Alþýðublaðið - 20.02.1991, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 20.02.1991, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 20. febrúar 1991 5 Heimsfréttir hjá Ríkissjónvarpinu? gera annað nýlega en hlífa okkur við auglýsingum, ef þeir þá tóku eftir þeim, sem ekki var alltaf) heldur viðkvæmni gagnvart skrif- um ýmissa þröngsýnna menning- aryita sem virðast halda að eina ráoið til að bjarga tungu vorri og menningu sé að loka á erlendar fréttasendingar á ensku. En hvað um allar kvikmyndirnar í bíóum, myndbandaleigum og sjónvarpi? Eða allt poppið í öllum unglingaút- varpsstöðvunum sem hafa sprott- ið upp? Nú er hægt að hlusta marg- ar íslenskar útvarpsstöðvar sem flytja nær eingöngu engilsax- neska dægurmúsík ailan daginn. Og hvað um allt lesmáiið á erlend- um tungum sem alls staðar er fá- anlegt, á kannski að fara að skammta það líka ef það er ekki Þýtt? Eins og bent er á í leiðara Al- þýðublaðsins síðastliðinn fimmtu- dag er það íslenskri tungu og menningu engin vörn nema síður sé að lokað sé fyrir aðgang að er- lendu efni; fremur ætti að vinna að því að efla menningarstarf og menntun í landinu. Það ætti að efla alla fjölmiðlun á íslensku, bæði á frumsömdu efni og þýddu, og ekki síst þarf að hvetja til þess Skömmtun hjá RÚV Sve virðist sem yfirmenn rikissjónvarpsins hafi látið undan þrýstingi frá sjálfskipuðum menningar- postulum sem telja fréttir frá Sky-sjánvarpsstöðinni hœttulegar tungu og menningu eg jafnvel sjálfstœði landsins, því þeir ákváðu að skera við nögl það sem við fáum að sjá og heyra. ÓLAFUR INGÓLFSSON SKRIFAR Stillimynd_________________ Eins og títt er þegar stórvið- burðir gerast muna flestir hvar þeir voru á þeirri stundu og hvað þeir voru að gera. Við á Alþýðu- blaðinu vorum að ijúka degi þann 16. janúar sl., og reyndar var rétt kominn nýr dagur, 17. janúar, þeg- ar Kristján Þorvaldsson Pressurit- stjóri kemur þjótandi og segir „stríðið er byrjað“, og kveikir á sjónvarpinu. Allir störðu spenntir á skjáinn til að fá fréttir, því við vorum svo einfaldir að halda að sjónvarpsmenn hefðu haft á sér andvara, þá hefði grunað að eitt- hvað kynni að fara að gerast svona kvöldið eftir að út rann frestur Sameinuðu þjóðanna, sem írök- um var gefinn til að hverfa frá Kú- veit. Sjónvarpstækið hitnaði og hvað sjáum við? — Stillimyndina frægu! Á Reuter-móttakaranum var þá fyrir um 10—15 mínútum komin fréttin. Gamla Gufan var búin að heyra fréttirnar — en Ríkisútvarp- ið Sjónvarp var sofandi. Við reynd- um að stilla yfir á Stöð 2 og þar mátti grilla í fréttamann gegnum línurnar og ekkert heyrðist því okkur vantaði afruglara, sem við reyndar fengum okkur strax næsta dag. Það liðu tveir klukku- tímar þangað til búið var að ræsa út syfjaðan fréttamann á sjón- varpsstöð allra landsmanna. Gervihnatfasjénvarp Áður en styrjöldin hófst var Stöð 2 að fá leyfi til að útvarpa beint frá þeirri heimsfréttastöð sem Sadd- am, Bush og milljónir annarra eru áskrifendur að, CNN. Reyndar hóf- ust þessar útsendingar strax um miðnætti nokkrum tímum áður en fresturinn umtalaði rann út (sem var miðnætti að New York-tíma) — í leyfisleysi og banni. Og að kvöldi 15. janúar voru þeir viðbúnir, heyrðu sendingar CNN rétt fyrir miðnætti um leið og atburðirnir gerðust og rufu síðan dagskrá ör- skömmu síðar og fréttamaður sagði frá því sem var að gerast. Eft- ir það var sýnt beint frá CNN en með úrdrætti á íslensku inn á milii. Eins og á stóð þótti ekki stætt á að koma í veg fyrir þessa mjög svo vinsæiu þjónustu og það var mjög líflegt á áskriftardeild stöðvarinn- ar þá daga. Það var á valdi Svavars Gestssonar menntamálaráðherra að breyta þessari reglugerð, sem skyndilega var orðin að algjöru skrípi, og hann tók sig til og gerði það fljótt. Og skömmu síðar til- kynnti Ríkisútvarpið Sjónvarp að náðst hefðu samningar við SKY-stöðina bresku um beinar fréttaútsendingar á þeim tímum sem ekki var annað á skjánum. Þóttust nú aumingjar eins og ég, sem engan höfðu myndlykilinn, hafa himin höndum tekið, nú gát- um við horft á heimsfréttir fram á rauða nótt. — Þangað til á fimmtu- daginn var. Skömmtunarstjórar Nú hefur verið tekin upp skömmtun. Milli 7 og 9 á morgn- ana, 12 til 1 í hádeginu og um það bii 30 mínútur eftir venjuleg dag- skrárlok. Getur þá hending ráðið hvort við fáum almennar heims- fréttir eða einhverjar breskar inn- anlandsfrásagnir eftir því hvenær dagskrá lýkur og við fáum þennan hálftíma frá Sky News. Þetta er fjandans nóg handa þér, þú hefur ekkert að gera með meira. Því er borið við að „dregið hafi úr spennu vegna Persaflóastríðsins og því ástæðulaust að halda starfs- mönnum á vakt vegna nætur- langra útsendinga," eins og segir í frétt Moggans í fyrri viku. Vera kann að sá hópur sem horfði reglulega á þessar fréttir hafi minnkað allnokkuð en þess þykist ég þó fullviss að þeir eru all- margir sem oft horfðu á þessar út- sendingar bæði á daginn, t.d. þeg- ar fréttamannafundirnir eru síð- degis, og eftir miðnætti. Sky News hefur ekki einungis sína eigin fréttaþjónustu, heldur sendir stöð- in fyrri hluta nætur út fréttir frá amerísku fréttastöðvunum CBS, NBC og ABC ásamt fréttaskýring- um og viðtölum við sérfræðinga. Þegar komið er fram á þriðja tím- ann fara hins vegar farið að vera lítið annað en endurtekningar og hygg ég að þá hafi ekki verið margir fyrir framan skjáinn leng- ur. Hefði ekki mátt halda áfram t.d. til klukkan tvö eða þrjú án þess að það. sligaði þessa þjónustu- stofnun alira landsmanna? Undanfarna viku hefur það iðu- lega komið mönnum í vont skap hvernig tekið hefur verið skyndi- lega fyrir sendingar jafnvel í háal- varlegri frétt eða án þess að nein- ar fréttir fengjust eins óg gerðist á laugardagskvöld. Þá lauk dagskrá um 1.25 eftir miðnætti og við tók endirinn á íþróttaþætti á Sky. Klukkan 1.30 hófst svo umfjöllun um tímarit en eftir nokkrar mínút- ur var skyndilega skrúfað fyrir í miðri setningu og meira fengu menn ekki að heyra það skiptið. Engar fréttir. Það var ekki beðið eftir heila tímanum þegar ævin- lega eru fréttir. Stundum er send- ing einmitt rofin rétt í sama mund og fréttir á heila tímanum eru að hefjast. Framkoma eins og þessi er beinlínis ruddaleg og móðgandi við fólk. Og ekki ætti að þurfa „nætur- langar" vaktir á daginn. Þeir hjá Stöð 2 virðast ekki telja eftir sér þessar vaktir, þeir senda enn út all- an sólarhringinn, CNN-fréttir taka við þegar venjulegri dagskrá lýk- ur. Hver er ástaeöan?____________ Það skyldi nú ekki vera að ástæða takmarkananna sé ekki áhyggjur út af vinnuálagi frétta- manna (sem reyndar virtust ekki að efni sé á góðu máli því að í rauninni er vond þýðing meiri málspjöll en erlendur texti. Aftur stillimynd?______________ Síðustu fréttir benda alls ekki að „dregið hafi úr spennu," öðru nær. Margt bendir til þess að stórorr- usta á landi og af sjó hefjist jafnvel á næsta sóiarhring. Nú er nýtt tungl og um þessar mundir er stór- streymt sem hvort tveggja hentar til landgöngu og árásar. Almenn- ingur í arabalöndunum hefur horft á valdar ritskoðaðar frétta- myndir frá írak og hlustað á fréttir af manntjóni í loftárásum og það hefur valdið vaxandi óróa sem trú- lega þrýstir á bandamenn að beina athygli heimsins að Kúveit með því að leggja til atlögu á landi. Og nú eru friðarumleitanir einn- ig komnar af stað þannig að hugs- anlegt er að til tíðinda dragi í þá veru. En mestar líkur eru á því að þeg- ar stórtíðindi fara að gerast fái þeir sem ekki hafa myndlykil aðeins stillimynd til að horfa á í sjónvarpi. CNN er á skjánum á öllum tímum utan reglulegrar dagskrár á Stöð 2, þjónusta sem margir kunna að meta.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.