Alþýðublaðið - 20.06.1990, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.06.1990, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 20. júní 1990 Fólk Fatlaðir geta lika stundað veiðar Skemmtilegt viðtal er í nýjasta Sportveidibladi. Par er rætt við Baldvin Is- aksson, 30 ára Reykvík- ing, sem hefur verið fatl- aður frá 17 ára aldri. Hann segist hafa hugleitt að losa sig við veiðigræj- urnar þegar hann varð fyrir slysinu sem leiddi til fötlunar hans. En hann ákvað að doka við — og reyna fyrir sér. í dag stundar hann alls konar veiðiskap, lax, silung og skytterí, ekki síst fer hann á gæs. Doktorsritgerð um veikan samtakamátt atvinnurekenda Ingólfur V. Gíslason, 34 ára, varði doktorsritgerð sína í félagsfræði við Há- skólann í Lundi 1. júní sl. Ritgerðin fjallar um þró- un og tilurð fyrstu sam- taka atvinnurekenda á ís- landi fram að stofnun VSÍ. Niðurstaða ritgerðarinn- ar: Samtök atvinnurek- enda var afar veik og það var erfitt að sameina at- vinnurekendur, m.a. vegna mismunandi bak- grunns þeirra einstak- linga sem gengu til liðs við samtök þessi. Spenn- andi lesning fyrir marga, en hægt verður að kaupa ritgerðina í bókaverslun- um fljótlega. Dr. Ingólfur V. Gíslason er Kópavogs- búi, sonur hjónanna Gísla Ákasonar og Bjarneyjar Ingólfsdóttur. Sambýlis- kona Ingólfs heitir Björk Óttarsdóttir og eiga þau tvær dætur. Listamenn framlengja sýningu Listmálararnir í Listmál- arafélaginu eiga og reka Listhús að Vesturgötu 17. Fyrsta sýning félaganna hefur staðið núna á Lista- hátíð og mælst vel fyrir. Vegna mikillar aðsóknar hefur sýningin verið framlengd til sunnudags- kvölds 24. júní. Lista- mennirnir sem sýna eru sannarlega ekki af verri endanum: Bragi Ásgeirs- son, Einar G. Baldvins- son, Hafsteinri Aust- mann, Jóhannes Jóhann- esson, Jóhannes Geir Jónsson, Kjartan Gud- jónsson, Kristján Davíds- son og Valtýr Pétursson. ____________INNLENDAR FRÉTTIR FRÉTTASK ÝRING Ástandið i atvinnumálum námsmanna virðist vera mun verra i ár en fyrri ár. Hjá Atvinnu- miðiun námsmanna hafa fleiri skráð sig en áður og minna er um atvinnutilboð. EFTIR: MAGNÚS ÁRNA MAGNÚSSON Ríkisvaldið hyggst reyna að fá ríkisfyrirtæki til að ráða námsmenn í stórum stíl en það verða í hæsta lagi tæp 200 störf. ,,Hjá okkur hafa skráð sig um 1000 manns," segir Sigur- jón Árnason, formaður stúd- entaráðs, en Atvinnumiðlun námsmanna heyrir undir það. Sigurjón segir að at- vinnumiðlunin hafi náð að útvega um 300 manns at- vinnu og 150 séu á samnings- stigi, einnig hafi um 400 manns af listanum útvegað sér vinnu eftir öðrum leiðum. Snemma í vor sendi Stúd- entaráð beiðni til ríkisstjórn- arinnar um aðstoð við útveg- un atvinnu fyrir námsmenn. Rikið gripur inn i Grétar J. Guðmundsson, aðstoðarmaður félagsmála- ráðherra, segir að verið sé að vinna úr hinni svonefndu rík- isfyrirtækjaleið, sem lýtur að því að safna saman þeim fyr- irtækjum sem geta bætt við sig starfsfólki og finna leið til að láta þessi fyrirtæki bæta við sig starfsfólki eins og mögulegt er innan ákveðins ramma. „Við gerum okkur vonir um að hægt verði með þessu að ná störfum fyrir 100 til 200 námsmenn," segir Grétar, Ástæður fyrir þessu at- vinnuleysi nú gætu verið breyttir atvinnuhættir segir Grétar, vinna t.d. við bygging- ariðnað hafi dreifst mun meira yfir allt árið en áður, í öðru lagi hafi fiskvinnslan snarbreyst með nýjum hátt- um og námsmenn geti ekki lengur raðað sér við fisk- vinnsluborðin eins og áður. Einnig er athyglisvert að 70 til 75% þeirra sem enn eru án „Við Alþýðuflokksmenn náðum hreinum meiri- hluta í bæjarstjórn hér í Hafnarfirði í vor. Því höf- um við ekki þurft að semja við einn eða neinn um myndun meirihiuta. Hins vegar leituðum við eftir samstarfsgrundvelli við fyrrum samstarfsaðila okkar í bæjarstjórn en það fannst enginn samstarfs- flötur,“ sagði Guðmundur Árni Stefánsson sem hefur verið endurráðinn bæjar- stjóri I Hafnarfirði. atvinnu á skrá Atvinnumiðl- unar námsmanna eru karl- kyns. „Það virðist vera miklu minna um byggingarvinnu og svoleiðis störf sem strákar hafa almennt farið í,“ segir Sigurjón hjá Stúdentaráði. „Við erum búin að finna vinnu fyrir megnið af stelp- unum“. Stúlkur virðast einnig vera vinsælli í afgreiðslu- og þjónustustörf en strákar. Nýkjörin bæjarstjórn Hafn- arfjarðar kom saman til síns fyrsta fundar í gær. Á fundin- um var Guðmundur Árni Stefánsson ráðinn áfram sem bæjarstjóri til næstu fjögurra ára. Jóna Ósk Guðjónsdóttir var kosin forseti bæjarstjórn- ar. I bæjarráð voru kosin af hálfu Alþýðuflokks Ingvar Viktorsson, Valgerður Guð- mundsdóttir og Tryggvi Harðarson og frá Sjálfstæðis- flokki Jóhann Gunnar Berg- þórsson og Ellert Borgar Þor- valdsson. Hvar eru atvinnu- leysingjarnir?__________ Blaðamaður leitaði lengi að atvinnuleysingja en tókst ekki að hafa upp á neinum. Enginn sem hann ræddi við þekkti neinn sem var at- vinnulaus. „Ég er helst á þvi að fólk skrái sig hjá atvinnu- miðluninni í von um að fá ein- hverja skárri vinnu en það hefur,” sagði einn viðmæl- andi blaðsins. „Ég hef umsjón með 60 manna kór skóla- fólks, og hef ekki orðið var Á fundinum var lögð fram stefnuyfirlýsing meirihluta Alþýðuflokks í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 1990—1994. I inngangi stefnuyfirlýsingar- innar segir: „Kraftmikilli uppbyggingu verður haldið áfram í Hafnarfirði á kjör- tímabilinu á grundvelli ár- angurs síðustu ára. Áfram- haldandi traust fjármála- stjórn , hóflegar álögur og kostnaðargát verði grund- völlur þess er gert verður. Samvinna og samskipti bæjaryfirvalda og bæjarbúa við að neinn þeirra krakka hafi ekki vinnu," sagði annar. „Maður tekur alltaf eftir því þegar skólinn er búinn á vor- in að þá fyllist Austurstrætið af glöðu námsfólki. Síðan hverfur það svona einni til tveimur vikum síðar,“ sagði einn viðmælandi blaðsins sem vinnur við Austurstræt- ið. „Það er alveg horfið núna, ég hef enga trú á því að hér gangi 500 manns um og mæli göturnar." Og lífið heldur áfram. verði sem best. Almenn upp- lýsingamiðlun til bæjarbúa verði aukin eins og kostur er og í því skyni verði haldnir upplýsinga- og samráðsfund- ir um einstaka málaflokka.1' Guðmundur Árni sagði að meginmarkmið Alþýðu- flokksins í Hafnarfirði á ný- byrjuðu kjörtímabili væri að finna í stefnuyfirlýsingu flokksins. Það væri bæði skýrt og einfalt: „Að gera góðan bæ enn betri." Bœjarstjórn Hafnarfjardar: „Að gera góðan bæ enn betri##

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.