Alþýðublaðið - 01.02.1991, Side 2

Alþýðublaðið - 01.02.1991, Side 2
2 Föstudagur 1. febrúar 1991 Frambjóðendur í prófkjöri Al- þýöuflokksins töluðu oft á fundinum en stutt í einu. ■ Fundargestir hlýða andaktugir á hvernig frambjóðendur hyggjast auðga mannlífið og koma ís- landi í A-flokkl þjóðanna. Guömundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, gat setiö rólegur enda var hann búinn að vinna sina kosningabaráttu þó að á öðrum vettvangi vaeri. Þessi ungi maöur sá ekki ástæðu til að punkta niður hjá sér kosningaloforð frambjóðenda en notaði tímann til að lita undir ræöuhöldunum. Eins og sjá má voru fundargestir fjölmargir og báru fram 40 fyrirspurnir til einstakra frambjóð- enda. Fundur frambjóöenda í prófkjöri Alþýduflokksins í Reykjavík: 60 RÆÐUR 06 40 FYRIRSPURNIR! „Ég minnist þess ekki að hafa komið ó jafn- skemmtilegan og góðan fund hjá Alþýðuflokknum hér i Reykjavík i langan tíma. Það er greinilegt að margir sækjast eftir að starfa fyrir Alþýðuflokk- inn," sagði Sigurður iónsson, kosningastjóri Al- þýðuflokksins i Reykjavik, eftir fund frambjóðenda i prófkjöri Alþýðuflokksins i höfuðborginni. Nú um helgina fer fram prófkjör Alþýðuflokksins í Reykjavík sem mun skera úr um hverjir koma til með að skipa efstu sæti lista flokksins við alþingiskosningarn- ar í vor. Kynning á þeim sem gefa kost á sér í prófkjörinu fór fram á Holiday lnn hótelinu á þriðjudags- kvöldið. Vel á annað hundrað manns sóttu fundinn. „Mér lýst ákaflega vel á fram- bjóðendur í prófkjörinu og aðrir flokkar hafa ekki upp á annað eins mannval að bjóða,“ sagði Sigurður Jónsson. „Ef við stöndum vel að málum er það alveg Ijóst að Al- þýðuflokkurinn á eftir að vinna glæsilegan sigur í alþingiskosning- unum í vor. Við í Reykjavík stefn- um að því að fá fjóra menn kjörna," sagði Sigurður ennfrem- ur. Allir frambjóðendur í prófkjör- inu voru mættir á fundinn og héldu ræður nema Birgir Arnason sem starfar erlendis. Fyrst fengu frambjóðendur þrjár mínútur hver til kynna sig og helstu stefnumál sín. Síðan voru fyrirspurnir utan úr sal. Tekin var fyrir ein fyrir- spurn í einu og fékk sá frambjóð- andi sem spurningu var beint til eina mínútu til að svara. Fundarstjóri var Pétur Jónsson og tímavörslu annaðist Birgir Dýr- fjörð. Var það mál manna að þeir hefðu sýnt mikla festu og góða fundarstjórn og fundurinn því gengið vel fyrir sig. Engar mála- lengingar voru leyfðar. Fundurinn hófst klukkan hálf- átta og lauk að ganga tólf. Á þeim tíma fluttu frambjóðendur yfir sextíu ræðu og bornar voru fram 40 fyrirspurnir frá fundargestum utan úr sal.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.