Alþýðublaðið - 22.01.1991, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.01.1991, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 22. janúar 1991 INNLENDAR FRÉTTIR 3 FRÉTTIR í HNOTSKURN BJÓRINN í MILLJÓNUM LÍTRA: Sá mjöður frá ATVR sem rennur hvað hraðast niður um kverkar lands- manna er áfengur bjór, hann var á síðasta ári 6,4 milljónir lítra af nærri 9 milljónum lítra af áfengi sem neytt var hér á landi. Engu að síður dróst sala hans saman um 6,8% frá árinu á undan, sem var þó bjórár í aðeins 10 mánuði. Næst- mest seldist af vodka, 638 þúsund lítrar, og rauðvíni 482 þúsund lítrar. Vodkasalan dróst eilítið saman en rauðvíns- þambið jókst — einnig mjög lítið. SUMARVINNA Á NORÐURLÖNDUM: NORD- JOBB, dálítið enskuskotið nafn, er atvinnumiðlun sem ís- lensk ungmenni á aldrinum 18 til 26 ára geta nýtt sér í sum- ar. Nordjobb er rekið af Norrænu félögunum og sér um að skiptast á starfskrafti milli landanna. Boðið er upp á sumar- vinnu í 4 vikur hið minnsta en 3 mánuði mest. 1 boði eru hverskonar störf í borgum og sveitum. Nordjobb annast um að útvega húsnæði og skipuleggur jafnvel tómstund- irnar. Launakjör eru hin sömu og gilda í viðkomandi lönd- um. Allar upplýsingar hjá Norræna félaginu í Norræna húsinu í Reykjavík. MINNA REYKT OG DRUKKIÐ: Árið 1990 var sam- dráttarár hjá ÁTVR. Heildarsala ÁTVR nam á árinu 11.285 milljónum króna — frá vínbúðunum var selt fyrir 7.464 milljónir, þ.e. nærri sjö og hálfan milljarð króna — en tób- akssalan nam 3.921 milljón, nærri fjórum milljörðum króna. f lítrum talið nam áfengissalan 8.995 þúsundum lítra eða rétt rúmlega milljón alkóhóllítrum, samdráttur í lítrum 5,31% og í alkóhóllítrum 4,13%. Sígarettusalan dróst saman á árinu um 1,19%. Seldar voru rúmlega 413 milljónir af „nöglunum" eða u.þ.b. 80 pakkar á hvern landsmann. BYGGINGAVÍSITALA UPP UM 0,2%: Hagstofan hefur reiknað vísitölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi um miðjan janúarmánuð. Reyndist vísitalan 0,2% hærri en um miðjan desember, eða 176,8 stig. Gildir þessi vístitala fyrir febrúarmánuð. Samsvarandi vísitala miðuð við eldri grunn, desember 1982, 100 stig, er 565 stig. Síðustu 12 mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 7,2%, en siðustu 3 mánuðina aðeins um 2,1% sem sam- svarar 8,6% árshækkun. HVERNIG MINNAST SKAL SN0RRA: Mennta- málaráðuneytið hefur skipað starfshóp sem á að gera til- lögur um hátíðahald vegna 750. ártíðar Snorra Sturlu- sonar, rithöfundar og héraðshöfðingja í Reykholti. Hann var veginn 23. september 1241. í starfshópnum eiga sæti fulltrúi Stofnunar Árna Magnússonar á íslandi, rektor Há- skóla íslands, forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals og formaður Rithöfundasámbands íslands. ALÞÝÐUBANDALAG Á REYKJANESI: Ólafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra mun skipa efsta sæti lista Alþýðubandalags- ins á Reykjanesi í Alþingis- kosningunum í vor. í öðru sæti er Sigrídur Jóhann- esdóttir, kennari í Kefla- vík, í þriðja sæti Valþór Hiöðversson, blaðamað- ur og bæjarfulltrúi í Kópavogi, í því fjórða verkalýðsleið- toginn Sigurður T. Sigurðsson í Hlíf í Hafnarfirði, í 5. sæti Elsa Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttis- ráðs. í 22. og heiðurssæti er Geir Gunnarsson, alþingis- maður í Hafnarfirði. Menntamálaráðherra lœtur endurskoða útvarpsreksturinn — enginn tilnefndur úr einkageira útvarps- og sjónvarpsreksturs: „Maður er þrumu lostinn" — segir Páll Magnússon, framkvœmdastjóri á Stöð 2, en enginn fulltrúi ,,frjálsra fjölmiðla“ er í nefnd sem á að endurskoða vissa þœtti útvarpslaga. „Maður er þrumu lost- inn, satt að segja. Eg skil ekki hvað vakir fyrir Svav- ari Gestssyni, kannski er þetta einhver gleymska. Sé ekki svo, þá er verið að taka okkur austur fyrir járntjald. Við munuin mót- mæla þessu kröftuglega, okkar rödd hlýtur að eiga að koma fram þarna,“ sagði Páll Magnússon framkvæmdastjóri Stöðv- ar 2 í viðtali við Alþýðu- blaðið. Tilefnið var það að menntamálaráðherra hafði þá fyrr um daginn óskað eftir tilnefningu fulltrúa í nefnd sem endurskoða á „tiltekna þætti núgildandi útvarpslaga og reglugerða sem gilda um útvarpsrekstur hér á landi." Svavar Gestsson mennta- málaráðherra segir að nefnd- in eigi að eyða mótsögnum í núgildandi lögum. Til dæmis sé gert ráð fyrir reglum um kostun þátta, en á sama tíma sé ekki amast við því að er- lendar sjónvarpsstöðvar sendi efni í gegnum íslenskt sjónvarp. Svavar segir að hugmyndir forsvarsmanna frjálsu fjölmiðlanna liggi þeg- ar fyrir. Það eigi ekki að breyta anda laganna, heldur skýra það. „Það er Alþingi sem ræður lögunum — ekki nefndin." Svavar segist ekki trúa því að forvígismenn „frjálsu stöðvanna" væni sig um „sovésk vinnubrögð." „Þeir hafa aðra reynslu af mér. Ég hef sýnt þeim skiln- ing og ekki reynst þeim illa." Meðal þess sem nefndin á að gera, er að skilgreina og aðgreina rekstur útvarps- stöðva og rekstur kapalkerfa, þ.e. sameiginlegrar loftnets- móttöku. Einnig að skýra ábyrgðarreglur i útvarps- rekstri, menningarlegar skyldur stöðvanna og að gera tillögur um að styrkja grund- völl íslensks máls. Ráðuneytið hefur beðið fimm opinbera aðila að til- greina fulltrúa í nefndina: Ríkisútvarpið, Útvarpsréttar- nefnd, Póst og síma, Mennta- málaráðuneytið og Islenska málnefnd. Kristján Karlsson hlaut Daviðspennann Kristján Karlsson skáld var einróma kjörinn verö- launahafi ársins 1991 hjá Félagi íslenskra rithöf- unda. Hann hiaut að laun- um verðlaunagrip, sem fengiö hefur nafnið Davíö- spenninn, auk 100 þúsund króna í peningum. Sveinn Sæmundsson rithöfundur, formaöur félagsins, af- henti Kristjáni verðlaunin í gær við hátíðlega athöfn á Hótel Sögu. Er þetta í fyrsta skipti sem verðlaun- in eru afhent. Nafn verðlaunanna, Davíð- spenni, er valið til að heiðra minningu Davíðs skálds Stef- ánssonar frá Fagraskógi, og eru verðlaunin afhent á fæð- ingardegi skáldsins. I gær voru 96 ár liðin frá fæðingu hans. Davíð var einn af stofn- endum Félags íslenskra rit- höfunda, sem er félag 80 rit- höfunda. Sveinn Sæmundsson sagði í ávarpi sínu í gær að Kristján Karlsson væri í hópi virtustu Ijóðskálda landsins í dag. Verðlaunin fær hann fyrir bók sína, Kvæði 90. Sveinn Sæmundsson, formaöur Félags íslenskra rithöfunda, afhendir Kristjáni Karlssyni bók- menntaverölaun félagsins, Davíðspennann, í gærdag. A-mynd: E.ÓI. Listi Alþýdubandalagsins í Reykjavík: ASÍ án fulltrúa? Guðmundi Þ. Jónssyni var hafnað í forvali Al- þýðubandalagsins í Reykjavík, sem fram fór um helgina. AIls kusu 456 og hlaut Svavar Gestsson 289 atkvæði í fyrsta sæti og Guðrún Helgadóttir 177 samtals í fyrsta og annað. Tvö efstu sætin verða því óbreytt frá síð- ustu kosningum. Auður Sveinsdóttir landslags- arkitekt skaust í þriðja sæti iistans og hlaut næst- flest atkvæði allra í forval- inu. Oddviti listans segist hafa lagt að öllum sem lentu í efstu sætum að taka sæti á listan- um, en fulltrúi verkalýðs- hreyfingarinnar, Guðmundur Þ. Jónsson, hefur ekki gefið endanlegt svar. Forseti ASÍ og fleiri höfðu mælt opinberlega með Guð- mundi Þ. í annað sætið, en hann missti af því og hafnaði í því fjórða á 202 atkvæðum. Fulltrúi Birtingar og for- manns flokksins, Már Guð- mundsson, varð í fimmta sæti. Alls munu 19 „hreinir" birtingarfélagar hafa verið á þeirri skrá sem skilað var til forvalsnefndarinnar. Aðrir úr Birtingu sem tóku þátt í for- valinu eru beinir aðilar að Al- þýðubandalaginu. Birna Þórðardóttir hlaut næstflest atkvæði í fyrsta sæti, eða 55, og samtals 177 atkvæði, sem nægðu henni í sjötta sætið. Fá atkvæði skildu frambjóðendur að um sæti 3 og 4. Már fékk 16 at- kvæðum færri en Auður í sæti 3, og Guðmundur 9 at- kvæðum fleiri en Már í sæti 4.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.