Alþýðublaðið - 22.01.1991, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.01.1991, Blaðsíða 1
 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1991 Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra kom í nótt úr Eystrasaltsför Frekari aðgerða rikisstfórnarinnar að vænta i dag Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hitti Uffe Ellemann-Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur, í Kaup- mannahöfn í gærkvöidi að lokinni för sinni til Eystrasalts- landa. Samkvæmt Reutersfréttum kallaði utanríkisráð- herra sveitirSovétmanna sem í gær drápu fjóra í Ríga ,,fas- istahunda" og á Alþingi í gær var samhljóma lýst yfir við- bjóði á hrottalegri aðför „fasistanna" í Ríga. Jón Sigurðs- son, starfandi utanríkisráðherra, segir frekari aðgerðir rík- isstjórnarinnar í undirbúningi og í gærkvöldi gerði hann utanríkismálanefnd Alþingis og formönnum stjórnar- flokkanna grein fyrir þeim. í nótt hittust svo Jón Baldvin og Jón Sigurðsson, en á ríkisstjórnarfundi nú í morgun var málið til umfjöllunar. Síðdegis í dag mun Jón Baldvin Hannibalsson gefa Alþingi skýrslu um för sína til Eystra- saltslanda og greina frá frekari aðgerðum af íslands hálfu í kjölfar árásarinnar í Ríga í fyrradag. ÞJÓÐHÖFÐINGJA VOHUÐ VIRÐING: Fjöldi ís- lendinga hefur hefur vottað látnum þjóðhöfðingja, Ólafi fimmta Noregskonungi, virðingu sína með því að rita nafn sitt í sérstaka bók sem liggur frammi í sendiráði Noregs í Reykjavík. HAFNARFJÖRÐUR HAGNAST VEL AF ÁLVER- INU : Hafnarfjarðarbær hefur haft 440 milljóna króna tekj- ur á níunda áratugnum af framleiðslugjaldi sem álverið í Straumsvík greiðir. Hafnarfjörður nýtur 18% teknanna en ríkið 78% og lðnlánasjóður 4%. Samtals námu tekjur af gjaldinu tæpum 1,4 milljarði króna á tímabilinu 1980-1989. LEIÐARINN i DAG Ólafs V. Noregskonungs er minnst í leiðara Alþýðu- blaðsins í dag. „Ólafur V.vann sér sess sem konung- ur með eigin stíl og áherslur. Hann var stolt Norð- manna; reistur, góðlegur, hlýr og réttlátur. Hann var nútímalegur konungur sem kom til móts við norsku þjóðina sem jafningi manna en jafnframt ótvíræður þjóðarleiðtogi," segir m.a. í leiðara blaðsins. SJÁ LEIÐARA Á BLS. 4: ANDLÁT NORSKA AL- ÞÝÐUKONUNGSINS. 2 Þjóðarsátt um byggðastefnu Listinn án fulltrúa úr verkalýðs- hreyfingunni? 4 Stöndum vörð um velferðina Gunnlaugur Stefánsson, oddviti lista Alþýðuflokksins á Austurlandi, segir að kosn- ingabaráttan muni snúast um lífskjörin, búsetuna og lífs- björgina. Guðmundur Þ. Jónsson hafnaði i fimmta sæti í forvali Alþýðubandalagsins í Reykja- vík. Forseti ASÍ hafði mælt með honum í annað sætið. „Það á ekki að selja grunn- stofnanir félagshyggjunnar frjálshyggjuspekúlöntum í hendur," segir Valgerður Gunn- arsdóttir m.a. í umræðugrein. Skiðaskálinn hverfur nú úr landslaginu og eftir er ekkert annað en ömurleg brunarústin. A-mynd: E.ÓI. Skíðaskálinn í Hveradölum brann til grunna: Það er eftirsjá i þessu húsi Skíðaskálinn í Hvera- dölum brann til kaldra kola á sunnudagskvöld- ið. Við skálann eiga Reykvíkingar margs- konar minningar, bæði frá skíðaferðum og eins margskonar mannfagn- aði sem veitingastaður- inn annaðist um. Skálinn var byggður snemma á þessari öld fyrir frumkvæði Norðmannsins L.H. Muller, sem var fata- kaupmaður við Austur- stræti í eina tíð. Efndi hann til samskota meðal efnaðra Reykvíkinga, réð úrvals- arkitekt í Noregi til að teikna skálann og lét reisa hann á vegum Skíðafélags Reykjavíkur. Skíðaskálinn var í miðevrópskum alpa- stil og þótti flestum hann með fallegri byggingum hér á landi. Vegfarendur um Suður- landsveg sáu eld í austur- enda skálans á sunnudags- kvöldið. Starfsfólk var þá farið til síns heima. Þegar slökkvilið Reykjavíkur og Selfoss komu á staðinn varð ekki við neitt ráðið, allt brann sem brunnið gat. Veitingamaður Skiða- skálans var Carl Johansen, sem einnig rekur Veislu- þjónustuna í Reykjavík. Prófkjör Alþýðuflokksins í Reykjauík: KOSIÐMILLI 13 FJAMBJÓÐENDA Allt benti til þess í gær- kveldi aö 13 manns myndu gefa kosta á sér í prófkjöri Alþýðuflokksins í Reykja- vík fyrir alþingiskosning- arnar í vor. Framboðs- fresturinn rann út á mið- nætti í nótt og í gærkveldi þegar blaðið fór í vinnsiu höfðu eftirtaldir gefið kost á sér í eftirtalin sæti. Birgir Árnason, hagfræð- ingur hjá EFTA, í 3.—6. sæti, Guðmundur Haraldsson, deildarstjóri, í 3.-6. sæti, Gunnar Ingi Gunnarsson læknir í 3.-6. sæti, Helgi Daníelsson yfirlögregluþjónn i 3.-6. sæti, Jóhanna Sigurð- ardóttir ráðherra í 2. sætið, Jón Baldvin Hannibalsspn ráðherra í 1. sætið, Jón Ár- mann Héðinsson fram- kvæmdastjóri í 1,—4. sæti, Magnús Jónsson veðurfræð- ingur í 1.—6. sæti, Ragnheið- ur Davíðsdóttir ritstjóri í 3.-6. sæti, Valgerður Gunn- arsdóttir sjúkraþjálfi i 3.-6. sæti, Þorlákur Helgason, kennari og blaðamaður, í 1—3. sæti, Þröstur Olafsson, deildarsérfræðingur hjá utan- ríkisráðuneytinu, í 3.—4. sæti og Össur Skarphéðinsson að- stoðarframkvæmdastjóri i 3.-6. sæti. Prófkjörið mun fara fram 2. og 3. febrúar nk. Allir félagar í Alþýðuflokknum og stuðn- ingsmenn flokksins sem ekki eru flokksbundnir annars staðar hafa rétt til að taka þátt í prófkjörinu að því »il- skildu að þeir séu búsettir í Reykjavík og verði orðnir 18 ára 20. apríl nk.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.