Alþýðublaðið - 20.06.1990, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 20.06.1990, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 20. júní 1990 7 NÆSTA FTASTA SÍBAN DAGFINNUR Krókódillinn í kornttexpakkanum Aðalfrétt gærdagsins var sú að krókódíll hefði sloppið í Norð- fjarðará. í fyrstu hélt ég, að átt væri við einhvern af bankastjórum lands- ins sem komnir væru í laxveiði, en svo reyndist ékki vera. Það var alvörukrókódíll kominn í Norðfjarðará. Fréttin var einhvern veginn á þá leið, að sjómaðursem komið hefði með máttfarinn krókódíl í kornf- lexpakka til landsins, hefði tekist að ala dýrið vel upp og gera það hálfs metra langt. Krókódíllinn og sjómaðurinn voru vanir að fara í kvöldgöngu og hafði Króki gaman að því að synda og busla í ein- hverjum hverarvilpum. En þetta kvöldið vildi svo illa til að sjómað- urinn var eitthvað utan við sig og krókódílinn slapp undan og hefur sennilega synt eftir kvíslum og alla leið í Norðfjarðará. Þar er aftur á móti miklu kald- ara en í hvernum og sjómaðurinn hefur nú talinn krókódílinn sinn af. Þetta voru slæmu fréttirnar, en nú koma enn verri fréttir: Sjó- manninum var auðvitað bannað að flytja krókódíl í kornflexpakka til landsins. Að vísu er það gamalt trikk að geyma alls konar lítil gúmmídýr í kornflexpökkum til að örva ungviðið að kaupa ákveðnar kornflextegundir, en enginn hefur heyrt um lifandi krókódíla í kornflexpökkum. Sjó- maðurinn var því greinilega að brjóta lög og reglugerðir. Höftin eru einu sinni slík, að maður verð- ur að fá leyfi til þess að flytja krókódíla til landsins. Yfirdýralæknir hefur farið fram á lögreglurannsókn. Sjómaðurinn ákvað því að breyta vörn í sókn. í viðtali við málgagn rándýraræktar á íslandi, Tímann, segir hann í gær, að þetta hafi allt saman verið gabb og grín. Krókó- dillinn sé úr gúmmi og hann hafi gaman að því að draga gúmmí- krókódil að kvöldlagi i túninu heima. Einhverjir grínistar hefðu sagt fjölmiðlamönnum þetta og eins og blaðamönnum er eðlilegt, hefðu þeir blásið út fréttina. Nú fara allir alvöru fréttamenn að hugsa: Hvers konar maður hef- ur gaman að því að drattast með gúmmíkródíl í bandi um slægjurn- ar að næturþeli? Sjómaðurinn er því að komast í æ verri mál. Hann gæti orðið að sæta geðrannsókn á hvern veginn sem málið fer. Eðlilegast hefði ver- ið fyrir sjómanninn að segja að hann stundaði krókódílarækt á rannsóknarstigi, sækja um styrk í úr rannsókna- og vísindasjóði, heimta lán úr afurðalánasjóði, og fá niðurgreiðslur og rekstrarbætur úr atvinnutryggingasjóði. Þá hefði hann verið álitinn alveg normal og aldrei komist í kast við lögin. Dalai Lama trúarleiðtogi Tíbeta hefur barist fyrir sjálfstæði þjóðar sinnar frá Kínverjum. Lögregla ber niður mótmæli i Tíbet Lögreglan í Tíbet handtók munka og stúdenta sem höfðu frammi mótmæli þann 8. júní síðastliðinn. Átta stúdentar voru handteknir fyrir að bera fána landsins en hann hefur verið bannaður af kínversk- um yfirvöldum. Fáninn er tákn fyrir sjálfstæði landsins. Herlög hafa gilt í landinu allt frá því að mikil mót- mæli þar sem krafist var sjálfstæðis frá Kínverjum fóru fram árið 1989. Saga Tíbets er um margt sérstök. Landið liggur mjög hátt (meðalhæð er um 4500 m.y.s.) með Himalaya- fjöllin í suðri en Kunlun fjöllin í norðri. Há fjallaskörð tengja landið við Indland og Nepal en vegir liggja til Kína. Landbúnaður í Tíbet er á mjög frumstæðu stigi. íbúarnir eru tæpar tvær milljónir að höfðatölu og þar af eru Kínverjar um 500.000. Aðrar fjórar milljónir Tíbeta eru í meirihluta á víðáttumiklum lands- svæðum sem lengi hafa talist til Kína. Tíbet hefur verið undir stjórn Kínverja allt frá 18. öld en þeir hlutu sjálfstæði áriö 1911. Kínverjar réðust aftur inn í landið og náðu völdum árið 1951 og árið 1953 var sett þar á fót kommúnistastjórn. Þetta þýddi að hið forna búddíska embætti Lam- ans í Tíbet var aflagt. Uppreisn Tí- beta í Kína árið 1956 náði til Tíbet 1959. Þessari uppreisn var mætt af mikilli hörku kínverska hersins og Búddismi var að mestu bældur nið- ur. Trúarleiðtogi Tíbeta, Dalai Lama, flýði til Indlands og um 100.000 aðrir Tíbetar fylgdu hon- um. Athugulir lesendur næstöftustu síðunnar muna eflaust að við sögð- um frá því um daginn að Dalai Lama var nýlega á ferð í Evrópu, en hann berst enn í dag ötullega gegn stjórn Kínverja í landinu enda er hann trú- arleiðtogi og sjálfstæðistákn þjóðar- innar. Fótboltafrir staður Eigandi kráar einnar í Bæjara- landi hefur lýst því yfir að hún sé fótboltafrítt svæði og sé það ætl- að fólki sem er búið að fá nóg af HM á Ítalíu. Vestur-Þjóðverjar eru sem límdir við sjónvarpsskjáina, hvort sem þeir eru heima hjá sér, á vinnustað sín- um eða á krám. Eigandi kráarinnar, Weisses Kreuz eða Hvíti krossinn, sem liggur nálægt landamærum Austurríkis, hefur nú fengið nóg af öllu þessu umstangi. Á matseðlin- um er það tekið skýrt fram að eng- inn fótbolti verði sýndur í sjónvarp- inu. Karl Fliegenbauer, en svo heitir eigandinn, segir að hver sá sem verði uppvís að því að því að tala um fótbolta fái að sjá rauða spjaldið. Þeim sem eru svo óheppnir að fá rauða spjaldið hjá Fliegenbauer er bannað að sækja krána það sem eft- ir lifir keppninnar. Vinnusjúkir eru varasamir Varið ykkúr á þessum vinnu- sömu sem þrjóskast við að taka sér frí. Þeir gætu verið að fé- fletta fyrirtækið! Þetta voru þau skilaboð sem ástr- alskir forstjórar fengu frá þekktum glæpasérfræðingi. Bruce Swanton heitir sá og kom þetta fram í ræðu sem hann hélt á ráðstefnu um fjár- svik. Hann sagði að sú hegðun vinnusjúkra að neita öðrum að taka af sér ábyrgð gæti bent til þess að þeir hefðu eitthvað að fela. Þung- lyndi, mikil drykkja, fjárhættuspil og mikil samskipti starfsmannsins við viðskiptavini væru einnig hættumerki. Einnig væru hroki, græðgi og óvild í garð yfirmanna merki um það sama. Bruce tók það samt skýrt fram að flestir þeir sem sýndu þessi ein- kenni hefðu ekkert illt í huga en, svo notuð séu orð hans sjálfs: ,,Engu að síður eru þessi einkenni nægileg til að forstjórar ættu að athuga málið með hugsanleg fjársvik starfs- mannsins í huga.“ Fjársvik kosta ástralska ríkið rúm- lega 180 milljarða ísl.kr. árlega. Ekki er vitað hvað þetta er há upp- hæð hjá áströlskum einkafyrirtækj- um. Ungverjar opna hlutabréfamarkað Tibor Novak rekur blómlegt bakarí í Búkarest en líkt og margir ungir Ungverjar langar hann til að freista gæfunnar sem hlutabréfamiðlari. Ástæða þessa er sú að á morgun, 21. júní, verður hlutabréfamarkaður- inn þar í landi enduropnaður eftir rúmlega fjögurra áratuga bann kommúnista við slíkum viðskiptum. Novak borgaði jafngildi fjögurra mánaðarlauna til að fara á nám- skeið sem haldið var um hlutabréfa- viðskipti. Eitt það fyrsta sem hann lærði á því námskeiði var að hann þarf að ná sérstöku prófi og vinna svo í tvö ár í læri áður en hann fær þann draum sinn uppfylltann að verða hlutabréfamiðlari. Novak ætl- ar ekki að láta þessar hindranir koma í veg fyrir að hann nái mark- miði sínu. Ungverjaland er komið einna lengst í þeim áætlunum að breyta frá miðstýrðu hagkerfi til markaðs- hagkerfis og talið er að hlutabréfa- markaðurinn og aðrar breytingar þar í landi geti orðið fyrirmynd álíka breytinga í öðrum löndum Aust- ur-Evrópu. Gamla kauphöllin var í virðulegri byggingu sem nú hýsir ungverska sjónvarpið og eru þeir sjónvarps- menn ekkert á þeim buxunum að flytja. Nýja kauphöllin mun aftur á móti hafa aðsetur í nýtískulegri bankabyggingu í miðborg Búkarest. Ekki er búist við því að erlend fjár- festing í Ungverjalandi muni stór- aukast í bráð við tilkomu hlutabréfa- markaðarins en þeir segja að til lengri tíma litið geti hann orðið vaki að stórauknum markaðsbúskap. „Ég vona að það verði eitthvert pláss fyrir mig sem hlutabréfamiðl- ara við kauphöllina", segir Szabolcs Fulop, en íiann er 21 árs banka- starfsmaður í Búkarest. „Það er skemmtileg tilviljun að ég skuli vera ungur maður þegar hlutabréfa- markaðurinn er endurvakinn". DAGSKRAIN Sjónvarpið 17.45 Síðasta risaeðlan 18.15 Þvotta- birnirnir 18.40 Táknmálsfréttir 18.45 Heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Brasilía-Skotland 20.50 Fréttir og veður 21.20 Grænir fingur 21.25 Elísabet Englandsdrottning 21.55 Tampopo 23.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Stöð 2 16.45 Nágrannar 17.30 Fimm félagar 17.55 Albert feiti 18.20 Funi 18.45 í sviðsljósinu 19.19 19.19 20.30 Murphy Brown 21.00 Okkar maður 21.15 Bjargvætturinn 22.00 Hættur í himingeimnum 22.55 Umhverfis jörðina á 15 mínútum 23.10 Áhuga- maðurinn (The Amateur) 01.00 Dag- skrárlok. Rós 1 06.45 Veðurfregnir. Bæn 07.00 Fréttir 07.03 í morgunsárið 09.00 Fréttir 09.03 Litli barnatíminn: Ketill Larsen segir eigin ævintýri 09.20 Morgun- leikfimi 09.30 Landpósturinn 10.00 Fréttir 10.03 Þjónustu- og neytenda- hornið 10.10 Veðurfregnir 10.30 Úr bókaskápnum 11.00 Fréttir 11.03 Samhljómur 11.53 Á dagskrá 12.00 Fréttayfirlit 12.01 Úr fuglabókinni 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veður- fregnir. Dánarfregnir. Auglýsingar 13.00 í dagsins önn 13.30 Miðdegissagan: „Leigjandinn" eftir Svövu Jakobsdóttur 14.00 Fréttir 14.03 Harmonikkuþáttur 15.00 Frétt- ir 15.03 Sumarspjall 16.00 Fréttir 16.03 Að utan 16.10 Dagbókin 16.15 Veðurfregnir 16.20 Barnaútvarpið 17.00 Fréttir 17.03 Tónlist eftir César Franck 18.00 Fréttir 18.03 Sumaraft- ann 18.30 Tónlist 18.45 Veðurfregnir. Auglýsingar 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Auglýsingar 19.32 Kviksjá 20.00 Fá- gæti 20.15 Nútímatónlist 21.00 For- sjársviptingar 21.30 Sumarsagan: „Viðfjarðarundrin" eftir Þórberg Þórðarson 22.00 Fréttir 22.07 Að utan 22.15 Veðurfregnir. Orð kvölds- ins 22.30 Birtu brugðið á samtímann 23.10 Sjónaukinn 24.00 Fréttir 00.10 Samhljómur 01.00 Veðurfregnir 01.10 Næturútvarp. Rós 2 07.03 Morgunútvarpið 08.00 Morg- unfréttir 09.03 Morgunsyrpa 11.03 Sólarsumar 12.00 Fréttayfirlit. Aug- lýsingar 12.20 Hádegisfréttir 14.03 HM-hornið 14.10 Brot úr degi 16.03 Dagskrá 18.03 Þjóðarsálin 19.00 Kvöldfréttir 19.32 Zikk Zakk 20.30 Gullskífan 21.00 Úr smiðjunni 22.07 Landið og miðin 23.10 Fyrirmyndar- fólk 00.10 I háttinn 01.00 Næturútvarp. Bylgjan 07.00 Pétur Steinn Guðmundsson og Hulda Gunnarsdóttir 09.00 Fréttir 09.10 Ólafur Már Björnsson 11.00 í mat með Palla 13.00 Valdís Gunnars- dóttir 15.00 Ágúst Héðinsson 17.00 Kvöldfréttir 17.15 Reykjavík síðdegis 18.30 Hafþór Freyr Sigmundsson 22.00 Þorsteinn Ásgeirsson 02.00 Freymóður T. Sigurðsson. Stjarnan 07.00 Dýragarðurinn 10.00 Snorri Sturluson 13.00 Kristófer Helgason 17.00 Á bakinu með Bjarna 19.00 Darri Ólason 22.00 Ólöf Marin Úlf- arsdóttir 24.00 Bjöm Sigurðsson. Aðalstöðin 07.00 Á nýjum degi 10.00 Kominn tími til 13.00 Með bros á vör 16.00 í dag, í kvöld 19.00 Við kvöldverðar- borðið 20.00 Á yfirborðinu 22.00 í lifsins ólgusjó 24.00 Næturtónar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.