Alþýðublaðið - 07.05.1990, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.05.1990, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 8. maí 1990 INNLENDAR FRÉTTIR Fólk Enn einn ungur tenór Islendingar eiga marga og góða tenóra, og marg- ir þeirra hafa náð frægð og frama við erlend tón- leikahús. Ungur tenór, Ól- afur Arni Bjarnason, heldur sína fyrstu tón- leika í íslensku óperunni í kvöld kl. 20.30. Ólafur Arni nam fyrst hér heima en síðan í Bloomington i Indíanaríki í Bandaríkj- unum. Framtið hans virð- ist lofa góðu — í vor söngi hann fyrir umboðsmenn óperuhúsa í Þýskalandi og hefur verið ráðinn fyrsti tenór við óperuhús- ið í Regensburg þar sem hann syngur Don Jose í Carmen í haust. Undir- leikari í kvöld er Olafur Viifnir Albertsson. Spaugstofunafn á framboðslista Nýr uettlingur er ekkert grínnafn lengur. Á Suður- eyri bjóða menn fram lista með þessu nafni í bæjarstjórnarkosningun- um 26. maí. Spaugstofan kom fram með þetta nafn — í gríni — Súgfiröingar nota það í fullkominni al- vöru. Á Suðureyri veröur mikið fjör í kosningunum — þar er fimmti hver maður í bænum á fram- boðslista, 50 menn af 245 sem eru á kjörskrá! Sam- svarar þetta því að um 15 þúsund Reykvíkingar væru á framboðslista. Sveinn Sæm. — 38 ár i fluginu Sveinn Sæmundsson, fyrrum blaðafulltrúi Flug- félags íslands og síðar Flugleiða er um þessar mundir að hætta störfum við fyrirtæki sitt — fyrir aldurs sakir — segir hann, og er þó með yngri mönnum í sjón og raun. Sveinn hefur starfað í 38 ár í fluginu og man því tímana tvenna. Hann er reyndar ekki að hætta störfum alfarið, því hann og Steinar J. Lúdvíksson eru að skrifa annað bindi flugsögu íslands. Fyrir síðustu jól kom út eftir þá bókin Fimmtíu flogin ár, fyrsta bindið af trúlega þrem. Næsta bindi ætti að verða enn æsilegra en það fyrsta, — þar verður tekið á sameiningu flugfé- laganna og von á miklum og merkilegum upplýs- ingum sem ekki hafa komist í hámæli. Mó tala — sé á hann yrt! Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri á ísafirði er i slæmri aðstöðu um þess- ar mundir. Hann er kom- inn í framboð gegn vinnu- veitendum sínum, meiri- hluta bæjarstjórnar, sem hann telur sig í málefna- legri andstöðu við. Getur bæjarstjóri sig nú lítt hrært. Sagt er að hann megi tala því aðeins að á hann sé yrt. Gert hefur verið samkomulag milli Haraldar og meirihluta bæjarstjórnar þar sem nokkuð er þrengt að bæj- arstjóra. Goði Sveinsson sjónvarpsstjóri og Jón Gunnarsson, yfirgefa Stöð 2, 20. febrúar sl. til að taka við störfum hjá Sýn. Nú koma þeir í raun til baka og starfa hjá sama fyrirtæki og forðum. Nú skal sjónvarpað með hámarksarðsemi BAK VID FRÉTTIRNAR Fjölmiðlum hefur að vonum orðið tið- rætt um það sem þeir kalla „nýja fjöl- miðlarisann" og eiga þó við Stöð 2 i end- urreistri mynd. Boðað er að risinn verði brátt almenningseign svo hjákátlega sem það hljómar þegar litið er nánar á málið. Áður en almenningi verður leyft að opna sparibauka sina og leggja innihaldið að fótum risans »tla stjórnendur hans þó að gera ákveðnar ráðstafanir. EFTIR: SÆMUND GUÐVINSSON Samkvæmt fréttum felast þær einkum í því að reka fleira starfsfólk og skera innlenda dagskrárgerð nið- ur við trog svo risinn geti malað eigendum sínum gull. Þetta eru svo sannar- lega háleit sjónarmiö því hvaö er eftirsóknarverðara hér í heimi en græða pen- inga á náunganum? Að skapa nýjar atvinnugreinar sem framleiði verðmæti til útflutnings er bara slagorð fyrir kosningar ef álvers- plön eru undanskilin. Marklaust hjal á 19.19 Helstu forsprakkar nýja risans voru kallaðir til skrafs í fréttaþætti Stöðvar 2 fyrir helgina. Oft hef ég séð Ólaf Friðriksson frétta- mann skeleggari í spurn- ingum en í þetta sinn. Hann sat þarna eins og ferming- ardrengur sem er að sækja um sumarvinnu með húf- una milli handanna og tel- ur sig þurfa að afsaka ná- vist sína með hógværu og vandræðalegu orðalagi. Nú brá ekki fyrir hvössum og gagnrýnum spurningum sem gjarnan er beint að pólitíkusum eða forsprökk- um fyrirtækja úti í bæ. Valdinu var lotið i auðmýkt og undirgefni. Hins vegar voru þeir er skópu risann ekkert að fara í felur með tilgang sköpun- arverksins. Ef hér hefði komið upp ein sjónvarps- stöð til viðbótar væri næsta víst að hún hefði veitt Stöð 2 samkeppni og menn hefðu klórað augun hver úr öðrum í tvö til þrjú ár en síðan sameinast. Því væri miklu betra að sameinast strax til að útiloka sam- keppni á vegum einkafram- taksins. Og þetta eru menn sem daginn út og daginn inn eru blaðrandi um nauð- syn frjálsrar samkeppni til hagsbóta fyrir land og þjóð. Svo kemur í Ijós, að sam- keppni á því aðeins rétt á sér að „fjölskyldurnar fimmtán" hafi af henni ágóða. „Markmiðið er fyrst og fremst eiH" Einhver af hinum nýju forsvarsmönnum risans vék að því að markmiðið með sameiningu fyrirtækj- anna væri að bjóða sem besta dagskrá. Betri en Sjónvarpið að mér skildist. Auðvitað er þetta eins og hvert annað kjaftæði. Þess- ir menn eru ekki að leggja fé í fjölmiðil af hugsjón heldur er takmarkið að hafa arð af starfseminni. Nú má auðvitað segja að til þess að það megi verða þurfi dagskráin að vera ,,góð" svo áskrifendur haldist og auglýsingafé streymi inn. Þær tekjur eru þó engin trygging fyrir „góðri" dagskrá því í dag eru það umbúðirnar sem selja frekar en innihaldið. Jón G. Hauksson blaða- maður skrifar oft góðar greinar um viðskipti í DV. í iaugardagsblaðinu síðasta fjallar hann um sameiningu Stöðvar 2 og Synar og segir meðal annars: „Hin nýja stjórn fjölmiðlarisans, sem væntanlega kemur saman á sinn fyrsta fund 22. maí næstkomandi, mun taka ákvörðun um starfsmanna- mál og stefnu í dagskrár- gerð hinnar nýju sjónvarps- stöðvar. Ljóst er þó að hún mun fá ákveðin fyrirmæli til að vinna eftir. Sérstak- lega er krafa um að innlend dagskrárgerð veröi skorin niður og sömuleiðis að starfsfólki verði fækkað." Ennfremur segir í grein JGH: „Þannig er rætt um að aðstandendur hinnar nýju stöðvar vilji sjá innan við 100 starfsmenn fyrir árslok 1990 og innan við 80 starfsmenn 1990. (1991? — innsk. SG) Markmiðiö er fyrst og fremst eitt; að rétta sjónvarpsskútuna við og reka einkasjónvarps- og út- varpsstöð með hagnaði." Hvar er nú hugsjón Jóns Ottars? Nú er það í sjálfu sér nauðsynlegt að rekstur sem þessi standi undir sér og þarf ekki að fara fleiri orðum um það. En það er stór munur á því og að gera þær kröfur að um hámarks- arð verði að ræða, ekki síst þegar fjölmiðill er annars vegar. Meðan Jón Óttar stýrði Stöð 2 varð honum tíðrætt um menningarhlutverk Stöðvarinnar og var helst á honum að skilja að framtíð íslenskrar menningar stæði og félli með Stöð 2. Þó þessi vaðall væri yfirgengilegur á stundum og dagskráin í litlu samræmi við yfirlýs- ingar sjónvarpsstjórans þá fer það ekkert milli mála að í tíð Jóns voru framleiddir nokkrir mjög góðir inn- lendir þættir og ekki vafi á að innlend dagskrárgerð var honum mjög hugleikin. Erfitt er hins vegar að setja slíka þætti undir mælistiku arðs í formi peninga. Enda væri fátæklegt um að litast í íslensku menningarlífi ef hagnaðarvonin ein væri höfð að leiðarljósi. Kröfur um arðsemi rek- ast stundum á við kröfur um frelsi til skapandi fram- leiðslu sem hefur engan annan tilgang en þann að skemmta fólki með trúðs- leikjum. „Einstaklingurinn er ærður, en ekki ræktað- ur.“ Svo segir Matthías Jo- hannessen í Félagi Orð og eru það orð að sönnu. Almennings-___________ hlutafélag____________ — fyrir suma Risamiðlarnir nýju gum- uðu af þeirri fyrirætlan að gera fyrirtækið að almenn- ingshlutafélagi og Jón Ótt- ar var genginn í björgin og fagnaði líka. Væntanlega búið að bjarga hlutabréfun- um hans. En mikið skelfing er þetta rugl um almenn- ingshlutafélags gegnsætt í þessu máli sem svo mörg- um öðrum. Raunar er nokkuð Ijóst að ekki mun hver sem er geta keypt hlutabréf í risanum, alla vega ekki fyrir háar upp- hæðir. Hér er það orðin lenska að nokkrir aðilar tryggi völd sín og stöðu með hlutabréfakaupum í hinum og þessum stórfyrir- tækjum og segi svo við lýð- inn: „Komiði nú með spari- féð ykkar, lömbin mín og kaupið bréf hjá okkur. Þetta er ykkar fyrirtæki. Al- ' menningshlutafélag." Sak- leysingjar koma svo trítl- andi með krónurnar sínar og leggja í púkkið og standa síðan í þeirri trú að þeir eigi eitthvað í viðkom- andi fyrirtæki og hafi þar jafnvel nokkur ítök. Staðreyndin er auðvitað sú að örfáir hlutabréfa- kóngar fara með öll völd í fjölmiðlarisanum. Andi arðseminnar svífur nú yfir vötnum í nafni samkeppni! Hugsjón frumherjanna er fyrir bí en kannski kemur einhvern timann nýr Orson Welles með Citizen Kane héðan af heimaslóðum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.