Alþýðublaðið - 27.08.1985, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.08.1985, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 27. ágúst 1985 3 Þriggja ára kerfi út Póstur og sími tekur í notkun nýtt bílsímakerfi. Kostnaðurinn nemur tugmilljónum Nýtt bílsímakerfi, glerfiberkapl- ar og tölvunet er það sem koma skal — alveg á næstunni. Bílsíminn, sem tekinn var í notk- un 1982, skipti sköpum um fjar- skipti fyrir þá sem eru á ferð og flugi en þurfa þó að vera í sam- bandi. Nú hefur Póstur og sími tek- ið ákvörðun um að kerfinu verði breytt. í stað gamla handvirka kerf- isins, sem hefur kostað 6 milljónir króna í beinni fjárfestingu, verður komið upp sjálfvirku kerfi, þar sem notandinn velur beint það númer, sem hann ætlar að hringja í. Nú eru notendur bílsíma 350— 400, en þeim til huggunar þá verður gamla handvirka kerfið áfram í notkun samhliða hinu nýja um ófyrirsjáanlega framtíð. Kostnað- urinn við að koma upp nýju sjálf- virku kerfi nemur tugmilljónum, en hluti kostnaðarins dreifist á talsam- bandið við útlönd, því nýja kerfið gefur möguleika á beinum símtöl- um til útlanda. Tíðnisviði farsím- ans verður breytt og hann sam- ræmdur því sem nú er á Norður- löndunum. Póstur og sími þarf að endurnýja móðurstöðvarnar um allt land, auk þess sem sett verður upp sjálfvirk aðalstöð í Reykjavík. Þessu fylgir einnig ný línulögn að hluta til. Það sem helst skiptir notandann máli er að skipta þarf um símtæki. Verð bílsímans hefur tekið stakka- skiptum á þeim stutta tíma, sem hann hefur verið í notkun hér. í upphafi var kostnaðurinn fyrir not- andann um 300 þúsund krónur, en ér nú um 70 þúsund krónur. Varla má búast við að stofnkostnaður lækki úr þessu, þrátt fyrir stefnu póst og símamálayfirvalda að kostnaður við notkun bílsímans sé í takt við hið almenna símakerfi, en þar hefur kostnaðurinn Iækkað. Aætlað er að nota um 35 milljón- ir króna á næsta ári í uppsetningu móðurstöðva fyrir sjálfvirka kerf- ið. Nú spyrja e.t.v. margir sem svo „var þetta ekki fyrirsjáanlegt, er hér ekki enn ein sóunin á almannafé". En breytingar á fjarskiptatækninni eru ákaflega örar. Meðuppsetningu digitalstöðva í símstöðvum og með lækkun á stöðvum fyrir bílsíma í Evrópu í kjölfar aukinnar notkun- ar, verður sjálfvirkt kerfi fyrir bíl- síma á íslandi að staðreynd, fyrr en nokkur þorði að vona. / bílum framtíðarinnar verða náttúrlega sjálfvirkir simar. Hérlendis eru sjálfvirkir bílasímar nú að halda innreið sína. Digitalstöðvar og glerfíber Sjálfvirkur sími er kominn inn á næstum öll heimili landsmanna. Síðustu sveitabæirnir verða tengdir sjálfvirka kerfinu í lok þessa árs eða mjög snemma á næsta ári. Þrjár digitalstöðvar hafa verið settar upp í símstöðvum landsins og svo er ein stafræn stöð eða digitalstöð á Keflavíkurflugvelli. Notkun digit- alstöðva er forsenda nýrra mögu- leika í fjarskiptum og höfum við þegar bent á einn sem er sjálfvirkt bílsímakerfi, en notkun glerfiber- kapla í stað koparkapla í línur þær sem bera boð á milli síma lands- manna er annar möguleiki sem opnast með tilkomu digitalstöðv- anna. Búið er að panta fyrstu glerfiber- kaplana hingað til lands og verður farið að leggja fyrstu ljósleiðarana milli símstöðva innanbæjar í Reykjavík á allra næstu dögum. Fyrstu kaplarnir verða lagðir frá Landsímahúsinu upp í aðalstöðina í Múla, þaðan í Breiðholtið og Kópavog. Þessi fjárfesting er um fjórar milljónir króna. Hluti af leiðinni verður lagður tvöfaldur. Þeir kaplar sem fyrst verða lagðir hér bera 6 ljósleiðara, en með bún- aðinum er unnt að taka fjöldann allan af símarásum inn á sama rás- merkið. Því í glerfiber berast sím- tölin manna í milli sem ljósmerki en ekki sem rafboð. Sem dæmi má nefna að með sex ljósleiðurum er unnt að flytja 5760 simtöl í senn — eða sex sjónvarpsrásir á sama kapl- inum. Lagning glerfiberkaplanna helst í hendur við uppsetningu digi- talstöðvanna. Jafnframt línulögn- inni þarf að koma upp tækjum sem breyta símtalinu yfir í ljósmerki og eftir eitt til tvö ár verður keyptur búnaður sem fjölgar merkjum inn á leiðarana. Á næsta ári verður síðan byrjað að leggja glerfiberkapal til Hvols- vallar. Með notkun glerfiberkapla er deyfing á merkinu minni en á gömlu köplunum og færri magnara þarf milli landshluta. En einnig opnast ntöguleikinn á því að flytja margar sjónvarpsrásir samtímis eft- ir sama kapli. Endurvarp sjónvarps tekur miklum stakkaskiptum með þessari tækni. Unnt er að senda fleiri rásir og í stereó, en ekki er þó fyrirsjáanlegt að á allra næstu árum tengist kapallinn beint til hvers not- anda, heldur verður þá merkið flutt á ljósleiðara til endurvarpsstöðv- anna og þaðan heim til notandans. Tölvunet Tölvufíklar líta björtum augunt til framtíðar og sjá fyrir sér þá dýrðartíma þegar unnt er að fá heim í stofu allar hugsanlegar upp- lýsingar frá tölvum hér heima eða erlendis á augabragði. Þessi tími er skammt undan, þvi Póstur og sínti tekur opinberlega í notkun um næstu áramót tölvunet, sem nær yf- ir allt landið. Nú þegar hefur netið verið tekið i notkun í tilraunaskyni og geta notendur farið að tengjast því til prufu. Enn er ekki kontið forrit fyrir búnaðinn, sem ákveður gjald fyrir notkunina né er búið að samþykkja neina gjaldskrá fyrir notkun. Það verður um áramót. Tölvunotendur geta tengst þessu neti hvar sem þeir eru á landinu. í mörgunt tilvikum eru línur fyrir- liggjandi í húsunt tölvunotenda og þarf þá ekki að bíða nteð tengingu, en hjá sumurn þarf að leggja sér- stakar línur til þess að veita aðgang að netinu, þannig að tenging við tölvunetið gengur ýmist í hvelli eða hefur lengri aðdraganda. Yfirmenn Pósts og síma standa nú í samningaviðræðum við Breta og Dani um að tengjast netum sem þar eru fyrir og geta íslenskir tölv- arar þannig komist beint í tölvu- banka erlendis, sem veita aðgang að pakkanetum eins og þvi íslenska. Yfirvöld og embættismenn liggja oft undir ámæli almennings urn að vera ekki í takt við tímann eða ginn- keypt fyrir nýjungunt og vera held- ur seint til. En i ljósi allra þeirra breytinga, sem eru að gerast í fjar- skiptamálum . íslendinga virðist þjónusta Pósts og síma ekki ætla að verða til þess að við sitjum aftarlega á merinni. Molar Stöðusvipting, ekkert minna! Helgarpósturinn upplýsti á fimmtudaginn hver hefði skrifað leiðara Alþýðublaðsins daginn áður. Það virðist reyndar vera orðið heilmikið sport hjá kolleg- um á hinum blöðunum að þefa uppi leiðarhöfunda Alþýðublaðs- ins. NT komst til dæmis að þeirri skemmtilegu niðurstöðu um dag- inn að leiðararnir væru skrifaðir á auglýsingas'tofu úti í bæ og heyrðu því undir aðkeypt efni. En leiðari Alþýðuþlaðsins á miðvikudaginn vakti sent sagt verðskuldaða athygli (var reyndar endurprentaður í heild i Þjóðvilj- anum daginn eftir) og HP þykir því að vonum mikið í húfi að geta komið alþýðu manna í skilning um að nú sé „væntanlegur rit- stjóri" farinn að taka forskot á sæluna og skrifa leiðara. Nú viljum við á Alþýðublaðinu náttúrlega ekki vera síðri og við getum upplýst að það var enginn minni maður en sjálfur ritstjóri HP, Ingólfur Margeirsson, sem þarna tók sér hvíld frá leiðara- skrifum og brá sér í hlutverk rann- sóknarblaðamannsins. En ritstjóri HP kafaði mun dýpra heldur en svo að hann léti sér nægja að komast að nafni og númeri leiðarahöfundarins. Hann fann það líka út af hugviti sínu að hinn „væntanlegi rit- stjóri" hefði einmitt misst af hinni væntanlegu upphefð, rit- stjórastöðunni, með þessu leið- araskrifi. Tja, hvað á maður nú að segja. Það er reyndar allrar athygli vert að ritstjóri HP skuli telja stöðu- sviptingar svona sjálfsagðar þeg- ar menn skrifa eins og þeim býr í brjósti. Nýr ritstjóri? Eins og reyndar oft áður ganga nú mjög ákveðnar sagnir í borginni um fjárhagsstöðu Helgarpósts- ins. Sagt er að forráðamenn blaðsins leiti með logandi ljósi út um allan bæ að fjármagni, en þar sem lánsfjármagn liggur ekki á lausu til blaðaútgáfu, sem yfirleitt er ekki talinn vænlegur gróðaveg- ur, þá muni nú einna helst hallast að því að fá inn í fyrirtækið nýja fjársterka meðeigendur. I þessu sambandi hefur eitt nafn borið oftar á góma en önnur. Það er Ásgeir Hannes Eiríksson, oft kallaður pulsusali, sem fyrir ári siðan hóf útgáfu ísafoldar sem svo lognaðist út af í verkfallinu. Vitað er að Ásgeir Iangar mjög til að koma sér upp málgagni og því ekki ólíklegt að hann væri manna líklegastur að leggja pen- inga í Helgarpóstinn, ef það yrði til þess að hann kæmist þar til nokkura áhrifa. Kannski Ásgeir Hannes sé væntanlegur meðritstjóri Helgar- póstsins? • í fréttum er þetta ekki helst Flokkur mannsins hefur ekki ver- ið mikið í sviðsljósinu að undan- förnu, allavega ekki í fjölmiðlum. Aftur á móti kunnum við eina sögu úr þeim herbúðunt: Flokkurinn hefur nú nýlega lokið hringferð um Iandið þar sem baráttan gegn „svínræðinu" var sett á oddinn. Þegar lagt var upp í ferðina frá Reykjavík, höfðu fréttamenn sjónvarpsins haft ein- hvern pata af hinni væntanlegu hringferð og voru mættir á stað- inn með myndavélar sínar og hljóðnema. Voru síðan tekin viðtöl og myndir og héldu við svo búið hver í sína átt. Flokkur mannsins lagði upp í hringferðina en sjónvarps- menn fóru aftur í sjónvarpshúsið að vinna úr efninu. Flokkurinn fylgdist svo gaunt- gæfilega með sjónvarpsfréttum á hverju kvöldi en ekki bólaði á fréttinni. Seint og um síðir var svo hringt á fréttastofu sjónvarpsins og spurst fyrir um örlög upptökunn- ar. Eftir því sem við hér á Molurn höfum sannast fregnað mun svar- ið hafa verið á þá leið að þetta þýddi ekki að sýna, því það væri orðið úrelt!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.