií* ísland í Bandaríkjunum: Ljós- mynda- sýning Fylkisstjórinn í Minnesota Rudy Perpich hefur boðið nokkrum ís- lenskum fyrirtækjum að kynna vörur sínar og þjónustu á Icelandic Days in Minnesota 25. og 26. ágúst næstkomandi. Á sama tíma verður opnuð Ijósmyndasýning sem Ljós- myndasafnið setur upp. Heiðurs- gestur á þessum kynningum verður Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra. Perpich fylkisstjóri kom til ís- lands fyrir 2 árum á ferð um öll Norðurlönd. Hann var þá nýkjör- inn fylkisstjóri. Fylkisstjórinn sem hefur mikinn áhuga á útflutningi og innflutningi vöru og þjónustu stakk upp á sérstakri íslandskynn- ingu við forráðamenn hér. Fyrrver- andi sendiherra Bandaríkjanna hér á landi Marshall Brement hefur einnig unnið að þessu máli. Ljósmyndasafnið var fengið til að setja upp ljósmyndasýningu sem sýnir aðstæður á íslandi frá því fyr- ir og um aldamótin en einmitt á þeim tíma var straumur vesturfara frá íslandi hvað mestur. Til saman- burðar hefur bandarískum ljós- nryndara, Gary Spencer að nafni, sem tekið hefur mikið af Ijósmynd- um á íslandi og er sjálfur frá Minnesota, jafnframt verið boðið að sýna nútímaljósmyndir. Ljós- myndasýningin verður opnuð 25. ágúst í Science-safninu í Minnea- polis St. Paul. Kynning á vörum og þjónustu ís- lenskra fyrirtækja fer svo fram á International Market Square í Minneapolis. Þar munu Coldwater, Iceland Seafood og Iceland Waters Industries kynna framleiðslu sína og standa fyrir veitingum. Álafoss og Hilda kynna ullarvörur og halda tískusýningar með aðstoð stórversl- unarinnar Daytons, sem mun leggja til sýningarstúlkur og Flugleiðir og Ferðamálaráð kynna ísland sem ferðamannaland, en Hafskip kynn- ir gámaflutninga sína frá Norður- löndum. Nicholas Ruwe, nýskipaður sendiherra Bandaríkjanna á íslandi. Hann af- henti forseta Islands trúnaðarbréf sitt á niiðvikudaginn. Lögreglustöð í Hafnarfirði Tilboð óskast í að fullgera húsið að Helluhrauni 2 sem lögreglustöð. Setja þarf þak á húsið að hluta og ganga frá því að utan sem innan og lagfæra lóð. Húsið er að hluta á 2 hæðum, alls um 1030 fm að gólffleti. Verkinu skal að fullu lokið 15. febrúar 1987. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Rvík, gegn 5000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opn- uð hjá Innkaupastofnun ríkisins, þriðjudaginn 10. sept. 1985 kl. 11.30. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS - Borgartuni 7, simi 25844 FÉL.AGSSTARF Alþýðuflokksfólk Norðurlandskjördæmi eystra Kjördæmisþing í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldið að Stóru-Tjarnarskóla dagana 31. ágúst og 1. september. Þingið hefst laugardag kl. 13.30 stundvíslega. Mætum öli. Stjórnin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.