Alþýðublaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 4
4 VIÐHORF Miðvikudagur 16. maí 1990 Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Oddi hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands.í lausasölu 75 kr. eintakið EVRÓPSKIR JAFNAÐARMENN ÍSÓKN Vestur-þýskir jafnaðarmenn unnu mikinn kosningasigur í þing- kosningum fylkjanna Nordhein-Westfalen og Neðra-Saxlands síð- astliðinn sunnudag. Þessi sigur var mikilvægur fyrir jafnaðarmenn vegna þess að í þessum tveimur fylkjum er um 40 % allra kjósenda í Vestur-Þýskalandi. Jafnaðarmenn hafa jafnframt tryggt sér meiri- hluta í Sambandsráðinu í Bonn, Bundesrat. Kristilegi demókrata- flokkurinn með Helmut Kohl, kanslara Vestur-Þýskalands í broddi fylkingar, beið hins vegar afhroð í þessum tvennum kosningum og hefur staða stjórnarinnar veikst til muna. Sigur jafnaðarmanna í Vestur-Þýskalandi undirstrikar hina sterku stöðu jafnaðarstefnunnar í Evrópu. Sameining þýsku ríkjanna er framundan með myntsameiningu þann 2. júlí næstkomandi og frek- ari samskiptum og nánari tengslum þýsku ríkjanna í náinni framtíð. Sterk staða jafnaðarmanna í hinu nýja sameinaða Þýskalandi styrkir innviði jafnaðarmanna um allt meginland Evrópu. Jafnaðarmenn sækja ennfremur fram í Bretlandi þar sem Margrét Thatcher forsæt- isráðherra og leiðtogi íhaldsflokksins beið afhroð í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum en breskir jafnaðarmenn hrósuðu sigri. Þótt Morgunblaðið hafi fullyrt á forsíðu að Thatcher hafi styrkst í sessi eftir ósigur sinn, er sannleikurinn sá, að hin óhefta frjálshyggja Thatchers er á hraðri niðurleið, bæði meðal almennra kjósenda og einnig í sjálfum íhaldsflokknum. r I hinni nýju Evrópu sem óðum er að myndast, er það hin mikla hreyfing evrópskra jafnaðarmanna sem mótar nýja Evrópu eftir hrun kommúnismans í austri og fall frjálshyggjunnar í vestri. Þetta er tími mikilla tækifæra fyrir alla evrópska jafnaðarmenn — einnig íslenska. RADDIR MÍN SKOÐUN Fjöreggið dýra Við búum í töluvert hörðum heimi og tilfinningasemi ekki hátt skrifuð og fólk hrætt við aö láta tilfinningar laus- ar. Sýndarmennska er töluvert metin, gervigleði framleidd og tískuheimurinn býr til næstum sviplaus andlit á módel sín, andlit gjörsamlega án tilfinninga. Andlit þátttakenda í lífsgæðakapphlaup- inu, sem er sífellt að lengjast, eru sviplaus og margur kemur ákaf- lega móður í mark en sumir springa á leiðinni. Verðlaun eru engin. Ef við viljum betri heim, ætl- umst við til að einhver annar taki að sér að breyta honum. Gildis- matið er sífellt að breytast og ein- staklingurinn að verða minna virði en áður. Okkur stendur á sama flestum hvað öðrum líður, allir eru að reyna að gera það gott og fara sínu fram. Þegar menn svo allt í einu eru sestir með gömul andlit við glugga minninganna er spurt; til hvers var þetta allt sam- an? ✓ g veit svo sem ekki af hverju ég er byrjaður að muna tímana, þegar menn gátu hlustað á jarðarfarir í útvarp- inu. Þetta man nýja kynslóðin ekki, sú sem er að æða áfram í leit að framtíð, með sviplaus andlit og stresstöskur viðskiptanna í hendi. Þó er ekki langt síðan. Þegar maður hlustaði á jaröar- för í útvarpinu, varð maður hluti af heild. Kannski þekkti maður ekki svo gjörla þann sem verið var að kveðja, en þetta var granni og manni stóð ekki á sama um þá sem syrgðu. Þegar einhver deyr, er maður minntur á lífið. Jarðarför var auðvitað yndis- lega leiðinlegt útvarpsefni, en viö sem hlustuðum, vorum ekki eins kröfuhörð og nútíminn og áttum til töluvert af umburðarlyndi. Viö þorðum að finna til og tjá tilfinn- ingar okkar í orðum og gjörðum. Hver og einn skynjar lífið á sinn hátt og víst er að við kunnum ekki öll að lifa því fallega. Með aldrin- um kemur þörfin fyrir kyrru og þögn. X g átti leið um miðbæinn ný- lega. Það var nær miðnætti og föstudagur. Ungt fólk, á aldri barnsins, réði strætinu og ögraði mér dálítið. Þetta voru börn síns tíma og einhver myndi kalla þau frek. Þau voru dálítið á leiðinni að verða drukkin og kunnu illa með það að fara, eins og flestir. Það var augljóst að gest- ir götunnar voru að fagna ein- hverju og gerðu það með því að smíða hávaða í þögn miðbæjarins, sem er reyndar orðinn hálfgert ræksni. Eg fór allt í einu að velta því fyrir mér hvernig þetta unga fólk skynj- aði lífið og dýrmæti þess. Sumir skynja ekki lífið fyrr en þeir hafa næstum því misst það. Sú reynsla er sterk og ógurleg og maður verður aldrei samur eftir. Ungu stúlkurnar sem björguö- ust naumlega úr Ölfusá um dag- inn, sögðu Omari Ragnarssyni frá reynslu sinni í fréttum á Stöð 2. Stúlkurnar svo ungar að árum, töl- uðu með rómi reynslunnar og það snart mig djúpt að hlusta á þær segja frá baráttunni fyrir lífinu og hve þær voru ákveðnar í aö kom- ast upp úr heljarfljóti og lifa miklu lengur. Þegar maður þarf að berjast fyr- ir hverju stundarkorni lífsins, er oft byrjað að muna Guð, og þarna á árbakkanum stóð kirkjan, eins og mild móður með útbreiddan faðm. Áhrifamikil frásögn en um leið undarlega falleg, þó aö maður skynjaði svartklædda sorgina. Þessar ungu stúlkur höfðu þrosk- ast mjög skyndilega og miskunn- arlaust. Þær náðu að grípa fjöregg sín og lífið varð dýrmætt. að er mikið talað um sjálfs- víg um þessar mundir. Ungt fólk missir fjöregg sín og dauðinn sleppur út. Hafa ráða- menn engar áhyggjur af þessu? Engin nefnd sett á laggirnar til að kanna ástæðurnar og setja í eitt- hvert samhengi við líísmöguleika í þessu landi, þar sem góðærið virðist aðallega vera uppi í stjórn- málamönnum. Peningar halda áfram að vera það dýrasta á ís- landi. Þeir eru dýrari en sjálft lífið. Ungu stúlkurnar sem börðust af hörku fyrir Iífinu og sýndu mikiö hugrekki, ættu að vera okkur hvatning til að hugsa lengra en upp í Öskjuhlíð. Einstaklingurinn þarfnast hjálpar. SÁÁ, sem berst fyrir lífi einstaklings í vímuvanda, nær ekki endum saman og vantar 20 milljónir til þess. En hvað kem- ur það okkur við? Þurfum við ekki fyrst að ljúka öllum sýndar- mennskuverkefnunum? Á meðan má einstaklingurinn farast af eigin hvötum í heljarfljóti áfengisins. Á ég að gæta bróður míns? Jónas Jónasson Hvaöa liö veröur Islandsmeistari í knattspyrnu í ár? Skapti Gíslason 40 ára húsa- smiður „Ég fylgist nú reyndar ekki mik- iö meö knattspyrnunni en þaö litla sem ég hef séö þá sýnist mér Framarar ætla aö veröa meö sterkasta liöiö í ár. Þeir bláklæddu eru meö skemmtilega blöndu af yngri og eldri leikmönnum þannig aö ég held að þeir muni hampa bikarnum í haust" Ágúst Pétursson 41 árs rafeinda- virki „KR-ingar eru meö ungt og skemmtilegt liö þannig aö ég spái því aö Vesturbæjarliðið muni veröa sigurvegari þegar upp verö- ur staðið í haust." Gissur Páll Gissurarson 13 ára nemi „Baráttan á eftir aö standa á milli KA, Vals og Fram. Annars held ég aö mörg lið verði jöfn aö getu þannig aö þetta verði spenn- andi og skemmtilegt Islandsmót." Kristín B. Guðmundsdóttir33 ára viðskiptafræðingur „Það er ekki spurning aö KA á eftir aö verja íslandsmeistaratitil sinn. Þetta eru metnaðarfullir strákar þarna fyrir norðan og þeir vita að þaö er hvasst á toppnum. Þeir munu hins vegar standa af sér stórhríðina í sumar og lyfta ís- landsmeistarabikarnum aftur næsta haust." Ellert B. Schram 50 áta ritstjóri og heiðursformaður KSÍ „Ég tippa á aö mínir menn, KR, muni sigra á mótinu aö þessu sinni. Þeir eru með 3—4 topp- menn og yngri strákarnir eru orön- ir mjög liprir knattspyrnumenn. Þess vegna spái ég þeim íslands- meistaratitli."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.