Alþýðublaðið - 22.01.1991, Blaðsíða 6
6
Þriðjudagur 22. janúar 1991
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Laus staða
Við Raunvísindastofnun Háskólans er laus til um-
sóknar rannsóknastaða við reiknifræðistofu sem
veitt er til 1—3ja ára.
Gert er ráð fyrir að staðan verði veitt frá 1. mars nk.
Fastráðning kemurtil greina.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsækjendur skulu hafa lokið meistaraprófi eða
tilsvarandi háskólanámi og starfað minnst eitt ár
við rannsóknir.
Starfsmaðurinn verður ráðinn til rannsóknastarfa,
en kennsla hans við Háskóla íslands er háð sam-
komulagi milli deildarráðs raunvísindadeildar og
stjórnar Raunvísindastofnunar Háskólans, og skal
þá m.a. ákveðið, hvort kennsla skuli teljast hluti
starfsskyldu viðkomandi starfsmanns.
Umsóknir, ásamt ítarlegri greinargerð og skilríkjum
um menntun og vísindaleg störf, auk ítarlegrar lýs-
ingará fyrirhuguðum rannsóknum skulu hafa borist
menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150
Reykjavík, fyrir 15. febrúar nk.
Æskilegt er, að umsókn fylgi umsagnir frá 1—3
dómbærum mönnum á vísindasviði umsækjanda
um menntun hans og vísindaleg störf. Umsagnir
þessar skulu vera í lokuðu umslagi sem trúnaðar-
mál og má senda þær beint til menntamálaráðu-
neytisins.
Menntamálaráðuneytið, 18. janúar 1991.
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Styrkir til náms í Hollandi,
Noregi og Sovétríkjunum
1. Hollensk stjórnvöld bjóða fram styrk handa ís-
lendingi til háskólanáms í Hollandi skólaárið
1991—92. Styrkurinn er einkum ætlaður stúdent
sem kominn er nokkuð áleiðis í háskólanámi eða
kandídattilframhaldsnáms. Nám viðlistaháskóla
eða tónlistarháskóla er styrkhæft til jafns við al-
mennt háskólanám. Styrkfjárhæðin er 1.130 gyll-
ini á mánuði í 10 mánuði.
2. Norsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram
í löndum sem aðild eiga að Evrópuráðinu fimm
styrki til framhaldsnáms við háskóla í Noregi
skólaárið 1991—92. Ekki er vitað fyrirfram, hvort
einhver þessara styrkja muni koma í hlut íslend-
inga.
3. Sovésk stjórnvöld munu væntanlega veita ein-
um íslendingi skólavist og styrk til háskólanáms
í Sovétríkjunum háskólaárið 1991—92.
Umsóknum um styrki til náms í Hollandi og Sovét-
ríkjunum skal komið til menntamálaráðuneytisins,
Sölvhólsgögu 4, 150 Reykjavík, fyrir 15. febrúar nk.
og fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt meðmæl-
um. — Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Um-
sóknir um styrki til náms í Noregi skulu sendar til:
Norges allmennvitenskapelige forskningsrád,
Sandakerveien 99, N-0483 Oslo, fyrir 1. mars nk„ og
lætur sú stofnun í té umsóknareyðublöð og frekarí
upplýsingar.
Menntamálaráðuneytið, 18. janúar 1991.
Útboð
Verkefnisstjórn Ráðhúss Reykjavíkur óskar eftir til-
boðum í útvegun efnis í niðurhengd kerfisloft
ásamt festingum og fylgihlutum til notkunar í Ráð-
húsi Reykjavíkur.
Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu borgarverk-
fræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, gegn 5.000,- kr. skila-
tryggingu frá og með þriðjudegi 22. janúar 1991.
Heilsugæslustöð á Siglufirði
Tilboðóskast í breytingarog innréttingu á húsnæði
fyrir heilsugæslustöð á Siglufirði í hluta núverandi
húsnæðis Sjúkrahúss Siglufjarðar.
Verktími er til 15. maí 1991.
Útboðsgögn verða af hent á skrifstof u vorri, Borgar-
túni 7, Reykjavík, til og með fimmtudags 31. janúar
gegn 10.000,- kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu I.R., Borgartúni 7,
þriðjudaginn 5. febrúar 1991, kl. 11.30.
l!xií\JKAUPASTOFI\JUI\l RÍK!S!í\IS
■'GA. IJNI 7/l05 REYKJAVIK
Þjóðarbókhlaðan
Tilboð óskast í frágang innanhúss, þ.e. í kjörnum,
brú og forhýsi, klæðningu útveggja, málun o.fl. í
húsi Þjóðarbókhlöðunnar við Birkimel.
Verkinu skal lokið fyrir 1. desember 1991.
Útboðsgögn verða af hent á skrifstof u vorri, Borgar-
túni 7, Reykjavík, til og með 13. febrúar 1991 gegn
15.000,- kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu I.R., Borgartúni 7,
þriðjudaginn 19. febrúar 1991 kl. 11.00.
IIMIMKAUPAS f OMXiUlvi RÍKISIIMS
_____ ao' • ■■■•■ k
Utboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Vatnsveitu
Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í 5 stk. þurrktæki
til þurrkunar á lofti.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn
20. febrúar kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Bygginga-
deildar Borgarverkfræðings, óskar eftir tilboðum í
málningu á leiguíbúðum á vegum Reykjavíkurborg-
ar.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatrygg-
ingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 12.
febrúar kl. 14.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hitaveitu
Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í einfasa, 18
kVA/15kW, neyðarspennugjafa fyrir hljóðkerfi
ásamt uppsetningu fyrir Útsýnishús Öskjuhlíð.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatrygg-
ingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 12.
febrúar kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 Sími 25800
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Bygginga-
deildar Borgarverkfræðings, óskar eftir tilboðum í
málningu á íbúðum aldraðra.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatrygg-
ingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn
6. febrúar kl. 14.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Garðyrkju-
stjóra Reykjavíkurborgar, óskar eftir tilboðum í að
gera gangstíg í Hljómskálagarðinum í Reykjavík, frá
Bjarkargötu að Sóleyjargötu.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatrygg-
ingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn
30. janúar kl. 14.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800
Flokksstjórnarfundur
Fundarboð
Laugardaginn 26. janúar nk. verður haldinn flokks-
stjórnarfundur á Hótel Sögu (við hliðina á Súlnasal).
Fundurinn hefst kl. 13.00.
Dagskrá:
1. Kosningar og undirbúningur þeirra.
2. Lögð fram kosningastefnuskrá. Framsaga: Jón
Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og for-
maður málefnanefndar.
3. Önnur mál.
Skrifstofa Alþýðuflokksins.
Þing Þ.S.Í.
1. þing Þjónustusambands íslands verður haldið á
Holiday Inn 17. og 18. mars 1991.
Bréf þess efnis hefur verið sent aðildarfélögum
Þ.S.Í.
F.h. framkvæmdastjórnar
Sigurður Guðmundsson, forseti Þ.S.Í.
Alþýðuflokksfélag Hafnarfjarðar
60 ára
Alþýðuflokksfélag Hafnarfjarðar heldur afmælis-
fagnað vegna 60 ára afmælis félagsins í Álfafelli við
Strandgötu laugardaginn 26. janúar nk. kl. 14.00.
Ávörp — kaffiveitingar og fl.
Allir velkomnir.
Stjórnin.