Alþýðublaðið - 19.05.1990, Síða 4

Alþýðublaðið - 19.05.1990, Síða 4
4 VIÐHORF Laugardagur 19. maí 1990 MMMItUDIÐ Ármúli 36 Simi 681866 Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Siguröur Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Oddi hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands.í lausasölu 75 kr. eintakið Nýttafl i Reykjavík Niðurstöður í könnun Félags- vísindastofnunar á fylgi flokk- anna sem bjóða sig fram í borg- arstjórnarkosningunum í Reykjavík voru birtar í Morgun- blaðinu í gær. Niðurstöðurnar eru afar athyglisverðar. Sam- kvæmt þeim hlýtur Sjálfstæðis- flokkur tæp 56 % en Nýr vett- vangur tæp 24 % en Kvennalisti, Aiþýðubandalag og Framsókn- arflokkur mun minna eða á bii- inu 6—7 %. ið. Framboð sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningunum hefur aðeins snúist um einn mann, borgarstjórann Davíð Oddsson. Hann hefur trónað efst á einveldislistanum sem hann stillti sjálfur upp gegnum strengjabrúður uppstillingar- nefndar. Áróður sjálfstæðis- manna hefur fyrst og fremst tek- ið mið af Davíð sem hinum mikla stjórnanda, pólitískum leiðtoga og fjármálasnillingi. Hessar tölur sýna og sanna að nýtt afl hefur risið gegn ofur- veldi sjálfstæðismanna í Reykja- vík. Hiö nýja afl er Nýr vettvang- ur. Samkvæmt skoðanakönnun- inni fengi framboðið þrjá menn kjörna og á mjögstutt í fjórða og fimmta mann. Þessi skoðana- könnun er áfall fyrir sjáifstæðis- menn og sýnir að einveldi þeirra í höfuðborginni stendur óstyrk- ari fótum en margur hefði hald- Kosningabaráttan síðustu daga hefur leitt ýmislegt i ljós sem sannar hið gagnstæða. Sannað hefur verið meö tölum og stað- reyndum að skattheimta í borg- inni hefur stóraukist og borgar- báknið hefur þanist út undir stjórn núverandiborgarstjóra og reyndar þvert á yfirlýsta stefnu Sjálfstæðisflokksins um umsvif hins opinbera valds. Alþýðu- blaðið birti í gær niðurstöður starfshóps á vegum Nýs vett- RADDIR vangs um fjármál borgarinnar. Þar kemur meðal annars í ljós að Reykjavíkurborg viðhefur mjög óvenjulegar reikningsskilaað- ferðir og felur raunverulegan og gífurlegan hagnað borgarinnar. Með skynsamlegri fjármála- stjórn og lítt breyttum tekjum frá því sem nú er, má hins vegar veita árlega yfir tólf hundruð milljónum króna til ýmissa verk- efna sem nú eru vanrækt. Davíð Oddsson borgarstjóri er með öðrum orðum fyrst og fremst skattheimtustjóri á gífurlegum þenslutímum Reykjavíkurborg- ar. Hinum miklu tekjum borgar- innar er hins vegar eytt á alrang- an hátt; áherslurnar liggja í byggingaframkvæmdum á ráð- húsi og veitingastöðum auk þess sem borgarstjóri hefur keypt stór veitingahús eins og Hótel Borg og Broadway án sýnilegs tilgangs. Á samatíma eru önnur verkefni vanrækt eins og dag- vistarrými, öldmnarmál og sjálf- ur miðbærinn sem grotnar og hrynur niður og strandlengja höfuðborgarinnar er menguð og daunill. A sama tíma og Nýr vettvang- ur hefur náð miklu fylgi á ör- skömmum tíma, hefur Sjálf- stæðisflokkurinn og borgarstjóri greinilega tekið þá ákvörðun að þegja mótframboðið af sér. Þetta er gamalþekkt aðferð og var mikið beitt í Austur-Evrópu og Sovétríkjunum meðan stalín- isminn var þar við völd. Þá var engin stjórnarandstaða til sam- kvæmt opinberri skiigreiningu. Allir studdu Flokkinn og ein- valdinn. Skoðanakönnun Fé- lagsvísindastofnunar sem Morg- unblaðið birti í gær, sprengir í tætlur goösögnina um samstöðu borgarbúa um Davíð Oddsson. Það er ennfremur athyglisvert, að samhliða þagnartækninni notar borgarstjóri aðra gamal- kunna pólitíska aðferð: Að opna stofnanir og vígja opinberar byggingar rétt fyrir kosningar til marks um framkvæmdagetu sína. Lagður er hornsteinn í Nesjavallavirkjun, þrjú dag- heimili opnuð samtímis, hús- dýragarður opnaður um helg- ina; allt eru þetta skrautsýning- ar sem eiga að slá ryki í augu fólks. Jafnframt eru þessar gömlu aðferðir til þess gerðar að misnota fjölmiðla í ,,frétta- skyni.” Það er eftirtektarvert að Sjálfstæðisflokkurinn sem lagði mikla áherslu á að undirrita samkomulag við aðra flokka í Reykjavík um bann við pólitísk- um auglýsingum í ljósvakamiðl- um, skuli ekki liika við að gera tilraunir til að misnota sömu ljósvakamiðla gegnum opinber- ar uppákomur rétt fyrir kosning- ar.Á sama tíma gefur borgar- stjóri miskunnarlaust út áróð- ursbæklinga um sjálfstæðis- menn i Reykjavík á kostnað borgarbúa og kallar kynningar- bæklinga. Kosningabarátta borgarstjóra er því ekki ýkja geðþekk: Tilraun til alræðis- þagnar svo goðsögnin um ein- valdinn lifi áfram, kosninga- áróður á kostnað Reykvikinga og misnotkun á fréttatímum ljósvakamiðlanna með opinber- um uppákomum. Nú reynir á dómgreind fréttastjóra útvarps- og sjónvarpsstöðvanna. Næsta skref sjálfstæðismanna í höfuð- borginni verðureflaust hræðslu- áróðurinn um að allir mæti á kjörstað til að firra Davíð falli. Sér að óvörum hafa sjálfstæðis- menn ástæðu til herópsins: Nýr vettvangur hefur hafið loka- sóknina gegn íhaldseinveldinu í Reykjavík. * Hvernig líst þér á hugmyndir stjórnar Sambandsins aö gera SIS aö hlutafélagi? Gísli Níelsson 33 ára flokksstjóri „Eitthvað verður stjórnin að gera til að koma í veg fyrir að Sam- bandið líði undir lok. Þetta virðist vera tískufyrirbrigði að gera fyrir- tæki að hlutafélögum og finnst mér margir treysta á að það muni leysa öll vandamál. Ég hef nú trú á því að SIS muni standast þessa kreppu en fyrirtækið mun aldrei ná aftur sama styrk." Höröur Friðfinnsson 37 ára bíl- stjóri „SÍS hefði fyrir löngu átt að gera sér grein fyrir að samvinnurekstur er deyjandi rekstarfyrirkomulag. Það er e.t.v. skiljanlegt að fyrirtæk- ið reyni eitthvað til að bjarga því sem bjargað verður en ég er ekki bjartsýnn að það takist. Hlutafé- lagsformið er svo vanþróað hér á landi að það er ekki fýsilegt fyrir almenning að kaupa hlutabréf. Ég geri mér hins vegar grein fyrir að stjórn SÍS ætlar sér ekki að afsala neinum völdum út fyrir fyrirtækið þannig að ég er ekki viss um hvað þeir meina með þessari hluta- bréfaumræðu." Bergþóra Sigurðardóttir 26 ára skrifstofumaður „Það er löngu orðið tímabært að stokka upp Sambandsveldið. Það á selja deildirnar einkaaðilum því það er fullt af einstaklingum sem geta rekið þessar einingar betur út af fyrir sig en SÍS-bákniö gerir. Hins vegar held ég að þessar hugmyndir hjá stjórn Sambands- ins gangi nú ekki langt því þeir hafa ekki áhuga á því að missa þau völd og áhrif sem þeir hafa, eða réttara sagt höfðu. Þess vegna held ég að hugur fylgi ekki máli þegar stjórnin talar um einhvers konar hlutabréfaform." Ágúst Erlingsson 35 ára slökkvi- liðsmaður „Ég hef nú ekki séð neinar ákveðnar tillögur þar að lútandi þannig að ég get lítið tjáð mig um slíkar hugmyndir. Hins vegar er það Ijóst að úreltur rekstur SÍS á undanförnum árum er að koma fyrirtækinu á vonarvöl. Mér finnst ekkert að því að selja deildirnar til einkaaðila því það hefur margsýnt sig að einkarekstur er það form sem skilar bestum árangri hér á ís- landi." Vilhjálmur Jónsson 71 árs for- stjóri Olíufélagsins „Ég vil ekki tjá mig um þetta mál."

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.