Alþýðublaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 16. maí 1990 5 VSÐHORF Aðförin að Herjólfí Guðlaugur Tryggvi Karlsson hagfræðingur og fram- bjóðandi ó lista Alþýðuflokksins á Suðurlandi gerir hér að umræðuefni þær fáheyrðu tillögur ráða- manna islenskra samgöngumála að klipa niður skipið Herjólf, sem nú þegar er búið að hanna og bjóða út og spara þannig á mjög vafasaman hátt einhverjar milljónir, þegar hundruð milljarða fjár- festingar eru á döfinni hér á landi og milljörðum króna er veitt i vegabætur og vegagöng nánast um allt land. Þetta skeður á scuna tima og ráðamenn lýsa þvi yfir að Herjólfur sé þjóðvegurinn til Vest- mannaeyja. Eldgos kostaöi þaö Vestmanna- eyinga að íá nauösynlegar hafnar- bætur í Þorlákshöfn, þannig að þeir kæmust uppá fastalandið, án þess að þurfa að berja útsynning- inn sólarhringinn út, fyrir Reykja- nesið, þannig að þeir kæmust til Reykjavíkur. Þannig var lengi vel búið að samgöngumálum þessar- ar stærstu verstöðvar landsins, þar sem 2% þjóðarinnar afla á stund- um allt að 10% gjaldeyristekna hennar. í framhaldi af hafnargerðinni í Þorlákshöfn var skipið Herjólfur keypt og hefur það þjónað byggð- inni núna í á annan áratug. Hefur þetta skip staðið sig furðanlega vel, þrátt fyrir ýmsa galla, sem fram liafa komið á því. Er ekki vafi á því að þakka má góðri skipshöfn að svo vel hefur tekist til, oft í al- gjörum fárviðrum, sem raun ber vitni. Vestmannaeyingar líta reyndar á Herjólf sem framleng- ingu á þjóðvegakerfinu, sem er auövitað hárrétt og var staðfest af fjármíaráðherra á fundi úti í Vest- mannaeyjum fyrir skömmu. Nýr HerjóHur_________________ Vegna brýnnar nauðsynjar ákvað útgerð Herjólfs að endur- nýja skipið og voru fengnir fær- ustu menn, bæði hérlendis og er- lendis til þess að gera tillögur um nýja skipið. Eftir langa og vandaða undirbúningsvinnu var niðurstað- an sú að 79 metra skip með gang- hraöa um 17 mílur væri heppileg- Cuðlaugur Tryggvi asta skipið til þessara flutninga. Þetta skip gat tekið um sjötíu bíla, en allir flutningar til og frá Vest- mannaeyjum með nauðþurftir fara nú fram í bílum, sem aka um borð í skipið. Þá gat skipið mest tekið um 600 farþega og tók ferðin um tvo og hálfan tíma. Tilboða var leitað í smíði skipsins og bárust 17 tilboð, þar af eitt innlent og voru lægstu tilboð um einn milljarður króna. Voru nú Eyjamenn farnir aö hlakka til þess að sjá nýja þjóð- veginn sinn birtast yfir Eiðið og leggjast að bryggju í hinni eld- bornu höfn, þar sem ný og endur- bætt hafnarmannvirki tryggðu bestu þjónustu fyrir farþega og flutning. Andskotinn laus___________ En viti menn. Þá verður and- skotinn laus. Ráðamenn sam- gangna telja sig allt í einu um- komna þess að setja horn í síöu Vestmannaeyinga í þessu máli. Þeim finnst sjálfsagt, þessu fólki, sem býr á eldfjalli, til þess að skapa landsmönnum gjaldeyri, of gott að fá það skip í þjóðvegakerf- ið, sem það biður um. Hefur þó enginn heyrt að Vestmannaeying- um sé ekki gert að borga gjöld og skatta til vegamála eins og öðrum landsmönnum, þótt þeir geti nán- ast á engan hátt notið þessa vega- kerfis, nema komast uppá land. Skipuð er nefnd í snarhasti; sjálf- sagt hinum bestu mönnum, ásamt tveimur Vestmannaeyingum, til þess að gera tillögur um niður- skurð á skipinu, þjóðvegi Vest- mannaeyinga. Nú á að skera skip- ið niður um tíu metra, sem auðsjá- anlega skerðir sjóhæfni þess og ganghraða, en breytir nánast engu um þau hafnarmannvirki í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn, sem þörf er á. Sú nöturlega stað- reynd blasir við, að þeir sem leggja lífið í sölurnar til þess, að íslensk þjóö fái þrifist í þessu landi og að efnahagur okkar dragi einhvern dám af því sem gerist erlendis, þeim er of gott að njóta sömu rétt- inda og aörir landsmenn telja sjálf- sögð. Þjóðvegi, helst með varan- legu slitlagi, til taks hvenær sem er og hvert sem er. Hræddir við tölur_________ Nú skyldu menn ætla að þær milljónir, þó þaö væru eitthundrað milljónir króna, sem spöruöust á því að stytta Vestmannaeyjaferj- una í bak og fyrir, væru til komnar vegna þess að víkingaþjóðinni á Fróni ógnuðu háar tölur til fram- kvæmda. sérstaklega þó ef þær væru ekki bundnar Vestmannaey- ingum, sem hætta lífi sínu á sjón- um og búa á eldfjalli til þess að geta skapað þjóðinni við ysta haf gjaldeyri að afla sér nauðþurfta. Út úr ráðamönnum íslendinga standa reyndar um þessar mundir ! „Allir sjá, að ferjan þeirra Sunnlendinga er sanngirnismál. Látum gull- drengina okkar i Vestmannaeyjum ráða þvi sjálfir hvers konar þjóðveg þeir vilja til Eyja og látum þá hafa hann og engar ref jar," segir Guðlaugur Tryggvi Karlsson hagfræðingur m.a. í grein sinni um nýja Vestmannaeyjaferju. ekkert nema tölur. Og þær eru ekki ntilljónir eða tugmilljónir eða eitthundrað milljónir sem á að klípa af Vestmannaeyingum. Nei, það eru milljarðar og jafnvel hundruð milljarða. 60 milljarða ál- ver á að reisa við Eyjafjörðinn eða á Suöurnesjum og það finnst eng- um há tala. Enginn er feiminn við hana eða vill klípa af henni á einn eða annan hátt. Sextíu milljarða á að setja í vatnsaflsvirkjanir og þaö finnst engum ntikið. Hvort skyldi nú gjaldeyrisöflunin af erfiði þeirra Vestmannaeyinga sem dag- lega eru að senda út heimsins besta fisk í hungraðan heim vera öruggari eða virkjana, sem selja raforku til erlendra fyrirtækja, nteð óendanlegri virðingu fyrir þeirri starfsemi. Jafnframt vitandi af þeim kenningum að verð á áli sé ,,fúnksjón“ af ófriðarblikunum í veröldinni. Þráum við ekki öll frið og er það virkilega arðvænlegt og snjallt að flytja út hráraforku? Milljarða framkvæmdir og vegabætur Hér er ekki verið að tala um milljónir eða hundraö milljónir króna. Hér er verið aö tala um hundruö milljarða og finnst eng- um mikið og auðvitað vonumst við öll til að verða rík. Að ógleymdum fjögurra milljarða vegagöngum á Vestfjörðum. Eða einhverja milljarða vegagöng á Austfjörðum og finnst engum mik- ið. Eöa tveggja milljarða vega- göng undir Hvalfjörð og reyndar þrá allir þá framkvæmd. Það eru ekki tölurnar sem valda ráða- mönnum svima. Það er eitthvað annað. Auðvitað sjá allir að ferjan þeirra Vestmannaeyinga er sann- girnismál. Látum gulldrengina okkar í Vestmannaeyjum.ráða því sjálfir hverskonar þjóðveg þeir vilja til Eyja og látum þá hafa hann og engar refjar. Örugglega er það líka mörgum sinnum ódýrara heldur en að afhenda þeim mal- bikaðan veg, eins og allir heimta núna, alveg heim á hlað og fá hann. Upprætum bið-listana Ágætu jafnaðarmenn. Nú heyjum við kosningabaráttu á Nýjum vett- vangi, H-listanum, sem ætlar sér að veita meiri- hluta sjálfstæðismanna aðhald við stjórn borgar- innar okkar. Á Nýjum vettvangi hafa þeir sameinast sem vilja vinna saman að því að efla félagshyggju og lýð- ræöi gegn einræði og auðvaldi. Við á Nýjum vettvangi viljum beita okkur fyrir að unnið verði markvisst aö hreinsun lofts, lands og sjávar. Við viljum aö hugsað verði til framtíðar. í fyrsta lagi viljum við beita okk- ur fyrir því að hreinsun strandar- innar verði flýtt. Skólpið og strandlengjan_________________ Strandlengjan meðfram Reykja- vík er svo menguð af skólpi að það er til háborinnar skammar, sér- staklega með tilliti til þess að borg- in okkar er auglýst upp til að laða að ferðamenn sem hrein borg. Við á Nýjum vettvangi viljum að borg- in okkar sé hrein til að við öll get- um notið þess að fara í fjöruna og notið útivistar án þess að vaða skít Krislin Björk Jóhannsdó ttir og drullu. Við á Nýjum vettvangi viljum að ströndin verði orðin hrein eftir 4 ár en ekki eftir 10 eins og sjálfstæðismeirihlutinn vill, og gerir ef hann heldur þeim meiri- hluta sem hann hefur nú. í öðru lagi viljum við á Nýjum vettvangi að dregið verði úr þeirri mengun sem er vegna bílaumferð- ar í borginni. Við teljum það ekki nóg aö keypt séu tæki til að mæla meng- un sem bílar eru valdir að, heldur viljum við að hafist verði handa ekki seinna en t dag að draga úr bílaumferð. Við á Nýjum vettvangi viljum gera almenningssamgöngur það aðlaðandi að borgarbúar sjái sér hag í því að feröast með almenn- ingsfarartækjum. Reykjavik — lika fyrir reiðhjól Einnig viljum við gera |jví fólki sem notar reiðhjól sem farartæki kleift að ferðast um í borginni okk- ar án þess að hætta lífi og limum í umferðinni, og það ætlum við að gera með því að leggja hjólreiða- stíga um alla Reykjavíkurborg. Við viljum að Reykjavíkurborg sýni gott fordæmi og setji hreinsi- búnað á alla bíla í eigu borgarinn- ar, hreinsibúnað sem dregur úr þeirri mengun sem frá bílum staf- ar. Sjálfstæðismeirihlutinn í Reykjavík hefur undanfarin ár að- „Sláum tvær flugur i einu höggi; leysum dagvistarvandann á Reykjavíkursvæðinu og drögum úr bílaumferð samtimis, sérstaklega i hádeginu," skrifar Kristín Björk Jóhannsdóttir m.a. í grein sinni. eins lagt sig eftir því að leggja fleiri hraðbrautir fyrir alla þá miklu um- ferð sem er í Reykjavík. Það er hins vegar hægt að slá tvær flugur í einu höggi til að draga úr bílaum- ferð: Leysa bið-lista meirihlutans í Reykjavík eftir dagvistarrými fyrir börnin í Reykjavík, því mikið af bílaumferö um götur Reykjavíkur, isérstaklega í hádeginu, er vegna þess að borgin býöur foreldrum og börnum þeirra ekki þá dagvistun sem þörf er á. Með því að velja H- listann gegn biö-lista sjálfstæðis- meirihlutans ert þú ágæti jafnaö- armaður að stuðla að betri borg og um leið að leggja þitt að mörk- um til að við getum búið í hreinni borg. Borgin okkar er ekki fátæk borg sem ekki hefur efni á að flýta hreinsun strandarinnar, koma hreinsibúnaði á alla bíla í eigu borgarinnar, eða uppræta bið-list- ana, heldur hitt að það hefur verið stefna núverandi meirihluta í borginni að nota peningana okkar í gæluverkefni borgarstjórans eins og ráðhúsbyggingu, veitingahúsa- byggingu og til hótelkaupa. Við á Nýjum vettvangi viljum að peningar borgarbúa séu notaðir okkur öllum til góða. Eg veit að þú ágæti jafnaðar- maður munt styðja okkur í þessari baráttu. Kristín Björk Jóhannsdóttir (Greinarhöfundur á sæti í stjórn fé- lags ungra jafnaðarmanna í Reykja- vík og er í 22. sæti H-lista Nýs vett- vangs í Reykjavík).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.