Alþýðublaðið - 22.01.1991, Síða 4

Alþýðublaðið - 22.01.1991, Síða 4
4 Þriðjudagur 22. janúar 1991 MMÐUMMfl Armúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Oddi hf. Áskrifarsími er 681866 Áskriftargjald 1100 kr. á mánuði.. í lausasölu 75 kr. eintakið ANDLÁT NORSKA ALÞÝÐUKONUNGSINS Olafur V Noregskonungur lést sl. fimmtudagskvöld, 87 ára að aldri. Ólafur V var elstur konunga í heimin- um er hann lést. Við honum tekur Haraldur krónprins sem nýr konungur Noregs. Haraldur V Noregskon- ungur hefur tilkynnt, að hann muni taka sér sömu ein- kunnarorð og faðir hans: Allt fyrir Noreg. Með Ólafi V Noregskonungi erfallinn ástsæll þjóðarleiðtogi. Ólaf- ur V var nefndur af löndum sínum „folkekongen", eða alþýðukonungurinn, vegna þess hve blátt áfram hann var og mikill alþýðumaður í orðum og verkum. Olafur V Noregskonungur er stór hluti af norskri sögu. Hann er fæddur í Bretlandi en kom til Noregs tveggja ára gamall hið sögulega ár 1905 eftir sam- bandsslit Noregs og Svíþjóðar. Hann óx úr grasi sem norskt konungsefni og gat sér ungur góðan orðstír í íþróttum, aðallega sem skíðamaður og siglingakappi. Sem krónprins gegndi hann stóru hlutverku er nasist- ar hernámu Noreg 1940 og Hákon VII ákvað að hafna öllum samskiptum við þýska innrásarherinn og flúði til Bretlands ævintýralegum flótta ásamt konungs- fjölskyldunni. Hin einarða afstaða konungsins og krónprinsins gegn nasistum, sem m.a. birtist í ótal út- varpserindum og hvatningarorðum, átti stóran þátt í að efla andstöðuna heima fyrir og styrkja samstöðu Norðmanna. Norska konungsfjölskyldan varð að sterku sameiningartákni Norðmanna á myrkum og þungum stríðsárum. egar Ólafur tók við sem konungur Noregs eftir lát Hákonar VII árið 1957, voru þeir margir sem töldu að erfitt yrði fyrir hinn nýja konung að fylla það tómarúm sem faðir hans skildi eftir við dauða sinn. Hákon VII var tákn Noregs í stríðinu; tákn frelsis, lýðræðis og baráttu gegn einræði nasismans sem lagt hafði undir sig Noreg. Allar slíkar efasemdir ruku fljótlega út i veður og vind. Það reyndist vera vel undirbúinn krón- prins sem kallaði þáverandi forsætisráðherra og leið- toga norskra jafnaðarmanna, Einar Gerhardsen, á sinn fund og setti fyrsta ríkisráðsfund eftirdauða Há- konar VII. Ólafur V Noregskonungur vann einnig fljót- lega hug og hjörtu landsmanna sinna sem hinn nýi konungur Noregs, ekki síst með löngum og ströngum ferðum sínum um allan Noreg og með alþýðlegri framkomu sinni og látlausum lifnaðarháttum. Hann varsíðarfyrsti konungurinn í Noregi sem náði til þjóð- arinnar gegnum sjónvarp; miðil sem styrkti hann enn sterkar í þjóðarvitund sem þjóðhöfðingja Noregs. Olafur V vann sér sess sem konungur með eigin stíl og áherslur. Hann var stolt Norðmanna; reistur, góð- legur, hlýr og réttlátur. Hann var nútímalegur konung- ur sem kom til móts við norsku þjóðina sem jafningi manna en jafnframt ótvíræður þjóðarleiðtogi. Vin- sældir Ólafs V Noregskonungs voru geysilegar. Kon- ungssinnarsem lýðveldissinnar heilluðust af konungi og allar umræður um að afnema konungsdæmið í Noregi eru löngu þagnaðar. Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs og leiðtogi norskra jafnaðarmanna, skrifaði eftirfar- andi orð á leiðarasíðu Arbeiderbladets, málgagns norskra jafnaðarmanna, við andlát Ólafs V Noregs- konungs: „Sem sameinandi tákn í rúm 30 ár var hann virtur og æ verðmætari fyrir okkur öll. Hann var knú- inn áfram af ódrepandi forvitni um menn og nýjan fróðleik, af draumi um að kalla fram það besta í okkur." Olafur V Noregskonungur var þekktur og virtur af ís- lendingum. Hann var krónprins er hann kom hingað til lands 1947 sem gestur íslensku þjóðarinnar á Snorrahátíðina í Reykholti og afhjúpaði Snorrastytt- una sem þar stendur. Ólafur kom í opinberar heim- sóknir til íslands sem konungur Noregs árin 1961, 1974 og síðast 1988 er hann gaf m.a. fjármuni til end- urreisnar Snorrastofu í Reykholti. ísland og Noregur eru tengd miklum og traustum böndum allt frá land- námi íslands. Ólafur V Noregskonungur er mikilvæg- ur hluti af þeirri sögu og hugur íslendinga leitar þessa dagana til Noregs er norska þjóðin syrgir látinn kon- ung sinn og hyllir nýjan. UMRÆÐA Hver er stefna ríkisins í starfsmannamálum? Í komandi kosningum mun Alþýðuflokkurinn leggja verk sin i dóm kjósenda og kynna þeim þau mál sem hann ætlar að beita sér fyrir á næsta kjör- timabili. Kosningastefnuskrá flokksins hefur verið i undirbúningi undanf arna mánuði og þar er talað um að endurmeta þurfi hlutverk og starfsemi rikisstofn- ana. Þessi setning lætur litið yfir sér en hér er samt um ótrúlega stórt mál að ræða. Ég vil fjalla hér stuttlega um hvers vegna ég tel þetta mikilvægt mál. .lafnaðarmenn hafa átt afdrifa- ríkan þátt í að móta þær stofnanir sem standa undir veiferðarþjóðfé- laginu. Nægir að nefna þar al- mannatryggingakerfið og hús- Valgerður GunnarsdóHir sjúkraþjálfí skrifar næðiskerfið. Við gerum því þær kröfur til jafnaðarmanna að þeir standi vörð um velferðarþjóðfé- lagið. Pað á ekki að gera með því að selja grunnstofnanir félags- hyggjunnar frjálshyggjuspekúl- öntum í hendur, heldur með því að standa vörð um þá þætti sem raunverulega skapa jöfnuð og tækifæri fyrir alla. Það er nauð- synlegt að líta meö lifandi og já- kvæðri gagnrýni á þessar stofnan- ir. Þær eru ekki neinar heilagar kýr sem fólkinu ber að þjóna held- ur eiga þær að vera virkt tæki til þess að þjóna fólkinu. Opinber þjónusta þarf því að vera í stöðugri endurskoðun. Allt- af þarf að fylgjast með hvort þjón- ustan skilar því sem neytendur, þ.e. almenningur í landinu, ætlast til. Kröfur fólks til opinberrar þjón- ustu t.d. mennta- og heilbrigðis- kerfis, eru stöðugt að aukast en fjárveitingar til þessara mála- flokka aukast ekki að sama skapi. Við getum ekki reiknað með að fjárveitingar verði hlutfallslega miklu meiri en nú er, og verðum að horfast í augu við að þurfa að bæta þjónustuna án þess að auka útgjöldin, þ.e. við þurfum að hag- ræða. Á hinum Norðurlöndunum hafa verið mjög heitar umræður um breytingar og endurnýjun í opin- berri þjónustu. Þar hefur m.a. starfað nefnd fulltrúa launþega- samtaka og jafnaðarmannafíokka (SAMAK) sem skilaði á síðasta ári skýrslu og tillögum um hvernig mætti endurnýja og bæta opinber- ar þjónustustofnanir. Eitt aðalatr- iðið sem bent er á þar er nauðsyn þess að mótuö verði skýr stefna og skilgreint markmið fyrir starfsemi hverrar ríkisstofnunar. Það er hlutverk stjórnmálamanna að skilgreina stefnu um starfsemi op- inberra stofnana og undan þeirri ábyrgð mega þeir ekki víkja sér. Þær spurningar sem verður að svara eru m.a. hvernig hægt er aö auka skilvirkni ríkisstofnana. Einnig hvernig má draga úr mið- stýringu, auka valfrelsi neytenda og tryggja hagsmuni þeirra og um leið bæta hag starfsmanna. Þegar markmið stofnunar hefur verið skilgreint er hægt að fylgja því eft- ir, m.a. með kröftugri starfs- mannastefnu. Starfsmannastefna ríkisins hefur verið vanrækt og má vera að það eigi nokkurn þátt í þeim deilum sem ríkisvaldið hefur átt í við starfsmenn sina undanfar- in ár. Við alþýðuflokksfólk ættum að setja þetta stefnumál á oddinn og leggja áherslu á tímamörk fyrir verklokin. „Starfsmannastefna rikisins HBfur verið vanrækt og má vera aö þaö eigi nokkurn þátt i þeim deilum sem ríkisvaldið hefur átt í viö starfsmenn sina undanfarin ár," segir Valgeröur Gunnarsdóttir m.a. í grein sinni.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.