Alþýðublaðið - 22.06.1990, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.06.1990, Blaðsíða 7
Föstudagur 22. júní 1990 7 NÆSTAFTASTA SÍDAN Atvinnuleysi eykst í Austur-E vrópu Vofa gengur nú ljósum logum um Austur-Evrópu og er það vofa at- vinnuleysisins. Hún hefur verið einn af fylgifiskum hinna miklu.breyt- inga frá kommúnisma til kapítal- isma. Rétturinn til vinnu var tryggður á tíma kommúnistastjórnanna en sá réttur var afiagður í fyrra og at- vinnuleysi hefur skotið upp kollin- um og er talið að það muni stórauk- ast á næstunni. Hagfræðingar benda þó á að þó ekki hafi verið skráð atvinnuleysi í kommúnista- ríkjunum hafi það þó vissulega ver- ið til staðar en dulið sjónum manna. Margir hafi verið í vinnu án þess að þörf væri fyrir þá. Það er sögð sú saga að eitt sinn hafi Janos Kadar, fyrrverandi leiðtogi kommúnista í Ungverjalandi, verið að sýna er- lendum gestum einhverja verk- smiðju. Þegar einn gestanna spurði hve margir ynnu í verksmiðjunni svaraði hann að bragði: „Um helm- ingur þeirra." Þetta svar lýsir vel þeim mikla vanda sem við er að glíma. í Austur-Þýskalandi, sem nú býr sig undir myntbandalagið við Vest- ur-Þýskaland, jókst atvinnuleysið um rúmlega 50% í síðasta mánuði og eru nú um 100.000 manns án at- vinnu þar í landi. Hagfræðingar spá því að þetta atvinnuleysi muni stór- aukast eftir að myntbandalagið er í garð gengið og ýmsir stjórnarmenn telja að rúmlega milljón Aust- ur-Þjóðverjar muni ganga atvinnu- lausir en þjóðin telur um 16 milljón- ir manna. Pólverjar fóru geyst í breytingar á hagkerfi sínu og höfðu heimspekina í máltækinu illu er best af lokið að leiðarljósi. Þeir hafa orðið illilega fyrir barðinu á atvinnuleysinu. í maí síðastliðnum voru um 443.222 Einn með kaffínu Vegalögreglan: — Veistu, að konan þín datt úr bílnum fyrir stundu? Ökumaðurinn: — Guði sé lof, ég hélt að ég væri orðinn heyrnarlaus! manns atvinnulausir en það eru 3,3% þjóðarinnar. Jerzy Szreter, að- stoðar atvinnumálaráðherra Pól- lands, segir þessa tölu geta þrefald- ast til áramóta. Atvinnuleysisbætur hafa verið greiddar í nokkrum löndum en rík- isstjórnir vara við að hugarfars- breytingar sé þörf hjá verkafólki svo vel takist til með umbreytinguna frá kommúnisma til kapítalisma. Fjár- málaráðherra Póllands, Leszek Balcerowicz, sagði núna fyrr í mán- uðinum að sum fyrirtækjanna væru aðgerðalaus og hefðu ekki lært að afla nýrra viðskiptavina með því að framleiða ódýrari og betri vörur. Vestrænn embættismaður í Aust- ur-Þýskalandi sagði það margir væru óvanir því að þurfa að keppa sín á milli um vinnu eins og tíðkast á Vesturlöndum: „Þetta fólk hefur aldrei á ævi sinni keppt um vinnu. Eins og stendur er það vanalegt að fimm til sex manns vinni eins manns verk“. Nýtt vaxmynda- safn i Moskvu Nú nýverið opnaði nýtt vax- myndasafn í Sokolniki garðinum í Moskvu. Þar eru til sýnis vaxmyndir af fjölmörgum þekktum persónum úr sögu Sovétríkjanna og þá aðai- lega Rússlands og eru þar jafnt grimmir sem góðir. Það tók eitt ár að undirbúa þá sýn- ingu sem nú er í safninu en þar eru ýmis atriði sett á svið. Sem dæmi má nefna að ein vaxmyndanna sýnir ívan grimma myrða skáldið Alex- ander Pushkin. Á myndinni hér til hliðar sést Lavrenti Beria, skó- sveinn Stalíns, tefla skák við Malíúta Skúratov en hann var fyrsti yfirmað- ur hinnar keisaraiegu lögregiu og á hinni myndinni sést félagi Brezhnev en við hlið hans mun standa síðasti keisari hins rússneska keisaradæm- is, Nikulás II. Af þessu sést að frjáls- lega eru leiddir saman menn sem voru uppi á mismunandi tímum og því ekki um að ræða það sem kallast á vondu máli „söguleg samfella". Nikolai Zelentskí, en hann hefur haft veg og vanda af sýningunni, segir að ef þessi fyrsta sýning gangi vel þá sé von á vaxmyndum af ýms- um fleirum t.d. Andrei Sakharov, Katrínu miklu og þekktum mönn- um úr kirkjusögu Rússlands. Leonid Brezhnev, fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna. DAGFINNUR Fálkaorður embættismanna t*á er búið að úthiuta fálkaorð- unni enn einu sinni. Eða réttara sagt fálkaorðunum, því þær eru orðnar ansi margar og fer fjölgandi á hverju ári. Eg las með nokkrum spenningi listann yfir orðuþega ársins. Eg hef nefnilega alltaf tilfinningu fyr- ir því, að brátt komi að mér. Eg hef sem landsþekktur dálkahöfundur skrifað lengi í virt landsmálablað og verið um tíma á leiðarasíðu. Mér þykir því eðlilegt að ég hefði verið sæmdur fálkaorðunni „fyrir skrif um þjóðfélagsleg efni." En það hefur ekki orðið enn. Mér er reyndar löngu orðið ljóst hverjir fá fáikaorðuna. Stjórn- málaflokkarnir skipa sínum mönnum í Orðunefnd. Erindrekar flokkana tilnefna síðan sína menn í kerfinu. Þar af leiðandi hljóta pól- itískt skipaðir embættismenn í rík- iskerfinu langflestar tilnefning- arnar. Yfirleitt eru þetta afdankað- ir embættismenn sem setið hafa á sínum ríkiskontór vegna þess að koma þurfti þeim úr pólitík eða setja þá í haggæslu fyrir Flokkinn. Áð lokum fá þeir svo fálkaorð- una fyrir störf í þágu þjóðar. Þess vegna verður bið á því að framfarasinnaðir menn eins og ég, sem hvergi láta fanga sig í net hagsmunagæslu, fái fálkaorðuna. Orðunefnd mun seint fá upphring- ingu og beiðni um að orðan verði sett um minn háls. Það gerir held- ur ekkert til. Ég held áfram að skrifa fyrir því. Og betur og beittar en fyrr. Orðudinglið getur ekki sljógvað penna minn. Dagfinnur lætur ekki deigan síga. Annars er ég með nokkrar til- nefningar. Mér finnst til dæmis að hagfræðingur Stéttarsambands bænda ætti að fá fálkaorðuna fyrir marghliða búvörusamningagerð fyrir ríki jafnt sem bændur. Mér finnst líka að krókódílamaðurinn fyrir austan eigi að fá fálkaorðuna fyrir störf í þágu gæludýraræktun- ar. Þá finnst mér að Guðjón B. Ól- afsson eigi að fá fáikaorðuna fyrir störf í þágu hlutafélaga á íslandi. Að lokum finnst mér að öll stjórn Arnarflugs eigi að fá Bjart- sýnisverðlaun Bröstes. En þau verðlaun hafa víst ekkert að gera með fálkaorðuna sem reyndar eykur trúverðugleika þeirra. Lavrenti Bería, skósveinn Stalíns, teflir skók við Maliuta Skúratov, lögreglustjóra keisarans. DAGSKRAIN Sjónvarpið 17.50 Fjörkálfar 1&20 Unglingarnir í hverfinu 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Poppkorn 19.20 Reimleikar a Fáfnishóli 19.50 Maurinn og jarð- svínið 20.00 Fréttir og veður 20.35 Sissel Kyrkjebö 21.30 Bergerac 22.25 Lúxusvændi í Beverlyhæðum (Beverly Hills Madam) OO.OOÚt- varpsfréttir í dagskrárlok. Stöð 2 16.45 Nágrannar 17.30 Emilía 17.35 Jakari 17.40 Zorro 18.05 Ævintýri á Kýþeríu 1B30 Bylmingur 19.19 19.19 20.30 Ferðast um tímann 21.20 Vertu sæl, ofurmamma (Goodbye, Super- mom) 22.55 í Ijósaskiptunum 23.20 Svikamyllan (The Black Windmill) 01.05 Samningsrof 02.35 Dagskrárlok. (Severance) Rás 1 06.45 Veðurfregnir. Bæn 07.00 Fréttir 07.03 í morgunsárið 09.00 Fréttir 09.03 Litli barnatíminn: Ketill Larsen segir eigin ævintýri 09.20 Morgun- leikfimi 09.30 Innlit 10.00 Fréttir 10.03 Þjónustu- og neytendahornið 10.10 Veðurfregnir 10.30 Á ferð 11.00 Fréttir 11.03 Samhljómur 11.53 Á dagskrá 12.00 Fréttayfirlit 12.01 Úr fuglabókinni 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. Dánarfregnir. Auglýsingar 13.00 í dagsins önn 13.30 Miðdegissagan: „Vatn á myllu kölska" eftir Ólaf Hauk Símonarson 14.00 Fréttir 14.03 Ljúflingslög 1500 Fréttir 1503 Skuggabækur 1500 Fréttir 1503 Að utan 1510 Dagbókin 1515 Veðurfregnir 1520 Barnaút- varpið 17.00 Fréttir 17.03 Tónlist á síðdegi 1500 Fréttir 1503 Sumaraft- ann 1530 Tónlist. Auglýsingar. Dán- arfregnir 1545 Veðurfregnir. Auglýs- ingar 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Aug- lýsingar 19.32 Kviksjá 20.00 Hljóm- plöturabb 20.40 Af mætum Borg- firðingum 21.30 Sumarsagan: „Við- fjarðarundrin" eftir Þórberg Þórðar- son 22.00 Fréttir 22.07 Að utan 22.15 Veðurfregnir. Orð kvöldsins 22.25 Úr fuglabókinni 22.30 Danslög 23.00 Kvöldgestir 24.00 Fréttir 00.10 Sam- hljómur 01.00 Veðurfregnir 01.10 Næturútvarp. Ráa 2 07.03 Morgunútvarpið 0500 Morg- unfréttir 09.03 Morgunsyrpa 11.03 Sólarsumar 12.00 Fréttayfirlit. Aug- lýsingar 12.20 Hádegisfréttir 14.03 HM-hornið 14.10 Brot úr degi 1503 Dagskrá 1503 Þjóðarsálin 19.00 Kvöldfréttir 19.32 Söðlað um 20.30 Gullskífan 21.00 Frá norrænum djassdögum í Reykjavík 22.07 Næt- ursól 01.00 Næturútvarp. Bylgjm 07.00 Pétur Steinn Guðmundsson og Hulda Gunnarsdóttir 09.00 Fréttir 09.10 Ólafur Már Björnsson 11.00 í mat með Palla 13.00 Stefnumót í beinni útsendingu. Valdís Gunnars- dóttir 1500 Ágúst Héðinsson 17.00 Kvöldfréttir 17.15 Reykjavík síðdegis 1530 Kvöldstemmning í Reykjavik 22.00 Á næturvaktinni 03.00 Frey- móður T. Sigurðsson. Stjaman 07.00 Dýragarðurinn 10.00 Snorri Sturluson 1500 Kristófer Helgason 17.00 Á bakinu með Bjarna 19.00 Arnar Albertsson 22.00 Darri Ólason 0500 Næturvakt. Aðalstöðin 07.00 Á nýjum degi 10.00 Kominn tími til 13.00 Með bros á vör 1500 Rós í hnappagatið 1500 í dag í kvöld 19.00 Við kvöldverðarborðið 20.00 Undir feldi 22.00 Kertaljós og kaviar 02.00 Næturtónar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.