Alþýðublaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 1. febrúar 1991 JWÐUBIMB Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Siguröur Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Oddi hf. Áskrifarsími er 681866 Áskriftargjald 1100 kr. á mánuði. í lausasölu 75 kr. eintakið BÆNARSKRA UM RITSKOÐUN Þjóðviljinn segir sig málsvara sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar. Öll eru þessi hugtök orðin úr- elt eða stöðnuð sem baráttumál. Sósíalisminn er löngu hruninn til grunna í þeim löndum þar sem hann hefur verið framkvæmdur sem ráðandi stefna. í lýð- ræðisþjóðfélögum hefur sósíalisminn hins vegar aldrei náð undirtökum, en það besta úr hugmynda- fræðinni verið notað og samræmt leikreglum lýðræð- isins í þeim tilgangi að efla félagslegan jöfnuð. Það er því tímaskekkja að berjast fyrir hreinum sósíalisma í dag; slíkt er ákall um miðstýrt ríkisvald. Þjóðfrelsi var ágætt vígorð meðan íslendingar börð- ustfyrirfullveldi íslands. Eftir 1944 hefurríkt fullkom- ið þjóðfrelsi á íslandi. Og reyndar eftir 1918. Að vísu hafa íslenskir kommúnistar oft talað um, að ísland sé ekki frjálst meðan hér dvelji erlendur her. Það er engin nýjung að íslenskir kommúnistar hafi viljandi ruglað saman hugmyndum um erlent hernám og þátttöku okkar í Atlantshafsbandalaginu með þinglegri meiri- hlutasamþykkt um veru varnarliðs á íslandi. í dag ef- ast enginn um gildi þess að ísland gerðist aðildarland að Atlantshafsbandalaginu. í dag berst enginn alvar- lega þenkjandi maður fyrir úrsögn íslands úr NATO með þjóðfrelsi að vígorði. Pjóðviljinn segist vera málsvari verkalýðshreyfingar. Sannleikurinn er hins vegar sá, að mjög alvarleg gjá hefur myndast milli Alþýðubandalagsins og verka- lýðshreyfingarinnar. Gjáin hefur sennilega verið stærst milli Þjóðviljans og verkalýðshreyfingarinnar. Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar hafa oftsinnis lýst því yfir að þeir ættu litla samleið með skoðunum Þjóðviljans. Hafi Þjóðviljinn einhvern tímann verið málsvari verkalýðshreyfingar, er það löngu liðin tíð. Sannleikurinn er sá, að Þjóðviljinn er málgagn Al- þýðubandalagsins. Blaðið er líkt og flokkurinn, úr takt við samtímann. Það er ekki að undra. Þegar grunnflöt- ur flokks og blaðs hrundi í fjörbrotum kalda stríðsins, var fátt eftir sem gladdi augað þegar horft var yfir rústirnar. Engu að síður telur blaðið sig vera þess um- komið að segja öðrum fyrir verkum í breytingum samtímans. Þannig skrifar ritstjóri Þjóðviljans níðleið- ara sl. miðvikudag um Alþýðublaðið sem hann telur vera haldið Evrópufíkn. Uppspretta þessara Þjóðvilja- skrifa eru fréttasendingar bandarísku fréttastofunnar CNN og þeirra bresku, Sky News, sem íslensku sjón- varpsstöðvarnar hafa endurvarpað, landsmönnum til upplýsinga. Alþýðublaðið hefur fagnað þessum sendingum og telur kosti gervihnattasjónvarps til upplýsinga mikið framfaraspor í fjölmiðlun samtím- ans. Jafnframt varaði Alþýðublaðið viðafdalahugsun og einangrunarhyggju í nafni íslenskrar menningar og málræktar. Þessu er ritstjóri Þjóðviljans ósammála. Hann telur að íslensk tunga sé í útrýmingarhættu ef ensk tunga berst okkurá töluðu máli um gervihnött. Þessi afstaða Þjóðviljans er auðvitað þeirra mál. Við á Alþýðublaðinu virðum lýðræðislegan rétt Þjóðvilja- manna til að halda slíkri skoðun fram. En við erum henni ósammála og teljum aukin samskipti, tjáskipti, upplýsingar og fjölbreyttari fréttaflutning og víðari menningarsjóndeildarhring vera af hinu góða. Það er ekki ensk tunga sem stefnir íslenskri tungu og menn- ingu í hættu, heldurtilhneigingin til boða og banna og einangrun lands og þjóðar. Á tímum einokunarversl- unar og einangrunar, þvarr málkennd og íslenskri tungu var nær útrýmt. Það voru íslenskir mennta- menn sem dvalið höfðu langdvölum erlendis og setið við menningarbrunna evrópskra hefða, sem endur- reistu íslenska tungu og íslenska menningu. Ekki þeir sem heima sátu, einangraðirog óupplýstir. Þótt öldin sé önnur, eru meginreglurnar þær sömu. Og það má einnig snúa dæminu við og spyrja sem svo: Ef okkur hefðu borist fullkomnar gervihnattafréttir frá Stal- íns-tímabilinu íSovétríkjunum, hefðu þá ekki íslenskir kommúnistar fyrr afruglast og orðið valdaminni til heilla fyrir land og þjóð? Döfnuðu ekki íslenskir kommúnistar, bæði flokkur og blað, í skjóli upplýs- ingaleysis og einangrunar? Er Þjóðviljaritstjórinn að biðja um fréttahulu á nýjan leik? Eru leiðaraskrif Þjóð- viljans ómeðvituð bænarskrá um ritskoðun? FÖSTUDAGSSPJALLI Stoppað í stjórnarskrá „Það getur engin neytt mig til að borða graut. Stjórnarskráin segir það." Þetta sagði 8 ára gamall banda- rískur strákur þegar móðir hans ætlaði að neyða hann til að borða eftirmat. Viðstöddum íslending- um þótti þetta nokkuð sérkenni- leg málsvörn hjá matvöndum pilti, enda eru stjórnarskrármál ekki uppi á borðum hvunndags á Fróni. Er stjórnarskráin___________ sérviska?___________________ En Bandaríkjamenn gera sér tíðrætt um stjórnarskrána sína. Þeir rekja dóma- og lagasetningar gjarnan til hennar og sá skilningur virðist nokkuð almennur að hún sé undirstaða löggjafar, sem ekki sé hringlað með. I samræmi við það valda áform um breytingar eða viðbætur við hana miklum umræðum bæði meðal þing- manna og almennings. Þessu er einhvern veginn öðru- vísi farið hér á íslandi. Stjórnar- skráin er orðin gömul og í áratugi hafa starfað nefndir við að skrifa hana upp á nýtt. Samt sem áður er hún aldrei tekin til umræðu eins og hún sé alvörumál. Á þingi láta margir eins og hún sé sérviska og þungavigtarmennirnir halda áfram að ræða um verðbólgu. Er stjérnqrskráin___________ eins og_____________________ geðbiladur frændi? En þrátt fyrir aðgerðarleysið er alltaf verið að breyta henni. En það gerist þá í hljóði og með sam- komulagi eins og hjá fjölskyldu, sem í kyrrþey leysir erfið leyndar- mál. En stjórnarskráin er ekki geð- bilaður frændi, sem á að þegja yfir. Hún er undirstaðan að löggjafar- starfinu. Endurskoðun hennar tengjast líka mörg fullgild og lög- mæt umræðuefni, sem pólitíkusar í fyrstu deild eru fullsæmdir af að ræða. Stjórnarskrármálin ættu að þola dagsljósið. Almenn umræða um þau myndi auðga stjórnmálin. Þess vegna er þetta laumuspil vont. Stjórnarskrárbreytingar eru orðnar eins og handfarangur sem fer í gegn án þess að vera skoðað- ur á meðan gramsað er í ferða- töskunni. Nú er komð fram frumvarp um að breyta þeim ákvæðum stjórn- arskrárinnar, sem ákveða deilda- skiptingu þingsins. Það er hið mesta þjóðþrifamál að setja Al- þingi í eina málstofu og forvígis- mönnunum er hér með þakkað. En það er hins vegar óþolandi að stjórnarskránni sé aðeins sinnt með einu og einu framhjáhaldi. Það verður að taka hana alla til umræðu og sníða henni nýjan búning, en hætta að stoppa í ein- stök göt. f '/ f Guðmundur Einarsson skrífar Askorun fráSEM Nú um helgina er prófkjör hjá Alþýðuflokknum og hafa sumir frambjóðendur verið að berja sig á bijóst til að fá at- hygli kjósenda en lítið farið fyrir öðrum, þar á meðal er Ragnheiður Davíðsdóttir rit- stjóri og fyrrverandi lögreglu- þjónn en í lögreglunni kynntist Ragnheiður skuggahliðum lífs- ins og einnig kjörum fatlaðra og þar á meðal félögum úr SEM en þeir eru bundnir í hjólastól og flestir eftir umferðarslys. Þessi kynni Ragnheiðar af félög- um okkar urðu til þess að Áhuga- hópur um bætta umferðar- menningu stóð fyrir söfnun á Hótel íslandi og Stöð 2 fyrir bygg- ingsjóð SEM (Samtaka endur- hæfðra mænuskaddaðra) en hann var bara stór fjarlægur draumur sem þurfti kraftaverk til að rætast. Lítið félag dreymdi um að reisa hús með sérhönnuðum íbúðum fyrir hjólastóla sem ekki eru fyrir hendi hér á landi. Þessi stóri draumur hefur ræst og stendur nú hús þetta fokhelt með 20 íbúðum. Þættir Ragnheið- ar á ljósvakamiðlunum um um- ferðarmál hafa vakið athygli vegna þess að hún hefur tekið á faglegan hátt á málum, ekki bara fleytt rjómanum eins og flestir, Ragnheiður Davíðsdóttir. hún hefur líka tekið það óþægi- lega og sýnt að þetta er staðreynd sem við verðum að lifa með. Það væri hægt að tína margt fleira til sem gerir Rangheiði að veglegum málsvara þeirra mál- efna sem þurfa að fá betri og veg- legri úrlausn. Þess vegna skorum við, nokkrir SEMARAR, á ykkur sem flest að taka þátt í prófkjörinu og veita Ragnheiði góða og verð- skuldaða kosningu. Óskum öðrum frambjóðendum góðsgengis. Ágústa D. Guðmundsdóttir Vídir Þorsteinsson Kristján Kristjánsson Lára Magnúsdóttir Aðalsteinn Árni Hallsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.