Alþýðublaðið - 20.02.1991, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 20.02.1991, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 20. febrúar 1991 Jöfnun raforkuverds, sveit- arfélög verði sameinuð, og bættur fjárhagur Byggdastofn- unar eru meðal þess sem ríkis- stjórnin mun beita sér fyrir til að styrkja búsetu á lands- byggðinni. Kynntar hafa verið niðurstöður nefndar sem ríkisstjórnin skipaði í janúar til að móta langtímastefnu í byggðamálum með það að mark- miði að byggð dafni í öllum lands- hlutum. I nefndinni áttu sæti full- trúar allra stjórnmálaflokka og samtaka á Alþingi. Tillögum um fyrstu aðgerðir í byggðamálum hefur verið skipt í tíu forgangs- flokka. 1. Gert er ráð fyrir að meira vald verði fært til héraða og samstarf sveitarfélaga verði aukið, kjör- dæmin verði efld stjórnsýslulega og efnahagslega þannig að þau verði fær um að takast á hendur aukin verkefni og meiri ábyrgð á eigin málum. 2. Stefnt er að því að komið verði á fót héraðsmiðstöðvum í öllum kjördæmum á landsbyggð- inni. Þar verði aðsetur byggðar- stjórnar auk ýmissa opinberra að- ila. 3. Stefnumótandi áætlunargerð með virkri þátttöku heimamanna Nýjar leidir í byggðarmálum: RAFORKUVERÐ verði tekin upp á sviði byggða- mála. Byggðastofnun verði falið í samráði við forsætisráðherra að gera tillögur að stefnumótandi áætlunum í byggðamálum til fjög- urra ára í senn. 4. Meirihluti nýrra starfa í opin- berri þjónustu verði til á lands- byggðinni. 5. Sveitarfélög verði sameinuð, t.d. má miða við að atvinnusvæði verði eitt sveitarfélag. 6. Atvinnuþróunarfélög verði efld og atvinnuþróunarsjóðir verði styrktir í kjördæmum lands- byggðarinnar. Tiltekinn hluti af tekjum vegna stóriðju renni m.a. til þessa verkefnis. 7. Jöfnun raforkuverðs og sam- eining orkufyrirtækja. Rafmagns- veitur ríkisins og Landsvirkjun verði tafarlaust sameinaðar í eitt fyrirtæki þar sem rikið eigi meiri- hlutann. 8. Skipulag farþegaflutninga verði endurskoðað og samræmt. 9. Byggðasjónarmiða verði gætt í almennri efnahagsstjórn. 10. Fjárhagur Byggðastofnunar efld- ur. Forsætisráðherra segir að þess- ar aðgerðir þurfi ekki að verða kostnaðarsamar, nema það sem snýr að jöfnun raforkuverðs, en Minnkandi fisksala til Bandaríkjanna ekki eru enn tilbúnar tölur varð- andi það mál. Fólksflótti af lands- byggðinni veldur mönnum áhyggjum sagði ráðherrann, en þessar tillögur gætu markað upp- hafið að nýrri sókn til jöfnunar bú- setu í landinu. Á síðustu árum hefur orðið nokkur breyting á samsetn- ingu fiskafurða sem fluttar eru út frá Islandi. Samdráttur hef- ur orðið í sölu á fiski sem flutt- ur er út til Bandaríkjanna þar sem íslenskir aðilar eiga stór- ar verksmiðjur sem séð hafa um að fullvinna aflann. En hvernig skyldi nýting þessara fjárfestinga vera í dag? Fá þær nógu mikið hráefni til að vinna úr? Alþýðublaðið hafði samband við Sæmund Guðmundsson, að- stoðarframkvæmdastjóra hjá ís- lenskum sjávarafurðum hf. Sæ- mundur sagði að verksmiðja þeirra í Bandaríkjunum hefði haft nógu mikið hráefni tilað vinna úr á síðasta ári, að vísu væri hörð samkeppni um fiskblokkina, og aukinn áhugi manna á að selja flök hefur vissulega dregið úr framboði á fiskblokk. Á síðasta ári hafa fiskvinnslufyrirtæki líka fremur kosið að selja blokkina á Evrópumarkaði vegna sérlegra hagstæðs verðlags þar. A síðasta ári varð verulegur samdráttur í sölu á frystum fiski til Bandaríkjanna. Árið 1989 flutti Sambandið út 14.110 tonn af fryst- um fiski til Bandaríkjanna en í fyrra voru flutt út 8.490 tonn, sam- drátturinn í magni er því um 40%. Hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna var sömu sögu að segja, þar nam samdrátturinn í sölu til Bandaríkjanna 24% í magni, en þangað seldist tæplega 21 þúsund tonn á móti 27 þúsund tonnum áð- ur, í verðmætum nem samdráttur- inn 14%. Hjá stærstu fisksölufyrirtækjun- um hefur því orðið allnokkur sam- dráttur í sölu á frystum fiski til Bandaríkjanna og samdráttur hef-. ur einnig orðið í sölu á frystum fiski til Sovétríkjanna og Asíu. Aukningin hefur öll orðið í Evr- ópu. Nokkur breyting hefur orðið á vinnsluaðferðum hér á landi á siðustu árum, æ fleiri fyrirtæki full- vinna nú hráefni sitt í neytenda- umbúðir og skýrir það hugsánlega að nokkru breytinguna, að minna er flutt til Bandaríkjanna til full- vinnslu en meira fer til Evrópu, ýmist fullunnið eða aðeins ísað . Blokkinni ekiö úr frystiklefum. Fjölgun umferðarslysa Á síðasta ári létust 24 í um- ferdarslysum hér á landi, ölv- aðir ökumenn áttu þátt í 50 slysum, hafði fjölgað úr 38 frá árinu áður. Áberandi er hve slysum í þéttbýli fjölgar á sama tíma og fækkun verður í dreif- býli. Langflestir slasaðra eru í aldursflokknum 17—20 ára. Á árinu 1990 slösuðust eða lét- ust 874 manns í umferðinni hér á landi. Það eru 47 fleiri en á árinu 1989, en þá slösuðust 831. Þessar upplýsingar komu fram á blaðamannafundi sem Umferðar- ráð hélt í gær. Þegar litið er í heild á niðurstöður Umferðarráðs kem- ur í ljós að ekki hefur orðið veru- leg breyting á tíðni eða gerð um- ferðarslysa hér á landi á síðustu ár- um. Helst má þó nefna að slysum hjá þeim sem aka léttum bifhjól- um hefur fækkað jafnt og þétt á síðustu árum. Slysum hjá þeim sem aka stórum bifhjólum hefur aftur á móti fjölgað að sama skapi. Fram kom í máli Óla H Þórðarson- ar hjá Umferðarráði að mikið skorti á að þeir sem fengju leyfi til að aka stórum bifhjólum fengju viðeigandi þjálfun. Óli sagði að bætt þjónusta og kunnátta sjúkra- flutningamanna hefði örugglega dregið nokkuð úr dauðaslysum. Ljóst er af niðurstöðum umferðar- ráðs að skipulagt átak í umferðar- málum getur skilað góðum ár- angri. Sem dæmi má nefna að árið 1983, þegar sérstakt norrænt um- ferðarátak var í gangi, voru dauðaslys hér á landi 18 og höfðu ekki verið færri frá árinu 1970. Flest hafa dauðaslys í umferðinni orðið 37 árið 1977, en fæst árið 1968, þegar hægri umferðin tók gildi- Sambandi ungra jafnaöarmanna hefur boöist að senda nokkra fulltrúa á Friðarráðstefnu ungs fólks í Evrópu, sem haldin verður í borginni IEPER í Belgíu dagana 7.—13. apríl. Umsóknir og nánari upplýsingar fást hjá SUJ, Hverfisgötu 8—10, 2. hæð. Umsóknum skal skilað fyrir 1. mars. SUJ. Félagsmiðstöð jafnaðarmanna Hverfisgötu 8—10 Sími15020 KRATAKAFFI Gestur: Magnús Jóns- son. Fjölmennum. Spáum í pólitíkina (og veðrið). Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.