Alþýðublaðið - 20.02.1991, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.02.1991, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 20. febrúar 1991 MMDUBIMIB HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Oddi hf. SÍMI 625566 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn: 625538 Dreifing: 625539 Tæknideild: 620055 Fax: 627019 TILHJEFUIAUSAR ÁSAKANIR IVI iklar vangaveltur hafa verið í fjölmiðlum að und- anförnu um hvort Davíð Oddsson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og borgarstjóri, muni gefa kost á sér sem formaður flokksins gegn núverandi for- manni, Þorsteini Pálssyni, á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins í mars næstkomandi. Davíð hefur svarað spurningum fréttamanna um þetta efni í véfréttastíl og hafa hin loðnu svör borgarstjóra enn ýtt undir get- gáturnar um hvort Davíð fari gegn Þorsteini. Þor- steinn hefur hins vegar varist allra frétta af hugsan- legu framboði Davíðs enda vart í þeirri stöðu að tjá sig um hug borgarstjóra til formannsstólsins. Þessi óvænti leikur stuðningsmanna Davíðs Odds- sonar hefur vakið almenna athygli. Hinn mikli frétta- þungi í málinu er kominn á það stig, að hafi fregnirnar af hugsanlegu framboði Davíðs Oddssonar til for- manns verið haldlausar, hefðu þær verið bornar til baka fyrir löngu. Það er því full ástæða til að ætla að Davíð fari gegn æskuvini sínum, Þorsteini Pálssyni. Það hefur hingað til ekki tíðkast í Sjálfstæðisflokknum að forystumenn flokksins reyni að fella formanninn nokkrum vikum fyrir alþingiskosningar. Það verður því að teljast nýlunda að varaformaður brýni kutana gegn formanni á jafnviðkvæmum tíma. Formannss- lagur af þessu tagi mun að sjálfsögðu kosta Sjálf- stæðisflokkinn mikið blóð og vafasamt er hvort flokk- urinn muni að loknum slíkum innri slag ganga heill til kosninga. r réttirnar um hugsanlegt framboð Davíðs Oddsson- ar segja mikið um ástandið í Sjálfstæðisflokknum í dag og opinbera innri veikleika flokksins. Heiður- mannasamkomulag af gamla skólanum er ekki lengur boðlegt í Sjálfstæðisflokknum. Varaformaður virðist vera reiðubúinn að höggva formanninn sem er þar að auki æskuvinur hans og vopnabróðir. Mönnum er það enn minnisstætt hvernig Davíð neyddi Friðrik Sop- husson, fyrrum varaformann Sjálfstæðisflokksins, á hnén á síðasta landsfundi flokksins. Það er hins vegar spurning hvort dæmið verði jafneinfalt fyrir Davíð í þetta skipti. Ljóst er að mikill hluti sjálfstæðismanna telur Þorstein veikan formann og að Davíð muni reyn- ast vænlegri leiðtogi flokksins í komandi alþingis- kosningum. Þessi skoðun hefur reyndar verið skjal- fest í skoðanakönnun fyrir Stöð 2. Hins vegar eru sömu sjálfstæðismenn ekki allir reiðubúnir að höggva sitjandi formann með köldu blóði. Slíkar hefðir eru ekki þekktar innan Sjálfstæðisflokksins og þættu sæta tíðindum ef þær væru lögfestar á næsta lands- fundi Sjálfstæðisflokksins. Það er því Ijóst að mikil átök eru fram undan ef Davíð býður sig fram til for- manns því sigur hans er síður en svo borðleggjandi eins og tölurnar um fylgið við hann segja til í Stöð 2. Það eitt að stuðningsmenn Davíðs eru reiðubúnir að velta Þorsteini úr sessi, staðfestir enn einu sinni kyn- slóðaskiptin í Sjálfstæðisflokknum og nýtt vinnulag þar á bæ. Frjálshyggjukynslóðin unga, sem er óhrædd að grípa til ótrúlegustu bragða til að þvinga vilja sínum fram í því skyni að auka völd sín, hefur sýnt áður hve ósmeyk hún er að ráðast gegn umburð- arlyndari öflum flokksins. Uppákoman í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík á dögunum, þegar henda átti Guðmundi H. Garðarssyni út af listanum, talar sínu máli. Hinir herskáu stuðningsmenn Davíðs Oddssonar eru einkum úr Eimreiðarhópum, eins og forsíðufrétt Alþýðublaðsins í dag vitnar um. Frjálshyggjuhópur- inn úngi sem fyriráratug raðaði sér kringum tímaritið Eimreiðina, hefur nú eflst að völdum og atorku. En auðvitað er málið miklu stærra fyrir Sjálfstæðisflokk- inn í heild en bara átök um Davíð og Þorstein eða frjálshyggjulið gegn umburðarlyndum og lýðræðis- sinnuðum sjálfstæðismönnum. Það sem blasir við í átökunum um formannsembættið er auðvitað stríð um stefnumál flokksins, um flokkslínuna, um valda- stólana. Það sem landsmenn eru að verða vitni að þessa dagana er skipulögð fjölmiðlauppákoma með aðstoð beggja sjónvarpsstöðvanna og hægri press- unnar til að byggja stökkpall undir Davíð Oddsson í formannsstól Sjálfstæðisflokksins. Og það sem landsmenn eru ennfremur vitni að er forleikurinn að stríðinu um hvorir stjórni Sjálfstæðisflokknum: Gamla lýðræðiskynslóðin umburðarlynda eða frjáls- hyggjuhaukarnir frökku. Þessi átök afhjúpa mikla og djúpa gjá í Sjálfstæðisflokknum sem sífellt er að opn- ast og breikka. Listi Alþýduflokksins á Nordurlandi eystra: UNGTOG FERSKT „Ungt fólk og ferskt í pólitík- inni setur mjög svip sinn á list- ann hjá okkur. Það náðist góð samstaða um hvernig listinn skyldi skipaður og það er mik- ill baráttu- og sóknarhugur í Alþýðuflokksfólki hér fyrir norðan,“ sagði Sigbjörn Gunn- arsson, sem skipar efsta sæti A-lista Alþýðuflokksins á Norðurlandi eystra. Listi Alþýðuflokksins í Norður- landskjördæmi eystra fyrir alþing- iskosningarnar í vor var einróma samþykktur á fundi kjördæmis- ráðsins um sl. helgi. Listinn er skipaður sem hér segir: 1. sæti: Sigbjörn Gunnarsson verslunarmaður, Akureyri. 2. sæti: Sigurður E. Arnórsson fram- kvæmdastjóri, Akureyri. 3. sæti: Pálmi Ólason skólastjóri, Þórs- höfn. 4. sæti: Gunnar B. Salómons- son húsasmiður, Húsavík. 5. sæti: Jónína Óskarsdóttir húsmóðir, Ól- afsfirði. 6. sæti: Arna Jóhannes- dóttir leiðbeinandi, Dalvík. 7. sæti: Hannes Örn Blandon sókn- arprestur, Eyjafjarðarsveit. 8. sæti: Margrét Yr Valgarðsdóttir sjúkra- liði, Akureyri. 9. sæti: Pétur Bjarnason fiskeldisfræðingur, Ak- Sigurbjörn Gunnarsson. ureyri. 10. sæti: Kristján Halldórs- son skipstjóri, Akureyri. 11. sæti: Herdís Guðmundsdóttir húsmóðir, Húsavík. 12. sæti: Hilmar Ágústs- son útgerðarmaður, Raufarhöfn. 13. sæti: Áslaug Einarsdóttir, fyrr- verandi bæjarfulltrúi, Akureyri. 14. sæti: Hreinn Pálsson bæjarlög- maður, Akureyri. ■1 ÞRJÁR ÞARFAR FERÐIR Jón Baldvin Hnnnibalsson ulanrikisróðherra gerði nýlega góða f erð til Lithóens. Sú f erð og álykt- un Alþingis um að tekið skuli upp stjórnmálasam- band við Litháen eins fljóH og unnt er voru þörf verk. Auðvitað fara þau i taugamar á ráðamönnum Sovétrikjanna en eins og stjórnarfari er nú háttað þar fyrir austan er það einungis góðs viti. Stuðning- ur íslendinga mun ekki ráða úrslitum i sjálfstæðis- baráttu Litháa en hann skiptir engu að siður máli. Eg er þeirrar skoðunar að Jón Baldvin ætti enn að leggja land undir fót sem utanríkisráðherra og áður en kosningabaráttan kemst í algleyming og heimsækja tvö lönd til viðbótar. Hann ætti sem fyrst að fara til ísraels og þar á eftir til Lúx- emborgar. Ástæðurnar eru ólíkar. Jón Baldvin hefur yerið einlæg- ur stuðningsmaður ísraelsmanna og er það miður að hann skuli ekki hafa séð sér fært fyrir löngu að sækja þá heim. Nú þegar þeir standa frammi fyrir ómaklegum eldflaugaárásum frá írak og eitur- vopnahættan vofir yfir þeim er sannarlega kominn tími til að Jón Baldvin heimsæki Israel og sýni í verki samúð íslendinga og stuðn- ing við baráttu ísraelsmanna til að varðveita ríki sitt. Þannig gæti hann einnig bætt fyrir óvild þá sem Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra hefur margsinnis sýnt ísraelsmönnum í óþökk þorra íslendinga. En hví til Lúxemborgar? Þannig hagar til að á fyrri helmingi þessa árs fara Lúxemborgarar með for- ystu fyrir Evrópubandalaginu og þykir farast það vel úr hendi eins og reyndar einnig síðast þegar líkt var fyrir þeim komið árið 1985. Þá eins og nú fékkst Evrópubanda- lagið við viðamikil verkefni. Árið 1985 voru Einingarlög Evrópu, sem innri markaðurinn byggist á, í bígerð. Nú er hins vegar verið að móta myntbandalag með sameig- inlegri mynt fyrir öll Evrópu- bandalagsríkin og unnið að því að efla með þeim formlegt pólitískt samstarf. Lúxemborgarar, sem eru lítil þjóð og fámenn eins og ís- lendingar, kinoka sér ekki við að leiða þetta starf. Þegar við bætist að íslendingar hafa löngum átt af- ar góð samskipti við Lúxemborg- ara og að í Lúxemborg búa fleiri íslendingar en í flestum öðrum Evrópulöndum utan Norðurland- anna liggur beint við að Jón Bald- vin noti þetta tækifæri til að árétta þann ásetning íslendinga að vera þátttakendur í hinni nýju Evrópu framtíðarinnar með heimsókn til þessa borgríkis í miðri Evrópu. Lúxemborgarar eru skýrt dæmi um það hvernig lítil þjóð getur hagnast stórum af aðild að Evr- ópubandalaginu. íslendingar geta margt af þeim lært. Það er kannstki að bera í bakka- fullan lækinn að hvetja íslenska ráðamenn til utanferðar eins ferðahvetjandi og dagpeninga- kerfi þeirra er sagt vera. Þær þrjár ferðir Jóns Baldvins Hannibals- sonar utanríkisráðherra sem ég hef nefnt — ein þegar farin, tvær enn ófarnar — eru þó þarfari en flestar. Birgir er hagfræðingur hjá EFTA í Genf. Birgir Árnason hagffræðingur skriffar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.