Alþýðublaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 5
Föstudagur 1. febrúar 1991 UMRÆOA Nœsti leikur: Islcmd i A-flokk! Um þessar mundir laðar Alþýðuflokkurinn til sin fólk úr öllum áttum. Kvikuhreyfing á sór stað i is- lenskum stjómmálum. Lifsviðherf jafnaðarmanna hefur fengið góðan meðbyr, eftir langan blund i brjóstum fjöldans. Stór hluti þeirra hefur beðið tœkifœra með rifuð seglin. Nú hefur framganga Al- þýðuflokksins i rikisstjóm yfirstandandi kjörtima- bils gefið verkunum mál, sem heyrist víða. Á sama tíma hefur Alþýðuflokk- laun og skattfrelsismörkin. Stytta urinn mótað stefnuskrá fyrir þarf vinnutima. Vítahring yfir- næstu framtíð. Kjarni stefnunnar hefur mótast af eðli hins sanna ís- lenska hjartalags. Verði þessi vandaða stefnuskrá framkvæmd í verki, þá er eitt víst: Hér verður enn auðugra mannlíf og ísland kemst loks í A-flokk. Markmiðið er ljóst. Leiðirnar eru mótaðar. Ég ætla hér að skoða nokkurn hluta þeirra. Þjóðarsáttin ' - ' ' Islendingar eru enn að venjast lífi án óðaverðbólgu. Menn eru enn að átta sig á stöðugleika og flestir fagna miklum árangri. En sáttin var mörgum dýrkeypt. Óviðunandi launakjör voru sett á kaldan klaka. Launamisrétti var fryst. Margir hafa þurft að herða ólarnar. Megnri óánægju hefur veri haldið í skefjum. Engum skal detta í hug, að óbreytt þjóðarsátt verði framlengd næsta haust. Stöðu láglaunamannsins verður að bæta. Hækka verður lægstu vinnunnar þarf að brjóta, án skerðingar launa. Samtímis þarf að draga úr framfærslukostnaði. Launakerfin þurfa allsherjar endurskoðunar við. Vinnuveit- endur bera ábyrgð á auknum ójöfnuði með krónísku launa- skriði útvalinna, í skjóli myrkurs. Feluleikinn þarf að stöðva. Menn verða að taka sönsum. M.a. á ofan- greindum forsendum verður hægt að gera nýja þjóðarsátt næsta haust. En þar munu fleiri þurfa að bera þungann. Með hagræðingu og sparnaði á vegum hins opin- bera og með bættu rekstrarum- hverfi fyrirtækja, verður hægt að bera uppi kostnað endurnýjaðrar þjóðarsáttar. Byggdastefna ________________ Stærsta þjóðarsátt framtíðar mun fjalla um nýtt skipulag byggða á íslandi. Forsenda skyn- samlegrar stefnu í helstu atvinnu- greinum landsmanna er byggðar- stefna, sem víðtæk samstaða næst um. Ekki verður hægt að hagræða byggð landsins með því að stöðva atvinnulíf fólks á tilteknum svæð- um. Við getum ekki breytt búsetunni með því að fæla fólk burtu með skertri heilbrigðisþjónustu og óviðunandi kennslumálum, svo dæmi séu tekin. Fyrst verður að ná sáttum um framtíð byggðanna. Síðar er raunhæft að koma á eðli- legu rekstrarformi í sjávarútvegi, landbúnaði og fyrirkomulagi þjónustugreinanna. Sjávarútvegur_______________ Við lausn vandamála í sjávarút- vegi eru engar patenthugmyndir. Viðtækur skilningur er fyrir hendi á helstu vandamálunum. And- stæðan við kvótakerfið eykst stöð- ugt. Auðsöfnuður kvótakónganna er þekktur. Kvótabrask og byggða- röskun eru daglegar fréttir. Kvót- ann ber að leggja af í áföngum. Flotinn er of stór. Fiskstofnanir eru eign landsmanna. Nýting þeirra þarf að stjórnast af réttlátu stjórnunarkerfi, t.d. með leiguskil- málum. Heildarskipulagið þarf að mótast af áður samþykktri byggðastefnu. Landbúnadur_________________ Eitt sinn stóð landbúnaður undir sjálfum sér. Síðar komst hann á framfærslu sjávarútvegsins. Eftir það fóru menn að deila á landbún- aðarstefnuna. Bændur eru flestir dugmikið fólk. Þetta fólk hefur lengi setið undir stöðugri ádeilu. Bændur hafa tekið gagnrýninni persónulega, því miður. Hér er ekki verið að deila á bændur sjálfa, heldur landbúnaðarstefn- una og rekstur hennar. Bændur hafa orðið fórnardýr eigin fyrir- tækja, sem hafa gert út á þá og safnað auði í hlutverki milliliða í framleiðslunni. Nú sitja dugmiklir bændur í gapastokki framleiðslu- kvótans og geta engan veginn not- ið sín. Kerfið hindrar aukna fram- leiðni og lækkun verðlags. Það þarf því að frelsa íslenska bændur úr ánauð! Alþýðuflokkurinn hefur mótað stefnu til að ná því marki. Við breytta stefnu mun bændum í fækka og byggðir breytast. Þjóðar- ,'sátt um byggðastefnu er forsenda þess að framkvæma megi nauð- : synlegar breytingar í rekstri land- búnaðarins. Lokaorð__________ Hér hefur verið minnst á nokkur hinna mikilvægustu málefna. Mörgum hefur verið sleppt, að sinni. í raunhæfri og vandaðri stefnuskrá Alþýðuflokksins er að finna verklýsingu þá, sem nota skal til að ná endurskipulagi og hagræðingu í okkar helstu at- vinnugreinum. Framkvæmdin sparar þjóðarbúinu milljarða. Þannig fást fjármunir án skatta- hækkana. Þannig hafa íslendingar efni á enn auðugra mannlífi í anda réttlætis og jöfnuðar. Þannig kemst ísland í Á-flokk! Gunnar Ingi Gunnarsson Iwknir skrifar Mannúð að leiðarljósi UMRÆDA Jafnaðarstefnan er hugsjón. Hún er þvi ekki föl fyrir eitt nó neitt. Hún er ekki hlifðarfatnaður, sem má bregða yfir sig eða klæðast að hentugleikum. Hún er órjúfanleg i timanum. ÞORLÁKUR HELGASON SKRIFAR Á viðsjárverðum tímum er holit að hyggja að hugsjónum okkar. Það er brýnt að Alþýðuflokkurinn hviki ekki undan merkjum, þó að skammtímahagnaður virðist á næsta leiti. Andleg fátækt - ■ ■ —--- ■■ Ymsir telja að baráttan um brauðið sé liðinn tími. Þjóðin lifir í allsnægtum á landa- mælikvarða og miðað við meðal- tal af höfðatölu. Það segir hins vegar ekki alla söguna. Það er til fátækt í samfélaginu. í allsnægtun- um nærist líka hin andlega fátækt. Lítum á nokkur dæmi: a) Að undanförnu hefur komið í Ijós að 500 unglingar eru taldir vera í bráðri hættu af völdum vímuefna eða reglulegrar neyslu lyfja af ýmsum gerðum. b) Einangrun gamals fólks er al- þekkt. c) Fjölmargar fjölskyldur eiga um sárt að binda vegna þess að endar ná ekki saman í lífinu. Það hefur verið stefnt hátt og djarft út yfir öll mörk. d) Það er ekki samfella milli skóla og heimilis, vinnu og heimil- is. Þess hefur ekki verið gætt í kjöl- far breyttra tíma að laga skóla og vinnu að þörfum heimilisins. Hoimilid viðbit i____________ þióðmálqumræóunni Þegar lýsa á vanda þjóðarinnar er yfirleitt gripið til talna. Þjóðar- framleiðsla hefur dregist saman af því að fiskveiðar brugðust, útflutn- ingstekjur minnkuðu, ríkistekjur nægðu ekki fyrir útgjöldum o.s.frv. Sjaldnast fjalla þessar tölur um fólk. Heimilið, sjálf grunneining samfélagsins, verður yfirleitt að- eins viðbit í þjóðmálaumræðunni. Hagfræðin á þó ættir að rekja til heimilisrekstrar. Gríska orðið eo- konomia (hagfræði) þýddi að fornu ,,að reka heimili." Því minnist ég á þetta að ég tel að okkur væri hollt að hyggja að „öfugurn" enda þegar vandræði hagkerfisins eru skoðuð. Mörgu í þjóðfélaginu væri betur komið ef heimilið væri sett á oddinn. Lítum á örfá dæmi: 1) Slys á börnum eru tíðust í heimi á íslandi. Allir gera sér grein fyrir því sem það kostar andlega og fjárhagslega. 2) Enn sem komið er hefur ekki verið lögð nægileg áhersla á for- varnir í samfélaginu, þó að sýnt sé að sparnaður þjóðarinnar sé gífur- legur ef hægt er að koma í veg fyr- ir slys. Þá á ég við margs konar varnir, í umferð, gegn vímuefnum og óheilbrigðu líferni o.s.frv. 3) Heimilisfriður samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins virðist brotinn, ef yfirvöld sjá ástæðu til. Grófast allra brota í því dæmi er tvímælalaust, þegar vísitalan var tekin úr sambandi fyrir um það bil sjö árum. Ríkið tryggði sig þá fyrir skakkaföllum en lagði byrðarnar á fólkið, á heimilin. Launin voru fryst en verðbólgan lagði mörg hjörtun að velli. Til umhugsunar_________________ Eitt meginverkefni jafnaðar- manna næsta áratug verður að leggja grunn að fjölskyldustefnu sem hefur að markmiði að vernda heimilið. Ég tek skólann inn í þetta dæmi, þar sem skólinn og heimilið eru stofnar af sama meiði. Mig langar að nefna fáein atriði sem íhuga þarf þegar bitunum veríur raðað saman í bygginguna: a) í dag býr skólinn börn ein- göngu undir atvinnulíf (það er líka mjög óljóst) en ekki heimilislíf. b) Það er barist um fjölskylduna úr öllum áttum. Hún fær ekki að vera í friði í bókstaflegri merk- ingu. Mest er að öllu jöfnu aðför ríkisvaldsins oft á tíðum (sbr. lið 3 hér að ofan). c) Skólinn er ósamfelldur og ekki í takt við vinnu og heimili. d) Launastefna ríkisvaldsins er fyrir löngu brostin. Ég hef áður minnst t.d. á skólann sérstaklega í því sambandi (í dagblaðsgrein í DV 29.1. sl.). Launastefnan er ekki fyrst og fremst spurning um pen- inga, heldur hitt að lagst er á ákveðnar greinar samfélagsins. Uppeldis- og heilbrigðisstörf eru vanmetin. Það kemur til lengdar niður á gæðunum. Gæðin í heil- brigðisþjónustunni og í skólakerf- inu eru ekki metin í krónum og aurum, heldur í vellíðan og menntun komandi kynslóða (þá í hagvexti framtíðarinnar). e) Breytingin á að gerast innan frá. Ekki með valdboðum að utan. Þess vegna verður m.a. að auka sjálfstæði stofnana hins opinbera og gera þær ábyrgari en nú er. Á heimilinu sjálfu er þetta augljós- ast. Heimilunum er ekki gert kleift að rækja uppeldistörfin. Árekstr- arnir við það sem er utan heimilis brjóta niður, þó að fyrir sé á heim- ilunum ásetningur um bætta hegðun. f) Almennt kæruleysi um hverju fram vindur er áberandi. Það er ekki beint neinum mælistikum að þeim stofnunum sem eiga að vernda og hlúa að einstaklingn- um. Skólinn er á óræðu landi, vinnan er ekki metin í samhengi við heimilið o.s.frv. g) Þjóð sem skynjar ekki upp- runa sinn á á hættu að færast ótímabundið úr þeim skorðum sem eru æskilegar. Alls kyns tæki- færissinnuð afskipti af þróuninni sjálfri hafa á undanförnum árum dregið hulu yfir það sem er í raun að gerast. Hér eru bein afskipti stjórnmálamanna (í eigin þágu) ljósust. Fjölmörg dæmi eru til um að fólki sé hleypt út í (ævintýra)at- vinnumennsku, það síðan dregið á asnaeyrunum og með fjárhags- aðstoð er endanleg kollsteypa gerð þeim mun alvarlegri. Hér nægir að nefna ýmsar nýgreinar í atvinnulífi. Heimilin verða ævin- lega verst úti. Bjartir Hmar framundaw Verkefnin sem ég minnist hér á eru til að takast á við, en ekki til að bugast á. Það er ekki síst fyrir tilstilli Al- þýðuflokksins að það eru tví- mælalaust bjartir tímar fram und- an. Hann hefur þorað að horfast í augu við sannleikann, þegar ein- faldara virtist að hörfa undan. Þess vegna getum við með reisn litið til framtíðar undir merkjum jafnaðarstefnunnar. Við höldum kúrsi með hjálp góðra manna og með mannúð að leiðarljósi. Valgerðar Gunnarsdóttur að Ármúla 38,3* hæð verður opin laugardag og sunnudag á meðan kosið er. Verið velkomin. Síml 680789 Kosningaskrlfstoia

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.