Alþýðublaðið - 01.02.1991, Side 1

Alþýðublaðið - 01.02.1991, Side 1
FÖSTUDAGUR l.FEBRÚAR 1991 LISTIALÞÝÐUFLOKKSINS í RVÍK ÁKVEÐIN UM HELGINA Um helgina verður opið prófkjör Aiþýðuflokksins í Reykjavík. Kosið verður um skipan sex efstu sæta á lista Alþýðuflokksins fyrir alþingiskosningcU'nar í vor. Fram- bjóðendur í prófkjörinu eru samtals 13. Kosið verður á laugardag og sunnudag frá kl. 10—19 báða dagana. Kjör- staðir verða tveir: Gerðuberg 1 fyrir Breiðhyltinga en Ar- múlaskólinn fyrir öil önnur hverfi borgarinnar. Sérstök spenna ríkir um hver hljóti þriðja sætið í prófkjörinu og fullvíst talið að formaður og varaformaður flokksins verði kosnir í fyrsta og annað sætið. Sjá kynningu á prófkjörinu á baksíðu. SÉÐFYRIR FRAMLÖGUM TIL BR: Byggingarsjóði ríkisins verður gert kleift að standa við skuldbindingar sín- ar og halda uppi eðlilegri starfsemi, var haft eftir Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra í fréttatíma útvarps í gær. Lausafjárstaða Byggingarsjóðs ríkisins er erfið og að óbreyttu stefnir þar í greiðsluþrot. Félagsmálaráðherra segir þetta tímabundið vandamál sem verði leyst fljótlega. Hann segir að lofað hafi verið meiru en hægt hafi verið að standa við. Lánsloforðum hefur verið ávísað langt fram í tímann og forsendur sem þau loforð byggðust á ekki geng- ið eftir. VERÐFALL Á ERLENDUM FISKMÖRKUÐUM: Síðustu daga eru dæmi þess að fengist hafi hærra verð fyr- ir þorsk á fiskmörkuðum hér á landi en í Bretlandi. Fram- boð á fiski hefur þó verið mikið hér. Meðalverð á mörkuð- um innanlands hefur verið um það bil 110 kr. á kílóið af þorski en hefur farið upp í 130 kr. Verð fyrir þorsk í Grims- by í gær var að meðaltali 120 krónur á kílóið. Er það lækk- un um tæplega áttatíu krónur frá því um miðjan desember. I gær fengust fyrir kíló af karfa kr. 67 í Bremerhaven í Þýskalandi en verðið var nærri því 190 krónur í byrjun janúar. BANDARÍSKRAR HERK0NU SAKNAÐ: Taiið er að írakskir hermenn hafi náð á sitt vald bandarískri herkonu og hermanni í Saúdí-Arabíu nálægt landamærum Kúveits. Hermennirnir tveir tóku ekki þátt í bardögunum um borg- ina Khafji. Tíðindin um hvarf hermannanna kom á sama tíma og bandamenn höfðu náð landamæraborginni á sitt vald. BARDAGAR UM KHAFJI GERA SADDAM AÐ HETJU í HINUM ARABÍSKA HEIMI: Fagnaðarlæti áttu sér stað í Jórdaníu og tugir þúsunda tóku þátt í fjölda- göngu til stuðnings Hussein. Sérfræðingar um málefni Ar- aba segja að Saddam þurfi ekki að vinna hernaðarsigur til þess að standa uppi sem goðsöguleg hetja. Þeir nefndu máli sínu til stuðnings að forseti Egyptalands, Gamal Abdel Nasser, hafi haldið miklum vinsældum þrátt fyrir ósigur í stríðunum í Mið-Austurlöndum 1956 og 1967. Besta dæm- ið um pólitískan sigur eftir hrakfarir er sennilega það þeg- ar litið var á októberstríðið 1973 sem sigur Egypta vegna þess að þeim tókst að komast yfir Súez-skurðinn og halda honum í 22 daga þrátt fyrir að þeir væru umkringdir af ísraelum þegar vopnahlé var samið. LEIDARINNIDAG Leiðari Alþýðublaðsins í dag fjallar um leiðaraskrif Þjóðviljans í fyrradag, er Þjóðviljinn ásakaði Alþýðu- blaðið um Evrópufíkn vegna afstöðu Alþýðublaðs- ins með fréttasendingum um gervihnetti. í leiðara Alþýðublaðsins er þessu m.a. svarað með eftirfar- andi: „Ef okkur hefðu borist fullkomnar gervihnatta- fréttir frá Stalíns-tímabilinu í Sovétríkjunum, hefðu þá ekki íslenskir kommúnistar fyrrafruglast og orðið valdaminni til heilla fyrir land og þjóð?" SJÁ LEIÐARA BLS. 4: BÆNARSKRÁ UM RITSKOÐ- UN. 2 Sóst eftir að fá að starfa Margir sækjast nú eftir að fá að starfa innan Alþýðuflokks- ins — m.a. þrettán góðir fram- bjóðendur í prófkjöri um helg- ina. Við segjum frá hörkugóð- um kynningarfundi frambjóð- endanna í máli og myndum. 3 Hvað er í læknasamningum? í dag kemur í Ijós um hvað var samið í laeknadeilunni. Menn spyrja nú hvort sama gerist og fyrir nokkrum árum, þegar læknar fengu í raun mun meiri launahækkanir en aðrir — þrátt fyrir þjóðarsátt um laun sem þá ríkti. 4 Engan graut, takk Bandarískur strákur segir fullum fetum að enginn neyði hann til að borða graut — stjórnarskráin segi það! Hér á landi er stjórnarskráin ekki litin þessum augum. Guðmundur Einarsson hefur skoðun á mál- inu. Tillaga í sameinuðu þingi: Árni. Styttri vinnutimi Björgvin. — án þess aö laun verdi skert — flutningsmenn hvetja til þjóöarsátt- ar um brýnt hagsmuna — og réttlætismál vinnuþjádra Islendinga. Lögð hefur verið fram á Alþingi tillaga um stytt- ingu vinnutíma án skerð- ingar launa. Flutnings- maður er Björgvin Guð- mundsson, þingmaður Al- þýðuflokksins. Meðflutn- ingsmaður hans er Árni Gunnarsson. Tillagan gerir ráð fyrir því að félagsmálaráðherra semji áætlun um styttingu vinnu- tíma í landinu án skerðingar tekna. Skal félagsmálaráð- herra hafa samráð við aðila vinnumarkaðarins um fram- kvæmd málsins. Er ætlunin sú að vinnutíminn verði stytt- ur í áföngum, t.d. á 2—3 ár- um. Vinnutími í dag er mjöc langur. Hjá fullvinnandi fólki er vinnutíminn 55 stundir á viku til jafnaðar. Fullvinnandi karlar vinna 60 stundir á viku en fullvinnandi konur 49 stundir. Björgvin Guðmundsson sagði í samtali við Alþýðu- blaðið í gærkvöldi að mikil lífskjarabót mundi felast í styttingu vinnutíma án tekju- skerðingar. Styttri vinnutími mundi og bæta heilsufar launafólks og hafa góð áhrif á fjölskyldulíf í landinu. ,,Ef til vill getur tekist ný þjóðarsátt um það að bæta kjör launþega með því að stytta vinnutímann án þess að skerða tekjur,“ sagði Björg- vin Guðmundsson í gær. Gott ueður á þessu ári, segir Vedurstofustjóri: Við eigum það inni „Viö eigum það inni hjá skaparanum að fá gott ár, því norðurhveliö hefur hlýnað verulega undanfar- inn áratug og þess hefur ekki gætt hér fyrr en kannski núna“, sagði Páli Bergþórsson Veðurstofu- stjóri í samtaii við Alþýðu- blaðið. Sjávarhiti ræður miklu um lofthita, og því eru mestar lík- ur til, að árið verði hlýtt hér á landi, svipað og á síðasta ári. Nærri sjötíu ára reynsla hefur sýnt, að samhengi er á milli dvalartíma hafíss við ís- land og hitans á Jan Mayen frá ágúst og fram í janúar. Árshitinn á íslandi er líka nokkuð tengdur hitanum á Jan Mayen haustið á undan. Og þegar þetta er allt tekið saman geta landsmenn verið bjartsýnir þvi væntanlega er sólarsumar framundan. Sú litia á von á mildu og góöu veðri þá eliefu mánuöi sem eftir eru af 1991. A-mynd: E.ÓI. Alþýðublaðið í Alþýðuhúsið Alþýðublaðið flytur í dag á um í austurborginni. Rit- fornar slóðir — í Alþýðuhús- stjórn, auglýsingadeild, af- ið, Hverfisgötu 8—10. í því greiðsla og skrifstofur vinna í húsi starfaði blaðið áratugum dag við flutninga. Á mánu- saman. Má með sanni segja daginn bjóðum við viðskipta- að hérmeð sé blaðið að nýju vini okkar velkomna í ný og komið á heimavöllinn. Síð- bætt húsakynni. Sími blaðs- ustu tuttugu árin hefur blaðið ins verður nú 62-55-66, bréf- haft aðsetur á nokkrum stöð- sími(fax) er 62-70-19. RITSTJÖRN 0 625566 — 83320 • FAX 627019 • ÁSKRIFT OG AUGLÝSINGAR 0 625566

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.