Alþýðublaðið - 23.06.1989, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 23.06.1989, Qupperneq 6
6 Föstudagur 23. júní 1989 Reiðnámskeið fyrir fatlaða Þaö er jákvæö nýbreytni í tómstunda-og íþróttaþjálfun fatlaðra aö I sumar verða starfrækt reiðnámskeið við Reykjalund í Mosfellsbæ. Námskeiöin standa öllum fötluðum einstaklingum til boða. Þátttakendum verður skipað í barna- og unglinga- hópa en fullorðnir verða i sér flokki. Fullt tillit verður tekið til getu hvers og eins. Starf- semin er styrkt úr sameigin- legum sjóði Landssamtak- anna Þroskahjálp og Öryrkja- bandalags íslands. Aðstandendur námskeið- anna þær Hjördís Bjartmars og Sigurveig Magnúsdóttir hafa margra ára reynslu af reiðþjálfun fatlaðra. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 667126 á mánu- dögum og miðvikudögum á milli kl. 10 og 12 f.h. og á fimmtudögum frá kl. 18—20. Borgarbúar safni saman notuðum raf- hlöðum Á fundi borgarráðs 13. október 1987 lagði Katrín Fjeldsted fram tillögu um flokkun og endurvinnslu húsasorps. Tillaga hennar var síðan endurflutt og samþykkt á fundi borgarstjórnar 2. febrúar árið 1989. Hinn 18. apríl sl. fól borgar- ráö Reykjavíkur gatnamála- stjóra, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavík- ur og forstöðumanni Sorp- eyðingar höfuðborgarsvæðis- ins að vinna að innsöfnun notaðra rafhlaðna í Reykjavik. Markmiðið með söfnuninni er að draga eins mikið og unnt er úr umhverfismengun af völdum kadmíums og kvika- silfurs. Innsöfnunin hefst næstu daga og verður farið þess á leit við forráðamenn bensin- stöðva, matvöru- og Ijós- myndavöruverslana, að þeir veiti móttöku notuðum raf- hlöðum í þar til gerð ílát. Það er von okkar, sem standa að innsöfnuninni, að þessir aöil- ar taki málaleitan okkar vel. Stafsmenn hverfamiðstöðva borgarinnar munu losa ílátin reglulega og eftir þörfum. Á hverfamiðstöövunum verður einnig tekið á móti notuðum rafhlöðum og íbúum hverf- anna veitt margs konar þjón- usta varðandi umhverfis- vernd. Borgaryfirvöld hafa gefiö út bækling um umhverfi og mengun. Bæklingurinn, sem borinn verður í öll hús borg- arinnar mun að þessu sinni veita upplýsingar og leiðbein- ingar um tilgang söfnunar- innar og starfsemi hverfamið- stöðva borgarinnar. Ætlunin er að gefa út fleiri bæklinga um umhverfismál, sérstak- lega jsau, sem efst eru á baugi hverju sinni og varða heill íbúanna. Borgaryfirvöld vilja hvetja borgarbúa til þess að taka virkan þátt í söfnun notaðra rafhlaðna með því að koma þeim til framangreindra móttökustaða í borginni. Höfundur ís- fólksins til íslands Væntanlegur er hingað til lands höfundur bókaflokks- ins vinsæla um ísfólkið. Það er skáldkonan Margit Sandemo, sem er sænsk að uppruna og ætt og skrifar á sænsku, en býr og starfar í Noregi. Margit Sandemo er þekkt og mikils metin af öll- um þeim sem lesa vikublöð, enda hefur hún samiö rúm- lega 50 framhaldssögur. Sennilega eru smásögurnar hennar ennþá fleiri og hafa sumar þeirra birst í VIKUNNI. Sögurnar um ísfólkið skrifar hún hins vegar samkvæmt beiðni norska útgáfufyrirtæk- isins Bladkompaniet a.s. Bækurnar koma samtímis út á íslandi og í Noregi og Sví- þjóð. Hér á Islandi mun Margit Sandemo hafa vikudvöl. Hún mun skoða sig um bæði á Suðurlandsundirlendinu og fyrir norðan. Hún mun einnig hitta ýmsa aðila hérlendis sem tengjast yfirnáttúruleg- um fyrirbærum, en hún er mikill áhugamaður og sér- fræðingur um slík mál. Þá mun hún hitta íslensk starfs- systkini sín, heimsækja fjöl- miðlana, hitta íslenska les- endur sína í nýju húsnæði PRENTHÚSSINS að Faxafeni 12 i Skeifunni og árita bækur þeirra ef þeir óska. Með Margit Sandemo í för er 19 ára norsk stúlka, Marit Kjellevold, sem tekur þátt í afarvinsælli spurninga- keppni í norska ríkissjónvarp- inu. Hefur hún valið sér ís- fólkið að sérsviði, en dómari á því spurningasviði erein- mitt sjálf Margit Sandemo. Saga Vest- mannaeyja komin út í tilefni af 70 ára afmæli Vestmannaeyjakaupstaðar hefur forlagið Fjölsýn endur- útgefið Sögu Vestmannaeyja eftir Sigfús M. Johnsen, rit- höfund og fyrrverandi bæjar- fógeta í Vestmannaeyjum. Formála að þessari endurút- gáfu skrifar Haraldur Guðna- son, fyrrverandi bókavörður í Eyjum. Saga Vestmannaeyja kom fyrst út árið 1946 en hefur verið ófáanleg um margra ára skeið. Ýmsir fræðimenn töldu þá að Eyjasaga Sigfúsar væri nýjung í ritun héraðssagna. Var það fyrst og fremst vegna ítarlegrar haglýsingar, þjóð- Iífslýsinga og annarra frá- sagna, sem beindust fremur að almennri sögu Eyjanna en persónusögu. Þau miklu um- brot sem uröu vegna eld- gossins á Heimaey gera nýrri kynslóð örðugra að tengjast sögu og staðháttum fyrri tíma. Þeim mun mikilvægari er Saga Vestmannaeyja. í þessa endurútgáfu hefur verið bætt fjölmörgum mynd- um og þar af fjölda litmynda, sem ekki hafa birst á prenti áður. Auk þess er sérstakur myndaþáttur um fornleifa- rannsóknir í Herjólfsdal. Megintexti bókarinnar var Ijósmyndaður og prentaður upp á nýtt með áorönum leið- réttingum. Saga Vestmannaeyja er um 800 blaðsíður aö stærð í lit- öskju. Skúli Sigurðs- son fékk styrk úr Minningar- sjóði Jóns Jó- hannessonar Nýlega var veittur styrkur úr Minningarsjóði dr. phil. Jóns Jóhannessonar prófessors. Styrkinn hlaut að þessu sinni Skúli Sigurðs- son, en hann er nú að semja ritgerð til doktorsprófs í vís- indasagnfræði við Harvardhá- skóla í Bandaríkunum. Minningarsjóður dr. phil. Jóns Jóhannessonar prófessors er eign Háskóla Islands. Vaxtatekjum sjóðs- ins er varið til að veita stúd- entum eða kandidötum í ís- lensku og sagnfræði styrki til einstakra rannsóknarverkefna ertengjast námi þeirra. Siglingar fyrir Almenning á Rauðavatni í sumar mun siglingaað- staða íþrótta- og tómstunda- ráös á Rauðavatni verða opin almenningi á eftirfarandi tím- um: Þriðjudögum kl. 16:00—16:30. Fimmtu- dögum kl. 16:00—18:30. Laug- t Útför heiðursborgara Eyrarbakkahrepps Vigfúsar Jónssonar fyrrverandi oddvita verður gerð frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 24. júní n.k. kl. 14.00. Að ósk aðstandenda eru blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast Vigfúsar er bent á að láta Sólvelli, dvalarheimili aldraðra á Eyrarbakka njóta þess. Bílferð verður frá B.S.Í. kl. 12.30. Hreppsnefnd Eyrarbakkahrepps • Krossgátan □ 1 2 i hriÉ 3.=.-’ 4..,. 5^oi S&t ■ to V/ p'-* 1 '• 6 o. □ 7 é 9 7 10 ■ □ 11 □ 12 V . 13 □ *;■ > □i Lárétt: 1 úrgangsefnið, 5 ófús, 6 gjalli, 7 bardagi, 8 starfar, 10 sem, 11 þjóta, 12 tónn, 13 fiskar. Lóðrétt: 1 fátækir, 2 hægfara, 3 þyngdareining, 4 skelfur, 5 ull- arvinna, 7 fé, 9 viðkvæma, 12 lindi. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 gráta, 5 slen, 6 kal, 7 ól, 8 aulana, 10 nm, 11 ræð, 12 miði, 13 iðaði. Lóðrétt: 1 glaum, 2 rell, 3 án, 4 aflaði, 5 skanki, 7 ónæði, 9 arið, 12 MA. • 6engi8 Gengisskráning nr. 116 — 22. júní 1989 Kaup Sala Bandarikjadollar 58,100 58,260 Sterlingspund 90,645 90,894 Kanadadollar 48,719 48,853 Dönsk króna 7,6473 7,6673 Norsk króna 8,1773 8,1999 Sænsk króna 8,7990 8,8233 Finnskt mark 13,3104 13,3471 Franskur franki 8,7665 8,7906 Belgiskur franki 1,4217 1,4256 Svissn. franki 34,4807 34,5757 Holl. gyllini 26,4271 26,4999 Vesturþýskt mark 29,7491 29,8310 Itölsk lira 0,04102 0,04113 Austurr. sch. 4,2285 4,2402 Portúg. escudo 0,3542 0,3551 Spánskur peseti 0,4677 0,4690 Japanskt yen 0,41160 0,41274 Irskt pund 79,292 79,510 SDR 72,7226 72,9229 Evrópumynt 61,5686 61,7381 ardögum kl. 13:00—17:00. Afnot af bátum og björgunar- vestum er ókeypis. A staðn- um verða starfsmenn til leið- beiningar. Brúðubíllinn í Skerjafirði í sumar mun Brúðubíllinn verða með sýningar á gæslu- völlum borgarinnar, eins og undanfarin ár. í upplýsinga- bæklingi um sumarstarf í Reykjavfk 1989 og á gæslu- völlum eru nánari upplýs- ingar um hvar og hvenær sýningar verða. Sýningum hefur sfðan verið bætt við í Skerjafirði og verða þær á leikvellinum við Einars- nes 26, mánudaginn 26. júní kl. 14:00 og miðvikudaginn 12. júlí kl. 10:00. RAÐAUGLÝSINGAR Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Stúdentar verða bautskráðir frá skólanum laug- ardaginn 24. júní kl.14.00. Nýstúdentar eru beðnir að koma í skólann á æfingu föstudaginn 23. júní kl. 18.00. Rektor Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla Umsóknarfresturum áðurauglýstarkennarastöðurviðeftir- talda skóla framlengist til 30. júní. Við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki eru lausar til umsókn- ar kennarastöður í þýsku, stærðfræði og eölisfræöi. Að Kvennaskólanum í Reykjavík vantar kennara í stærð- fræði. .Flokksstarfið Kópavogur Kveðjusamsæti fyrir Huldu Finnbogadóttur bæjarfulltrúa f Kópavogi verður í sal alþýðu- flokksins Hamraborg 14a laugardaginn 24.06. kl. 20.00. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 30. júnf n.k. Veitingar. Félagar fjölmennið. Menntamálaráðuneytið Stjórnin

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.