Alþýðublaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 3
Föstudagur 1. febrúar 1991 INNLENDAR FRÉTTIR * I dag verdur samningur lœkna birtur: 3 FRÉTTIR 1HNOTSKURN MÓTMÆLA FASTEIGNAGJALDAHÆKKUN: Mótmælum rignir inn á ritstjórnina frá ýmsum aðilum vegna hækkunar fasteignagjalda víða um landjð. Nú síðast mótmælir stjórn Verslunarmannafélags Árnessýslu hækkun gjaldanna á Selfossi. Stjórnin bendir á að um leið og fasteignagjöld hækka um 10—12% á milli ára hafa launahækkanir verið í lágmarki. Skorað er á bæjarstjórn Selfoss að lækka álagninguna og koma þannig til móts við bæjarbúa. Þess skal getið að á Eyrarbakka og á Stokkseyri var álagningarhlutfall lækkað um 10%. MEISTARARNIR Á UPPBOÐI: Gaiien Borg heldur málverkauppboð í samvinnu við Listmunauppboð Sigurð- ar Benediktssonar hf. í Súlnasal Hótel Sögu á sunnudags- kvöldið. Áttatíu verk, nær öll eftir þekkta listamenn, verða boðin upp. Verkin verða sýnd í Gallerí Borg í dag og um helgina frá 14—18. STARFSMENN KAUPA ÞROTABÚIÐ: Starfsmenn Pólstækni hf. á ísafirði, sem nú er gjaldþrota, hafa ákveð- ið að kaupa þrotabúið og halda áfram starfseminni. Allt búið verður keypt, ef undan eru skilin einn bíll og húseign- in. Fyrirtækið mun nú heita Póls rafeindavörur hf. Ellefu starfsmenn standa að kaupunum — framkvæmdastjóri er Sigurjón Sigurjónsson. / / VIKSKALHUN HEITA: Ný endurhæfingarstöð SÁÁ í nágrenni Reykjavíkur hlýtur nafnið Vík. Efnt var til sam- keppni um nafn og bárust nokkur þúsund tillögur. Ails 89 tillögur komu um nafnið Vík og var dregið úr þeim nöfn- um. Sá heppni reyndist vera Sævar Rúnar Einarsson á Hvammstanga. Hann hlýtur 200 þúsund króna ferðalag með Landi og Sögu. Bygging endurhæfingarstöðvarinnar hefst fljótlega, enda þótt staðsetning Víkur hafi ekki end- anlega verið ákveðin. Þar munu rúmast 30 sjúklingar hverju sinni. Kemur hin nýja stöð í staðinn fyrir Sogn, sem SÁÁ missir afnot af í vor. Á myndinni dregur Þorkell Gíslason, borgarfógeti, út nafn Sævars Rúnars úr bunkan- um. Með honum á mynd til vinstri er Grettir Pálsson úr stjórn SÁÁ. SJONHVERFINGAR: Félag íslenskra náttúrufræðinga segir í tilefni af reglum um greiðslur fyrir stundakennslu við háskólann, sem menntamálaráðuneytið hefur gefið út: „Skorað er á félagsmenn .og aðra háskólamenn að láta ekki blekkjast af þessum sjónhverfingum." LÁNSKJARA- 0G LAUNAVÍSITÖLUR: Lítn breyt- ing hefur orðið á þessum vísitölum. Lánskjaravísitala fyrir febrúar er 3003 stig, 1,15% hækkun frá janúar. Launavísi- tala fyrir janúar miðað við meðallaunin í desember er 120,6 stig, eða 2,6% hærri. SALTFISKUR FYRIR 12 MILLJARÐA: mírii verð- mætisaukning varð á saltfiski á síðasta ári. Hvert tonn sem SÍF seldi utan hækkaði í verði um 31%. Flutti SÍF út fyrir 12 milljarða króna 49 þúsund tonn af góðgætinu, sem er þó 13 þúsund tonnum minna en árið 1989. Til Portúgals fóru 15.300 tonn og til Spánar 13.700 tonn, en þar varð mikil aukning á sölu. Söluaukning varð líka umtalsverð, 10% og í Þýskalandi 35%. „STRÍÐ í ST0FUNNI" í ENDURSKOÐUN: aö sögn útvarpsstjóra, Markúsar Arnar Antonssonar, mun Rík- isútvarpið endurskoða útsendingar sínar á SKY-fréttunum bresku allan sólarhringinn. Það mun verða gert nú um mánaðamótin. Talsverðrar þreytu er tekið að gæta meðal fólks á stríðsbollaleggingum stöðvanna tveggja. RÚV borgar 100 pund á sólarhring fyrir þessa þjónustu, auk launa fyrir fréttamann á vakt. Blaðið náði ekki tali af Páli Magnússyni á Stöð 2 í gærkvöldi og veit því ekki um framhald CNN-frétta stöðvarinnar. LÆKKUN KJÖRVAXTA VERÐTRYGGÐRA ÚT- LANA: Landsbankinn tilkynnti í gærkvöldi um lækkun kjörvaxta verðtryggðra útlána um 0,25%, úr 6,75% í 6,50%. Þá var samþykkt hækkun vaxta á óverðtryggðum útlánum um 1,5% til að halda jafnvægi milli kjara verð- tryggðra og óverðtryggðra lána. „Miðað við núverandi verðlagshorfur og spár Seðlabanka er reiknað með að hægt verði að halda vöxtum óbreyttum, a.m.k. fram á mitt ár og að vaxtamunur verði ekki meiri en undanfarna mán- uði," sögðu talsmenn Landsbankans. Falin ákvæði? A-mynd: E.ÓI. FRÉTTASKÝRING EFTIR BJÖRN HAFBERG Samningurinn _ á milli Læknafélags Islands og Læknafélags Reykjavíkur hefur verið undirritaður en samningurinn verður kynntur félagsmönnum í dag, föstudag. í samningn- um eru m.a. ákvæði um að yfirvinna lækna skuli ekki veröa meiri en 90 stundir á mánuði nema í undantekn- ingatilfellum, að dregið verði eins og kostur er úr löngum vöktum, sem gátu orðið allt að 26 klukku- stundum, og að allsherjar endurmat fari fram á öllu vaktafyrirkomulagi spítal- anna. Innihald samnings- ins sem gerður var aðfara- nótt fimmtudags fer ann- ars leynt. Sumir sem talað var við í gær, sögðust hafa slæma reynslu af Iækna- samningum. Þeir töldu að verið gæti að í honum væru falin ákvæði. Það hefði gerst áður. Minna má á að vorið 1981 var gerður samningur við lækna sem var á nótum þjóð- arsáttar, sem þá var meðal þjóðarinnar. Þá hafði áður verið samið við aðra laun- þegahópa, en læknar felldu Áskoruit Við undirrituð, fyrrver- andi nemendur Þorláks Helgasonar úr Mennta- skólanum við Hamrahlíð, hvetjum jafnaðarmenn til að fylkja sér um framboð Þorláks í prófkjöri Al- þýðuflokksins í Reykjavík um helgina. Hugsjónir Þorláks, víðtæk reynsla hans og störf, teljum við að nýtist vel á vettvangi þjóðmála. Hrefna Haraldsdóttir kennari, Jóhann Pétur Sveinsson lögfræðingur, Jón Orri Guðmundsson bókagerðarmaður, Magnús H. Magnússon lögfræðing- Unnið að lausn deilu læknanna, samninginn. Að sögn Þrastar Olafssonar, sem þá var að- ur, Jörundur Guðmunds- son heimspekingur, Sigríð- ur Indriðadóttir kennari, Valborg Kjartansdóttir lög- fræðingur, Helga Haralds- dóttir kennari, Valdimar Flygenring leikari, Adolf H. Petersen fjölmiðlafræðing- ur, Pétur Steinn Guð- mundsson fjölmiðlamaður, Björn Guðbrandur Jons- son líffræðingur, Heimir Þór Sverrisson verkfræð- ingur, Ólöf Hafsteinsdóttir matvælafræðingur, Halldór Laxness leikstjóri, Harald- ur Böðvarsson lögfræðing- ur, Júlíus Aðalsteinsson bankamaður, Linda Kon- ráðsdóttir kennari. þeirra ungu og hinna eldri. stoðarmaður fjármálaráð- herra, var gerður annar samningur við lækna, þar sem samið var um ýmisiegt sem ekki var í formi beinna launahækkana. Þar á meðal voru ferðalög vegna nám- skeiða, og endurmenntunar og bílapeningar lækna mið- uðust t.d við að þeir keyrðu 8000 þús. km á ári. Útgjalda- auki ríkissjóðs vegna þessara földu viðbótarákvæða var um eða yfir 20%. Það að endurskoðun samn- ingsins skuli eiga að vera lok- ið eftir þrjá mánuði, bendir að mati fróðra manna ein- dregið til þess að hluta deil- unnar hafi verið skotið á frest. I samtölum Alþýðublaðsins við unga lækna í gær kom fram að þeir væru ánægðir með að nú hefðu komið inn í samninginn skýr ákvæði um vinnuvernd, en launahækk- anir væru í samræmi við þjóðarsáttina svo beinar launahækkanir yrðu væntan- lega ekki miklar. Davíð Arn- ar, aðstoðarlæknir á Land- spítalanum, sagði að það væri mjög mikilvægt fyrir að- stoðarlækna að nú væri ekki hægt að skylda þá til að vinna meira en 90 yfirvinnu- tíma á mánuði. „Búið er að skipa nefnd til að endurskoða þessar löngu vaktir og jafnframt að flokka vaktirnar niður og endur- skoða greiðslur fyrir þær. Það gæti orðið til þess að betur yrði greitt fyrir sömu vaktir en áður,“ sagði Davíð. Davíð sagði að skapast hefði venja eða hefð fyrir þessum löngu vöktum, en breyttur tíðarandi og tilkoma staðgreiðslunnar hefði m.a. valdið því að menn vildu ekki vinna eins mikið og áður og því væru vinnuréttinda- ákvæðin mikilvæg, en menn hefðu alltaf vitað að launa- hækkanir fram yfir þjóðar- sátt kæmu ekki til greina. Dggsbrún mótmœlir: Sumir virðast undan- þegnir þjóðarsáttinni „Það var hugsun allra aö stöðvun hækkana næöi til allra, en sumir væru ekki undanþegnir,“ segir í ályktun sem stjórn Dags- brúnar hefur sent frá sér. Stjórnarfundur í Verka- mannafélaginu Dagsbrún hefur sent frá sér harðorða ályktun vegna þróunar verð- lagsmála. Ríkið, sveitarfélög, bankar og tryggingafélög eru meðal þeirra sem hækkað hafa gjöld sín á sama tíma og kaup verkafólks er óbreytt og vinna hefur dregist saman, segir ennfremur í ályktun- inni. Fyrstu dagana í janúar hækkuðu gjöld Reykjavíkur- borgar í gegnum Rafveituna um 5%, Hitaveitan hækkaði gjöld sín um 8,4%, fasteigna- gjöld hækkuðu um 12% og strætisvagnarnir bættu 9% við gjaldskrá sína. í sumum nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur hafa fasteigna- gjöld hækkað um 15—20% auk þess sem áætlað er að ísienskum ríkisborgur- um sem búsettir eru á Noröurlöndum hefur fjölg- að um rneira en helming á síðustu fimmtán árum. Árið 1975 bjuggu 3.655 ís- lendingar á hinum Norður- leggja á sérstakt sorpgjald. Póstur og sími og Ríkisút- varpið hafa hækkað gjöld sín og það sama má segja um vexti. löndunum en árið 1989 voru þeir orðnir 10.921, segir Hag- stofan. Á sama tíma hefur fólki með erlent ríkisfang, sem býr hér á landi, fjölgað úr rúmum 2.700 í tæp 5.000 þúsund. Samtals búa nú rúm- Stjórn Dagsbrúnar mót- mælir þessum vinnubrögð- um og varar þá aðila, sem standa fyrir þessum hækkun- um, alvarlega við. lega 16.500 íslenskir ríkis- borgarar erlendis, þar af þar af 5.300 í Svíþjóð. í Dan- mörku búa 3.190 og í Banda- ríkjunum tæplega 3.000 þús- und, aðrir dreifast svo víðs vegar um veröldina. Islenskir ríkisborgarar á erlendri grund: Nærri sjö af Kverjum hundrað búa erlendis

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.