Alþýðublaðið - 20.02.1991, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.02.1991, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 20. febrúar 1991 INNLENDAR FRÉTTIR FRÉTTIR IHNOTSKURN NÆR OBREYTT VISITALA: Hagstofan hefur reiknað vísitölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi um miðjan febrúar. Reyndist hún vera 177,1 stig, eða 0,2% hærri en í janúar. Þessi vísitala gildir fyrir mars. Síðastliðna 12 mán- uði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 5,3%. Síðustu þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,7% og samsvarar það 7,1% árshækkun. BREF FRA SYLVIU A FJALIRNAR: nú e™ æfingar langt komnar á áhrifamikiu bandarísku leikriti, Bréf frá Sylvíu, sem frumsýnt verður á Litla sviði Þjóðleikhússins 1. mars. Höfundur er Rose Leiman Goldemberg og byggir hún verkið á fjölda sendibréfa sem skáldkonan Sylvia Plath skrifaði fjölskyldu sinni frá menntaskólaárum til dauðadags. Sylvia fæddist í Boston 1932, hélt til framhalds- náms í Englandi og giftist þar Ted Hughes, sem nú er lávið- arskáld Breta. Hún svipti sig lífi árið 1963. Höfundur lýsir harmrænu hlutskipti skáldkonunnar, vonum hennar og draumum og tilfinngaríkum samskiptum Sylvíu og móður hennar, Aurelíu Plath. Það eru Helga Bachmann og Guð- björg Thoroddsen sem fara með hlutverk mæðgnanna en leikstjóri er Edda Þórarinsdóttir og er þetta í fyrsta sinn sem hún leikstýrir í Þjóðleikhúsinu. Tónlist samdi Finnur Torfi Stefánsson, Gunnar Bjarnason hannaði leikmynd, en sviðshreyfingar annaðist Sylvia von Kospoth og Ásmund- ur Karlsson lýsingu. Guðrún J. Bachmann þýddi leikritið og Sverrir Hólmarsson þýddi fjögur ljóð Sylvíu sem flutt eru í leiknum. HÁSKÓLAHÁTÍÐ Á LAUGARDAG: Brautskráning 80 kandídata fer fram á Háskólahátíð í Háskólabíói klukk- an 14 á laugardag. Athöfnin hefst með því að Auður Gunn- arsdóttir, sópran, og Ragnar Davíðsson, baríton, syngja við undirleik Kolbrúnar Sæmundsdóttur, píanóleikara. Há- skólarektor, dr. Sigmundur Guðbjarnason, ávarpar kandíd- ata og síðan afhenda deildarforsetar prófskírteini. Flestir kandídata eru brautskráðir með B.A.-próf í félagsvísinda- deild, eða 20, og 18 með B.A.-próf í heimspekideild. Að lokum syngur Háskólakórinn nokkur lög undir stjórn Fer- enc Utassy. TAKMARKAÐ ÞORRABLÓT: Borgaraflokkurinn í Reykjavík auglýsir þorrablót flokksins í Drangey við Síðu- múla á laugardagskvöldið. Aðgangur að blótinu er seldur á 2.800 krónur sem þykir hagstætt á þessum síðustu og verstu. Sá böggull fylgir þó skammrifi að ekki er ætlast til að flokksmenn eða aðrir fjölmenni á blótið því það er skýrt tekið fram í auglýsingum að miðafjöldi sé takmarkaður. KJARVAL Á KJAR- VALSSTÖÐUM: nú stendur yfir í austursal Kjarvalsstaða sýning á verkum eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval úr eigu safnsins. Sýningin ber yfir- skriftina „Kjarval og nátt- úran". Sýnd eru olíuverk, vatnslitamyndir og teikn- ingar, sem lýsa stórbrotinnj náttúrusýn meistarans. I austurforsal hefur verið komið fyrir sýningarköss- um með persónulegum munum Kjarvals, bókum og handritum, ljósmyndum og skissum, sem gefa innsýn í persónu listamannsins. I tengsl- um við sýninguna tekur safnkennari á móti skólanemend- um alla virka daga klukkan 8—16 og er tekið við tímapönt- unum í síma 26188. Á fimmtudögum milli klukkan 14 og 15 er sérstaklega tekið á móti eldri borgurum. SAVISAAR í HEIMSÓKN: Edgar Savisaar, forsætis- ráðherra Eistlands, dvelur hér á landi í dag og á morgun í boði Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra. I fylgd með Savisaar er Lennart Meri utanríkisráðherra. Þeir munu eigá viðræður við íslenska ráðamenn meðan á heimsókninni stendur. MEISTARINN Á B0K: Mál og menning hefur gefið út á prenti leikrit Hrafnhildar Hagalín Guðmundsdóttur, Ég er meistarinn. Það var frumsýnt í Borgarleikhúsinu síðast- liðið haust og vakti mikla athygli og lof. Á bókarkápu segir að textinn sé bæði úthugsaður og njóti sín vel á bók. Hrafn- hildur nemur nú leikhúsfræði í París. ÚT 1 HOTT — að vera á móti tillögum sjömannanefndar, segirÁrni Gunnarsson alþingis- maöur „Það er út í hött að standa gegn svona rót- tækum tillögum," segir Árni Gunnarsson alþing- ismaður um tillögur sjö- mannanefndar um sauð- fjárrækt. Árni er ekki sammála Jóni Baldvini Hannibalssyni, for- manni Alþýðuflokksins, sem hefur gagnrýnt til- lðgurnar á þeim forsend- um að þær gangi ekki nógu Iangt og að ekki sé tekið á frekari vanda landbúnaðarins. Auk þess segir Jón Baldvin að það sé rangt að binda hendur næstu ríkis- stjórnar með því að gera búvörusamning fyrir þinglok. „I stórum dráttum hélt ég að þeir einir gætu verið á móti tillögunum sem hétu bændur," segir Árni Gunn- arsson. Árni segir tillögurn- ar róttækari en hann hafi átt von á, en á þeim sé þó stór ágalli, ekkert tillit sé tekið til landverndar- og landgræðslusjónarmiða. Koma verði í veg fyrir að stórbændur geti til dæmis keypt til sín framleiðslurétt og komið upp bústofni á jörðum sem ekki þoli beit- arálag. Árni telur að 15-20% allra býla í landinu verði lögð af, verði farið að tillög- um nefndarinnar. „Nú kemur í ljós að öflugur jarðakaupasjóður, sem ég hef barist fyrir allar götur frá 1978 hér á þinginu, hefði fyrir löngu þurft að vera kominn til þess að þeir bændur sem vildu gætu gengið með reisn frá búum sínum." Myndbönd á 70% heimila í landinu: FLESTIR VILJA CNN OG SKY Meira en 70% heimila í landinu hafa myndbönd, og tæp 60% hafa aðgang að Stöð tvö. Ekkert bendir til að landsmenn horfi minna á fréttatíma sjón- varpsstððvanna þrátt fyrir tilkomu erlendu frétta- sendinganna frá CNN og SKY. Mikill meirihluti landsmanna, eða tæp 80%, telur að það haf i verið rétt að leyfa þessar sendingar. Þessar niðurstöður komu m.a. fram í víðtækri könnun sem Félagsvísindastofnun hefur gert til að kanna horfun á útsendingar erlendu frétta- stofanna, álit fólks á gæðum þeirra frétta, skilning lands- manna, og fleira þessu tengt. 1 könnuninni var einnig at- hugað viðhorf manna til stöðu tungunnar og vanda sem hugsanlega steðjaði að vegna aukinna erlendra áhrifa. Rúmlega 16% lands- manna telja að verulegur vandi steðji að íslenskri tungu vegna erlendra áhrifa, en þegar sambærileg athug- un var gerð 1986 var þétta hlutfall 21%. Fram kemur að 40% lands- manna hafa aldrei horft á er- lendu stöðvarnar og þeir sem hafa horft horfa ekki mjög mikið, eða að jafnaði 20—40 mínútur á kvöldin og 10—20 mínútur á morgnana. Flestir þeirra sem horfa telja þessar fréttasendingar sæmilegar, en fáir lélegar. Þeir sem horfa telja margir, eða 41%, að þeir skilji svo til ailt. Sé heildarfjöldi lands- manna lagður til grundvallar þýðir þetta að 24% þjóðar- innar horfi á þessar útsend- ingar og skilji svo til allt sem sagt er. Það þykir nokkuð athyglis- vert að marktækur munur er á horfun á erlendu sjónvarps- stöðvarnar eftir stuðningi við ákveðna stjórnmálaflokka. Þannig voru stuðnings- menn Sjálfstæðisflokks í 87% fylgjandi því að þessar út- sendingar hæfust en aðeins 60% þeirra sem styðja Kvennalistann. Sambærilegur munur var á myndlyklaeign fyrir Stöð tvö. Þannig áttu fylgismenn Sjálf- stæðisflokks myndlykil í 72% tilfella en fylgjendur Kvenna- lista aðeins í 38% tilfella. 80% telja rétt að hleypa CNN og Sky inn í stofu. Samkvæmt þessari könnun má gera ráð fyrir að á milli 10—15% landsmanna hafi að- gang að erlendum sjónvarps- stöðvum í gegnum kapal- kerfi. Mikill meirihluti telur nauðsynlegt að settar verði skýrar reglur um þýðingar- skyldu, en aðeins 15% telja að þýða eigi allt efni skilyrðis- laust. Menntamálaráðherra segir að þessar niðurstöður í heild hafi í sjálfu sér ekki komið sér á óvart, hann hefði þó alveg eins búist við meiri andstöðu við að leyfa útsend- ingar erlendu stöðvanna. Könnunin stóð yfir dagana 8. til 12. febrúar og náði til 1500 manna á aldrinum 18-75 ára. A-mynd: E.ÓI. Olvunarakstur fer vaxandi Á síðasta ári gerðu tryggingafélögin endurkröfur á hendur 154 einstaklingum vegna tjóns sem varð af völdum ölvunaraksturs, og/eða vegna gáleysis. Alls voru kröfumar upp á tæpar 24 milljónir, í langflestum tilfellum, eða 139 af 154, var um ölvunarakstur að ræða. Umferðarlagabrot ökumanna, t.d. ölvunarakstur, hrað- akstur o.s.frv., geta valdið ökuleyfissviptingu og refsingu í formi sektar eða fangelsis. Tjón sem verður á ökutæki tjón- valds í slíkum tilfellum verður hann einnig iðulega að bera sjálfur. Tryggingafélögin eignast endurkröfurétt hafi ökumaður verið ölvaður eða valdið tjóni af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi. Að minnsta kosti 25% dauðaslysa í umferðinni má rekja tíl ölvunaraksturs, og um 20% slysa þar sem áverkar eru alvarlegir. A-listinn á Vesturlandi Frambodslisti Alþýðu- flokksins í Vesturlands- kjördæmi í komandi þing- kosningum var ákveðinn á fundi kjördæmisráðs í Borgarnesi sl. fðstudag. Áður hafði farið fram próf- kjðr um skipan tveggja efstu sætanna á listanum og urðu þar efsti Eiöiir Guðnason í 1. sæti og Gísli S. Einarsson í 2. sæti. Listi Alþýðuflokksins á Vestur- landi verður sem hér seg- ir: 1. sæti: Eiður Guðnason al- þingismaður, Reykjavík. 2. sæti: Gísli S. Einarsson verk- stjóri, Akranesi. 3. sæti: Sveinn Þór Elínbergsson kennari, Ólafsvík. 4. sæti: Guðrún Konný Pálmadóttir oddviti, Búðardal. 5. sæti: Ingibjörg J. Ingólfsdóttir bankamaður, Akranesi. 6. sæti: Jón Þór Sturluson skrif- stofumáður, Stykkishólmi. 7. sæti: Sveinn G Hálfdanarson innheimtustjóri, Borgarnesi. 8. sæti: Ingibjörg Steinsdóttir skrifstofumaður, Rifi. 9. sæti: Sigrún Hilmarsdóttir hús- móðir, Grundarfirði. 10. sæti: Bragi Níelsson læknir, Akra- nesi. Eiður Guönason.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.